Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022
Gos í Heimaey
Í dagbók sína ritar Sigurður 23.
janúar 1973: „Kl. ca. 2:15 í nótt vakti
Árni Johnsen mig – það skal ég hon-
um lengi muna – og sagði að það væri
farið að gjósa í Heimaey.“ Tæpum
tveim tímum síðar var Sigurður kom-
inn í loftið með Birni Pálssyni og
fleirum. Þeir sveimuðu yfir gosinu til
um klukkan fimm. Blaðamaður Þjóð-
viljans náði í Sigurð um sexleytið um
morguninn. Þá var hann að stíga út
úr útvarpshúsinu, nýkominn frá Eyj-
um og á leið þangað aftur. Hann hafði
lítinn tíma til að tala við blaðamann-
inn svo að Þjóðviljinn endursagði frá-
sögn hans úr útvarpinu: Gosið væri
dæmigert sprungugos en mest á
þurru svo að það mætti heita hreint
flæðigos. Sprungan væri um einn og
hálfur kílómetri að lengd austan í
Helgafelli og lægi í svipaðri stefnu og
í Surtsey. Hún gæti tæplega haft
heppilegri stefnu
með tilliti til
byggðarinnar úr
því að svona væri
komið á annað
borð. Bærinn
væri ekki í bráðri
hættu, rennsli
ekki hraðara en
það að fólk ætti að
geta forðað sér
undan því. Engu væri hægt að spá
um hvað gosið stæði lengi, Surts-
eyjargosið hefði staðið í fjögur ár en
það hefði reyndar verið eitt lengsta
gos á sögulegum tíma hér á landi.
Sigurður taldi að flytja ætti fólk frá
Vestmannaeyjum, það þyrfti ekki
mikið að gerast til þess að flugvöll-
urinn og jafnvel höfnin lokuðust.
Hætt væri við að hraunið breytti um
stefnu um leið og það færi að storkna
og færi þá tiltölulega fljótt að teygja
sig í átt að höfninni. Hann sagðist
ekki hafa neinar sérstakar ráðlegg-
ingar að gefa fólki aðrar en þær að
taka hlutunum rólega.
Í Eyjum
Enn var Sigurður kominn í eldlín-
una. Aðstæður hans voru að ýmsu
leyti breyttar frá því í Surtseyjar-
gosinu. Ekki bara að hann væri tíu
árum eldri, kominn á sjötugsaldur og
heilsan sífellt verri, heldur var hann
nú prófessor við Háskólann og bund-
inn í kennslu. Hann stóð þó sína vakt
við gosið, sérstaklega fyrstu dagana
þegar gosið var mest. Í lok febrúar,
þegar gosið hafði í Heimaey í um
fimm vikur, fór Sigurður í löngu
skipulagða fyrirlestraferð til Skot-
lands. Þá var hann búinn að fara tíu
ferðir til Eyja. Fyrir kom að hann var
þar samfellt í tvo til þrjá daga, sér-
staklega um helgar, og varð jafnvel
að fara sjóleiðis á milli ef ekki gaf til
flugs. Íslenskum jarðfræðingum
hafði fjölgað en samt sem áður vildu
fréttamenn gjarnan tala við Sigurð
og í hann vitna.
Athuganir vísindamanna á gosinu
beindust eðlilega mjög að því að
reyna að sjá fyrir framgang gossins
og leitast við að gefa ráð um viðbrögð
og aðgerðir sem gætu dregið úr tjóni
af því. Þá kom sér vel hve gjörla hafði
verið fylgst með öðrum gosum, ekki
síst Surtseyjargosinu, og ætla má að
þær grunnrannsóknir hafi strax
sannað gildi sitt.
Vindur var norðvestlægur við upp-
haf gossins þegar gjóska þess var
mest svo að hún barst frá bænum og
á haf út. Sama var að segja um
hraunið, það leitaði einnig í austur og
til sjávar. Strax á fyrsta degi benti
Sigurður á að ef vindátt breyttist
yrðu austustu hús byggðarinnar í
hættu og því yrði strax að tæma þau.
Og þannig varð það, vindáttin snerist
25. janúar og kom „helvíta mikið
bomburegn“, eins og Sigurður orðaði
það í dagbók sinni og fyrstu húsin
brunnu. Einnig lagðist þykk gjóska
yfir bæinn og kaffærði mörg hús.
