Morgunblaðið - 28.01.2022, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
sem sögur fara af, tók frænda sinn
upp á arma sína eins og forðum,
lagði mér lið, talaði við mann og
annan og þar naut ég og flokkur-
inn okkar vinsælda frænda míns.
Allri fjölskyldu minni tóku þau
Bjarni og Dísa opnum örmum.
Mjög kært var með Sigrúnu konu
minni og Dísu. Á meðan við
frændur vorum eitthvað að erin-
dast ræddu þær saman daginn
langan. Tvö sumur dvaldist Guð-
finnur sonur okkar hjá Dísu og
Bjarna og aðstoðaði við verslunina
og bílaútgerðina. Það var gott og
hollt uppeldi. Og Sigrún María
dóttir okkar sóttist eftir því að
heimsækja Bjarna og Dísu og
njóta samvista við þau.
Í huga mér var Bjarni órjúfan-
legur hluti Sauðárkróks og Skaga-
fjarðar. Nú kveður hann eftir
langa og góða ævi og mér finnst
sem það hafi orðið kaflaskil. Bless-
uð sé minning Bjarna frænda
míns.
Einar Kristinn Guðfinnsson
Heiðursmaðurinn Bjarni Har-
aldsson var einn af máttarstólpum
atvinnulífs og samfélags á Sauð-
árkróki og í Skagafirði. Hann kom
víða við í atvinnulífi bæjarins og
var t.d. einn af helstu bakhjörlum
Skjaldar og Slátursamlagsins auk
rekstursins í Verslun Haraldar
Júlíussonar. Ég var svo lánsamur
að vinna nokkur sumur í verslun-
inni og lærði mikið á þeim tíma.
Viðfangsefnin voru fjölbreytt, frá
því að dæla eldsneyti á bíla, bæta á
smurolíu og rúðuvökva, vigta
hveiti og sykur upp úr sekkjum,
stússast í Sanitasvörunum, af-
greiða matvöru, sælgæti og vinnu-
fatnað og taka til í kjallaranum.
„Góðan daginn allan daginn“ sagði
Bjarni á morgnana og „heyrðu
vinskapur“ þegar hann vildi fá
eitthvað gert.
Bjarni var mikill húmoristi.
Gengu um hann endalausar sögur
hjá okkur krökkunum í bænum
sem dáðumst að hnyttninni s.s. að
hann skyldi taka ofan húfuna og
segja „allt í stíl“ þegar einhver
kvartaði undan því að kústurinn á
þvottaplaninu væri hárlítill eða þá
þegar hann lét kalla Tomma vin
sinn í símann meðan hann var að
stilla út í búðarglugganum hinum
megin við götuna og spyrja „hvað
kostar svínið sem ég sá í gluggan-
um hjá þér áðan?“ Bjarni var
nægjusamur og barst ekki á. Mikil
regla var alltaf í fjármálum og
öðru í rekstrinum. Bjarni vildi þó
alltaf vera þokkalega akandi en
átti sína bíla lengi sem jafnan voru
á númerinu K2. Reksturinn laut
sínum eigin lögmálum og ég not-
aði það oft í umræðum í efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis þegar
einhver vildi gera staðgreiðslu-
afslátt að skyldu að í Verslun Har-
aldar Júl. hefðu þeir sem voru í
föstum reikningsviðskiptum feng-
ið 5% afslátt en aðrir borgað fullt
verð og benti á að verslunin væri
80 ára gömul og með elstu fyrir-
tækjum í verslun á landinu.
Guðrún og Haraldur voru enn á
lífi meðan ég vann í búðinni og ég
skynjaði vel þá miklu gagnkvæmu
væntumþykju sem var milli
Bjarna og þeirra. Það hleypti
miklu lífi í húsið þegar dæturnar
Guðrún og Helga voru í heimsókn
og þær voru mjög áhugasamar að
hjálpa til í búðinni. Ekki minnkaði
fjörið þegar María og Guðfinnur
komu úr Víkinni með Einar Krist-
in, Harald og Guðrúnu. Öll börnin
voru sannir gleðigjafar.
