Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
Jón Magnússon, fyrrv. alþing-
ismaður, skrifar:
- - -
Landsliðsþjálfari
Íslands í
handbolta lýsti
stöðunni vegna kó-
víd sem leikhúsi
fáránleikans. Fjöl-
margir leikmenn
eru í sóttkví en
enginn veikur.
Þjálfarinn sagði þetta eins og
kvef.
- - -
Einn af hverjum 14 hér á
landi er í sóttkví og/eða
einangrun vegna kvefpest-
arinnar. Hamast er við að fram-
lengja leikhús fáránleikans hér
og á landamærunum.
- - -
Fyrst ríkisstjórnin var enn
einu sinni að krukka í regl-
urnar, af hverju voru þær þá
ekki afnumdar? Eigum við að
hafa sérreglur um kvefpest, sem
nefnist kóvíd-afbrigði?
- - -
Enn er talað um bólusetning-
arpassa o.fl. rugl. Dálka-
höfundurinn Michael Deacon sér
hið spaugilega og veltir fyrir
sér rauðvínsprófi í stað bólu-
setningarvottorðs. Komið hafi í
ljós, að þeim sem drekki 5 glös
af rauðvíni á viku eða meira sé
síður hætt við kóvíd og fái væg-
ari einkenni.
- - -
Við inngang að viðburðum
verði þess þá gætt, að fólk
sé nægjanlega drukkið til að það
fái aðgang og boðið að bæta úr
ef svo sé ekki. Hugsanlega yrði
minni ágreiningur um þessa leið
sem Deacon bendir á enda á hún
vel við í leikhúsi fáránleikans.“
- - -
Því ekki það.
Jón
Magnússon
Er að verða búið
STAKSTEINAR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Meira en 1,3 milljónir raddsýna
söfnuðust í Lestrarkeppni grunn-
skólanna sem lauk fyrir nokkrum
dögum. Salaskóli í Kópavogi sigraði í
A-flokki stærri skóla en þar lásu 703
keppendur alls 107.075 setningar. Í
B-flokki skóla af miðstærð sigraði
Smáraskóli í Kópavogi en þar voru
lesnar 236.470 setningar en 914
manns tóku þátt fyrir hönd skólans.
Í C-flokki fámennra skóla kom
Höfðaskóli á Skagaströnd best út.
Þar voru 153.288 setningar lesnar af
353 keppendum.
Aðstandendur keppninnar segja
magnað hve þátttakan var góð. Mikil
spenna hafi sömuleiðis verið á loka-
sprettinum. Síðasti dagur keppn-
innar var sá langstærsti til þessa, en
þá lásu keppendur inn 487.936 setn-
ingar.
Alls tóku 118 skólar þátt og lögðu
5.652 manns sínum skóla lið.
Jafnhliða verðlaunum voru veittar
viðurkenningar fyrir framúrskar-
andi árangur með tilliti til fjölda
setninga sem hver skóli las. Þrír
skólar komu best út þar; Sandgerð-
isskóli og Gerðaskóli í Suðurnesja-
bæ og Öxarfjarðarskóli í Norður-
þingi. Almannarómur og Háskólinn í
Reykjavík stóðu að keppninni og á
þeirra vegum er sömuleiðis vefurinn
samromur.is. Þangað geta allir hald-
ið áfram að skila inn lesnum radd-
sýnum. Lagt þannig sitt af mörkum
til eflingar íslenskri tungu, segir í
tilkynningu. sbs@mbl.is
Söfnuðu meira en
milljón röddum
- Kraftur í líflegri
lestrarkeppni - Lásu
þúsundir setninga
Ljósmynd/Mummi Lú
Keppni Eliza Reid forsetafrú með
ungum og efnilegum lestrarhestum.
Lúxushótelið The Reykjavík Edition
við Hörpu, sem er rekið er í sam-
starfi við hótelrisann Marriott, hefur
sagt 27 starfsmönnum upp. Þetta
staðfesti Denis Jung, framkvæmda-
stjóri hótelsins, í samtali við mbl.is í
gær. Uppsagnirnar ná til starfsfólks
úr öllum deildum en alls hafa um 150
starfsmenn verið á hótelinu.
Ástæða uppsagnanna er minnk-
andi eftirspurn eftir gistingu vegna
Ómíkron-bylgju kórónuveirufarald-
ursins og þau áhrif sem harðar sótt-
varnareglur hafa haft á ferðaþjón-
ustu, að sögn Denis. Eftirspurnin
hafi ekki verið jafn mikil og vænt-
ingar stóðu til fyrir tímabilið.
Tekið var á móti fyrstu gestum
hótelsins um miðjan október á síð-
asta ári, en þá voru 106 af 253 her-
bergjum hótelsins tekin í notkun í
fyrsta áfanga. Denis segir engar
breytingar verða á starfseminni
þrátt fyrir uppsagnirnar. Áfram
verði sami fjöldi herbergja í notkun.
„Við erum ekki að loka neinu á hót-
elinu. Við höldum starfseminni
áfram með sama fjölda herbergja,
veitingastaðurinn er opinn og barinn
er opinn. Við drögum ekki úr þjón-
ustu á hótelinu.“
Hann segir jákvæð teikn á lofti og
endalok faraldursins vonandi í nánd.
Horft sé fram á betra sumar.
Edition-hótelið segir upp 27 manns
- Uppsagnir ná til allra deilda - Hót-
elið áfram opið - Vonast eftir betri tíð
Ljósmynd/Nikolas Koenig
Hótelið The Reykjavík Edition,
hluti af Marriott, er við Hörpu.
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/