Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 24

Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 24
Fjölskylda Eiginmaður Ragnhildar er Böðvar Bjarnason, f. 22.10. 1962, verkstjóri áhaldahúss Rangárþings eystra. Þau jökla, enda hafa dætur hennar tvær og sonur svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum heldur ekið í hjólför móður sinnar ef svo má segja. R agnhildur Birna Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 28. janúar 1962 og fluttist á Hvolsvöll sumarið 1966 með foreldrum sínum. Ragnhildur ólst upp og bjó mestalla barnæsku sína á Hvolsvelli og stundaði þar leik, barnapössun og hefðbundinn prakkaraskap. Hún gekk í Grunnskólann á Hvolsvelli og sótti nám á unglinga- stigi í Skógaskóla og bjó þar í heima- vist. Síðan lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík og nam hún þar tækni- teiknun. Ragnhildur vann við af- greiðslustörf í sjoppu Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli á unglings- árum sínum. Hún hóf störf hjá RA- RIK árið 1982 og hefur unnið þar síðan við tækniteiknun og skrif- stofustörf. Ragnhildur gantast með það að þótt hún breyti ef til vill ekki oft um stefnu og áhugamál þá tekur hún þeim verkefnum og hugðarefnum sem hana heilla mjög sterkum tök- um. Hún segir helstu áhugamál sín samverustundir með fjölskyldu og vinum og svo hannyrðir í anda for- mæðra okkar og ferðalög. Þjóðbún- ingar skipa einkar stóran sess í hennar hugðarefnum. Hún hefur sótt röð námskeiða í Annríki – Þjóð- búningar og skart í Hafnarfirði og hefur saumað nokkra þjóðbúninga með góðri leiðsögn þaðan, en Ragn- hildur hefur m.a. saumað þjóðbún- inga á næstum alla stórfjölskylduna. Sumarið 2021 fékk hún viðurkenn- ingu frá Sveitarfélaginu Rangár- þingi eystra fyrir „varðveislu á menningararfi Íslands með saum á íslenskum þjóðbúningum“. Þegar kemur að hinu stóra áhugamálinu í lífi hennar, það er að segja ferðalögum, má með sanni segja að hún hafi verið í hópi leið- andi fólks af sinni kynslóð þegar kemur að ferðalögum um hálendi Íslands og aðrar ótroðnar slóðir. Meðal annars hefur hún verið í hópi kvenna sem hafa farið á jeppum yfir Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul og verið fyrirmynd þeirra kvenna sem kjósa að vera í bílstjórasætinu þeg- ar farið er yfir straumharðar ár og búa á Hvolsvelli. Foreldrar Böðvars eru hjónin Kristín Bjarnveig Tryggvadóttir, f. 12.3. 1941 og Bjarni Böðvarsson, f. 3.4. 1938. Þau búa á Þinghóli í Rangárþingi eystra. Ragnhildur Birna Jónsdóttir, tækniteiknari og saumakona – 60 ára Stórfjölskyldan Samankomin á 17. júní á Hvolsvelli í fyrra í þjóðbúningum sem Ragnhildur hefur saumað. Þjóðbúningar á fjölskylduna Jöklaferð Jeppinn hennar Rönku, eins og Ragnhildur er oftast kölluð. Afmælisbarnið Ranka í faldbúningi sem er enn í vinnslu. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 50 ÁRA Sigga er Flateyr- ingur, fædd þar og uppalin. Hún er leikskólakennari að mennt frá Kennaraháskóla Íslands og er leikskólastjóri á Flateyri. Það er rík hefð fyrir skólastjórnendastöðu í hennar fjölskyldu, en faðir hennar, afi og langafi voru allir skólastjórar á Flateyri. Sigga hóf störf síðastliðið haust, en var áður deildar- stjóri á leikskólanum Klettaborg í Reykjavík í 13 ár. „Það er dásamlegt að vera komin heim. Þetta er allt annað umhverfi og allt önnur nálgun í starfinu. Börnin eru mun tengdari atvinnuvegunum bæði til sjávar og sveita.“ Sigga var trúnaðarmaður fyrir Félag leikskólakennara þegar hún bjó í Reykjavík. „Ég hef áhuga á félagsmálum en er ekki komin af stað í slíkt hér á Flateyri, en við erum í miklu samstarfi hér öll skólastigin, grunn- skólinn, leikskólinn og lýðskólinn.“ Tólf börn eru í leikskólanum á Flateyri. Áhugamál Siggu eru samvera með vinum og útivist. „Svo hef ég áhuga á öllu sem snýr að menntakerfinu og námi og uppeldi ungra barna.“ FJÖLSKYLDA Systkini Siggu eru Halldóra Kristín, f. 1960, Jóhann Hjörtur, f. 1963, og Guðrún Ragna, f. 1965. Foreldrar Siggu eru Emil Ragnar Hjartarson, f. 1936, fyrrverandi skólastjóri, og Anna Jóhanns- dóttir, f. 1937, húsmóðir og fv. verkakona, Þau eru nú búsett í Reykjavík. Sigríður Anna Emilsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjár- málin, þú hefur staðið þig vel síðustu mán- uði. Það er bjart fram undan í ástamál- unum. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er af og frá að þú þurfir að vera sammála öllum bara til þess að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Kvöldið verður eftir- minnilegt. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gullið tækifæri gæti beðið þín sem þú mátt ekki láta renna þér úr greip- um. Ekki vera fljótfær. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það þarf ekki mikið til þess að draga úr þér mátt og þig skortir bæði kraft og ákafa þessa dagana. Einhver er eins og tifandi tímasprengja. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú finnur fyrir þrá hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en þig grunar. Sýndu þolinmæði og láttu ekki skapið hlaupa með þig í gön- ur. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er ekkert vit í öðru en að þú setjist niður og gerir þér grein fyrir því hvað það er sem þú sækist eftir í lífinu. Einhver slær þér gullhamra. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert á grænni grein í einkalífinu. Þó að þú eigir varla fyrir salti í grautinn þá breytist það fyrr en varir. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Enda þótt þú sért einfari í eðli þínu þá kannt þú samt vel að meta félags- skap annarra líka. Sæktu um starf sem þú sást auglýst og vakti áhuga þinn. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú hefur vakið athygli yfir- manna þinna með frammistöðu þinni. Ekki snúa baki við gömlum vini. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Grunnurinn þarf að vera góður til þess að það sem á honum rís sé til frambúðar. Þú heldur hlífiskildi yfir vini og færð klapp á bakið fyrir það. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er sjálfsagt að hjálpa öðr- um þegar maður getur það. Þú nagar þig í handarbökin yfir að hafa ekki stokkið á til- boð sem þér barst. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Einhverjar breytingar liggja í loftinu og þú getur ekki komið í veg fyrir þær. Ein- hver sýnir sitt rétta andlit og þú skalt fara varlega nálægt þeirri persónu. Til hamingju með daginn 8 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Finndu og ræktaðu hæfileika þína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.