Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 20

Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 20
ember 1986, og stjúpsonur hennar Þorsteinn Sigurðs- son, f. 30. nóvem- ber 2011, og c) Halla Marín, f. 19. júlí 2004. Faðir þeirra er Magnús Þór Eggertsson. 3) Rúnar Páll, f. 5. maí 1974, eigin- kona hans er Bryn- dís Kristjánsdóttir, f. 17. desember 1979. Dætur þeirra eru: a) Sara Regína, f. 9. júní 2002, unnusti hennar er Sölvi Snær Guðbjargarson, f. 2001, b) María Viktoría, f. 24. apríl 2004, og c) Andrea, f. 16. maí 2011. Sigmundur ólst upp í Vestur- bænum til 12 ára aldurs og flutti síðan á Bústaðaveg. Hann var messagutti á vitaskipinu Her- móði í mörg sumur þar sem móðurbróðir hans, Guðni Thorlacius, var skipstjóri. Sig- mundur var menntaður vél- stjóri. Hann starfaði sem vél- stjóri á millilandaskipum Eimskips og síðan í Andakíls- árvirkjun í Borgarfirði frá 1970- 1977. Hann starfaði einnig lengi við sölustörf og framkvæmda- stjórn. Sigmundur var virkur í félagsstörfum innan íþrótta- hreyfingarinnar (ÍR, UMSB, HSÍ, Valur, Stjarnan), Lions og Frímúrarareglunni. Útför Sigmundar fer fram í Garðakirkju í dag, 28. janúar 2022, klukkan 15. Hlekkir á streymi: https://streyma.is/streymi/ https://www.mbl.is/andlat ✝ Sigmundur Hermundsson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1940. Hann lést 18. janúar 2022. Foreldrar hans voru hjónin Gyða Thorlacius, f. í Reykjavík 25. sept- ember 1916, d. 21. júlí 1993, og Her- mundur Tómasson, f. 7. júní 1911, d. 6. janúar 1983. Systur Sigmundar eru: Berg- ljót, f. 17. desember 1943, d. 11. mars 2021, eftirlifandi eig- inmaður hennar er Kristmann Óskarsson, f. 24. apríl 1944; Auður, f. 22. nóvember 1946, eiginmaður hennar er Guðjón Elí Jóhannsson, f. 1. mars 1944. Sigmundur giftist hinn 22. febrúar 1964 Stellu Pálsdóttur, f. 15. október 1942. Börn þeirra eru: 1) Hermundur, f. 20. júli 1964, eiginkona hans er Monika Haga, f. 29. mars 1972. Börn þeirra eru: a) Fanny f. 1. janúar 1994, sambýlismaður hennar er Martin Aunemo Suul, dóttir þeirra er óskírð, f. 15. janúar 2022, b) Fredrik, f. 7. september 2000, og c) Fride, f. 11. apríl 2003, unnusti hennar er Daniel Raudberget, f. 2002. 2) Helga, f. 13. júlí 1971. Sambýlismaður hennar er Pétur Sveinsson, f. 1958. Dætur Helgu eru: a) Anna Stella, f. 20. mars 1993, unnusti hennar er Bjarni Björnsson, f. 1997, faðir hennar er Björn Leósson, b) Stella Margrét, f. 8. júní 1999, eiginmaður hennar er Sigurður Þorsteinsson, f. 6. nóv- Elsku pabbi, þetta er okkar hinsta kveðja til þín. Þú varst okkar stoð og stytta allt lífið. Þú varst góður maður með risastórt hjarta. Alltaf var hægt að leita til þín og fá góð ráð, við hinum ýmsu áskorunum sem lífið gefur okkur. Þú sagðir alltaf að ekkert er töffara en lífið. Stund eins og sú sem við upplifum núna er ein af þessum erfiðu sem maður vill helst ekki takast á við. En í þín- um anda þýðir ekkert að gefast upp þótt þetta séu erfiðar tímar heldur setja sér ný markmið og vinna að þeim. Sigmundur Hermundsson 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 ✝ Jónas Hall- grímsson fædd- ist 6. september 1931 á Kirkjubæj- arklaustri. Hann lést á heimili sínu þann 12. janúar 2022. Foreldrar voru Hallgrímur Jóns- son, húsvörður í Sláturfélagi Suður- lands, f. 5.7. 