Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022
England
Manchester City – Chelsea ..................... 1:0
Newcastle – Watford ............................... 1:1
Norwich – Everton................................... 2:1
Wolves – Southampton ............................ 3:1
Aston Villa – Manchester Utd................. 2:2
Liverpool – Brentford.............................. 3:0
West Ham – Leeds................................... 2:3
Staðan:
Manch. City 22 18 2 2 54:13 56
Liverpool 21 13 6 2 55:18 45
Chelsea 22 12 7 3 45:17 43
West Ham 22 11 4 7 41:30 37
Arsenal 20 11 2 7 33:25 35
Tottenham 18 10 3 5 23:20 33
Manch. Utd 20 9 5 6 32:29 32
Wolves 20 9 4 7 17:15 31
Brighton 20 6 10 4 21:21 28
Leicester 18 7 4 7 31:33 25
Crystal Palace 21 5 9 7 30:31 24
Southampton 21 5 9 7 25:33 24
Aston Villa 20 7 2 11 27:32 23
Brentford 21 6 5 10 24:33 23
Leeds 20 5 7 8 24:39 22
Everton 19 5 4 10 24:34 19
Watford 19 4 2 13 23:37 14
Norwich City 21 3 4 14 10:45 13
Newcastle 20 1 9 10 20:43 12
Burnley 17 1 8 8 16:27 11
Tottenham – West Ham .......................... 1:1
- Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn
með West Ham og lagði upp mark.
Þýskaland
Augsburg – Eintracht Frankfurt .......... 1:1
- Alfreð Finnbogason kom inn á sem vara-
maður hjá Augsburg á 83. mínútu.
Staða efstu liða:
Bayern München 19 15 1 3 61:18 46
Dortmund 19 13 1 5 49:29 40
Leverkusen 19 9 5 5 44:31 32
Hoffenheim 19 9 4 6 39:29 31
Union Berlin 19 8 7 4 27:24 31
Freiburg 19 8 6 5 31:23 30
RB Leipzig 19 8 4 7 36:23 28
E. Frankfurt 19 7 7 5 30:28 28
B-deild:
Schalke – Holstein Kiel........................... 1:1
- Guðlaugur Victor Pálsson lék fyrstu 85
mínúturnar með Schalke og lagði upp
mark.
- Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í
leikmannahóp Holsten Kiel.
Staða efstu liða:
St. Pauli 19 11 4 4 39:25 37
Darmstadt 19 11 3 5 43:22 36
Heidenheim 19 10 3 6 25:25 33
Werder Bremen 19 9 5 5 35:25 32
Hamburger SV 19 7 10 2 32:19 31
Schalke 19 9 4 6 35:24 31
Ítalía
Venezia – Empoli..................................... 1:1
- Arnór Sigurðsson sat allan tímann á
varamannabekk Venezia.
Verona – AC Milan .................................. 0:6
- Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með
AC Milan.
Inter Mílanó – Napoli .............................. 1:1
- Anna Björk Kristjánsdóttir sat allan
tímann á varamannabekk Inter Mílanó.
B-deild:
Pordenone – Lecce.................................. 0:1
- Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem
varamaður hjá Lecce á 83. mínútu.
Pisa – Frosinone ...................................... 1:3
- Hjörtur Hermannsson lék fyrstu 62 mín-
úturnar með Pisa.
SPAL – Benevento .................................. 1:1
- Mikael Egill Ellertsson er frá keppni
vegna meiðsla hjá SPAL.
Holland
Fortuna Sittard – AZ Alkmaar.............. 1:2
- Albert Guðmundsson kom inn á sem
varamaður hjá AZ Alkmaar á 80. mínútu.
Tyrkland
Adana Demirspor – Kayserispor .......... 1:1
- Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Adana Demirspor.
Grikkland
PAOK – OFI Krít ..................................... 3:0
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Panathinaikos – Olympiacos.................. 0:0
- Ögmundur Kristinsson sat allan tímann
á varamannabekk Olympiacos.
Skotland
Hibernian – Celtic ................................... 1:1
- María Ólafsdóttir Gros kom inn á sem
varamaður hjá Celtic á 76. mínútu.
Portúgal
Torreense – Benfica................................ 0:2
- Cloé Lacasse lék fyrstu 90 mínúturnar
með Benfica, Heiðdís Lillýjardóttir var
ekki í hóp.
50$99(/:+0$
EM 2022
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í
þýska karlalandsliðinu í handknatt-
leik eru komnir áfram í milliriðla á
Evrópumótinu í Ungverjalandi og
Slóvakíu eftir fimm marka sigur
gegn Austurríki í D-riðli keppninnar
í Bratislava í gær.
Leiknum lauk með 34:29-sigri
þýska liðsins en austurríska liðið
byrjaði leikinn betur og komst í 3:0
snemma leiks.
Jafnræði var með liðunum það
sem eftir lifði fyrri hálfleiks og leiddi
Austurríki með einu marki í hálfleik,
16:15.
Liðin skiptust á að skora í upphafi
síðari hálfleiks en þegar tuttugu
mínútur voru til leiksloka náðu Þjóð-
verjar þriggja marka forskoti, 25:22.
