Morgunblaðið - 14.01.2022, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
England
Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur:
Liverpool – Arsenal.................................. 0:0
_ Chelsea er komið í úrslit eftir 3:0 sam-
anlagðan sigur á Tottenham.
Afríkumótið
Kamerún – Eþíópía .................................. 4:1
Grænhöfðaeyjar – Búrkína Fasó............ 0:1
Katar
Al Sailiya – Al-Arabi ............................... 0:1
- Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi.
Spánn
Meistarakeppnin, undanúrslit:
Barcelona – Real Madrid ................ (frl.) 2:3
Atlético Madrid – Athletic Bilbao........... 1:2
Reykjavíkurmót kvenna
Valur – KR .............................................. 12:0
Víkingur R. – Fjölnir ............................... 1:2
4.$--3795.$
EM karla 2022
A-RIÐILL, Debrecen:
Slóvenía – N-Makedónía...................... 27:25
Danmörk – Svartfjallaland.................. 30:21
Staðan:
Danmörk 1 1 0 0 30:21 2
Slóvenía 1 1 0 0 27:25 2
N-Makedónía 1 0 0 1 25:27 0
Svartfjallaland 1 0 0 1 21:30 0
B-RIÐILL, Búdapest:
Ungverjaland – Holland ..................... 28:31
- Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Staðan:
Holland 1 1 0 0 31:28 2
Ísland 0 0 0 0 00:00 0
Portúgal 0 0 0 0 00:00 0
Ungverjaland 1 0 0 1 28:31 0
C-RIÐILL, Szeged:
Serbía – Úkraína .................................. 31:23
Króatía – Frakkland ............................ 22:27
Staðan:
Serbía 1 1 0 0 31:23 2
Frakkland 1 1 0 0 27:22 2
Króatía 1 0 0 1 22:27 0
Úkraína 1 0 0 1 23:31 0
E-RIÐILL, Bratislava:
Spánn – Tékkland................................. 28:26
Svíþjóð – Bosnía ................................... 30:18
Staðan:
Svíþjóð 1 1 0 0 30:18 2
Spánn 1 1 0 0 28:26 2
Tékkland 1 0 0 1 26:28 0
Bosnía 1 0 0 1 18:30 0
F-RIÐILL, Kosice:
Rússland – Litháen .............................. 29:27
Noregur – Slóvakía .............................. 35:25
Staðan:
Noregur 1 1 0 0 35:25 2
Rússland 1 1 0 0 29:27 2
Litháen 1 0 0 1 27:29 0
Slóvakía 1 0 0 1 25:35 0
Leikir í dag:
17.00 D Þýskaland – Hvíta-Rússland
19.30 B Portúgal – Ísland
19.30 D Austurríki – Pólland
Undankeppni HM karla
Grikkland– Belgía ................................ 42:24
_ Grikkir eru komnir í umspil.
%$.62)0-#
1. deild karla
Fjölnir – Álftanes ............................. 115:107
Staðan:
Haukar 14 12 2 1452:1066 24
Álftanes 15 11 4 1428:1259 22
Höttur 13 11 2 1297:1068 22
Sindri 15 9 6 1392:1276 18
Fjölnir 15 9 6 1364:1380 18
Selfoss 14 7 7 1195:1205 14
Skallagrímur 16 6 10 1336:1401 12
Hrunamenn 15 4 11 1270:1450 8
Hamar 13 2 11 1001:1230 4
ÍA 14 1 13 1024:1424 2
NBA-deildin
Indiana – Boston............................... 100:119
Philadelphia – Charlotte.................... 98:109
Washington – Orlando ..................... 112:106
Atlanta – Miami .................................. 91:115
New York – Dallas ............................. 108:85
San Antonio – Houston .................... 124:128
Utah – Cleveland................................ 91:111
Chicago – Brooklyn.......................... 112:138
Sacramento – LA Lakers ................ 125:116
4"5'*2)0-#
EM 2022
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Lærisveinar Erlings Richards-
sonar í hollenska landsliðinu komu
gríðarlega á óvart og unnu glæsi-
legan en jafnframt verðskuldaðan
31:28-sigur á heimamönnum í Ung-
verjalandi í B-riðli Íslands á EM
karla í handbolta í gærkvöldi. Ung-
verjaland komst aldrei yfir í leiknum
en náði þó að jafna í 28:28 þegar
skammt var eftir. Þá skoruðu Hol-
lendingar þrjú síðustu mörkin og
fögnuðu fræknum sigri.
