Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Við systkinin minnumst Hákonar Heimis frænda okkar með hlýhug og þakklæti. Hann var einstakt ljúfmenni sem sýndi okkur ávallt mikinn velvilja. Það var yndislegt að heim- sækja Heimi og Ólöfu, hvort sem var á heimili þeirra eða í sumarbústaðinn, og nutum við alltaf einstakrar gestrisni þeirra hjóna. Á heimili þeirra mátti finna alls konar hljóðfæri, gestaþrautir, klukkusafn og fleira spennandi sem við feng- um að leika með og skoða. Einnig var sumarbústaður þeirra sannkallaður ævintýra- heimur og eigum við margar Hákon Heimir Kristjónsson ✝ Hákon Heimir Kristjónsson fæddist 20. desem- ber 1928. Hann lést 7. janúar 2022. Hákon Heimir var jarðsunginn 14. janúar 2022. góðar minningar þaðan. Heimir var mikill tónlistarunn- andi, spilaði meðal annars á píanó og harmóniku og var iðulega glatt á hjalla á harmóniku- æfingum sem við fylgdumst oft með. Það var einkenn- andi fyrir Heimi að horfa á jákvæðar hliðar tilverunnar, vera sannur vinur vina sinna og einstakur frændi. Þessir eiginleikar Heimis eru okkur nú hvatning til að leitast við að hafa jákvæð áhrif á þá sem standa okkur nærri. Við vottum Ólöfu, dætrum þeirra hjóna og allri þeirra stóru fjölskyldu innilega samúð. Blessuð sé minning Hákonar Heimis. Hallgrímur Thorberg Björnsson, Ragnheiður Lóa Björnsdóttir, Sólveig Hild- ur Björnsdóttir. Ég kveð mína kæru nöfnu með söknuði. Við unnum saman á Lands- bókasafninu og hún fór fljótlega að kalla mig nöfnu og kallaði mig aldrei neitt annað eft- ir það. Mér þótti vænt um að vera nafna hennar og gerði mér oft ferð á skrifstofuna til hennar. Stundum átti ég ekki annað er- indi en að heyra hvað hún hefði að segja þann daginn. Nafna mín hafði skoðanir á öllu og hún lá ekki á þeim. Hún var ákveðin, Guðrún Björnsdóttir ✝ Guðrún Björns- dóttir fæddist 29. júlí 1941. Hún lést 22. desember 2021. Útförin fór fram 14. janúar 2022. stolt, gáfuð og gríð- arlega mikill dýra- vinur. Hún sagði mér frá sjálfri sér og syni sínum, hún sagði mér frá húsinu í Mosfellsdalnum og ég fékk að heim- sækja hana þangað. Hún sagði mér frá lífi sínu og gat líka sagt mér sögur af pabba mínum sem hann hefði aldrei sagt mér sjálf- ur. Við nöfnurnar vorum ólíkar en við náðum alltaf vel saman og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Ég sendi Birni Þór, Magnúsi Kolbirni og öðrum aðstandend- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún Friðriks. Kæra systir, stutt kveðja til þín. Á stórum sorgarstund- um oss stirt er oft um mál það stöðvar enginn samspil rúms og tíma en vestfirsk minning blundaði í okkar beggja sál því þar hófst okkar fyrsta lífsins glíma. Unnur Daníelsdóttir ✝ Unnur Daníels- dóttir fæddist 19. mars 1947. Hún lést 3. janúar 2022. Útför Unnar fór fram 14. janúar 2022. Mín elskulega systir þú kvödd varst á braut ég kærleiksríka mynd þína mun geyma en herrann guð á himni þér lagði líkn við þraut hann leiddi þig til fegri og betri heima. Ég veit að pabbi og mamma þig vefja örmum þar og vinirnir sem horfnir eru héðan er lífs míns klukka stöðvast ég hræðist ekki par við hittumst síðar, vertu sæl á meðan. (Höf. U.S.Á) Þín systir, Kolbrún. Góður vinur og félagi hefur kvatt þennan heim, Óla kynntist ég fyrst fyrir um fimmtíu árum, þegar hann kom stundum við á Hrauntungunni í Kópavog- inum, heimili foreldra minna og afa og ömmu. Erindið var að heilsa upp á afa Leifa, bílstjóra á Hreyfli, en Óli og Gísli bróðir voru þá nýbyrjaðir að keyra leigubíl á stöðinni. Seinna byrj- aði ég svo að keyra leigubíl og var gott að leita í smiðju Óla um ráð. Við fylgdumst að alla tíð, þótt ég færi til annarra starfa tímabundið. Mestu samskiptin voru þegar við unnum saman við útkeyrslu á filmum fyrir Hans Petersen í áratug og var þar oft fjör hjá okkur