1900, d. 13.7. 1983, og Þóranna Magn- úsdóttir húsfreyja, f. 24.1. 1900, d. 17.4. 1985. Eftirlifandi eiginkona er Anna Margrét Lárusdóttir hús- móðir, f. 1.5. 1934. Foreldrar hennar voru Lárus Guðjón Jóns- son skókaupmaður, f. 28.4. 1906, d. 23.11. 1991, og Anna Kristín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 8.10. 1905, d. 14.8. 1992. Börn Jónasar og Önnu Margrétar eru: 1) Hallgrímur, doktor í líf- eðlisfræði, f. 26.5. 1953, fyrri kona er Steinunn Rósa Hilm- arsdóttir, f. 5.10. 1955. Sonur þeirra er Matthías Valur Hall- grímsson, f. 19.10. 1987. Þau skildu. Núverandi eiginkona Hallgríms er Sylvia Ekstrand matráðskona, f. 15.11. 1957; 2) Pétur, gítarleikari og dokt- 1960-1961. Árin 1961-1965 var hann í sérnámi í líffærameina- fræði á Massachusetts General Hospital í Boston, og aðstoðar- kennari í líffærameinafræði við Harvard-háskóla og Tufts- háskóla. Eftir heimkomu 1965 starfaði Jónas sem sérfræðingur á Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði á Landspítalanum og varð yfirlæknir 1969. Hann var fyrsti kennslustjóri lækna- deildar HÍ 1969-1970, dósent við læknadeild 1967-1978, prófessor í meinafræði og forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans 1978-2001. Jónas var sviðsstjóri og framkvæmdastjóri á sviðum Landspítalans 1985-1993 og deildarforseti læknadeildar 1981-1984. Hann gegndi um ára- bil ýmsum nefndarstörfum á vegum læknadeildar og Ríkis- spítalanna og sat í stjórn Happ- drættis Háskóla Íslands 1983- 1991. Eftir Jónas liggur fjöldi fræðigreina í innlendum og er- lendum læknatímaritum. Jónas var einn af ritstjórum Meina- fræðirits Norðurlandanna (AP- MIS) og aðstoðarritstjóri tíma- ritsins Heilbrigðismál, tímarits Krabbameinsfélagsins 1961- 2000. Útför Jónasar verður frá Garðakirkju í dag, 28. janúar, kl. 13. Einungis nánustu að- standendur verða viðstaddir. Athöfninni verður streymt: https://youtu.be/M05etUcA-_E https://www.mbl.is/andlat orsnemi, f. 20.5. 1959, fyrri kona er Sigurlaug I. Löv- dahl, f. 4.4. 1958. Sonur þeirra er Arnar Pétursson, f. 3.1. 1988. Þau skildu. Núverandi eiginkona Péturs er Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir, leik- skáld og drama- túrg, f. 30.3. 1965. Dóttir þeirra er Sigríður Hagalín Péturs- dóttir, f. 24.10. 2001; 3) Lárus læknir, f. 25.2. 1968, kona hans er Valdís Fríða Manfreðsdóttir læknir, f. 17.2. 1968. Börn þeirra eru Lúðvík, f. 12.8. 1998, og Málfríður, f. 29.9. 2003; 4) Margrét kvikmyndaframleið- andi, f. 9.4. 1969. Dóttir hennar er Magdalena Margrét Hösk- uldsdóttir, f. 28.7. 2003. Jónas gekk í Austurbæjar- skóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951, lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1958. Jónas fór til Bandaríkj- anna og stundaði doktorsnám í blóðmeinafræði við Minnesota- háskóla 1959-1960, kandídatsár í Worcester, Massachusetts, Heimurinn snerist á hvolf þegar elsku hjartans pabbi minn kvaddi þennan heim. Hann var áttavitinn minn, allt frá því að ég gat myndað heila setningu. Hann sagði gjarnan að ég hefði byrjað að tala eins árs og ekki stoppað síðan. Sjálfur sagðist hann vera