Austurríki tókst ekki að snúa leikn-
um sér í vil og Þjóðverjar fögnuðu
sigri.
Timo Kastening fór á kostum í
þýska liðinu og skoraði níu mörk og
þá varði TIll Klimpke 14 skot í
markinu. Sebastian Frimmel var
markahæstur í liði Austurríkis með
níu mörk.
Þýskaland mætir Póllandi í úr-
slitaleik um efsta sæti riðilsins á
morgun.
Stórsigur Danmerkur
Þá er Danmörk komið áfram í
milliriðla eftir stórsigur gegn Slóv-
eníu í A-riðlinum í Debrecen í Ung-
verjalandi á laugardag.
Leiknum lauk með 34:23-sigri
danska liðsins en jafnræði var með
liðunum í fyrri hálfleik þar sem stað-
an var 16:14, Dönum í vil.
Danir voru hins vegar mun sterk-
ari í síðari hálfleik og eftir að þeir
náðu fimm marka forskoti, 20:15,
þegar fimm mínútur voru liðnar af
síðari hálfleik, litu þeir aldrei um öxl.
Mikkel Hansen var markahæstur
í liði Dana með átta mörk og Mathi-
as Gidsel skoraði sjö mörk. Þá varði
Niklas Landin fjórtán skot í mark-
inu, 38% markvarsla. Hjá Slóvenum
var Borut Mackovsek markahæstur
með sex mörk.
Danir eru með 4 stig í efsta sæti
riðilsins en liðið mætir Norður-
Makedóníu í lokaleik sínum í riðla-
keppninni í kvöld.
Úrslitin ráðast í lokaumferðinni
Evrópumeistarar Spánverja
unnu fjögurra marka sigur gegn
Svíþjóð í E-riðli í Bratislava, 32:28,
en Spánverjar leiddu 32:28 í hálf-
leik,
Spánverjar voru sterkari aðilinn
í leiknum en Ángel Fernández var
markahæstur í spænska liðinu með
átta mörk en Hampus Wanne var
markahæstur Svía með átta mörk.
Spánverjar, sem eru öruggir
áfram í milliriðla, mæta Bosníu í
lokaleik sínum síðar í dag á meðan
Svíþjóð mætir Tékklandi og verða
Svíar að vinna.
Þá tapaði Noregur nokkuð óvænt
gegn Rússlandi í F-riðli með
minnsta mun í Kosice, 22:23, en
Rússar leiddu með tveimur mörkum
í hálfleik, 14:12.
Sebastian Barthold var marka-
hæstur Norðmanna með sjö mörk en
Dimitry Zhitnikov skoraði sjö mörk
fyrir Rússa.
Norðmenn eru með 2 stig í öðru
sæti riðilsins en þeir mæta Litháen í
lokaleiknum í dag og þurfa sigur til
þess að tryggja sig áfram í milliriðla.
Á meðan mætir topplið Rússlands
gestgjöfunum í Slóvakíu.
Þjóðverjar og
Danir í milliriðla
- Noregur og Svíþjóð þurfa sigur
AFP
9 Austurríkismenn réðu illa við Þjóðverjann Timo Kastening í leik Þýska-
lands og Austurríkis í Bratislava í gær en hann skoraði níu mörk í leiknum.
Kevin De Bruyne reyndist hetja
Manchester City þegar liðið vann
afar mikilvægan sigur gegn
Chelsea í toppslag ensku úrvals-
deildarinnar í knattspyrnu á Eti-
had-vellinum í Manchester á laug-
ardag.
Leiknum lauk með 1:0-sigri City
en De Bruyne skoraði sigurmark
leiksins á 70. mínútu með frábæru
hægrifótarskoti, rétt utan teigs.
Þetta var tólfti sigur Englands-
meistaranna í röð í deildinni en
liðið er með 11 stiga forskot á Liv-
erpool á toppi deildarinnar en Liv-
erpool á leik til góða á City.
_ Þá vann Liverpool sannfær-
andi 3:0-sigur gegn nýliðum Brent-
ford á Anfield í Liverpool þar sem
Fabinho kom Liverpool yfir undir
lok fyrri hálfleiks. Þeir Alex Ox-
lade-Chamerblain og Takumi Mi-
namino bættu svo við sínu markinu
hvor í síðari hálfleik og Liverpool
fagnaði öruggum sigri. Liverpool
er með 45 stig í öðru sætinu.
_ Manchester United missti nið-
ur tveggja marka forskot þegar
liðið heimsótti Aston Villa á Villa
Park í Birmingham en Bruno
Fernandes kom United yfir strax á
6. mínútu áður en hann bætti við
öðru marki sínu og United á 67.
mínútu.
Jacob Ramsey minnkaði muninn
fyrir Aston Villa á 77. mínútu með
hnitmiðuðu skoti úr teignum og
það var svo Philippe Coutinho sem
jafnaði metin fyrir Aston Villa á
82. mínútu og lokatölur í Birming-
ham 2:2.