Bjarni var einlægur Sjálfstæð-
ismaður og eitt af verkefnum mín-
um fyrir hann var að keyra um
sveitir og rukka bændur fyrir
happdrættismiða flokksins. Hann
var mjög virkur í flokksstarfinu
alla tíð, ötull í kosningum og sér-
staklega traustur og óeigingjarn.
Hann mætti á alla fundi en hafði
sig ekki mikið í frammi. Vel var á
hann hlustað þegar hann tók til
máls. Hann talaði við marga og
var inni í öllu sem var að gerast í
atvinnulífinu í bænum og hér-
aðinu. Þess vegna var skyldustopp
hjá Bjarna þegar ég var að ferðast
um kjördæmið og fá innsýn í stöðu
mála. Hann sagði alltaf sinn hug
hversu þægilegt eða óþægilegt
sem það var. Þá var Dísa líka kom-
in í húsið, Lárus tengdur og and-
rúmsloft væntumþykjunnar fyllti
það sem fyrr.
Bjarni auðgaði tilveruna og átti
marga vini. Það var lán að þekkja
hann. Við Pála sendum fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Vilhjálmur Egilsson.
Elsku Bjarni frændi. Mikið
verður skrítið að koma á Krókinn
og kíkja ekki í heimsókn. Þannig
hefur það alltaf verið. Ef leiðin lá
norður var alltaf stoppað á Baldri
hjá Bjarna og Dísu. Þangað var
maður alltaf velkominn, hvenær
sem var dags og jafnvel með hóp í
eftirdragi. Móttökurnar voru hlýj-
ar og heimilislegar, skemmtilegt
spjall, uppbúin rúm í boði, nóg til
af mat og meira frammi.
Í augum okkar systra á yngri
árum var búðin hans Bjarna al-
gjör töfraheimur. Þar mátti fara í
búðarleik, stelast í nammi, æfa sig
á kassanum, vigta hina ýmsu muni
á gömlu voginni, týnast í kjallar-
anum og finna þar alls konar dýr-
gripi og svo má lengi telja. Þar
fengum við nýja gúmmískó og ull-
arsokka á vorin og leysti Bjarni
okkur alltaf út með alls konar góð-
gæti fyrir áframhaldandi ferðalag.
Gjafmildi, gestrisni, þolinmæði og
væntumþykja einkenndi þessar
heimsóknir.
Við trúðum því þá og trúum því
enn að það sé allt til í búðinni hjá
Bjarna og ef ekki í dag, þá var
Bjarni búinn að redda því daginn
eftir. Þegar við svo eignuðumst
okkar börn vorum við svo heppin
að fá að upplifa þetta allt upp á
nýtt með þeim. Lítið breyttist og
töfraheimur búðarinnar enn á sín-
um stað.
Bjarni var með eindæmum
greiðvikinn og góður vinur og end-
urspeglaðist það í því hversu vilj-
ugir allir voru að gera honum
greiða. Þessu fengum við að kynn-
ast, aftur og aftur, enda allir boðn-
ir og búnir að gera sem mest fyrir
litlu frænkur Bjarna Har. Til að
mynda þótti vörubílstjórum ekk-
ert mál að skutla upprennandi
bóndakonum í vist í Skagafjörð og
meira að segja í Húnavatns-
sýsluna. Jafnvel hjólið sem
gleymdist heima skilaði sér í
næstu ferð. Það var einhvern veg-
inn bara ekkert mál.
Elsku Bjarni, ferðir á Krókinn
verða vissulega aldrei eins án
heimsókna til þín og Dísu en við
erum ævinlega þakklátar fyrir
þessar dýrmætu minningar og
fleiri til og munu þær kalla fram
bros og ástúð um ókomna tíð.
Þínar
María Kristín, Ingibjörg
Huld og Ragnheiður Harpa
Haraldsdætur.
