Morgunblaðið - 28.01.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.01.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vestfirðir voru í október síðast- liðnum valdir á meðal bestu tíu svæða til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferða- bókaútgefandans Lonely Planet, svokölluð Best in Travel-viður- kenning. Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri at- vinnusviðs á Vestfjarðastofu, segir að þegar megi merkja ákveðinn meðbyr með Vestfjörðum og til lengri tíma eigi viðurkenningin eftir að skipta svæðið miklu máli. Aukinn áhugi fjárfesta „Í beinu framhaldi af útnefning- unni fundum við fyrir auknum áhuga fjárfesta og okkur hefur gengið bet- ur að koma skilaboðum okkar áfram um hversu einstakir Vestfirðir eru,“ segir Díana. Hún segir að gistiþjón- ustu vanti á Vestfirði og fjárfestar skoði nú möguleika víða á svæðinu. Ekki sé um einn tiltekinn stað að ræða heldur eigi það jafnt við um norðurfirði, suðurfirði og Strandir og Reykhóla. Díana segir staðan sé sú að ferða- sumarið 2022 líti einstaklega vel út. Töluvert sé farið að bóka og for- svarsmenn ferðaskrifstofa séu bjart- sýnir á gott sumar á Vestfjörðum. „Þau taka eftir greinilegum meðbyr og svo er spurningin hvort tengja megi það beint við útnefninguna,“ segir Díana. Ekki megi reikna með að slík við- urkenning skili árangri á nokkrum mánuðum, ávinningurinn sé í raun til margra ára. „Eitt af því góða við þessa viðurkenningu er að svona verðlaun lifa mjög lengi. Við sjáum á ferðasýningum erlendis að fólk er að flagga þessu í mörg ár,“ segir Díana. „Vá faktor“ Þegar greint var frá viðurkenn- ingunni á heimasíðu Vestfjarðastofu í lok október mátti meðal annars lesa þar „að val Lonely Planet mun beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem mun reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjón- ustuna á svæðinu og á Íslandi al- mennt.“ Og enn fremur: „Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálf- bærrar ferðaþjónustu.“ Meðbyr í ferða- þjónustunni á Vestfjörðum - Viðurkenning Lonely Planet skilar sér á nokkrum árum - Útlitið gott Morgunblaðið/Árni Sæberg Hesteyri Marga spennandi áfanga- staði er að finna á Vestfjörðum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Undanfarið hafa ítrekað skapast vandamál í sundlauginni í Laugar- skarði Hveragerði þar sem hitastig í lauginni er oft lágt svo loka hefur þurft heitum pottum eða sundlaug. Fella hefur þurft niður skólasund, íþróttaæfingar og jafnvel loka fyrir almenna laugargesti. Fallandi þrýstingur og lækkandi hitastig „Okkur hefur fundist þetta mjög bagalegt, því sundlaugin er mikið aðdráttarafl fyrir bæinn og hefur sérstöðu sakir einstakrar staðsetn- ingar,“ segir Jóhanna Ýr Jóhanns- dóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins. Hún hefur látið málið til sín taka eins og fleiri bæjarfulltrúar. Nú liggur fyrir svar menningar- og íþróttafulltrúa bæjarins við fyrir- spurn framboðsins Okkar Hvera- gerði um stöðu mála og hvað verða skuli. Sundlaugin í Hveragerði var opn- uð í júlí á síðasta ári að loknum end- urbótum á búningsklefum og fleiru sem tóku rétt tæpt ár. Talið er að fallandi þrýstingur og lækkandi hitastig á gufinni sem kyndir sund- laugarsvæðið sé stór orsakavaldur þeirra vandamála sem að framan er lýst. Með öðrum og skýrari orðum sagt: Trukkið er takmarkað. Blandarar og minni hausar Við endurbætur á búningsklefum sundlaugarinnar var sturtum með stórum hausum fjölgað, viðamikil snjóbræðsla sett niður og loftræst- ingu í búningsklefum bætt við. Þetta hefur allt kallað á aukna notkun á orku, sem nú þykir sýnt að hafi ekki verið til staðar. Því var gripið til þess ráðs að setja upp nýja sturtu- hausa og minni, nýja og afkasta- meiri varmaskipta, blandarar fyrir sturtur og heitu pottana voru end- urnýjaðir og fleira. Einnig var óskað eftir því að Veitur yfirfæru gufu- lögnina að lauginni sem reyndist í góðu lagi. Nú er helst rætt um að kraftmeiri þrýstingur verði settur í gufulagnirnar og að í sundlaugar- bygginguna sjálfa sem hýsir bún- ingsklefa, afgreiðslu og líkamsrækt verði sett hefðbundin hitaveita. Slík er raunar talið þjóðráð, þótt sú framkvæmd muni kosta sitt og auka rekstrarkostnað sundlaugarinnar til muna. „Bókstaflega allir eru að reyna að finna lausnir svo hitamál sundlaug- arinnar í Laugaskarði komist í lag. Laugin er perla bæjarins og hún verður að vera í lagi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Takmarkað trukk á gufu í Laugarskarði - Sundlaugin í Hveragerði er köld - Lokað suma dagana Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugarskarð Sundlaug Hvergerðinga þykir einstök perla, en nú eru uppi vandamál í rekstri hennar. „Vatnið í lauginni er hitað með gufunni sem nú er takmörkuð. Þetta kerfi hefur í raun gert sundstaðinn okkar að nátt- úrulaug sem er ódýr í rekstri,“ segir Njörður Sigurðsson, bæj- arfulltrúi Okkar Hveragerðis. Allir eru áfram, að sögn Njarðar, um að koma lauginni í lag en byrja verði á því að finna rót vandans. „Við verðum að kippa þessu í lag. Laugin er stolt Hvergerðinga og að tækja- búnaður hennar sé í ólagi, er lík- ast því að kaffilaust sé í Bras- ilíuborg. Slíkt er afleitt til afspurnar,“ segir Njörður. AFLEITT AFSPURNAR Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vandi Finna rótina, segir Njörður. Kaffilaust Díana Jóhannsdóttir Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi sækist eftir 1. sæti sjálfstæðismanna í Kópavogi í prófkjöri sem fer fram 12. mars nk. Karen Elísabet hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs undanfarin átta ár. Hún er varaformaður bæjarráðs, formaður velferðarráðs, lista- og menningarráðs og öld- ungaráðs. Einnig hefur hún setið í ráðgjafanefnd Jöfn- unarsjóðs Sambands íslenskra sveitafélaga í tæp átta ár og fjögur ár í stjórn Strætó. Hún er með BA-gráðu í sál- fræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem skrifstofustjóri samhliða störfum bæjarfulltrúa. Karen vill leiða D-listann í Kópavogi Karen Elísabet Halldórsdóttir Margrét Bjarna- dóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ, sem fer fram 5. mars næstkomandi. Margrét, sem er þrítug, er með sveinspróf í mat- reiðslu og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún býr í Garðabæ ásamt kærastanum sínum og syni. „Í mínum huga er mikilvægt að listinn sé samsettur af fjölbreyttu fólki á öllum aldri. Það er nauðsyn- legt að hafa ungt fólk á lista Sjálf- stæðisflokksins sem hefur fjöl- breytta sýn á samfélagið sem við búum saman í,“ skrifar Margrét á Facebook-síðu sinni, þar sem hún tilkynnti um framboðið. Hún segist leggja áherslu á málefni fjölskyld- unnar, leikskóla- og húsnæðismál. Margrét stefnir á 5. sætið í Garðabæ Margrét Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.