Manchester United er með 32
stig í sjöunda sæti deildarinnar, 9
stigum frá Meistaradeildarsæti.
Meistararnir með
vænlegt forskot
AFP
Sigurmark Kevin De Bruyne fagnar
markinu ásamt liðsfélögum sínum.
Sara Oden átti stórleik fyrir Hauka
þegar liðið vann frábæran endur-
komusigur gegn Val í úrvalsdeild
kvenna í handknattleik, Olísdeild-
inni, á Ásvöllum í Hafnarfirði í 12.
umferð deildarinnar á laugardag-
inn. Leiknum lauk með 26:24-sigri
Hafnfirðinga en Sara var marka-
hæst í liði Hauka með sjö mörk.
Valur leiddi 16:11 í hálfleik en
Haukum tókst að snúa leiknum sér í
vil um miðjan síðari hálfleikinn.
Margrét Einarsdóttir átti frábær-
an leik í marki Hauka og varði 16
skot en Thea Imani Sturludóttir var
markahæst í liði Vals með 12 mörk.
Þá vann ÍBV sinn þriðja leik á
tímabilinu þegar liðið lagði Stjörn-
una að velli í TM-höllinni í Garðabæ,
33:24. Marija Jovanovic og Lina Car-
dell skoruðu báðar sjö mörk hvor í
liði ÍBV og Marta Wawrzykowska
varði 19 skot í markinu.
Eva Björk Davíðsdóttir, Elena El-
ísabet Birgisdóttir, Helena Rut Örv-
arsdóttir og Lena Margrét Valdi-
marsdóttir skoruðu fjögur mörk
hver fyrir Garðbæinga.
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliði Karen Helga Díönudóttir sækir að Valskonum um helgina.
Lagleg endurkoma
Hauka gegn Val
_ Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði
sitt fyrsta mark fyrir íslenska karla-
landsliðið í knattspyrnu í sínum tíunda
A-landsleik þegar liðið tapaði gegn
Suður-Kóreu í vináttulandsleik í Aksu í
Tyrklandi á laugardag.
Leiknum lauk með 5:1-sigri Suður-
Kóreu en Sveinn Aron skoraði eina
mark íslenska liðsins á 54. mínútu í
stöðunni 3:0. Davíð Kristján Ólafsson
átti þá laglega fyrirgjöf frá vinstri á
Svein Aron sem átti skot í varnar-
mann. Sveinn Aron náði frákastinu
sjálfur og þrumaði boltanum í blá-
hornið framhjá Jo-
Hyeon-woo í
marki Suður-
Kóreu.
Suðurkóreska liðið
var mun sterkari
aðilinn í leiknum
allan tímann og
leiddi 3:0 í hálfleik
en Hákon Rafn
Valdimarsson í marki íslenska liðsins
varði vítaspyrnu í stöðunni 1:0 á 25.
mínútu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik
fyrir landsliðið. Næstu landsleikir Ís-
lands verða tveir vináttulandsleikir í
mars gegn Finnlandi og Spáni en báðir
leikirnir fara fram á Spáni.
_ Gylfi Sigurðsson, leikmaður Ever-
ton í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu, verður áfram laus gegn trygg-
ingu til miðvikudagsins 19. janúar.
Þetta er í þriðja sinn sem hann fær
slíka framlengingu. Lögreglan í Man-
chester staðfesti þetta í samtali við
breska miðilinn The Sun. Gylfi var
handtekinn í júlí síðasta sumar vegna
gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða
einstaklingi en hann hefur ekkert spil-
að með Everton á þessari leiktíð.
_ Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir bætti eigið Íslandsmet í
60 metra hlaupi innanhúss er hún
hljóp vegalengdina á 7,43 sekúndum á
Helgarmóti Reykjavíkurfélaganna í
Laugardalshöllinni á laugardag. Tiana
Ósk Whitworth hljóp einnig undir Ís-
landsmetstíma Guðbjargar er hún
hljóp á 7,45 sekúndum en Íslandsmet
Guðbjargar fyrir
daginn var 7,45
sekúndur.
Guðbjörg og Tiana
hlaupa báðar fyrir
ÍR og hafa verið
fremstu hlaupa-
konur landsins
síðustu ár.
_ Knattspyrnumaðurinn Jón Daði
Böðvarsson hefur verið orðaður við
enska C-deildarliðið Bolton Wanderers
en hann hefur ekkert fengið að spila
með Millwall í B-deildinni á leiktíðinni.
The Bolton News greinir frá að Bolton
hafi áhuga á að fá Jón Daða að láni út
yfirstandandi leiktíð og Ian Evatt,
knattspyrnustjóri Bolton, viðurkenndi
áhugann við miðilinn. Það er ekki nýtt
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
TM-hellirinn: ÍR – Stjarnan................ 18.15
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – ÍA ............ 19.15
Hveragerði: Hamar – Fjölnir.............. 19.15
MVA-höllin: Höttur – Sindri ............... 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Hrunamenn........ 19.15
Álftanes: Álftanes – Haukar................ 20.15
Í KVÖLD!