Bæjarstjórinn í útbænum hefur
lokað búðinni í hinsta sinn. Lagð-
ur af stað í ferð á nýjar slóðir,
áreiðanlega akandi á amerískum
bíl með K-2 framan á. Skarð hans
verður vandfyllt og tómlegra í út-
bænum fyrir vikið.
Einstakur maður hann Bjarni
Har. Heillaði alla sem urðu á vegi
hans, alltaf með ljúfa lund, bros á
vör og glettnisglampa í augum, fá-
dæma orðheppinn og hnyttinn í
tilsvörum og vildi öllum vel. Ekki
skemmdi fyrir ef þú fylgdir Sjálf-
stæðisflokknum að málum, og
keyptir bensín hjá Olís, en hann
var vinur allra flokka „kvikinda“.
Tók öllum viðskiptavinum opnum
örmum sem komu við í Verzlun H.
Júl, búðinni sem pabbi hans stofn-
aði árið 1919. Þangað var gaman
að koma og fylla á tankinn, taka
létt spjall á kontórnum um bæj-
arpólitíkina, kaupfélagið, lands-
málin og lífið á Mogganum.
Þó að Bjarni hafi verið nærri
40 árum eldri þá þróaðist með
okkur góð vinátta með árunum,
enda kær fjölskylduvinur. Alltaf
gott að leita til hans og samtölin
voru mörg þótt landshlutar skildu
okkur að lengstum. Fyrstu minn-
ingar mínar af Bjarna eru líklega
þegar afi Guðvin sendi mig á hjól-
inu til að kaupa neftóbak í búð-
inni. Fyrir lítinn gutta var þetta
dágóður spölur að fara úr suður-
bænum en launin voru þess virði.
„Fáðu þér eitthvað fyrir afgang-
inn,“ sagði afi og oftar en ekki
gaukaði Bjarni að guttanum ein-
hverju aukreitis.
Minnisstætt er eitt gamlárs-
kvöld á Hólaveginum, líklega
1978 eða ’79, þegar foreldrar mín-
ir buðu Bjarna í mat. Hann var þá
á milli kvenna eins og sagt er,
ekki búinn að festa ráð sitt end-
anlega með Dísu og fékk sér enn í
tána á góðri stund. Mikill gleði-
gjafi var hann þetta kvöld, sem
endranær, og á við besta verkja-
lyf þegar til kastanna kom. Það
óhapp varð í flugeldabrasinu að
eitt blys sprakk í höndum mínum,
með tilheyrandi brunasárum.
Höndunum var dýft í fötu með
köldu vatni og mér komið fyrir
inni í stofu þar sem Bjarni tók að
sér að lina þjáningar mínar með
gríni og glensi, á meðan fullorðna
fólkið fagnaði nýju ári. Bjarni átti
svo sannarlega auðvelt með að fá
fólk til að gleyma sorg og sút.
Prakkari af guðs náð.
Seinna á ævinni hélt grínið og
glensið áfram þegar við Bjarni
hittumst og hann sagði mér gam-
ansögur af samferðamönnum í
Skagafirði og víðar. Ég bar líka
undir hann sögur sem aðrir höfðu
að segja um hann, en þar er af
nægu að taka. Hann hafði gaman
af þessu öllu og afneitaði sjaldan
góðri sögu. Enda skeikaði yfir-
leitt litlu þar sem Bjarni var
endalaus uppspretta skondinna
ummæla og atvika.
Ég færi Dísu, Guðrúnu, Helgu,
Lárusi Inga og öðrum í fjölskyldu
Bjarna innilegar samúðarkveðjur.
Vonandi verður búðin opin áfram í
einhverri mynd. Andi Bjarna verð-
ur þar á sveimi og bæjarstjórinn
vakir yfir útbænum.
Björn Jóhann.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Sauðárkróks
Bjarni Haraldsson, kaupmað-
ur og heiðursborgari á Sauðár-
króki, er fallinn frá. Bjarni var
einstakur maður. Góðmennska
og kímni voru sterk einkenni þess
manns er hann hafði að geyma.
