Morgunblaðið - 28.01.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.01.2022, Qupperneq 27
Í BÚDAPEST Kristján Jónsson kris@mbl.is Hlutskipti Íslands á EM karla í handknattleik í þetta sinn er að leika um fimmta sætið á mótinu en í dag fæst úr því skorið hvort Ísland eða Noregur hafni í fimmta sæti þegar liðin mætast í MVM Dome í Búda- pest klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Ekki er að ástæðulausu að leikið er um fimmta sætið því í þetta skipt- ið gefur það keppnisrétt á HM sem fram fer eftir ár í Svíþjóð og Pól- landi. Þrjú sæti á EM gefa þar keppnisrétt og eru lið þannig verð- launuð fyrir góðan árangur á EM með því að sleppa við umspil fyrir HM. Danmörk og Svíþjóð eru á meðal liðanna í undanúrslitum á EM. Þau eru með keppnisrétt á HM nú þegar. Svíar sem gestgjafar og Danir sem heimsmeistarar. Núver- andi Evrópumeistarar frá Spáni og ólympíumeistararnir frá Frakklandi öðlast því keppnisrétt á HM ásamt Íslandi eða Noregi. Íslenska landsliðið er því í alvöru- félagsskap hvað þetta varðar en nokkuð er um liðið síðan Ísland náði svo langt á stórmóti. Fara þarf átta ár aftur í tímann til að finna sam- bærilegan árangur en á EM í Dan- mörku árið 2014 hafnaði Ísland í 5. sæti undir stjórn Arons Kristjáns- sonar. Vonbrigði gegn Svíum Enda er andstæðingurinn í dag sterkur. Noregur hefur náð að setja saman lið sem hefur verið í hópi þeirra allra bestu á síðustu árum. Sander Sagosen er í hópi bestu leik- manna heims en margir fleiri öflugir leikmenn komu fram á sjónarsviðið um svipað leyti. Norðmenn koma ef- laust mjög sárir undan milliriðlinum. Þeir virtust vera á góðri leið með að leggja nágranna sína og erkifjendur Svía að velli í síðasta leiknum í milli- riðlinum. Svíum tókst hins vegar, kannski af gömlum vana, að kreista fram sigur eftir mikla spennu. Fyrir vikið fóru Svíar í undanúrslitin en ekki Norðmenn. Norðmenn hafa verið svo öflugir síðustu árin að þessi niðurstaða er líklega frekar vonbrigði fyrir þá heldur en hitt. Þeir höfnuðu í 3. sæti á síðasta EM og hafa fengið silf- urverðlaun á HM 2017 og 2019. Sa- gosen mátti meira að segja þola nokkra gagnrýni meðan á riðla- keppninni stóð. Noregur tapaði með eins marks mun fyrir Rússlandi en því áttu fáir von á. Nokkuð er síðan Rússar fóru að gefa eftir en seint á síðustu öld voru þeir iðulega í verð- launasætum. Í milliriðlinum sýndu Norðmenn hvað þeir geta með því að vinna bæði Þjóðverja og Spánverja auk þess að rótbursta Pólverja. Tvö smit hjá Norðmönnum Í gær bárust þær fréttir að tvö smit hefðu greinst í norska leik- mannahópnum, þau fyrstu á EM. Þar var um tvo hörkuleikmenn að ræða. Torbjörn Bergerud sem berst við Viktor Gísla Hallgrímsson um markmannsstöðuna hjá GOG í Dan- mörku og Magnus Gullerud sem leikur með Ómari Inga Magnússyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í þýska toppliðinu Magdeburg. Hvað dagurinn í dag ber í skauti fyrir lið Íslands og Noregs varðandi kórónuveiruna er ómögulegt að segja til um. Ef til vill verða smitin fleiri hjá Norðmönnum, en Íslend- ingar hafa þegar fengið stóran skammt af smitum. Þegar íslensku fjölmiðlamennirnir ræddu við þjálf- ara og nokkra leikmenn í íslenska liðinu í gær höfðu ekki borist nið- urstöður úr skimunum miðvikudags- ins vegna bilunar á rannsóknarstof- unni. Mjög óljóst er hvernig íslenska liðið verður skipað en leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson og Gísla hafa