eins og Skaftfellingarnir. Þeir töluðu bara þegar þeir höfðu eitthvað að segja. Nú verður mér loksins orða vant. Það gerir söknuðurinn og sorgin yfir því að kveðja. Frá barnæsku elti ég hann á röndum. Heima, í bílskúrnum, í garðinum, í sumarbústaðnum, á skíðunum. Hann var alltaf kom- inn fyrstur á ról og sat iðulega snemma morguns um helgar við að leiðrétta fræðigreinar eða lesa í diktafóninn. Hann var alltaf að. Þá kúrði ég í handarkrikanum á honum, því það mátti ekki missa af einni einustu mínútu með pabba. Pabbi var sveitastrákur frá Kirkjubæjarklaustri sem kom til borgarinnar sex ára gamall. Fyrstu árin í Skuggahverfinu voru lærdómsrík. Í Austurbæj- arskólanum sýndi hann það að húsvarðarsonurinn úr Slátur- félagi Suðurlands var afburða- námsmaður. Vandvirknin, ná- kvæmnin og einbeittur hugurinn færðu honum farsæld í námi og starfi. Á gamlárskvöld síðastliðið rifjaði hann það upp með okkur Lárusi bróður og fjölskyldum að þann dag voru liðin sjötíu ár frá því hann fór í Þórscafé og hitti þar unga fallega stúlku. Hún var að koma af skíðum og hafði kom- ist ofan af Hengilssvæðinu með snjóbíl síðla dags. Hún skellti sér í kjól og fór út með vinkonunum. Þau dönsuðu saman allt kvöldið. Hann bar hana mömmu heim yf- ir skaflana fyrir sjötíu árum og svo á höndum sér út ævina. Þau fóru vel saman í gegnum lífið. Eldri bræður mínir nutu áranna í Bandaríkjunum með mömmu og pabba og við yngri, Lárus og ég, áranna í Garðabænum. Hann hvatti okkur til náms og verka. „Margrét mín, tala minna, gera meira“ sagði hann þegar honum þótti nóg um fyrirætlanirnar. Eftir að Magdalena dóttir mín fæddist skreið hún í fangið á afa sínum og ég tók þar með annað sætið. Mamma og pabbi með sínu rólega fasi og hjartahlýju gáfu sér alltaf tíma til að halda utan um litlu stúlkuna með mér. Pabbi sagði að þetta væri sam- vinna. Og svo snerust hlutverkin við. Við héldum utan um þau. Pabbi var heima en mamma á Ísafold. Mér er enn orða vant því hann var svo stór hluti af lífi okk- ar. Ég fæ því lánuð orð mömmu þegar við Lárus bárum henni sorgarfréttirnar: Hann var svo góður maður. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Margrét Jónasdóttir. Glæsileiki og reisn eru með fyrstu orðunum sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um tengdaföður minn, Jónas Hall- grímsson. Það var svo mikil reisn yfir honum. Glæsileiki sem fól í sér alla ævi hans og farsælan feril sem prófessor og læknir og yfirmaður Rannsóknarstofu há- skólans til margra ára. Gamli skíða- og íþróttamaðurinn bar höfuðið hátt, líka þegar hann var orðinn níræður. Hann hélt alltaf áfram, gafst ekki upp. Yfirburða- maður á alla lund og hafði ungur skarað fram úr í námi. Sonur al- múgafólks frá Kirkjubæjar- klaustri en ólst seinna upp í Skuggahverfinu í Reykjavík. Ég er bara strákur úr Skuggahverf- inu, sagði hann oft. Varð læknir af því að vinur hans skráði hann í læknadeildina, leiðin hlyti að liggja þangað fyrir svona mikinn námshest, sagði vinurinn og þar með var framtíðin ráðin. Hann var líka fljótur að gera upp hug sinn þegar hann fór á dansleik um tvítugt og hitti dóttur skó- kaupmannsins, Önnu Margréti Lárusdóttur. Hún bauð honum upp í dans. Það þurfti ekkert að