Bjarni var einn af stofnfélögum
Lionsklúbbs Sauðárkróks, sem
stofnaður var árið 1964, og var
hann dyggur félagsmaður alla tíð.
Á síðasta ári var hann gerður að
heiðursfélaga í klúbbnum.
Þegar Bjarni tjáði sig um mál-
efni var hlustað því hann þótti
ævinlega ráðagóður þegar á
reyndi. Bjarni var hress og
skemmtilegur félagi, mætti sam-
viskusamlega á fundi og tók að
sér þau trúnaðarstörf sem hann
var beðinn að inna af hendi.
Við félagarnir í Lionsklúbbi
Sauðárkróks viljum þakka fyrir
hin góðu kynni af honum í áranna
rás. Hans verður sárt saknað sem
frábærs félaga, en minningin um
hans stórbrotna persónuleika
sem gladdi alla með nærveru
sinni og hnyttnum tilsvörum mun
lifa í hjarta okkar. Lionsfélagar
þakka Bjarna Haraldssyni langa
og skemmtilega samfylgd í
Lionsklúbbi Sauðárkróks.
Aðstandendum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. félaganna í Lionsklúbbi
Sauðárkróks,
Alfreð Guðmundsson.
„Gúmorren! Hvað segir
minn?“ Kveðjunni fylgdi glettið
bros og ef tími var til settumst við
niður í litlu skrifstofunni á bak við
búðina, spjölluðum saman,
drukkum gos úr gleri og maul-
uðum súkkulaði. Í rólegheitum.
„Rólegheitin eru bestu heitin,“
var Bjarni vanur að segja.
Með okkur Bjarna Haralds-
syni, atvinnubílstjóra og kaup-
manni á Sauðárkróki, tókust góð
kynni þegar ég gerði ásamt Stef-
áni Friðriki Friðrikssyni heim-
ildamynd um Bjarna og Verslun
Haraldar Júlíussonar. Okkar
fyrirtæki var í Aðalgötunni við
hliðina á Bjarna og mikill sam-
gangur á milli. Bjarni var hrein-
skiptinn og heiðarlegur og ætlað-
ist til þess sama af öðrum. Hans
kynslóð lagði ríka áherslu á að
menn stæðu við orð sín og gjörðir.
Árið 1954 stofnaði Bjarni vöru-
flutningafyrirtæki og rak það til
2001. Bjarni hafði brennandi
áhuga á bílum og akstri, var sann-
ur fagmaður á því sviði. Foreldrar
Bjarna stofnuðu verslunina 1919.
Árið 1959 hóf Bjarni að vinna inn-
anbúðar með föður sínum, sem þá
var orðinn heilsuveill. Væntum-
þykja hans og virðing fyrir for-
eldrum sínum réð því að hann tók
einnig að sér verslunarreksturinn
og olíusölu. Bjarni var greiðvik-
inn, lagði sig fram um að hjálpa
þeim sem minna máttu sín og fet-
aði þar í fótspor foreldra sinna.
Við gerð heimildamyndarinnar
rifjaði hann upp er hann og systir
hans voru á jólum send í hús á
Króknum með glaðning til fá-
tækra fjölskyldna. Stráknum
leiddist að þurfa að bera pakka í
mörg hús, en Bjarni skildi tilgang
verksins betur síðar og var þakk-
látur fyrir. „Þeir eiga að gefa sem
geta,“ sagði Bjarni. Greiðasemin
við þá sem minna máttu sín var
ekki borin á torg og þannig var
það ekki heldur þegar Bjarni hafði
tekið við rekstri búðarinnar en
víst er að fjölmargir minnast ör-
lætis hans og hjálpsemi með þakk-
læti og hlýju.
