Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Álft spókaði sig fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur á dögunum. Hún virtist spennt fyrir komandi borgarstjórnarkosningum, ætli hún kjósi Dag? Eggert Við stöndum frammi fyrir alvar- legri vanda en virtist vera í upphafi. Sem lögmanni forsjáraðila barns, sem sl. jól hafði setið vikum saman í stofufangelsi, ósmitað af kórónu- veirunni (C19), birtist undirrituðum við- fangsefnið í návígi. . Sóttvarnalæknir gerir tillögur að þeim reglum sem hér gilda og er því í reynd með hönd á löggjafarvaldinu. Sjálfur fer hann svo með framkvæmda- valdið þegar hann ákveður hvernig – og gagnvart hverjum – þessum reglum er beitt. Þegar borgararnir reyna að verjast með því að leita til dómstóla gefur sóttvarnalæknir skýrslu fyrir dómi og niðurstaða dómstóla látin ráðast af túlkun hans! Í reynd er sóttvarnalæknir því einráður og hugsjónin um þrí- greiningu valdsins orðin að inn- antómri skurn. Með þessu er í framkvæmd brotið gegn kröfum stjórnarskrár um temprað rík- isvald og stjórnað undir fána falsks öryggis. . Ef ekkert temprar fámennis- stjórn (e. oligarchy), þ.m.t. tækni- hyggju (e. technocracy) og/eða auðræði (e. plutocracy), þá gætir falsks öryggis í öllu stjórnarfari. . Af góðum hug byggðum við upp heilbrigðiskerfi til að verja líf og heilsu. Kerfið varð m.ö.o. til mannsins vegna en ekki maðurinn vegna kerfisins. Ef nota á hags- muni kerfisins til að réttlæta frels- isskerðingar gefur það tilefni til alvarlegrar lýðræðis- legrar umræðu, ekki ofríkistilburða. Kerfið má því ekki verða sjálfstæð ógn sem býður okkur aðeins falskt öryggi. . Bóluefnin koma ekki í veg fyrir að menn smitist og held- ur ekki að menn smiti aðra. Bóluefnin veita að þessu leyti falskt öryggi. . Grímur eru sagð- ar öflug vörn gegn því að vírusinn berist á milli manna. Engin rannsókn hefur sannað að þetta sé rétt. Ekkert ríki sem beitt hefur grímuskyldu hefur sýnt fram á lægri smittölur í kjölfarið. Samanburðartölur undirstrika þetta. Samt eru viðkvæmir hópar hvattir til að nota grímur og al- menningur er hvattur til að trúa því að grímur verji okkur og að við getum ferðast um/verið í fjöl- menni ef allir eru með grímur. Grímurnar veita falskt öryggi. . Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að Comirnaty-bóluefnið frá Pfizer skili 5-11 ára börnum meiri ávinningi en áhættu. Sprautu- herferð gegn þessum hópi barna er farin undir flaggi falsks örygg- is. . Bóluefnin sem nú eru notuð gegn C19 virðast ekki mynda ónæmi gegn sjúkdómnum. Þau valda hins vegar fjölda alvarlegra aukaverkana miðað við hefðbundin bóluefni. Munurinn getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum pró- senta. Samt hafa þau ekki verið tekin úr umferð. Í þessu opinber- ast falskt öryggi. . Ríkisvaldinu er ætlað að vera þjónn okkar, ekki yfirboðari. Það á að setja mörk æskilegrar hegð- unar, en ekki skipa fyrir. Ef þessa er ekki gætt er hætt við fölsku ör- yggi. . Getur verið að eftirlitsstofn- anir, fjölmiðlar o.fl. sem falið hefur verið það hlutverk að vera „varð- hundar“ lýðræðisins hafi snúist í hollustu sinni og gengist, meðvit- undar- og gagnrýnislaust, valdinu á hönd? Hvað réttlætir að fjórða valdið gelti á almenning fremur en stjórnvöld? Er ekki enn leyfilegt að efast og spyrja spurninga um raunverulega gagnsemi nýrra lyfja, gagnrýna stefnumörkun stjórnvalda, áhrif alþjóðastofnana og lyfjafyrirtækja? Hér vaknar klassísk spurning um falskt ör- yggi: Hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmönnunum? . Stefnumörkun sem miðast að- eins við eitt svið en vakir ekki yfir heildarsýn, er ávísun á falskt ör- yggi. . Í þjóðfélagi þar sem stjórn- málamenn afsala hlutverki sínu í hendur „sérfræðinga“ er sofið á verðinum og þar með grafið undan lýðræðislegum stjórnarháttum og ýtt undir falskt öryggi. . Í samfélagi þar sem frjáls og ígrunduð umræða fær ekki að njóta sín er grafið undan gagnrýn- inni hugsun og búin til samstaða um falskt öryggi. . Ef gera á borgaralegt frelsi háð opinberum leyfum; ef við eig- um aðeins að teljast frjáls þegar ríkið heimilar það; þá er það ávís- un á falskt öryggi. . Þeir sem telja að