Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Virkjanir sem stjórn Landsvirkjun-
ar ákvæði á þessu ári að ráðast í
gætu verið tilbúnar til framleiðslu
eftir fjögur til fimm ár, eða á árunum
2026 til 2027. Engar ákvarðanir hafa
enn verið teknar. Þessar virkjanir
leysa augljóslega ekki þann afl- og
orkuskort sem
reikna má með að
verði viðvarandi
hér á landi næstu
árin.
„Landsvirkjun
hefur á undan-
förnum árum
unnið að fjöl-
mörgum virkj-
anakostum og lít-
ur þar bæði til
skemmri og
lengri tíma,“ segir Hörður Arnar-
son, forstjóri Landsvirkjunar.
Spurður um hvaða verkefni væri
hægt að ráðast í á allra næstu árum
segir hann að þar verði að líta til
kosta sem eru í nýtingarflokki sam-
þykktra rammaáætlana.
Unnið sé að ýmsum kostum. Hann
tekur fram að stjórn Landsvirkjunar
hafi engar ákvarðanir tekið um það
hvar fyrst verði virkjað, það geti far-
ið eftir stöðu undirbúnings og leyfa
og ýmsum aðstæðum á raforku-
markaði.
Beðið eftir virkjanaleyfi
Hörður nefnir fyrst Hvamms-
virkjun, um 95 megavatta vatnsafls-
virkjun í neðri hluta Þjórsár. Hún sé
mjög langt komin í undirbúningi og
sótt hafi verið um virkjanaleyfi til
Orkustofnunar um mitt síðasta ár.
Svar hafi ekki borist. Þegar það ber-
ist sé mögulegt að sækja um fram-
kvæmdaleyfi hjá sveitarfélögunum.
Síðan þurfi að fara yfir hönnun virkj-
unarinnar áður en verkið verði boðið
út. Segir Hörður að gera megi ráð
fyrir því að það taki ár að bjóða
byggingu virkjunarinnar út og fram-
kvæmdatíminn sé síðan fjögur ár
þannig að ef stjórn Landsvirkjunar
ákveður í ár að virkja þarna gæti
framleiðsla hafist árið 2027.
Annað nokkuð stórt verkefni sem
er komið langt í undirbúningi er
stækkun jarðgufuvirkjunarinnar á
Þeistareykjum um 50-60 megavött í
uppsettu afli. Öll leyfi eru fyrir
hendi, að sögn forstjórans, en þörf er
á að yfirfara hönnun þegar ákvörðun
um framkvæmdina verður tekin.
Verktími er svipaður og í stórum
vatnsaflsvirkjunum, eða 4-5 ár.
Þriðja verkefnið er að reisa þrjár
litlar aflstöðvar á veituleið Blöndu-
virkjunar, samtals 30-35 MW. Þar er
verið að nýta betur fallið frá lóninu
og niður undir Blöndustöð. Það
verkefni er komið styttra í hönnun
en hin tvö enda ljóst að flutnings-
kerfi raforku ræður ekki við að flytja
orkuna á markað. Blöndustöð er eins
og eyja því byggðalínan í báðar áttir
ræður ekki við meiri raforkuflutn-
ing. Hörður segir að vonandi standi
það til bóta. Vísar þar til þess að
Blöndulína 3, frá Blöndustöð til Ak-
ureyrar, er í lokaferli umhverfismats
og gæti risið innan ekki svo margra
ára.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær í grein um greiningu
Landsnets á afl- og orkujöfnuði
landsins, þá er keyrsla aflstöðva að
nálgast uppsett afl. Hörður segir að
þetta sé vandamál, einnig þar sem
sveiflur í notkun séu að aukast.
Landsvirkjun á ákveðið svar við því,
aflaukningarverkefni í einhverri af
þremur virkjunum í Tungnaá, lík-
lega helst Sigöldustöð. Það verður
gert með því að bæta við vélum sem
munu í fyrsta áfanga auka aflið um
100 MW en bæta litlu við orkuna,
eða aðeins um 5-10 gígavattstund-
um.
Nægur markaður fyrir orkuna
„Staðan sem uppi er í orkumálum
þjóðarinnar kemur ekki á óvart. Við
erum stöðugt að fjárfesta í þessum
undirbúningi og höldum áfram að
þróa orkukosti,“ segir Hörður.
Spurður hvar hagkvæmast væri
fyrir raforkukerfið að virkja fyrst
segir hann að mesta eftirspurnin sé
á Suðvesturlandi og virkjanirnar á
Suðurlandi undir mesta álaginu.
Flutningsgetan frá Norður- og
Austurlandi sé fullnýtt. Því væri
æskilegt að næsta virkjun yrði á
Suðurlandi til að hægt yrði að létta á
kerfinu þar.