Bjarni var landsþekktur húm-
oristi. Oftar en ekki gerði Bjarni
góðlátlegt grín að sjálfum sér þeg-
ar hann sagði frá. Eitt sinn kíkti
hann í kaffi hjá okkur nágrönn-
unum. Til hans hafði komið er-
lendur ferðamaður. Bjarni var
ekki talandi á aðrar tungur en ís-
lenska og hafði í skúffu í af-
greiðsluborðinu fagurbláa ensk/ís-
lenska vasaorðabók. Maðurinn
tók við bókinni úr hendi Bjarna en
rétti honum hana strax aftur og
var greinilega misboðið. Bjarni
hvessti brýrnar á móti og við það
gekk ferðamaðurinn út og varð
fátt um kveðjur. „Þá hafði ég
óvart rétt honum vasabrotsútgáfu
af Nýja testamentinu, sem var al-
veg eins á litinn,“ sagði Bjarni
hlæjandi.
Fyrir rúmu ári veiktist Bjarni,
þurfti að leggjast á sjúkrahús og
fór í kjölfarið á dvalarheimili. Eig-
inkona hans Ásdís Kristjánsdóttir
hafði þá dvalið þar um nokkurt
skeið. Þaðan átti Bjarni ekki aft-
urkvæmt. Mér er efst í huga þakk-
læti fyrir góð kynni og mannbæt-
andi. Ég sakna þess að síminn
hringir og Bjarni biður mig um að
kíkja við, til að hjálpa sér að panta
„dollarpípur“ á netinu, færa til
þunga rafgeyma á lagernum eða
bara að spjalla um daginn og veg-
inn. Dísu og börnum Bjarna, Lár-
usi, Helgu og Guðrúnu votta ég
innilega samúð. Guð blessi góðan
dreng.
Árni Gunnarsson,
Sauðárkróki.
Látinn er heiðursmaðurinn
Bjarni Haraldsson.
Bjarni setti mark sitt á mannlíf
og atvinnulíf í Skagafirði stærstan
hluta síðustu aldar og allt fram á
síðasta dag. Ungur að árum stofn-
aði hann og rak eigið vöruflutn-
ingafyrirtæki, Vöruflutninga
Bjarna Haraldssonar, sem sinnti
flutningum á milli Sauðárkróks og
Reykjavíkur. Jafnframt starfaði
Bjarni með föður sínum í Verzlun
Haraldar Júlíussonar sem stofnuð
var árið 1919 og er enn í rekstri,
ein af fáum krambúðum sem enn
fyrirfinnast hér á landi. Bjarni tók
við rekstri verslunarinnar árið
1973 og fór þá einnig með umboð
Olís á Sauðárkróki sem faðir hans
hafði haft frá árinu 1930. Verslun
Bjarna Har., eins og búðin hans
Bjarna er oft nefnd í daglegu tali
Skagfirðinga, hefur í áranna rás
skipað sérstakan sess í menning-
arlífi Skagfirðinga og löngu orðin
einn af þekktari viðkomustöðum
innlendra sem erlendra ferða-
manna á Króknum. Árið 2013 var
heimildarmyndin Búðin eftir Árna
Gunnarsson kvikmyndagerðar-
mann hjá Skottu kvikmyndafje-
lagi, sem fjallar um Bjarna og
verslunarrekstur hans, frumsýnd
en myndin hefur gert víðreist á
fjölmörgum kvikmyndahátíðum
um heim allan. Þannig má segja að
Bjarni hafi verðskuldað orðið einn
af verðugustu sendiherrum
Skagafjarðar um víða veröld.
Einkenni Bjarna voru greið-
vikni og góðvild í garð samborg-
ara sinna, framtakssemi, ríkuleg
þjónustulund og síðast en ekki síst
glettni og skemmtileg tilsvör.
Bjarni lagði alla tíð mikið til sam-
félagsins og var fyrir vikið oft kall-
aður bæjarstjórinn í útbænum.
Fyrir framlag sitt til verslunar-
og þjónustureksturs til íbúa Sveit-
arfélagsins Skagafjarðar og gesta
í um 70 ár og fyrir að gera skag-
firskt samfélag enn betra, var
Bjarni Haraldsson árið 2019
sæmdur fyrsta heiðursborgara-
titli Sveitarfélagsins Skagafjarðar
við þau merku tímamót þegar
Verzlun Haraldar Júlíussonar
hafði verið starfrækt í 100 ár.
