Morgunblaðið - 14.01.2022, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
95%
BESTA SPIDER-MAN MYNDIN TIL ÞESSA !
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN ALLRA BESTA MYND STEVEN SPIELBERG
OBSERVER
THE GUARDIAN
93%
NÝÁRSMYNDIN 2022
RALPH FIENNES GEMMA ARTERTON RHYS IFANS
HARRIS DICKINSON DJMON HOUNSOU
TOTAL F ILM
T H E K I L L E R I S O N T H I S P O S T E R
CHICACO SUN-TIMES
TOTAL F ILM
THE WRAP
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Ballettdansarar dansflokksins Aalto Ballett Essen setja
sig í stellingar á aðalæfingu á Svanavatninu sem frum-
sýna á hjá La Maestranza-leikhúsinu í Sevilla á Spáni.
Danshöfundur sýningarinnar er belgíski kóreógrafinn
Ben Van Cauwenbergh, en tónlistina samdi rússneska
tónskáldið Tsjajkovskíj.
AFP
Seiðandi Svanavatnið í Sevilla
Ronnie Spector, aðalsöngkona
kvennasveitarinnar Ronettes, er lát-
in 78 ára að aldri. Frá þessu greinir
BBC. „Ronnie lifði lífinu með bliki í
auga, áræði í fasi, stríðnishúmor og
bros á vör,“ segir í tilkynningu frá
fjölskyldu Spector, en þar kemur
einnig fram að hún hafi látist eftir
stutta baráttu við krabbamein.
Spector fæddist á Manhattan 1943
og hlaut skírnarnafnið Veronica
Yvette Bennett. Hún varð fræg á
einni nóttu aðeins 18 ára gömul þeg-
ar hún ásamt eldri systur og frænku
kom fram á klúbbum í New York og
vakti þar athygli hljómplötufram-
leiðenda. Hún giftist 1968 upptöku-
stjóranum Phil Spector sem tók upp
vinsælustu smelli Ronettes, m.a. „Be
My Baby“ og „Walking in the Rain“.
Sepctor-hjónin ættleiddu þrjú börn
áður en þau skildu sex árum síðar
vegna ofbeldishneigðar hans. Í ævi-
minningum sínum rifjaði Spector
upp að eiginmaðurinn hefði geymt
líkkistu í kjallanum og reglulega
minnt eiginkonu sína á að hann
myndi drepa hana ef hún yfirgæfi
hann. Hann lést í fangelsi 2021 með-
an hann afplánaði dóm vegna morðs.
Ronettes er talin mikilvæg fyrir-
mynd fyrir aðrar svalar kvenna-
sveitir. „Við vorum ekki hræddar við
að vera heitar. Það var sölutrix okk-
ar. Þegar við sáum The Shirelles
ganga á svið í víðum veislukjólum
ákváðum við að fara í öfuga átt og
tróðum líkama okkar í þrengstu pils-
in sem við gátum fundið. Þegar við
fórum á svið kipptum við pilsunum
upp til að sýna leggina enn frekar,“
skrifaði Spector í ævisögu sinni sem
nefnist Be My Baby: How I Survi-
ved Mascara, Miniskirts, and Mad-
ness og út kom 2004. Í frétt BBC er
bent á að vinsældir Ronettes megi
ekki aðallega skrifa á djarft útlitið.
Einstök rödd Spector, sem var full
af þrá, mýkt og hörku, hafi verið
opinberun auk þess sem kænska
hópsins og töffaraheitin hafi skorið
sveitina frá öðrum kvennasveitum
þess tíma. Eftir að Spector komst út
úr ofbeldisfullu hjónabandi sínu átti
hún farsælan feril og sendi síðast frá
sér plötu 2016. Ronettes voru teknar
inn í Frægðarhöll rokksins 2007.
Ronnie Spector látin 78 ára að aldri
AFP
Spræk Ronnie Spector árið 2010.