að standa okkur í því að skila öllu á réttum tíma. Óli var 77 ára þegar hann kvaddi en það er sama tala og stöðv- arnúmerið hans á Hreyfli sem var no. 77. Óli var hvers manns hugljúfi og ávallt ók hann á gljá- fægðum Mercedes Benz-bílum fram á síðustu ferð á Hreyfli, Ólafur P. Sveinsson ✝ Ólafur P. Sveinsson fæddist 2. júlí 1944. Hann lést 27. des- ember 2021. Útförin fór fram í kyrrþey. hann var einn mesti snyrtipinni sem ég þekki, enda var honum oft falið að aka fyrirmennum og tókst mikil vin- átta með mörgum þeirra. Fljótlega fékk Óli viðurnefnið dýrlingur og festist það við hann alla tíð enda var hann vel að þessu nafni kom- inn. Við nokkrir félagar héldum hópinn saman og gáfum hver öðrum gjafir á stórafmælum, að öðrum ólöstuðum var Eiríkur Sverrisson þar hin mesta perla. Hann hélt utan um afmælisdaga og kom gjöfum áleiðis. Það er margs að minnast á langri ævi, tíminn með Óla var ánægjulegur og veit ég að við félagarnir mun- um sakna hans sárt. Votta ég Marít og öðrum ættingjum sam- úð mína, megi góður Guð styrkja ykkur á sorgarstund. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Ársæll Hauksson. Elsku Lóa móð- ursystir mín er fall- in frá. Ég minnist henn- ar af miklum hlýhug og þakk- læti. Ótal minningar koma fram í hugann enda voru mamma, Lóa, Hrefna og þau systkin náin og dugleg að kalla fólkið sitt saman. Naustakot kemur upp í hugann en þar hittist fjölskyldan alltaf á Jónsmessunni. Þær systur fóru þá á undan til að undirbúa og voru það miklar gleðistundir. Það var allt þvegið og viðrað, bakað og eldað og svo var skálað í sérríi. Oft dönsuðum við svo úti á stétt og hlógum mikið. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Ég passaði Guðnýju, Valda og Lóa Guðrún Gísladóttir ✝ Lóa Guðrún Gísladóttir fæddis 29. maí 1934. Hún lést 8. desember 2021. Útför Lóu Guð- rúnar var gerð 17. desember 2021. Hrafnhildi þegar við vorum börn og það var alltaf mikið fjör hjá okkur. Allt- af var gott að koma í heimsókn á Sand- abrautina og Lóa og Geir höfðingjar heim að sækja. Ég kom oft í heimsókn þangað með mín börn og var vel tek- ið. Ferð þeirra systra til Akur- eyrar kemur upp í hugann og kallar fram bros á vör. Mamma, Lóa, Hrefna og Ósk komu til mín. Við skoðuðum bæinn, fór- um á söfn, borðuðum góðan mat og hlógum og spjölluðum. Lóa var alltaf glöð og kát, dansaði mikið og söng og lét sér annt um allt sitt fólk. Minning um dásamlega konu lifir. Afkomendum hennar votta ég samúð. Sólveig Jónasdóttir Pálmadóttir. ✝ Birgir Thor- steinson fædd- ist í Reykjavík 24. ágúst 1941. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 1. janúar 2022. Foreldrar hans eru Axel Thorsteinson, rit- höfundur, blaða- maður og fréttarit- ari í Reykjavík, f. 5.3. 1895, d. 3.12. 1984, og Sig- ríður Þorgeirsdóttir Thorstein- son, f. 21.9. 1909, d. 26.1. 1965. Hálfsystkini Birgis, samfeðra, eru Steingrímur Harry, f. 15.10. 1920, d. 11.8. 2002; Axel Grímur Julian, f. 13.9. 1922, d. 29.12. 2018; Sigríður Breiðfjörð, f. 30.8. 1928, d. 15.5. 2003 og Hall- dór, f. 4.2. 1930. Albróðir Birgis er Gunnar Aðalsteinn, f. 27.4. 1944. Birgir kvæntist 5.3. 1965 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Mar- gréti Böðvarsdóttur garð- yrkjubónda frá Syðra-Seli, Hrunamannahreppi, f. 5.5. 1947. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, jógakennari og nuddari, f. 2.11. 1964. Eiginmaður Sigríðar var Ólafur Ómar Hlöðversson, f. 28.11. 1959, þau slitu samvistum. Eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn; 2) Axel garðyrkju- bóndi, f. 11.5. 1966. Kona hans er Heiða Snorradóttir, f. 23.8. 1973 og eiga þau fjögur börn; 3) Böðvar Bjarki sjómað- ur, f. 18.12. 1968. Eiginkona hans er Sigurveig Guðmunds- dóttir, f. 22.6. 1971. Fyrri kona Böðvars er Kari Torkildsen, f. 10.10. 