Morgunblaðið - 28.01.2022, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á potta
Eigum til lok á flest
alla potta á lager.
Td. stærðir 200x200,
210x210, 220x220, 235x235,
kringlótt lok og átthyrnt lok.
HEITIRPOTTAR.IS
Sími 777 2000
Bílar
Nýr 2021 Nissan Leaf Tekna 40
kWh battery.
Drægni um 270 km.
Evrópubíll í fullri ábyrgð. Eigum
hvíta, Dökk grá og svarta til afhen-
dingar strax.
Rúmri milljón undir listaverði á
aðeins 4.150.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Ath. Grímuskylda er á uppboðum.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Vaðlaborgir A, Svalbarðsstrandarhreppi, fnr. 233-8972, þingl. eig.
Árvegur ehf., gerðarbeiðandi Svalbarðsstrandarhreppur, þriðjudag-
inn 1. febrúar nk. kl. 09:30.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
27. janúar 2022
Félagsstarf eldri borgara
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Félagsmiðstöðin er opin frá kl.
8.30-16. Félagsstarfið liggur niðri til miðvikudagsins 2. febrúar. Boðið
uppá kaffi til kl. 11. Gömlu góðu sóttvarnarreglurnar sem við kunnum
svo vel, komnar aftur, grímuskylda og 2 metra reglan. Hádegismatur-
inn kemur í bökkum. Panta þarf matinn fyrir hádegi deginum áður.
Síðdegiskaffið er opið frá kl. 14.30-15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl.
10. Njálulestur í Jónshúsi kl. 13–15. Qi-gong í Sjálandi kl. 9. Stólajóga
kl. 11 í Sjálandsskóla danssal. Leikfimi í Ásgarði kl. 12.15. Botsía
Ásgarði kl. 13.10.
með
morgun-
!$#"nu
✝
Evert Kristinn
Evertsson
bakarameistari
fæddist í Reykja-
vík 26. desember
1945. Hann lést 3.
janúar 2022 í
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi. Foreldrar
hans voru Hjördís
Ólafsdóttir ritari,
f. 7. nóvember
1922, d. 27. júní
2006, og Evert Kristinn Magn-
ússon vélvirki, f. 22. nóvember
1918, d. 3. júní 1946. Stjúpfað-
ir Everts var Marinó G. Jóns-
son símritari, f. 23. júlí 1906,
d. 22. júlí 1983. Systir Everts
er Valgerður Marinósdóttir, f.
29. september 1957, gift Valdi-
mari G. Guðmundssyni.
Þann 7. ágúst 1971 kvæntist
Evert eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sigríði Guðrúnu Héðins-
dóttur, hjúkrunarfræðingi og
ljósmóður, f. 4. febrúar 1950.
Foreldrar hennar voru Sjöfn
Jóhannesdóttir húsmóðir, f.
afa var honum alltaf mjög
kært.
Evert byrjaði ungur að læra
bakstur og starfaði sem bak-
ari og bakarameistari í hinum
ýmsu bakaríum bæði í Reykja-
vík og á landsbyggðinni. Árið
1984 keypti hann Efnagerð
Laugarness ehf. í Kópavogi og
rak hana ásamt eiginkonu
sinni til ársins 1999.
Evert var alla tíð mjög fé-
lagslyndur og naut þess að
sinna hinum ýmsu áhuga-
málum og félagsstörfum, svo
sem ljósmyndun, tréútskurði
og skrautskrift, auk þess sem
hann tók virkan þátt innan
Kiwanis-hreyfingarinnar og í
Ferðafélagi Húsavíkur. Þá var
hann mikill áhugamaður um
fornbíla. Fyrst og fremst var
hann þó Valsari. Evert gekk
ungur í Val og studdi sitt fé-
lag dyggilega allt tíð. Hann
var þó einnig mikill Liver-
pool-maður.Útför Everts fer
fram í Fossvogskapellu í dag,
28. janúar 2022, kl. 10.30.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu verða einungis nánustu
aðstandendur og vinir við-
staddir en streymt verður frá
athöfninni:
https://www.skjaskot.is/evert
https://www.mbl.is/andlat
27. október 1924,
d. 23. nóvember
2016, og Héðinn
Ólafsson rafvirki,
f. 14. janúar 1918,
d. 16. júlí 1992.
Dóttir Everts
og Sigríðar er
Sjöfn Evertsdóttir,
f. 22. september
1969. Maður henn-
ar er Úlfur Helgi
Hróbjartsson, f. 8.
júlí 1965, og eiga þau tvö
börn, Ólaf Evert og Karin Sig-
ríði. Unnusta Ólafs er Auður
Ýr Jóhannsdóttir og synir
þeirra eru Evert Marinó og
Emil Óli.