Í dagbók sinni gat Sigurður ekki
stillt sig um að slá á létta strengi þótt
aðstæður væru alvarlegar: „Náttúr-
an hefur sannarlega bætt upp það
mikla magn ofaníburðar sem grafið
hefur verið úr Helgafelli til að bera á
flugbrautirnar, en verst er ef hún
ætlar að bera á götur alls bæjarins.“
Þarna vísaði Sigurður til þess að í
mörg ár hafði hann barist gegn því að
útlit Helgafells yrði eyðilagt með
malartöku en úr hlíðum fjallsins hafði
verið tekið mikið magn vikurs til að
setja undir flugvöllinn og í götur bæj-
arins. Náttúruverndarráð hafði farið
fram á að Helgafell yrði ekki skert
meira en orðið var og tveim dögum
áður en gosið hófst hafði Sigurður
verið í Eyjum til að kanna hvort ekki
væri hægt að finna annan stað í
Heimaey þar sem nægilegt vikur-
magn væri til að undirbyggja nýja
flugbraut. „En nú þurfa Vestmanna-
eyingar, síst af öllu að óttast, að þeir
fái ekki nægan vikur til allra þeirra
framkvæmda, sem þeir þarfnast hans
í.“
Gjóska mæld
Sigurður hafði varið drjúgum hluta
ævi sinnar í að mæla öskulög. Flest
höfðu þau legið í jarðvegi um aldir,
jafnvel árþúsundir og mældust í
sentímetrum eða millímetrum. Í eld-
gosum lagði hann mikla áherslu á að
kanna dreifingu öskunnar, gerð
hennar og þykkt og fékk gjarnan
þjóðina í lið með sér. Nú stóð gjósku-
lagafræðingurinn sjálfur í þéttri
gjóskuhríð sem nánast á örskots-
stund þakti landið umhverfis hann
með nokkurra metra þykku lagi. Hér
þurfti sannarlega að mæla og taka
sýni. Verkfærin gátu þó ekki verið
þau hefðbundnu, reka, hnífur og
tommustokkur, og skráning öskulaga
hlaut að verða önnur en að teikna
öskulagasnið með blýanti í litla vasa-
bók. Allt var hulið, götur og fjölmörg
hús. Sigurður og samstarfsmenn
hans gengu um bæinn. Uppi á einum
hólnum féll Sigurður við þegar annar
fótur hans hvarf ofan í holu. Við nán-
ari eftirgrennslan kom í ljós að hann
hafi stigið ofan í stromp á húsi. Víðast
mátti sjá efsta hluta ljósastauranna
standa upp úr gjóskunni. Á bæjar-
skrifstofunni fengust kort af bænum
og líka upplýsingar um ýmis mann-
virki og hæð þeirra og þar á meðal
ljósastauranna. Og nú var hafist
handa. Menn bösluðu um í gjóskunni,
gengu á milli staura og mældu hve
stór hluti þeirra stóð upp úr vikr-
inum. Þá var auðvelt að meta dýpt
gjóskunnar á þeim stað. Þeir söfnuðu
líka sýnum til að sjá kornastærð vik-
ursins og breytileika hennar á mis-
munandi stöðum. Sigurður færði
upplýsingar inn á kort til að teikna á
það jafnþykktarlínur, nokkuð sem
hann hafði gert svo óteljandi sinnum
fyrir flest öskulög landsins, gömul og
ný. Á kvöldin fóru þeir með vinnu-
gögn sín á bæjarskrifstofuna til að
geyma þau þar. Bæjarskrifstofan var
miðpunktur, þangað kom fjöldi
manns og þar var ys og þys allan dag-
inn. Svo undarlega brá við að einn
daginn voru öll gögn jarðfræðing-
anna og afrakstur vinnu þeirra horfin
og fundust hvergi. Það var mikill
missir en ekkert hægt að fjargviðrast
út af því, í Vestmannaeyjum var fólk
að missa aleigu sína og lífsviðurværi.
Gögn hverfa
Búast má við að Vestmanna-
eyingum hafi sumum þótt það undar-
leg iðja að ganga um og mæla ljósa-
staura. Í frétt Vísis frá 27. janúar
1973 er vitnað í heimamann: „Enginn
Vestmannaeyingur fær að stíga fæti
sínum á land í Heimaey í dag, og eru
litlar líkur til að þeir fái leyfi til þess á
næstunni. … Þeir Vestmanna-
eyingar, sem eru á Heimaey láta sér
þetta illa líka og bölva í sand og ösku
mönnum sem bera á maga sér
myndavélar og öðrum, sem hafa
doktorsnafnbót fyrir framan nafn sitt
og fá því leyfi til að stíga á land.“
Meðal þeirra „doktora“ sem fengu
að fara í land á Heimaey var breskur
prófessor sem hafði lengi stundað
rannsóknir á Íslandi. Hann sendi í
fyrstu tvo doktorsnema sína á vett-
vang, sem voru þar 31. janúar til 1.
febrúar. Síðan kom prófessorinn
sjálfur 15. febrúar ásamt aðstoðar-
manni og var til 20. febrúar. Ári síðar
birtist grein í bresku tímariti eftir
þessa fjóra menn. Greinin var byggð
á upplýsingunum sem Sigurður,
Halldór, aðstoðarmaður hans, og
fleiri höfðu safnað og þar voru kortin
sem Sigurður hafði teiknað. Engar
skýringar fylgdu kortunum og þess
ekki getið hvernig dýptarmælingar á
gjóskunni voru gerðar. Nú var þó
sannarlega ástæða til að fjargviðrast
og Sigurður varð reiður, sem sjaldan
gerðist. Í ljós mun hafa komið að það
voru stúdentarnir tveir sem höfðu
nappað gögnunum á bæjarskrifstof-
unni. Prófessorinn taldi sig ekkert
hafa vitað. Sigurður ákvað að láta
kyrrt liggja enda jafnan seinþreyttur
til vandræða. Stúdentarnir tveir eru
nú heimsþekktir jarðfræðingar og á
þeim tíma sem liðinn er síðan grein
þeirra birtist hefur verið vitnað í
hana í vel yfir hundrað fræðigreinum.
„… það væri farið að gjósa í Heimaey“
Bókarkafli | Í bókinni Mynd af manni rekur Sigrún Helgadóttir ævisögu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Sigurður varð
þjóðkunnur fyrir vísindastörf sín og ötula fræðslu til almennings um jarðfræði og náttúruvísindi auk þess að vera vinsælt
söngvaskáld. Hann var án efa einn merkasti vísindamaður á alþjóðavísu sem þjóðin hefur átt og eftir honum er til að mynda
nefndur fjallstindur á Suðurskautslandinu.
Ljósmynd/Ulf Sundquist
Ljósmynd/Páll Jónsson
Sigurður Þórarinsson á Heklutindi í lok Heklugoss 1947-48. Þremur dögum
eftir að myndin var tekin, 21. apríl 1948, sást síðast glóð í eldstöðinni.
Eldgos Sigurður Þórarinsson í
Gjástykki við Kröflu, 10. júlí 1980.