nú verið býsna lengi í ein- angrun. Tilkynnt var um smitin hjá þeim á fyrstu tveimur dögunum eftir að veiran stakk sér niður í íslenska hópnum. Einnig bíða unnendur ís- lenska landsliðsins eftir því að vita hvort fyrirliðinn Aron Pálmarsson geti beitt sér eftir að hafa tognað á kálfa snemma leiks gegn Svartfjalla- landi. Norskir sigrar í síðustu leikjum Segja má að Íslendingar hafi lengi vel haft tak á Norðmönnum á stór- mótum karla í handknattleik. Þótt Noregur væri með vel skipað og vel spilandi lið tókst þeim ekki að yfir- stíga þann þröskuld að leggja Ísland að velli. Má í því samhengi benda á leikina á HM í Japan 1997 og HM í Svíþjóð 2011 þegar norska liðið var vel mannað í báðum tilfellum. Eftir að Norðmenn komust í fremstu röð hefur þeim tekist að leggja Íslendinga að velli í tvö síð- ustu skipti sem þjóðirnar hafa mæst á stórmótum. Ekki leikið um 5. sætið á EM að ástæðulausu - Síðasti leikur Íslands á EM í Búdapest - Sigurliðið sleppur við umspil Ljósmynd/Szilvia Micheller Liðleiki Viktor Gísli Hallgrímsson hefur leikið mjög vel í marki Íslands í síðustu þremur leikjum. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 _ Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er á leið í aðgerð vegna meiðsla á liðþófa. Þetta stað- festi Magnús Agnar Magnússon, um- boðsmaður leikmannsins, í samtali við fótbolta.net. Kolbeinn, sem er 22 ára gamall, er samningsbundinn Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur leikið með varaliði félagsins í þýsku C- deildinni á leiktíðinni. Alls hefur hann komið við sögu í ellefu leikjum með liðinu á tímabilinu en í átta þeirra hef- ur hann verið í byrjunarliðinu. Leik- maðurinn verður frá næstu vikurnar vegna meiðslanna en hann gekk til liðs við þýska félagið frá Brentford árið 2019. _ Hin ástralska Ashleigh Barty er bú- in að tryggja sér sæti í úrslitum Opna ástralska mótsins í tennis eftir að hún hafði betur gegn Bandaríkjakonunni Madison Keys í Melbourne í gær. Barty er þar með fyrsti tennisleikarinn frá Ástralíu sem kemst í úrslit á Opna ástralska í 42 ár og gæti orðið fyrsti Ástralinn til þess að vinna á heimavelli síðan Christine O’Neil gerði það fyrir 44 árum. Barty mætir Danielle Collins frá Bandaríkjunum í úrslitum. _ Fimm íslenskir leikmenn eru í hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið í kosn- ingu á úrvalsliði Evrópumóts karla í handknattleik. Tilnefndir eru sex leik- menn í hverri stöðu en Íslendingarnir koma til greina í fimm stöður af þeim átta sem kosið er um. Viktor Gísli Hallgrímsson er tilnefndur sem mark- vörður, Bjarki Már Elísson er til- nefndur sem vinstri hornamaður, Óm- ar Ingi Magnússon er tilnefndur sem hægri skytta, Sigvaldi Björn Guð- jónsson er tilnefndur sem hægri hornamaður og Ýmir Örn Gíslason er tilnefndur sem varnarmaður. Eitt ogannað Guðrún Brá Björgvinsdóttir, at- vinnukylfingur og Íslandsmeistari úr Keili, hefur keppni í LET- Evrópumótaröðinni, þeirri sterk- ustu í Evrópu, þann 10. febrúar en þá hefst fyrsta mótið í Vipingo í Kenía. Eftir rúmlega mánaðar hlé keppir hún á móti í Sádi-Arabíu og síðan á tveimur mótum í Suður- Afríku frá 17. mars til 2. apríl. Guð- rún keppti á sextán mótum á móta- röðinni á árinu 2021 og náði þar best tólfta sæti. Alls er 31 mót á Evrópumótaröðinni á þessu ári, það síðasta hefst 24. nóvember. Guðrún byrjar tímabilið í Kenía Ljósmynd/Tristan Jones/LET Kenía Guðrún Brá Björgvinsdóttir leggur