hugsa þetta frekar, sagði hann. Nýjar áskoranir héldu huga prófessors Jónasar Hallgríms- sonar síkvikum alveg fram á síð- asta dag. Hann fann sér alltaf eitthvað nýtt að fást við. Hóf harmónikkunám að nýju 89 ára eftir áttatíu ára hlé. Las vísinda- rit á þýsku og handskrifaði upp heilu ljóðabálkana í litla bók með bleki og einstaklega fallegri rit- hendi. Hann sótti bókbandstíma og batt inn af stöku listfengi bækur úr eigin safni en einnig fyrir vini og vandamenn. Gömul kokkabók móður minnar fékk þannig slíka andlitslyftingu, var dubbuð upp í glansandi leður. Svo var hann þúsundþjalasmið- ur, hefði lagt smíðar fyrir sig hefði hann ekki orðið læknir vildi hann meina. Fáir voru minnugri en hann og fljótari að hugsa. Romsaði upp úr sér vísum og kvæðum á hinum og þessum tungumálum, líka á latínu. Og hann var góður við sína, óspar á hrós og samgladdist innilega þegar vel gekk, studdi sína nán- ustu af rausnarskap. Þegar dótt- ir okkar fór í nám til Parísar varð hann svo spenntur fyrir hennar hönd að hann sendi henni sms á hverju kvöldi mánuðum saman, eins og börnunum sínum öllum, alltaf áður en hann fór að sofa með hvatningarorðum og upphrópunum og fjölmörg tjá- merki (emojis) fylgdu en þau voru eitt af því sem hann hafði tileinkað sér með hraði á efri ár- um og beitti fyrir sig óspart eins og unglingur. Nú gengur allt vel hjá þér og allt vel hjá mér, skrif- aði hann henni kvöldið sem hann kvaddi þennan heim. Og í kjöl- farið komu mörg hjörtu og fánar og nokkrir broskallar. Elsku tengdapabbi, megi allar góðar vættir vaka yfir þér. Þakka þér fyrir öll skemmtilegu og andríku samtölin, fyrir hvatn- inguna og stuðninginn og fyrir hlátursköstin sem munu halda áfram að bergmála í huga okkar fjölskyldunnar um ókomin ár ásamt minningunni um alla þína einstöku og margslungnu mann- kosti. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. Elsku afi minn, allra besti og fyrsti vinur minn. Ég er alveg miður mín að þurfa að sætta mig við það að þú sért farinn. Ég fæ aldrei aftur að koma til þín, heyra þig hlæja, spila á harm- onikuna, tala þýsku í skíðaferð- unum, segja mér sögur eða fara með þér í búðina á laugardags- morgnum. Þú keyrðir mig og sóttir í leikskólann, skólann og dans alveg þangað til ég fékk bíl- próf sjálf, þá mátti ég fara að keyra þig þangað sem þú vildir fara. Þú gafst mér allt og svo miklu meira en það. Þú gekkst mér í föðurstað þegar ég fædd- ist, komst þegar ég þurfti mest á þér að halda, án þess að ég fatt- aði það sjálf. Þú ólst mig upp, gerðir mig að betri manneskju með því að kenna mér svo margt og vera svo góður við mig. Sam- bandið sem við áttum var svo sérstakt og gott og mér þykir svo vænt um það. Ég kveð þig samt sátt af því ég var svo hepp- in að fá að hafa þig hjá mér. Ég held líka að þú hafir alltaf vitað hvað ég elskaði þig mikið, geri enn og mun alltaf gera. Magdalena. Jónas Hallgrímsson - Fleiri minningargreinar um Jónas Hallgrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Áki Jónsson fæddist á Hjalt- eyri við Eyjafjörð 4. júní 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. jan- úar 2022. Foreldrar Áka voru Jón Möller Sigurðsson, f. 6.11. 1900, d. 2.11. 