Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. J A N Ú A R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 23. tölublað . 110. árgangur .
SÆTI Á HM
2023 UNDIR
GEGN NOREGI
ÖNNUR GJALD-
ÞROTA OG HIN
ORÐIN MÓÐIR
RAFDRIFIN
DROSSÍA ÚR
DRAUMAHEIMI
VENJULEGT FÓLK 28 RAFBÍLAR 24 SÍÐURÍSLAND - NOREGUR Á EM 27
*þú getur sótt um orkulykil á orkan.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Forstjóri Landsvirkjunar telur
æskilegt að næsta virkjun verði á
Suðurlandi. Ástæðan er sú að mesta
álagið er á virkjunum þar og mesta
eftirspurn eftir orku. Hvammsvirkj-
un er eini stóri orkukosturinn á
þessu svæði sem hægt er að ráðast í.
Landsvirkjun er að þróa og undir-
búa allmarga virkjanakosti, bæði til
allra næstu ára og lengra fram í tím-
ann.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að nokkrir
orkukostir sem eru í nýtingarflokki
rammaáætlunar séu langt komnir í
undirbúningi. Engar ákvarðanir hafi
þó verið teknar um að ráðast í fram-
kvæmdir.
Hann nefnir fyrst Hvammsvirkj-
un í neðri hluta Þjórsár. Hún er
langt komin í undirbúningi og sótt
var um virkjanaleyfi hjá Orkustofn-
un um mitt síðasta ár. Svar hefur
ekki borist. Ef stjórn Landsvirkjun-
ar ákveður í ár að ráðast í þessa
framkvæmd munu líða um fimm ár
þangað til hægt verður að taka hana
í notkun, eða 2027. Hörður segir að
nægur markaður sé fyrir orku frá
Hvammsvirkjun.
Sömu sögu er að segja um stækk-
un Þeistareykjavirkjunar á Norð-
austurlandi. Þar eru öll leyfi fyrir
hendi en samt myndi taka 4-5 ár að
virkja, eftir að ákvörðun er tekin.
Þriðja verkefnið er þrjár litlar afl-
stöðvar á veituleið Blönduvirkjunar.
Það verkefni er í bið vegna veikleika
í flutningskerfi raforku. Sömuleiðis
eru vindorkuáform Landsvirkjunar
strand í ferli rammaáætlunar. Önnur
orkufyrirtæki eru ekki með mikið á
prjónunum.
Best að virkja á Suðurlandi
- Hvammsvirkjun og stækkun Þeistareykjavirkjunar langt komnar í undirbún-
ingi hjá Landsvirkjun - Beðið eftir virkjanaleyfi - Ákvarðanir ekki verið teknar
MOrkuskortur … »2 og 6
_ Ríkisstjórnin mun kynna aflétt-
ingaáætlun samkomutakmarkana í
dag. Útfærsla áætlunarinnar verð-
ur rædd á fundi ríkisstjórnar fyrir
hádegi og að honum loknum verður
boðað til blaðamannafundar í
Safnahúsinu við Hverfisgötu. Búist
er við því að sá fundur hefjist um
eða upp úr klukkan ellefu.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra sagði á Alþingi í gær að
búast mætti við varfærinni aflétt-
ingaáætlun. „Ég verð að minna á að
við erum enn með almannavarnir á
neyðarstigi og spítalann á neyðar-
stigi. Þess vegna hefur verið gripið
til fjölmargra aðgerða til að létta
undir með spítalanum.“ »4
Stjórnvöld kynna
afléttingar í dag
„Almenn kerfisáhætta á fast-
eignamarkaði hefur aukist mikið síð-
ustu 3 til 4 árin. Óvissan um þróun
fasteignamarkaðar hefur sjaldan
verið meiri.“ Þetta er meðal þess
sem fullyrt er í nýrri skýrslu Jak-
obsson Capital um íslenska fast-
eignamarkaðinn. Bendir hann á að
ef framboð húsnæðis muni ekki
aukast á komandi þremur árum sé
hætt við að hækkun fasteignaverðs
verði að raunverði á bilinu 20 til
25%.
„Þetta gæti einnig orðið niður-
staðan ef mikil fólksfjölgun verður
vegna mjög kröftugs vaxtar í ferða-
þjónustu,“ segir í skýrslunni og er
ítrekað að meiri en minni hætta sé á
hækkunum á markaðnum. »12
Morgunblaðið/Eggert
Fasteignir Íbúðaverð gæti hækkað
verulega á næstunni.
Aukin áhætta
á fasteigna-
markaði
Starfsmaður hjá Prófílstáli í Reykjavík brá sér
út undir bert loft fyrir utan verkstæðið þegar
logsjóða þurfti galvaníserað stálið. Enda viðraði
ágætlega til slíkra verka og betra fyrir starfs-
manninn og félaga hans að vinna við slíkar að-
stæður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gott að logsjóða úti
undir berum himni