land undir fót á næstunni. Haraldur Franklín Magnús, at- vinnukylfingur úr GR, var aðeins einu höggi frá sigri á atvinnu- mannamóti í Jóhannesarborg í Suð- ur-Afríku sem lauk í fyrradag. Hann lék þrjá hringi á 13 höggum undir pari, 206 höggum, og var einu höggi á eftir heimamanninum Ricky Hendler sem vann mótið. Haraldur keppir í Suður-Afríku á þremur fyrstu mótum tímabilsins á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem fara þar fram í George, Höfðaborg og Durban á bilinu 10. til 27. febrúar. Haraldur annar í Suður-Afríku Ljósmynd/IGTTour Suður-Afríka Haraldur Franklín Magnús verður þar næstu vikur. Norðmenn hafa rétt eins og Íslendingar unnið fimm leiki og tapað tveimur á Evrópumóti karla í handknattleik. Þeir unnu Slóvakíu 35:25, Litháen 35:29, Pólland 42:31, Þýskaland 28:23 og Spán 27:23 en töpuðu 22:23 fyrir Rússlandi og 23:24 fyrir Svíþjóð. Norðmenn fengu brons á síðasta Evrópumóti árið 2020 og það er þeirra besti árangur á EM. Þeir fengu silfur á heimsmeistaramótinu 2017 og 2019 en enduðu í sjötta sæti á HM 2021. Sigurliðið í leik Noregs og Íslands í dag er komið með keppnisrétt á HM 2023 í Svíþjóð og Póllandi en tapliðið fer í hefðbundið umspil um sæti þar í júnímánuði. Sebastian Barthold er markahæsti leikmaður Norðmanna á mótinu með 40 mörk. Sander Sagosen, sem er talinn einn allra besti handboltamaður heims, hefur skorað 35 mörk og Harald Reinkind kemur næstur með 22 mörk. Margir norsku leikmannanna eru samherjar íslenskra landsliðsmanna. Sebastian Barthold og Kristian Björnsen leika með Aroni Pálmarssyni með Aalborg, Magnus Gullerud og Christian O’Sullivan leika með Ómari Inga Magnússyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni hjá Magdeburg, Simen Petter- sen, Endre Langaas og Thomas Solstad leika með Orra Frey Þorkelssyni hjá Elverum, markvörðurinn Torbjörn Bergerud er samherji markvarð- arins Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá GOG og Kevin Gulliksen leikur með Janusi Daða Smárasyni hjá Göppingen. Þá eru Bergerud, Gullerud og Vetle Eck Aga á leið til Kolstad í Noregi í sumar eins og þeir Janus Daði og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Noregur líka með fimm sigra KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Meistaravellir: KR – Grindavík .......... 18.15 Smárinn: Breiðablik – Tindastóll........ 19.15 IG-höllin. Þór Þ. – Stjarnan................. 20.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Sindri ...... 19.15 Álftanes: Álftanes – Selfoss................. 19.15 Hveragerði: Hamar – Hrunamenn..... 19.15 MVA-höllin: Höttur – Haukar............. 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ísafjörður: Hörður – Valur U.............. 17.30 Dalhús: Fjölnir – Afturelding U ......... 18.30 Dalhús: Vængir J. – Kórdrengir ......... 20.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Fjölnir/Fylkir......... 19.30 Í KVÖLD! Fótbolti.net-mót karla Úrslitaleikur: Stjarnan – Breiðablik............................... 3:1 Leikur um þriðja sætið: Leiknir R. – ÍA ......................................... 5:3 Reykjavíkurmót kvenna Þróttur R. – Fylkir................................... 5:1 Víkingur R. – KR...................................... 6:2 Fjölnir – Fram.......................................... 6:0 _ Valur 9, Fjölnir 9, Víkingur R. 6, Þróttur 3, KR 3, Fylkir 0, Fram 0. 50$99(/:+0$

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.