Morgunblaðið - 28.01.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
Vilt þú starfa í forystuVR?
Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum
í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð.
Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 7. febrúar 2022.
Um er að ræða annars vegar sjö sæti í stjórn og þrjú
til vara. Skrifleg meðmæli 15 VR félaga þarf vegna
einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar.
Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í
trúnaðarráð.
Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram
gegn lista uppstillingarnefndar sé löglega fram
borinn þarf skrifleg meðmæli 365 VR félaga sem og
skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum.
Athugið að framboð til stjórnar ógildir framboð til
trúnaðarráðs.
Frambjóðendum er bent áwww.vr.is, þar sem
eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítar-
legri upplýsingar birtar um framboð til stjórnar
og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari
upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til
kjorstjorn@vr.is.
Framboðum og framboðslistum skal skilað til
kjörstjórnar á skrifstofuVR, Húsi verslunarinnar,
Kringlunni 7.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍM I 510 1700 | WWW.VR.IS
28. janúar 2022
KjörstjórnVR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Starfsemi fjögurra bílasala var á
dögunum flutt að Klettshálsi í
Reykjavík svo þar eru nú í einni
þyrpingu alls átta slíkar, sem eru
með um 900 sölubíla á stóru úti-
svæði. Þetta eru Nýja bílahöllin,
Litla bílasalan, Íslandsbílar, Bíla-
lind, sem áður voru með starfsemi á
Eirhöfða á Ártúnshöfða, en nú eru
komnar á Krókháls og eru þar í
þyrpingu með Toppbílum, Stóru
bílasölunni, Heimsbílum og Bílalífi.
Sölurnar eru hver í sínu húsi en mal-
bikað útisvæði þeirra samliggjandi,
sem er 22.000 fermetrar, myndar í
raun eina heild. Á næstu grösum og
við sömu götu eru einnig Hekla–
notaðir bílar og bílasalan Disel.
Heildin styrkist
„Að mörg fyrirtæki í sams konar
starfsemi séu á sama svæði styrkir
þau hver fyrir sig og eins heildina.
Lögmálin eru hin sömu og í stóru
verslunarmiðstöðvunum. Sautján ár
eru síðan fyrstu bílasölurnar hér við
Krókháls voru opnaðar og margir
þekkja því svæðið fyrir þeirra hluta
sakir,“ segir Ingimar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri í Nýju bílahöll-
inni, í samtali við Morgunblaðið.
Starfsemi fyrirtækisins hafði í
áraraðir verið við Eirhöfða, en þurfti
að víkja enda er ætlunin að á Ár-
túnshöfða verði íbúðabyggð með
tengingu við borgarlínu. Þær fram-
kvæmdir hefjast á næstu misserum.
Nokkrir bílasalar völdu á síðasta
ári að flytja starfsemi sína á reitinn
milli Hestsháls og Krókháls, rétt
eins og sagði frá í Morgunblaðinu sl.
laugardag. Með því rýmkaðist á
Kletthálsi „[…] og þangað vildum
við sem voru við Eirhöfðann líka um-
fram annað flytja okkur. Svæðið er
rúmgott og eins voru hér fyrir hús
sem eru söluskrifstofur og með sýn-
ingarsal fyrir allra bestu bíla. Út-
koman er góð,“ segir Ingimar sem
hefur starfað við sölu á notuðum bíl-
um í alls 38 ár. Samstarfsmaður
hans í Nýju bílahöllinni til 16 ára er
Lárus Baldur Atlason.
„Markaðurinn hefur gjörbreyst á
þeim 40 árum sem ég hef verið í
greininni. Faglegar kröfur eru meiri
og regluverk þéttara. Áður en við-
skipti á bílum í dag ganga í gegn er
algengt að bílar séu teknir í ítarlega
ástandsskoðun, þar sem á annað
hundrað atriði eru tékkuð. Þar bú-
um við vel með því að skoðunarstöð
Frumherja er hér á planinu á Kletts-
hálsi,“ segir Ingimar.
Ábyrgð og þjónustusaga
„Frá umboðunum fáum við alla
þjónustusögu bílsins og eins upplýs-
ingar frá Samgöngustofu. Þá eru
bílar í dag gjarnan í 5-8 ára ábyrgð
frá umboðunum, en allt þetta stuðlar
að meiri öryggi í viðskiptum. Eins
má geta þess að núna er verið að
herða allar reglur varðandi árs-
skoðun bíla, á þann veg að leki olía
eða ef bremsur eru bilaðar þarf að
fara strax með viðkomandi ökutæki
á verkstæði. Oft er viðgerð á þessum
atriðum tímafrek og dýr, þannig að
ef bílar eru komnir til ára sinna
borgar viðgerð sig ekki. Þetta mun
ef að líkum lætur leiða til þess að
bílar sem eru druslur, ef svo mætti
kalla þá, fara í ríkari mæli af göt-
unum og í pressuna. Útkoman verð-
ur þá betri bílar og öruggari, en með
slíku er talsvert fengið,“ segir Ingi-
mar um veruleika viðskiptanna eins
og hann er í dag.
Þær hertu kröfur sem fyrr er lýst
munu, ef að líkum lætur, leiða að
mati Ingimars til þess að meiri eft-
irspurn verður eftir notuðum en
annars ágætum bílum í lægri verð-
flokkum, það er 1,5 – 3,0 milljónir
króna. Algengt verð fyrir notaða bíla
í dag sé annars – með öllum frávik-
um og fyrirvörum – 3,0 – 6.0 millj.
kr.
Boltinn rúllar og
bílar seljast vel
„Markaðurinn hefur í rauninni
verið ótrúlega líflegur að undan-
förnu. Landinn hefur verið mikið á
ferðinni innanlands síðustu árin og
þarf góða ferðabíla. Svo er alltaf
þörf á reglulegri endurnýjun en til
slíkra viðskipta eru bankar og fjár-
mögnunarfyrirtæki fús að lána.
Boltinn rúllar og bílar seljast vel,“
segir Ingimar.
Átta bílasölur eru nú á sama svæði
- Klettsháls er sterkur - Flytja af Eirhöfða - 900 bílar á sölusvæði - Meiri kröfur á markaðinum
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Klettsháls Að margar bílasölur séu á sama svæði þykir koma vel út og virkni er eins og í verslunarmiðstöðvum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bílamenn Ingimar Sigurðsson, til
vinstri, og Lárus Baldur Atlason.