Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 7. J A N Ú A R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 13. tölublað . 110. árgangur .
UPPGJÖR VIÐ
OFBELDI OG
FORTÍÐINA MIKILL GANGUR
Í LOÐNUVEIÐI
SÍFELLT HÁVÆR-
ARI KRÖFUR
UM AFSÖGN
LOÐNAN VIÐ LANGANES 4 MÖGULEGIR ARFTAKAR 14SIANA RUT 29
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Horft til Bakka- og Hólahverfis í Reykjavík.
_ Styrkja á hverfiskjarna með
verslun og þjónustu og styrkja vist-
væn og heilsueflandi svæði. Þetta
er inntak hverfisskipulags fyrir
Breiðholtið í Reykjavík sem nýlega
var samþykkt. Íbúðabyggð verður
þétt og stundum er hún í blöndu
með atvinnustarfsemi. „Það besta
við Breiðholt er þróunin sem tekið
hefur hverfið inn í alþjóðlegt sam-
félag 21. aldar,“ segir Sara Björg
Sigurðardóttir, formaður hverfis-
ráðs, í samtali við Morgunblaðið.
Í Breiðholtshverfi búa nú um 22
þúsund manns. Fólk af erlendum
uppruna er stór hluti íbúanna,
gjarnan um fjórðungur. »10
Breiðholtið er nú
komið inn í 21. öld
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Fleiri fyrsta árs hjúkrunarfræði-
nemar við Háskóla Íslands komust í
gegnum samkeppnisprófin við deild-
ina en fyrst var gert ráð fyrir. Þetta
var ákveðið af hálfu skólayfirvalda
eftir að þeim barst ákall frá heil-
brigðisráðuneytinu og Landspítalan-
um. Háskólinn á Akureyri á eftir að
ákveða hvort ákallinu verði svarað.
Bættu fimm við
Að sögn Ingu Þórsdóttur, forseta
heilbrigðisvísindsviðs HÍ, átti að
hleypa 122 nemendum í gegn í ár.
Háskólinn ákvað hins vegar að svara
ákallinu og tók inn fimm til viðbótar.
Alls voru það því 127 nemendur og
var þar með öllum sem náðu tilskil-
inni einkunn hleypt í gegn. Um 200
þreyttu prófið.
Inga segir Háskóla Íslands vera
tilbúinn til að fjölga hjúkrunarfræði-
nemum enn frekar en það séu klínísk
pláss sem séu takmarkandi.
Sama gildi í báðum skólum
Háskólinn á Akureyri hleypti 75
nemendum í gegnum samkeppnis-
prófin í ár. Fjórir aðrir náðu tilskil-
inni einkunn en hafa ekki fengið að
vita hvort þeir muni komast inn.
Ákvörðun í málinu verður tilkynnt í
dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
háskólamálaráðherra segir í samtali
við Morgunblaðið að hún bindi mikl-
ar vonir við að nemarnir verði teknir
inn. „Það er mikilvægt að það sama
gildi í báðum háskólunum.“
Fleiri ná klásus í HÍ
- Stjórnvöld óskuðu eftir að fleiri hjúkrunarfræðinemum yrði
hleypt í gegnum samkeppnisprófin - HA gefur svar í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Háskóli Íslands ákvað að
hleypa fimm til viðbótar í gegn.
MTaka fleiri inn … »2
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er með
fullt hús stiga eða 4 stig í efsta sæti B-riðils Evr-
ópumótsins eftir sigur með minnsta mun gegn
Erlingi Birgi Richardssyni og lærisveinum hans í
Hollandi í Búdapest í gær. Leiknum lauk með
29:28-sigri Íslands en íslenska liðið mætir gest-
gjöfunum í Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik
um efsta sæti riðilsins og sæti í milliriðlum í
Búdapest á morgun.
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Ísland með tvo sigra og fullt hús stiga á EM
_ Mikilvægt er að
stjórnvöld hafi í
ríkari mæli sam-
ráð þegar stefnan
í heilbrigðis-
málum er mótuð.
Þetta segir Stein-
unn Þórðardóttir,
nýr formaður
Læknafélags Ís-
lands. Hún minn-
ir á að sl. sumar
hafi 1.000 læknar sett fram áskorun
um úrbætur á kerfi sem væri að fara
á hliðina. Segja mætti nú að slíkt
hrun hefði raungerst á Landspít-
alanum í Covid-ástandi, þegar nýt-
ing gjörgæslurýma væri nær 100%
og álag á lækna slíkt að margir
þeirra íhuga nú að róa á ný mið í
starfi. »11
Leiti ráða hjá læknum
Steinunn
Þórðardóttir
Bólusetningar
barna halda áfram
í Laugardalshöll í
dag og út vikuna.
Opið hús er fyrir
Janssen-þega og
þá sem eiga eftir
að mæta í
örvunar-
skammtinn frá kl.
10-15 út þessa
viku og hvetur
Heilsugæslan alla til að mæta að því
gefnu að fimm mánuðir séu liðnir frá
skammti tvö. Ragnheiður Ósk Er-
lendsdóttir segir að markmiðið sé að
klára að gefa örvunarskammta í vik-
unni. Hún bætir við að hætt verði að
nota Laugardalshöll undir bólusetn-
ingar um miðjan febrúar. Ragnheiður
segir breytingu verða á fyrirkomulag-
inu vegna ungs aldurs þessara barna
en þeim verður boðin bólusetning í
sérrými. logis@mbl.is »4
Komið að
Janssen
Janssen-þegar fá
örvunarskammt.
Sölvi Antonsson
veitingamaður
tók við veitinga-
rekstri á skíða-
svæði Akureyr-
inga í Hlíðarfjalli
um áramótin.
Hann óskaði eftir
vínveitingaleyfi á
dögunum hjá
bæjarráði Akureyrar sem tók já-
kvætt í erindið. Við umfjöllun í
bæjarráði Akureyrar í sl. viku um
leyfið lagði Sóley Björk Stefáns-
dóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri
grænna, fram bókun um andstöðu
sína. Í samtali við Morgunblaðið
sagði hún að þessi hugmynd væri al-
veg út í hött. Andri Teitsson bæjar-
fulltrúi var einn þeirra sem studdu
málið í bæjarráði. Hann segir Hlíð-
arfjall vera vinsælan ferða-
mannastað sem styrkja þurfi í
sessi. »6
Deilt um vín-
veitingaleyfi