Evert var rétt rúmlega
fimm mánaða er faðir hans
lést og hann flutti með móður
sinni til móðurforeldra að
Hraunteigi 14 í Reykjavík.
Ólst hann þar upp til 11 ára
aldurs er móðir hans og Mar-
inó hófu sambúð í Blönduhlíð
13. Bjó hann þar til fullorðins-
ára, en heimili ömmu hans og
Í dag kveð ég elsku pabba
minn, Evert Kr. Evertsson.
Pabbi var búinn að glíma við
heilsuleysi í mörg ár og það
voru ófá jólin sem ég hélt að
yrðu okkar síðustu, en nú
verða þau víst ekki fleiri. Það
er því huggun harmi gegn að
við mamma gátum dvalið hjá
honum í Sunnuhlíð frá því hann
veiktist alvarlega þann 25. des-
ember og þar til hann kvaddi
þann 3. janúar. Við vöknuðum
því með honum á afmælisdegi
hans þann 26. desember og
fögnuðum 76 ára afmælisdegi
hans ásamt nánustu ættingjum.
Eins gátum við fagnað nýju ári
með honum, þótt ég hefði sann-
arlega óskað að aðstæðurnar
væru aðrar. En þær samveru-
stundir létta sorgina þótt að
kveðja sé aldrei auðvelt og
sorgin mikil. Það mun taka
tíma að átta sig á að pabbi sé
raunverulega farinn, ekki síst í
ljósi þess hversu oft við héld-
um í gegnum árin að hann væri
að kveðja. Alltaf stóð hann
samt upp aftur og því bíður
hluti af mér enn eftir að ein-
hver segi að þetta sé bara
draumur, að hann sé allur að
koma til. Það verður víst ekki í
þetta sinn og við ástvinir hans
þurfum að halda áfram á okkar
hátt. Er ég var ung las föð-
uramma mín fyrir mig bókina
Bróðir minn Ljónshjarta og
kýs ég nú að leita í hugarheim
Astrid Lindgren og hugga mig
við að pabbi gleðjist nú yfir
endurfundum í Nangiala eða
einhvers staðar, með öllum ást-
vinunum sem á undan honum
fóru. Nú fær hann loks að
kynnast afa Evert sem lést er
pabbi var fimm mánaða, hitta
ömmur og afa og fara í göngu-
túra með Kát og Depil sem
voru honum svo kærir. Þessi
hugsun er vissulega barnslega
„naív“, en mér er sama, ekkert
okkar veit hvað bíður eftir and-
lát. Það er því val hvernig við
hugsum og ég vel að hugsa um
pabba í nýjum ævintýrum á
öðrum stað, þar sem við hitt-
umst aftur.
Pabbi minn var einstakur
maður, baráttumaður, harður
af sér og fylginn sér, en sann-
gjarn. Hann var líka ljúfur og
traustur, sannur vinur vina
sinna og börnum mínum var
hann einstakur afi. Svo var
hann auðvitað Valsari alveg í
gegn - hann myndi nú ekki fyr-
irgefa mér að taka það ekki
fram. Við pabbi vorum ekki
alltaf sammála, en þegar á móti
blés var pabbi sá sem ég leitaði
til, hann var kletturinn minn.
Þá var pabbi mikill húmoristi
og á ég margar minningar um
hann að fíflast og skemmta
mér og vinkonum mínum með
ýmsum uppátækjum. Eins man
ég vel eftir honum að kenna
mér að hjóla, á skíði er við
bjuggum á Húsavík og á
skauta í Helsingborg. Skauta-
ferðirnar eru mér sérstaklega
minnisstæðar því það voru
bara „okkar stundir“ og það
sem var gaman hjá okkur. Þær
eru svo ótalmargar minning-
arnar sem ég á, svo margt sem
hjartað vildi segja en það er
erfitt að skrifa með hjartað
fullt af sorg. Í dag kveð ég
með þessum orðum pabba
minn, með rauða hárið sem
ekki var einu sinni farið að
grána, listamanninn og þús-
undþjalasmiðinn, húmoristann,
hörkutólið og klettinn, sem
elskaði mömmu meira en allt.
Bless í bili elsku hjartans
pabbi minn og takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Sjöfn Everts.
Um páskana fyrir tæpum 53
árum kom Sigga systir okkar,
sem þá var nemi í Hjúkrunar-
skóla Íslands, með verðandi
eiginmann sinn, hann Ebba, í
fyrsta skipti heim í Fjöll. Hann
náði fljótt góðum tengslum við
fjölskylduna, var uppfullur af
alls kyns hugmyndum sem
gerði það að verkum að þeir
pabbi náðu vel saman og eins
myndaðist mikil og góð vinátta,
sem hélst alla tíð á milli hans
og mömmu.