1982, og Kristín Sveins- dóttir, f. 29.9. 1903, d. 24.8. 1982. Systkini Áka eru í þessari röð: Gísli Jónsson, f. 13.9. 1930, d. 11.2. 2016, Erla Jónsdóttir, f. 4.10. 1931, d. 24.10. 2015, Sig- urður Sveinn Jónsson, f. 7.1. 1941, Erla Valgerður Jóns- dóttir, f. 12.9. 1948, d. 25.6. 2019. Eiginkona Áka var Jónína Á. Bjarnadóttir, kölluð Nína, f. 17.10. 1940, d. 10.1. 2008. Börn þeirra eru: a) Bjarni Þorvarður Ákason, eiginkona Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, börn þeirra Bjarni Gabríel og Viktor Áki, fyrir átti Bjarni þrjár dætur, þær Áróru Huld, Sædísi og Heklu, sonur Sædísar er Atlas Nói. b) Jón Gunnar Jónsson, eiginkona Valentina Olivo, fyrir átti Jón börnin Bergljótu Busk og Baldur Busk. c) Andri Áka- son. Áki flutti 12 ára gamall frá Hjalt- eyri til Reykjavíkur þar sem hann bjó alla tíð, en nú síðast í Garðabæ. Áki lauk námi frá Loftskeytaskól- anum og starfaði meðal annars hjá Burroughs International í Sviss og sá aðallega um við- haldsþjónustu tölvukerfa fyrir bandaríska flugherinn á Íslandi. Áki starfaði einnig hjá H. Ben og þjónustaði tölvukerfi í sjáv- arútvegi og fyrir stórfyrirtæki. Árið 1976 stofnaði Áki Aco hf. og rak það til 1997 en þá keypti Bjarni sonur hans fyrir- tækið. Áki var síðar landvörður í nokkur sumur víða um land. Áki var virkur í félagsstarfi og sat meðal annars í stjórn Kiwanis auk þess sem hann var virkur félagi í Oddfellow- reglunni um áratuga skeið. Áki verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, 28. janúar 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Vorið er líklegast 1970 eða kannski 1971. Ég er staddur á planinu hjá Álftamýrarskóla baka til Álftamýrarmegin. Við allur bekkurinn erum að leik með Ágústu kennara og út úr sólinni stígur út maður, þ.e.a.s. hann var með sólina í bakið og þegar hann hallaði sér fram og hvíslaði að kennaranum þá sá ég að þetta var pabbi minn. Hann gekk að mér og sagði: „Bjarni minn, við erum að fara í ævintýri.“ Við fórum upp að Elliðavatni og ég fékk flotholt með rauðri Frances og besti dag- ur lífs míns var mættur, fengum 12 fiska, 7 urriða og 5 bleikjur, og sólin skein eins og alltaf þegar ég Áki JónssonÁstkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR FELIX FELIXSON, Baugakór 1, Kópavogi, lést þriðjudaginn 25. janúar á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Guðlaug Þórs Ingvadóttir Valgeir Júlíus Grétarsson Sigrún Jóhannesdóttir Guðmundur Felix Grétarss. Sylwia Grétarss. Nowakowska Ingi Örn Grétarsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra KRISTJANA RICHTER píanókennari, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 21. janúar verður kvödd frá Áskirkju mánudaginn 31. janúar klukkan 13. Vinsamlega kynnið ykkur sóttvarnareglur þann dag. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Aðstandendur Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, KOLBEINN HLYNUR TÓMASSON fv. sjómaður, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 1. febrúar klukkan 13.30. Vegna sóttvarnaráðstafana verður athöfninni streymt á vef Selfosskirkju. Tómas Jónsson Kristbjörn Hjalti Tómasson Jóhanna Ólafsdóttir Sigríður Hulda Tómasdóttir Gunnar Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.