Kay Smits, sem leikur með Ómari
Inga Magnússyni og Gísla Þorgeiri
Kristjánssyni hjá Magdeburg, skor-
aði tíu mörk fyrir Holland og Dani
Baijens, leikmaður Hamm í þýsku
B-deildinni, gerði sex. Mate Lekai
skoraði níu fyrir Ungverjaland.
Létu lætin ekki á sig fá
Leikið var í hinni glæsilegu MVM-
höll í Búdapest. Tekur hún 20.000
manns í sæti og er stærsta hand-
boltahöll Evrópu. Lærisveinar Er-
lings létu lætin í körfuhörðum ung-
verskum áhorfendum lítið á sig fá og
stýrðu leiknum svo gott sem frá
fyrstu mínútu. Erlingur hefur á síð-
ustu árum byggt upp hollenska liðið,
en Evrópumótið fyrir tveimur árum
var það fyrsta hjá hollensku karla-
landsliði. Þá vann liðið einn leik en
hafnaði að lokum í 17. sæti. Nú virð-
ist hollenska liðið vera komið skref-
inu lengra og er sigurinn á Ungverj-
um mun stærri en sigurinn á Lettum
í síðustu keppni og því væntanlega
stærsti sigur hollenska liðsins frá
upphafi.
Sigurinn er glæsilegur fyrir Er-
ling og liðið hans, en það á eftir að
koma betur í ljós hvort hann sé góð-
ur fyrir íslenska liðið og möguleika
þess í riðlinum. Ungverjar eru
komnir með bakið upp að vegg og
eiga eftir tvo erfiða leiki gegn Ís-
landi og Portúgal. Ljóst er að ís-
lenska liðsins bíður verðugt verkefni
gegn því hollenska eftir leikinn gegn
Portúgal í kvöld. Erlingur er ekki í
Búdapest bara til að vera með og
hann hefur væntanlega lítinn áhuga
á að gera íslenska liðinu stóra
greiða.
Stærsti sigur
Hollendinga
- Erlingur lagði gestgjafana óvænt
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Sigur Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands, kemur skilaboðum
áleiðis í sigrinum glæsilega á Ungverjalandi í Búdapest í gærkvöldi.
Liverpool og Arsenal gerðu marka-
laust jafntefli í fyrri leik liðanna í
undanúrslitum enska deildabikars-
ins í knattspyrnu á Anfield í Liver-
pool í gærkvöldi.
Granit Xhaka, miðjumaður Ars-
enal, er væntanlega manna fegn-
astur þar sem hann fékk beint rautt
spjald á 24. mínútu. Þrátt fyrir það
tókst Liverpool ekki að brjóta Ars-
enal-menn á bak aftur. Seinni leik-
ur liðanna fer fram á Emirates-
vellinum í London næstkomandi
fimmtudag og mætir sigurliðið
Chelsea í úrslitum á Wembley.
Tíu leikmenn
Arsenal héldu út
AFP
Jafnt Arsenal og Liverpool skildu
jöfn á Anfield í Liverpool í gær.
Óvissa er um framhaldið í fótbolt-
anum hjá Hannesi Þór Halldórssyni,
fyrrverandi landsliðsmarkverði, en
hann hefur hafnað tilboði um að spila
með uppeldisfélaginu Leikni í Reykja-
vík. Þetta kom fram á 433.is og einnig
hjá fotbolti.net í gær en Hannes hefur
leikið með Val síðan hann sneri heim
úr atvinnumennsku. Hann átti eitt ár
eftir af samningi sínum þar en gert
var samkomulag um starfslokasamn-
ing í nóvember. Fotbolti.net segir að
Hannes hafi upplýst Leiknismenn um
að hann finni ekki neistann fyrir því
að spila fótbolta.