Ebbi var alltaf einstaklega
greiðvikinn og hjálpsamur og
höfum við systkinin og fjöl-
skyldur okkar notið gestrisni
Ebba og Siggu í gegnum tíðina.
Við gleymum aldrei allri hjálp
þeirra og aðstoð í veikindum
föður okkar þegar hann lá á
Landspítalanum síðustu vikurn-
ar áður en hann dó. Þegar
pabbi þurfti í hjartaaðgerð til
Bretlands fóru Ebbi og Sigga
með honum.
Ebbi var lærður bakari og
það kom fljótt í ljós að hann
var góður bakari og mikill hag-
leiksmaður. Marsípanterturnar
og kransakökurnar sem hann
gerði fyrir veislur og atburði í
fjölskyldunni voru ekki bara
bragðgóðar heldur oft hrein
listaverk. Hann hafði einnig
mörg áhugamál s.s útskurð og
eru til margir einstaklega fal-
legir gripir eftir hann. Smjör-
hnífar eftir Ebba eru til á
flestum heimilum tengdafólks
hans. Hann hafði mikinn áhuga
á gömlum bílum og vélum og
sótti hann fornbílasýningar
m.a. til Bandaríkjanna. Ebbi
gerði upp Farmal A-dráttarvél
föður okkar sem var önnur
tveggja dráttavéla sem fyrstar
komu í Kelduhverfi.
Ebbi og Sigga bjuggu á
Húsavík í 9 ár. Á búsetuár-
unum þar byggðu þau sér
sumarbústað nálægt bernsku-
heimili okkar. Þar nutu þau
þess að vera þegar tími gafst
til, en eftir að þau fluttu suður
var dvölin í sumarbústaðnum
meira tengd sumrinu og sum-
arfríi þeirra.
Ebbi var Sjálfstæðismaður,
Kiwanismaður en fyrst og
fremst mikill Valsmaður og
stuðningsmaður Liverpool.
Hann fór margar ferðir á Liv-
erpool-leiki sem fararstjóri lít-
illa og stærri hópa. Hann vann
einstaklega mikið starf alla tíð
fyrir íþróttafélagið Val, studdi
það og styrkti og meðan kraft-
ar leyfðu fór hann ásamt góð-
um félaga sínum og undirbjó
handboltaleiki félagsins í Vals-
heimilinu. Tengsl hans í Val
komu sonum Kollu vel þegar
þeir byrjuðu ungir að æfa
handbolta hjá félaginu. Hann
fylgdist alltaf með þeim í
handboltanum bæði hér heima
og í Danmörku.
Síðustu ár fór heilsu Ebba
hrakandi. Endurteknar spít-
alainnlagnir tóku sinn toll í
hvert sinn og síðustu 2 ár hef-
ur hann þurft mikla aðstoð.
Þar hefur Sigga verið vakin og
sofin yfir heilsu hans, sem
gerði það að verkum að hann
gat verið heima þar til nokkr-
um vikum fyrir andlátið.
Nú er komið að leiðarlokum,
kæri mágur. Við þökkum sam-
fylgdina í rúma hálfa öld.
Blessuð sé minning þín.
Við sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til Siggu, Sjafnar,
Ólafs Everts, Karin Sigríðar,
Úlfs og annarra ættingja.
Kolbrún,
Guðmundur Sigurgeir,
Jóhannes Páll,
Sigurbjörg Friðný,
Ólafur Jón og
fjölskyldur.
Evert Kristinn
Evertsson
- Fleiri minningargreinar
um Evert Kristinn Evers-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Guðrún Sólveig
Guðmunds-
dóttir fæddist 29.
júlí 1935 í Ásakoti í
Sandvíkurhreppi.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Lundi á Hellu þann
18. janúar 2022.
Foreldrar Anna
Hróbjört Guð-
mundsdóttir, f.
31.12. 1911, d. 20.4.
1945, og Guðmundur Alexand-
og börn þeirra eru:
Anna Margrét, f. 10.7. 1957,
gift Sæmundi Sæmundssyni, f.
11.6. 1943, þau eiga þrjú börn
og fjögur barnabörn.
Elísabet Sigurðardóttir, f.
2.12. 1958, gift Grétari Skúla-
syni, f. 14.1 1957, eiga þau þrjár
dætur og sex barnabörn.
Ágústa Sigurðardóttir, f.
16.6. 1961, gift Aðalsteini Brynj-
ólfssyni, f. 6.10. 1958, og eiga
þau þrjár dætur og sex barna-
börn.