Aðspurður segir Hörður að nægur
markaður sé fyrir orkuna frá
Hvammsvirkjun og nefnir þar vöxt-
inn í samfélaginu, orkuskipti og fjöl-
breytt ný atvinnutækifæri. „Við
virkjum fyrir samfélagið í heild og
fjölbreytta flóru viðskiptavina. Það
er ekki lengur forsendan að einn
viðskiptavin þurfi fyrir hverja virkj-
un.“
Spurður að því hvað tefji ákvarð-
anir segir Hörður að aðstæður hafi
verið að breytast. Þannig séu hag-
kerfi heims að rétta hraðar úr kútn-
um en reiknað var með. Stórkaup-
endur raforku hér séu að fullnýta
raforkusamninga sína. Þá séu mark-
mið stjórnvalda um orkuskipti meiri
og hraðari en áður var gert ráð fyr-
ir. Loks nefnir hann að það sé flókið
að undirbúa og byggja virkjanir og
vanda þurfi mjög til verka og
ákvarðanir þurfti að grundvallast á
leyfisveitingum.
Vöxtur í hagkerfinu
Hörður hefur vakið athygli á því
áður að nauðsynlegt sé að auka
verulega raforkuframleiðslu í land-
inu til að bregðast við vexti í hag-
kerfinu og ná markmiðum stjórn-
valda í loftslagsmálum. Hefur hann
nefnt eina sviðsmynd raforkuspárn-
efndar sem kölluð er „Græn fram-
tíð“ og gerir ráð fyrir að til ársins
2030 muni aflnotkun hér á landi
aukast um tæp 480 MW. Það þýði að
48 MW af afli þurfi að bætast við á
hverju ári, að meðaltali. Ef sú spá
rætist þarf að slá í klárinn, sérstak-
lega í ljósi stöðunnar nú þegar illa
árar í miðlunarlónunum og Lands-
virkjun hefur þurft að takmarka af-
hendingu á orku samkvæmt skerð-
anlegum samningum, meðal annars
til fiskimölsverksmiðja.
Ekki eru miklar framkvæmdir
hjá öðrum orkufyrirtækjum. HS
Orka er að stækka Reykjanesvirkj-
un um 30 MW, aðallega til notkunar
í Auðlindagarðinum þar, og Arctic
Hydro er að byggja litla vatnsafls-
virkjun á Austurlandi. Fyrirtæki
sem sérhæfa sig í þróun vindorku-
kosta vinna að undirbúningi fjölda
vindorkugarða en þar strandar á
stöðunni í rammaáætlun og leyfis-
veitingum.
Spurður um virkjanakosti til
lengri tíma en allra næstu ára segir
Hörður að Landsvirkjun sé með
marga slíka kosti til athugunar og í
undirbúningi. Lítur hann sérstak-
lega til tveggja vindorkukosta sem
eru fastir í ferli rammaáætlunar,
Búrfellslund og Blöndulund. Segir
hann mikilvægt að línur verði skýrð-
ar varðandi leyfisveitingar til bygg-
ingar vindorkugarða. Þá telur hann
að skilningur sé einnig fyrir því að
breyta þurfi lögum þannig að afl-
aukningarverkefni eins og áformuð
eru í Tungnaá þurfi ekki að fara í
gegnum rammaáætlun. Telur hann
engin rök fyrir því fyrirkomulagi.
Morgunblaðið/RAX
Þjórsá Hvammsvirkjun er efsta af þremur fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Virkjunin er langt komin í undirbúningi, eins og raunar einnig Þeistareykjavirkjun á Norðausturlandi.
Tekur 4 til 5 ár að virkja
- Hvammsvirkjun Landsvirkjunar og stækkun Þeistareykjavirkjunar eru nánast tilbúnar til útboðs
- Miðað við stöðu orkumála í landinu og fyrirsjánlega þróun leysa þær ekki úr vandamálum kerfisins
Uppsett afl virkjana og þörf á aukningu
Uppsett afl, MW
Öll orkufyrirtæki 3.000
Þörf á aukningu til 2030, orkuspá „græn framtíð“ 480
Samorka, orkuskipti í samgöngum 600
Samorka, full orkuskipti 1.200
Landsvirkjun
Uppsett afl í virkjunum 2.150 Af uppsettu afli:
Forgangsorka skv. samningum 1.950 90%
Skerðanleg orka skv. samningum 200 10%
Skerðingar afgangsorku hjá Landsvirkjun
MW Hlutfall Áætlaður tími
Fiskimjölsverksmiðjur 100 100% Frá desember og út apríl
Fiskþurrkanir á köldum svæðum 100% Frá desember og út apríl
Fjarvarmaveitur 15 100% Frá 10. febrúar og út apríl
Áformaðar skerðingar
Stóriðja 30 2,5% Frá 10. febrúar
Gagnaver 14 14,0% Frá 10. febrúar
Samtals skert 2022 159
Orkukostir sem Landsvirkjun gæti nýtt á næstu árum
Uppsett afl, MW Gæti verið tilbúin
Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár 95 2027
Þeistareykjavirkjun, stækkun 50-60 2026-2027
Þrjár litlar virkjanir við Blönduveitu 31
Blöndulundur, vindorka 100
Búrfellslundur, vindorka 120
Aflaukning virkjana í Tungnaá 100 (Lítil orkuvinnslugeta)
Hörður
Arnarson
Orkuskortur yfirvofandi