Að leiðarlokum minnumst við
Bjarna Haraldssonar með þakk-
læti og virðingu og sendum fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Sveitarfélagsins
Skagafjarðar,
Sigfús Ingi Sigfússon,
sveitarstjóri.
Í dag er til moldar borinn
Bjarni Haraldsson, kaupmaður á
Sauðárkróki, gegnheill sjálfstæð-
ismaður og óþreytandi merkisberi
einkaframtaksins..
Bjarni fæddist á Sauðárkróki
árið 1930, sonur Haraldar Júl-
íussonar kaupmanns og Guðrúnar
Ingibjargar Bjarnadóttur hús-
móður. Hann þekkti því frá blautu
barnsbeini þann kraft, sem býr í
frumkvæði hvers manns og hvern-
ig einkaframtakið er best til þess
fallið að fullnægja ólíkum þörfum
fólks og styrkja samfélagið. Hann
var duglegur og dugandi maður,
sem féll aldrei verk úr hendi.
Nafni minn var aðeins 24 ára
gamall þegar hann stofnaði fyrir-
tækið Vöruflutningar Bjarna
Haraldssonar sem hann starf-
rækti til aldamóta, en 1959 gekk
hann einnig til liðs við föður sinn í
Verslun Haraldar Júlíussonar, en
eftir að hann tók alfarið við versl-
uninni árið 1973 var hún í daglegu
tali oftast kölluð verslun Bjarna
Har.
Þar kom ég iðulega við á ferð-
um mínum norður í land og alltaf
var jafngaman að hitta Bjarna.
Hann var skemmtilegur og orð-
heppinn maður, glöggur og næm-
ur á bæði menn og málefni. Af
þeim samtölum hafði ég ávallt
gagn og gaman, enda var hann
bæði hreinskilinn og ráðagóður.
Bjarni skipaði sér í sveit okkar
Sjálfstæðismanna ungur að árum
og gegndi trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn í Skagafirði, var í kjör-
dæmisráði og sat fjölmarga lands-
fundi í Reykjavík, oft í fylgd syst-
ursonar síns, Einars K. Guðfinns-
sonar, fv. forseta Alþingis. Ég vil
fyrir hönd flokksins þakka honum
störf í þágu sjálfstæðisstefnunnar,
en minnist einnig vináttu hans og
velvildar. Guð blessi minningu
hans.
Bjarni Benediktsson
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
JÓHANN AXELSSON
prófessor emerítus,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 24. janúar. Útförin fer fram frá
Neskirkju þriðjudaginn 1. febrúar
klukkan 13. Athöfninni verður streymt á skjaskot.is/johann.
Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat.
Axel Jóhannsson
Viggó Karl Jóhannsson
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN HJALTADÓTTIR,
Skálateig 3,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 20. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. febrúar
klukkan 10.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á
Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar
útsendingar.
Friðrik Vestmann
Rúnar Vestmann Hanna Karlsdóttir
Ragnhildur Vestmann Gísli Kristinsson
Inga Margrét Vestmann Þórhallur Jónsson
ömmu- og langömmubörn
Okkar elskaði
ÓLAFUR FRANZ MIXA
læknir, fríþenkjari
og ugluspekingur,
verður borinn til grafar þriðjudaginn
1. febrúar klukkan 13. Athöfn fer fram í
Fossvogskirkju en vegna fjöldatakmarkana
einskorðast hún við nánustu aðstandendur.
Ærleg minningarathöfn verður haldin í vor, þegar hömlum léttir.
Við bendum á Rauða krossinn honum til heiðurs.
Már Wolfgang Mixa Kristín Loftsdóttir
Halla Guðrún Mixa
Katrín Mixa Sveinn Steinarsson
Mímir, Alexía, Sól, Svanfríður, Elvar Ólafur og Sólvin Anton