Bækur seldust sem aldrei fyrr á
Bretlandi á síðasta ári og hefur bók-
salan ekki mælst meiri síðasta ára-
tuginn. Á síðasta ári voru seldar 212
milljónir bóka í Bretlandi fyrir alls
1,82 billjónir sterlingspunda, sem er
3% aukning frá fyrra ári. Þetta kem-
ur fram í samantekt Nielsen Book-
Scan sem birt var í vikunni og bygg-
ist á mánaðarlegum sölutölum frá
um 3.000 bóksölum þar í landi. Í
frétt The Guardian um málið er rifj-
að upp að bóksölum hafi verið gert
að loka öllum búðum í um þrjá mán-
uði í byrjun árs 2021 vegna yfir-
standandi heimsfaraldurs, en samt
var sett met í bóksölu á árinu.
Í tölum Nielsen kemur fram að
20% aukning hefur orðið á sölu
skáldsagna frá árinu 2019. Á sama
tíma hefur 19% aukning orðið í sölu
glæpasagna og 23% aukning í vís-
indaskáldsögum og fantasíum og
49% aukning í rómantískum bókum.
Mesta aukningin, eða 50%, varð í
sölu bóka þar sem bætt líkamleg og
andleg heilsa er í forgrunni.
Söluhæsti höfundur ársins 2021
var Richard Osman, en tvær bækur
hans rata inn á topp tíu sölulista árs-
ins. Bók hans The Thursday Murder
Club ratar í efsta sætið en bókin The
Man Who Died Twice í fjórða sætið.
Í öðru sæti listans er The Boy, The
Mole, The Fox and the Horse eftir
Charlie Mackesy og þar á eftir kem-
ur The Midnight Library eftir Matt
Haig. Af öðrum bókum má nefna
Megamonster eftir David Walliams
sem lendir í áttunda sæti listans.
„Heilt yfir ber sölulistinn með sér
að bókakaupendur eru að leita í
þægilegt efni og fyndið,“ segir Jack-
ie Swope hjá Nielsen. „Því miður
minnir 2022 á 2021 nú þegar nýtt af-
brigði veirunnar leikur samfélagið
grátt. Við getum þó verið viss um
eitt og það er að bækur eru ekki
tískubóla tengd faraldri heldur hafa
þær sannað gildi sitt í tímans rás.“
Bóksala eykst
í Bretlandi
Rithöfundurinn Richard Osman.
Áfram heldur umræðan í bresku
pressunni um hlutverkaskipan þeg-
ar kemur að persónum sem tilheyra
minnihlutahópum. Maureen Lip-
man birti í vikunni aðsenda grein í
The Guardian til að árétta að hún
hefði ekki verið að ráðast á Helen
Mirren þegar hún gagnrýndi það
að Mirren hefði verið falið að leika
Goldu Meir, fyrrverandi forsætis-
ráðherrra Ísraels, þrátt fyrir að
Mirren væri ekki gyðingur.
„Ég hef ekki ráðist á Helen Mir-
ren,“ skrifar Lipman og gagnrýnir
fjölmiðla fyrir að slá því upp í fyrir-
sögnum. „Blaðamaður hafði sam-
band við mig og falaðist eftir áliti
mínu á þessari umræðu. Afstaða
mín er sú að ef þjóðerni eða kyn
persónunnar er lykilatriði í fram-
vindu sögunnar þá ætti að horfa til
þjóðernis leikarans sem er valinn
með sama hætti og gert er þegar
kemur að öðrum minnihlutahópum.
Þetta á við um hlutverk forsætis-
ráðherra fyrsta og eina gyðinga-
ríkis heims. Ég vil árétta að ég tók
það skýrt fram að Helen væri frá-
bær leikkona og mjög kynþokkafull
komin á áttræðisaldur, sem er lykill
að því að leika Goldu.“
Lipman segist ekki hafa ráðist á Mirren
Öflug Helen Mirren sem Golda Meir.