1970, þau slitu samvistum. Böðvar á 2 börn, 1 stjúpson og 3 barnabörn; 4) Þorsteinn garð- yrkjubóndi, f. 24.6. 1978. Birgir útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Hvanneyri 1959, var bóndi á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi 1964-1970 og garðyrkjubóndi á Brún á Flúð- um frá 1970 og til dauðadags. Útför Birgis fór fram frá Hrunakirkju 12. janúar 2022. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Komið er að kveðjustund. Við kveðjum mág okkar og svila með hlýhug og þökkum fyrir samfylgdina árin öll. Hvíl í friði, kæri Birgir, og blessuð sé minning þín. Elsku Margrét, Sigga, Axel, Böðvar, Steini og fjölskyldur. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja. Kristrún, Sigurður (Diddi) og fjölskylda, Agnes, Þorvaldur (Valdi) og fjölskylda. Birgir Thorsteinson Systir okkar, Pál- ína Matthildur Sig- urðardóttir, Matta, eins og við kölluðum hana, lést að morgni 3. janúar. Andlát hennar kom okkur ekki alveg á óvart því hún hafði átt við veikindi að stríða um nokkurn tíma. Samt er ætíð sárt að fá slíkar fréttir, ekki síst þegar náinn ættingi fellur frá. Matta var næstelst af sjö systkinum. Við ólumst upp á Freyjugötu 10a. Minningarnar hrannast upp þegar við lítum til baka. Húsnæðið var ekki stórt en þar var ætíð nóg pláss fyrir alla, ömmu, afa, öll systkinin sjö, Pálína Matthildur Sigurðardóttir ✝ Pálína Matt- hildur Sigurð- ardóttir fæddist 26. febrúar 1928. Hún lést 2. janúar 2022. Útförin fór fram 12. janúar 2022. mömmu og pabba. Svo ekki sé talað um alla ættingjana utan af landi sem komu og gistu hjá okkur. Oft var þröng á þingi og mikill há- vaði, en við minn- umst æskunnar og uppvaxtaráranna af mikilli hlýju þar sem glaðværð og mikil samvera við ættingja og vini er okkur ofar- lega í minni. Matta var einstaklega heil- steypt og traust manneskja og yfir henni var mikil reisn. Kæru Siggi, Bjarni og Hörður og fjöl- skyldur, missir ykkar er mikill, en hafið í huga að við minnumst hennar sem vandaðrar og góðrar konu sem gaf okkur svo margt. Guð blessi ykkur. Rósa, Guðný, Árný (Adda) og Páll (Palli). Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR, húsmóðir frá Bolungarvík, andaðist á dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri sunnudaginn 9. janúar. Aðstandendur senda starfsfólkinu á Tjörn hjartans þakkir fyrir góða umönnun og einstaka hlýju og viðmót á liðnum árum. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður athöfninni streymt, en hlekkurinn verður auglýstur síðar á Viðburðaþjónustu Vestfjarða. Sigurjón S. Gunnlaugsson María S. Símonardóttir Jóhanna Gunnlaugsdóttir Hilmar Jónsson Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Gréta Björg Gunnlaugsdóttir Finnbogi U. Gunnlaugsson Barbara Foley Svanberg R. Gunnlaugsson Fríður Jónsdóttir Sigríður S. Gunnlaugsdóttir Grétar Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA KRISTÍN ARTHURSDÓTTIR, Sautjándajúnítorgi 1, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 12. janúar. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 21. janúar klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana geta aðeins nánasta fjölskylda og vinir verið viðstaddir. Hægt verður að nálgast streymi á mbl.is/andlat. Arthur Pétursson Herta M. Magnúsdóttir Ágústa Símonardóttir Magnús Oddur Guðjónsson Ragnar Símonarson Dísa Ragnheiður Tómasdóttir Ragnhildur, Halldóra, Magnús, María, Milla, Eva, Stefán, Ásta, Embla, Símon, Ísabella, Tumi og barnabarnabörn Elsku sonur minn, faðir okkar, afi og vinur, ODDUR ÞÓR SVEINSSON skipstjóri, lést 12. janúar. Guðrún Árnadóttir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga Súsanna Oddsdóttir Árni Oddsson Oddný Halldóra Oddsdóttir Delia Homecillo Dicdican og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.