Páll Sigurðsson, f. 7.9. 1962,
kvæntur Margréti Ebbu Ísleifs-
dóttur, f. 19.5.1964, og eiga þau
tvö börn og þrjú barnabörn.
Þorbjörn Sigurðsson, f. 7.1.
1969, kvæntur Jónu Heiðdísi
Guðmundsdóttur, f. 7.1. 1971, og
eiga þrjú börn og tvö barna-
börn.
Guðrún fór í fóstur árið 1946
og bjó hjá fósturforeldrum sín-
um á Selfossi allt til ársins 1960
þar til hún flutti upp í Hruna-
mannahrepp í Ásgerði þar sem
hún bjó alla tíð. Sigurður og
Guðrún byrjuðu með fjárbúskap
en eftir að Sigurður gerðist
verktaki var Guðrún með hon-
um í verkefnum og sá um mötu-
neyti fyrir starfsmenn. Síðar
vann Guðrún sem matráður að
Sogni í Ölfusi og í garðyrkju í
Hvammi í Hrunamannhreppi og
síðustu árin starfaði hún í Loð-
dýrabúinu í Ásgerði og allt þar
til heilsan leyfði það ekki leng-
ur.
Útförin fer fram í kyrrþey.
ersson, f. 3.3. 1912,
d. 11.10. 2000.
Guðrún fór í
fóstur eftir að móð-
ir hennar lést, til
hjónanna Mar-
grétar Gissurar-
dóttur og Guð-
björns Sigurjóns-
sonar á Selfossi.
Hún giftist Sig-
urði Jónssyni frá
Hrepphólum í
Hrunamannahreppi 26.7. 1957
Ég hitti Gunnu tengdamóður
mína fyrir réttum þrjátíu árum,
ung stelpa sem var að byrja með
örverpinu syni hennar. Ég hafði
eiginlega aldrei hitt svona smá-
vaxna konu áður en hún bætti
það upp með dugnaði og krafti
sem einkenndi hana alla tíð.
Við byggðum húsið okkar í
túnfætinum og það að búa í
miklu návígi hefur bæði kosti og
galla og kostirnir voru svo miklu
fleiri en gallarnir. Börnin okkar
nutu þess að geta farið til ömmu,
þegar mamman var eitthvað erf-
ið og amma átti yfirleitt köku
eða eitthvað gott í skúffunni.
Gunna ól mig líka upp að
mörgu leyti, ég hef lært æðru-
leysi og að hið veraldlega er ekki
mikilvægt heldur það sem er hið
innra. Gunna sýndi mér stuðning
og ástúð í veikindum mínum,
hún skildi það svo vel hvernig
það var að vera með kvíða, jafn-
vel þótt hún hefði nú aldrei feng-
ið neina greiningu.
Hún elskaði fjölskylduna ofar
öllu og fannst ekkert skemmti-
legra og betra en að hitta barna-
börnin og barnabarnabörnin.
Barnabörnin mín fengu að kynn-
ast langömmu sinni og kíkja í
nammiskúffuna en þau eru ung
og líklega hverfur minningin um
langömmu þegar fram líða
stundir. En ég mun segja þeim
sögur af þessari konu sem var
svona „risasmá“ og var alltaf
ánægð með það sem hún hafði.
Takk fyrir mig elsku Gunna.
Hvíl í friði.
Jóna.
Elsku amma í sveitinni er far-
in í sumarlandið og efst í huga
mínum eru allar góðu minning-
arnar sem ég á.
Ég var hjá ömmu og afa í Ás-
gerði á nánast hverju sumri frá
því ég man eftir mér. Að stúss-
ast með ömmu alla daga í minka-
húsinu, skottast með henni úti í
garði á kvöldin eða úti á túni þar
sem við gróðursettum tré voru
forréttindi sem ég hef búið að
síðan. Spila við hana á kvöldin
og fá auðvitað alltaf að vinna,
læra að leggja kapal og fá
heimagerðar karamellur, það
gerðist ekki betra. Ég fór svo
seinna að vinna á sumrin í
Hvammi hjá Jóa og Kristínu og
auðvitað með ömmu, hvað annað.
Þar kenndi hún mér handtökin
og enn fannst mér best að vera
með hana mér við hlið. Hún
kenndi mér svo margt og hún
gerði allt betra. Í sveitinni leið
mér best og fór það svo að lok-
um að ég flutti á Flúðir og stofn-
aði þar mína fjölskyldu, í nálægð
við ömmu og afa.
Elsku amma, ljúfust og sann-
gjörnust, sem vildi allt fyrir sitt
fólk gera. Takk fyrir allt, þú
gerðir heiminn minn betri.
Þín
Fríður.
Guðrún Sólveig
Guðmundsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Sólveigu Guð-
mundsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.