Morgunblaðið - 28.01.2022, Síða 32
TAK-
MARKAÐ
MAGN
FYRSTIR
KOMA,
FYRSTIR
FÁ
H
Ó
TE
LV
Ö
R
U
R
·D
ÝN
U
R
·S
K
IP
TI
D
ÝN
U
R
·R
Ú
M
·S
ÝN
IS
H
O
R
N
·S
Ó
FA
R
H
Ö
FU
Ð
G
A
FL
A
R
·S
M
Á
B
O
R
Ð
·H
Æ
G
IN
D
A
ST
Ó
LA
R
&
FL
EI
R
A
!
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverð-
launa Vestnorræna ráðsins fyrir árið 2022 hafa verið
kunngjörðar og eru þrjár bækur tilnefndar: Afi og ég
og afi eftir Dánial Hoydal og Anniku Øyrabø sem er
framlag Færeyja, Dýrin halda þing um mengun jarð-
arinnar eftir Kent Kielsen frá Grænlandi og Bannað
að eyðileggja eftir Gunnar Helgason sem er tilnefnd
af hálfu Íslands. Barna- og unglingabókmenntaverð-
laun Vestnorræna ráðsins eru afhent
annað hvert ár og hafa það að mark-
miði að efla barna- og unglingabók-
menntir á vestnorræna svæðinu.
Dómnefndir í hverju landi fyrir sig
velja bók sem tilnefnd er
til verðlauna og verð-
launafé er 60 þúsund
danskar krónur, jafn-
virði um 1,2 milljóna ís-
lenskra króna. Fyrir tveimur ár-
um hlaut Bergrún Íris
Sævarsdóttir verðlaunin fyrir
bókina Langelstur að eilífu.
Bók Gunnars Helgasonar tilnefnd
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 28. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn að-
stoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu
en hann tekur við starfinu af Eiði Smára Guðjohnsen
sem lét af störfum í lok nóvember á síðasta ári. Jó-
hannes Karl er spenntur fyrir því að vinna með Arnari
Þór Viðarssyni, þjálfara liðsins, en hann ræddi við
Morgunblaðið um nýja starfið í höfuðstöðvum KSÍ í
Laugardal í gær. »26
Jóhannes þakklátur fyrir tækifærið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Smyrjarinn Haukur Davíð Gríms-
son hefur starfað lengst núverandi
manna á varðskipum Landhelgis-
gæslunnar. „Ég byrjaði 1972,“ segir
hann eins og ekkert sé eðlilegra en
að vinna í hálfa öld á sama stað og
orðlengir það ekki frekar. „Þetta er
góður vinnustaður.“
Sveinn Magnússon, frændi
Hauks, var smyrjari á gamla Þór og
útvegaði unglingnum vinnu á skip-
inu. „Ég byrjaði sem messagutti og
síðan fór ég sem aðstoðarmaður í
vél á Óðni árið eftir en skipti yfir á
Tý, sem var nýkominn til landsins,
1975,“ rifjar Haukur upp. Hann hafi
verið smyrjari á Tý til 1986, unnið í
landi í þrjú ár, farið síðan á Óðin
1989, verið á honum þar til Gæslan
hafi látið hann frá sér, og síðan
haldið uppteknum hætti á Tý þar til
Freyja hafi verið tekin í notkun á
nýliðnu ári. Frá því hafi hann verið
smyrjari á nýjasta skipi flotans og
kunni því vel. „Þeir kalla mig yfir-
smyrjara en ég er bara smyrjari.“
Góður starfsandi
Lífið á sjónum á vel við Hauk.
„Hérna er góður starfsandi, ágæt-
islaun og löng frí á milli túra,“ út-
skýrir hann. Fimm manns eru í vél-
arrúminu, þrír vélstjórar og tveir
smyrjarar. „Óskar Skúlason er
smyrjari með mér og hann hefur
nærri unnið jafn lengi og ég hjá
Gæslunni.“ Unnið er á 12 tíma vökt-
um, vetrartúrarnir standa yfir í
þrjár vikur og sumartúrarnir í 17
daga en að auki er unnið tvo daga í
landi fyrir og eftir hvern túr.
„Ég á gamla bíla og stöðugt þarf
að dytta að þeim en svo slappa ég
líka bara af í fríum og geri mig klár-
an fyrir næsta túr, er hress og kát-
ur, þegar ég fer út aftur.“
Bretar tóku stækkun íslensku
landhelginnar óstinnt upp og í kjöl-
farið var hasar á miðunum. „Ég tók
þátt í tveimur þorskastríðum, í 50
og 200 mílna stríðunum, fyrst á Óðni
og svo á Tý.“ Hann segir það hafa
verið óvenjulega lífsreynslu. „Mér
fannst þetta mjög gaman, spenn-
andi, en ég fékk reyndar stundum í
magann, þegar þeir sigldu á okkur
og við vorum varnarlausir niðri í vél,
fundum bara þegar dallurinn skall á
okkur.“ Þrátt fyrir óvissuna segist
hann aldrei hafa verið hræddur um
líf sitt. „Ég vissi að þeir myndu aldr-
ei ganga svo langt.“ Engu að síður
hafi ein árásin á Tý verið mjög al-
varleg. „Yfirleitt létu þeir sér nægja
að fara með síðu í síðu en í þessu til-
viki sigldu þeir með stefnið inn í síð-
una. Sem betur fer var ég í fríi í
þessum túr, eina fríið mitt í þorska-
stríðunum.“
Eðlilega hafa hlutir almennt
breyst til batnaðar á undanförnum
50 árum. „Allur aðbúnaður hefur
breyst, hann var ekki merkilegur á
Óðni, lagaðist á Tý og allt er mun
fullkomnara á Freyju en við höfum
áður átt að venjast.“ Áður hafi menn
verið löðrandi í smurolíu en svo sé
varla lengur. „Stundum lendum við
samt í smá hasar með ýmislegt en
nú erum við reyndar mest í eftirliti
og viðhaldi, að þrífa og mála og að-
stoða vélstjóra við það sem þarf að
gera.“
Haukur segir að vel gangi að að-
lagast nýju skipi. Freyja sé lík Þór,
til dæmis séu sams konar vélar í
skipunum, og margir hafi farið af
Þór yfir á Freyju, meðal annars
yfirvélstjórinn. „Við erum allir sam-
an í þessu, forðumst vesen og reyn-
um að vera með allt á hreinu. Það er
líka skemmtilegast.“
Slapp vel í stríðunum
- Haukur hefur verið smyrjari á varðskipum í um hálfa öld
Ljósmyndir/Guðmundur St. Valdimarsson
Vanir menn Jarl Bjarnason og Haukur D. Grímsson til hægri að störfum.
Viðhöfn 24. mars 2020 voru 45 ár frá því varðskipið Týr kom fyrst til
Reykjavíkur. Haukur var með lengsta starfsaldur og skar afmælistertuna.