Hanskarnir á hill-
una hjá Hannesi?
Morgunblaðið/Eggert
Hættur? Hannes Þór Halldórsson
gæti verið hættur í fótbolta.
EM 2022
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Norðurlandaþjóðirnar þrjár sem
hófu leik á EM karla í handbolta í
gærkvöldi fögnuðu allar stórsigri í
frumraun sinni á mótinu í ár en leik-
ið er í Ungverjalandi og Slóvakíu.
Í A-riðli vann Danmörk afar
sannfærandi 30:21-sigur á Svart-
fjallalandi þar sem Mikkel Hansen
fór á kostum og skoraði tíu mörk.
Hansen, sem hefur í þrígang verið
valinn handknattleiksmaður ársins
af IHF, er líklegur til afreka á
mótinu.
Í sama riðli hafði Slóvenía betur
gegn Norður-Makedóníu, 27:25.
Gamla kempan Kiril Lazarov leikur
með og þjálfar Norður-Makedóníu
en hann þurfti að fylgjast með á
hliðarlínunni í gær vegna meiðsla.
Titilvörnin hófst á sigri
Spánverjar, sigurvegarar síðustu
tveggja Evrópumóta, fóru vel af
stað og unnu 28:26-sigur á Tékkum
í E-riðli. Eduardo Gurbindo, sem
lék ekki með Spánverjum á síðasta
Evrópumóti, var markahæstur í
spænska liðinu með sex mörk.
Svíþjóð átti ekki í nokkrum vand-
ræðum með að vinna Bosníu í sama
riðli, 30:18. Leikurinn var góð upp-
hitun fyrir erfiðari verkefni hjá Sví-
þjóð og komust alls ellefu leikmenn
sænska liðsins á blað.
Skoraði meira en hann varði
Leikmenn norska landsliðsins
skiptu mörkunum vel á milli sín í
35:25-sigri á Slóvakíu í E-riðli.
Magnus Gullerud skoraði fimm
mörk og þar á eftir komu fjórir
leikmenn með fjögur mörk. Gest-
gjafarnir í Slóvakíu, sem eru að
leika á sínu fyrsta Evrópumóti í tíu
ár, voru númeri of litlir fyrir Norð-
menn.
Þá vann Rússland 29:27-sigur á
Litháen í sama riðli. Anton Gylfi
Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu
leikinn. Vilius Rasimas, markvörð-
ur Selfoss, varði átta skot í marki
Litháens en Giedreius Morkunas,
fyrrverandi markvörður Hauka,
ekki neitt. Morkunas tókst þó að
skora eitt mark.
Þá unnu Frakkar 27:22-sigur á
Króatíu. Hugo Descat skoraði sjö
mörk fyrir Frakkland og Cincent
Gérard var með 39 prósenta mark-
vörslu.
Í hinum leik C-riðilsins vann
Serbía sannfærandi sigur á Úkra-
ínu, 31:23.
AFP
Háloft Svíinn Albin Lagergren leitar leiða fram hjá Senjamin Buric í vörn
Bosníu í Bratislava gærkvöldi. Sænska liðið vann öruggan 12 marka sigur.
Norðurlöndin byrj-
uðu með látum
Arnar Pétursson frjálsíþróttamað-
ur úr Breiðabliki og Tinna Sif
Teitsdóttir fimleikakona úr Gerplu
voru kjörin íþróttakarl og íþrótta-
kona Kópavogs fyrir árið 2021 í
gær. Arnar vann alls níu Íslands-
meistaratitla í langhlaupum á síð-
asta ári og Tinna varð Evrópu-
meistari í hópfimleikum með
íslenska landsliðinu.
Arnar og Tinna
best í Kópavogi