ríkisvaldið sé alltaf óskeikult, reiða sig til lengdar á falskt öryggi. . Ef ríkisvaldið á að takast á við langtímavanda með skammtíma- lausnum, þá skapa lausnirnar ný vandamál og öryggið verður falskt. . Ef beita á einni samræmdri „ríkislausn“ gegn veiru sem er margfalt hættulegri gömlum og veikum en ungum og hraustum, þá felur það í sér vanvirðingu við fjöl- breytileika mannlífsins og ýtir undir falskt öryggi. . Þegar stjórnvöld gerast sek um að ýta undir ótta til að auka vinsældir sínar og áhrifamátt, þá skapast alræðisógn og falskt ör- yggi, sem afhjúpast fyrr eða síðar. . Er krafa um „samstöðu“ svo mikilvæg að menn megi ekki freista þess að verja sig fyrir dómi eða leita endurskoðunar á ákvörð- unum stjórnvalda? Er öryggi í því fólgið að borgararnir hlýði án efa- semda og að allir flokkar aðhyllist sömu stefnu? Nei, slíkt fyr- irkomulag er ólýðræðislegt, dregur úr skapandi, greinandi hugsun – og veitir fátt annað en falskt ör- yggi. . Jú, við skulum sannarlega hlusta á sérfræðingana, að því gefnu að þeir séu að vinna í þágu almannahagsmuna. En ef þeir eru í raun að vinna í þágu sérhags- muna, þá er slík ráðgjöf ávísun á falskt öryggi. . Þegar vísindamenn gera tilkall til kennivalds til að berja niður gagnrýni er grafið undan hinni vís- indalegu aðferð til lengri tíma. Slíkt leiðir aðeins til falsks öryggi. . Harðar aðgerðir stjórnvalda hafa yfirstigið mörk meðalhófs, valdið umfangsmiklu, óafturkræfu og langvarandi tjóni, laskað lýðræðislegt stjórnarfar og borg- araleg réttindi til lengri tíma litið. Aðgerðirnar hafa skapað falskt ör- yggi. . Svimandi útgjöld ríkissjóðs í baráttunni við veiru sem 99,7% al- mennings lifa af, eru til þess fallin að skapa falskt öryggi. . Þegar nýjustu tölur benda til að þríbólusettir séu líklegri til að smitast af Ómíkron-afbrigðinu en þeir sem eru óbólusettir og tví- bólusettir, er þá örvunarskammt- urinn ekki ávísun á falskt öryggi? . Þegar grundvallarréttindum og borgaralegu frelsi er fórnað í skiptum fyrir tímabundna og óvissa vernd, hvað er það annað en falskt öryggi? . Ef menn vilja svipta hluta þjóðfélagsins almennum mannrétt- indum í skiptum fyrir bóluefna- passa munu þeir hinir sömu fljót- lega átta sig á að slíkir passar veita falskt öryggi. . Lífið er ekki öruggt. Frelsið gefur lífinu gildi og lífið verður innantómt án þess. Öryggi er okk- ur öllum vissulega mikilvægt, en fleira hefur vægi. Mannleg nánd, samtal, samvera, samkennd, skiln- ingur, sameiginlegur tilgangur, kærleikur, fjölbreytni einstakling- anna, margradda kór sem saman flytur tónverk lífsins í allri sinni dýrð, háska og fegurð. Það er ómanneskjulegt og hættulegt og niðurlægjandi að ætla að skipta þessu öllu út fyrir falskt öryggi. Eftir Arnar Þór Jónsson »Ríkisvaldinu er ætl- að að vera þjónn okkar, ekki yfirboðari. Það á að setja mörk æskilegrar hegðunar, en ekki skipa fyrir. Arnar Þór Jónsson Höfundur er sjálfstætt starfandi lög- maður. Falskt öryggi er ávísun á ófarir Hafa menn áttað sig á hvers konar ástandi hefur verið komið á hér á landi um þessar mundir? Stjórnvöld í landinu reyna að hefta út- breiðslu veiru með því að fyrirskipa mönnum að fara í svokallaða sóttkví eða einangrun og er þá ekki skilyrði að við- komandi mað- ur beri í sér veiruna; nóg er að hann hafi hitt ein- hvern sem gerir það. Fyrir liggur að veiran sem um ræðir veld- ur ekki veik- indum, eða svo litlum og hjá svo fáum að engu máli skiptir. En sótt- varnalæknir tekur ákvarð- anir um þetta og stjórn- málamennirnir sem við höfum kosið yfir okk- ur þora ekki annað en að hlýða. Engu máli skiptir við þessar tilgangs- lausu ákvarðanir að fjöldi manna verður fyrir alvarlegu tjóni vegna þeirra. Þar eru drykkjuskapur, heimilisofbeldi, sjálfsvíg og gjaldþrot ofarlega á blaði. Og ef þú hlýðir ekki þessum fyrir- mælum stjórnvaldanna verður þú sekt- aður. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »… er þá ekki skilyrði að viðkomandi maður beri í sér veiruna; nóg er að hann hafi hitt einhvern sem gerir það. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður og er andvígur ofríki valdamanna. Ofríki án tilefnis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.