Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 8

Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS 11.– 14. febrúar 20% afsláttur af völdum vörum Valentínusar TILBOÐ Björn Bjarnason fjallar á vef sín- um um það sem hann kallar „Launhelgar Dags B. og olíu- risanna“. Þetta orðaval er ekki út í loftið, því að í fréttaskýringu hér í blaðinu á miðvikudag kom fram að mikið pukur er með viðskipti um lóðir sem olíufélögin hafa notað í Reykjavík. Um það segir Björn: „Stjórnarhættirnir sem birtast í þessum lóða- og fjármála- sviptingum borgar- stjóra eru til marks um ógagnsæja sér- hagsmunagæslu eins og hún verður mest.“ - - - Og áfram segir Björn: „Undir forystu Dags B. Egg- ertssonar borgarstjóra hefur þróast úthlutunarkerfi stórlóða sem hann hefur í hendi sér. Hann rekur dæmi um slíkar úthlutanir í bók sinni Nýja Reykjavík. Nú blasir við að borg- arstjóri nýtir sér þetta vald sitt í sam- skiptum við olíufélögin sem ráða yfir stórum lóðum víða í borginni en verða óhjákvæmilega að draga sam- an seglin vegna aukinnar rafvæð- ingar bíla.“ - - - Björn bendir einnig á það sem kemur fram í fréttaskýring- unni, að einungis „[f]ámennur hópur innan borgarkerfisins veit um efni þessara samninga. Hvílir svo mikil leynd yfir þeim að borgarfulltrúar hafa aðeins fengið að skoða þá á spjaldtölvu í lokuðu gagnaherbergi í Ráðhúsinu.“ - - - Þessi lýsing er með ólíkindum og þó ekki öll kurl komin til grafar. Og þetta er fjarri því eina dæmið um slíkt ógagnsæi í viðskiptum hjá borg- inni. En sérstaka athygli vekur að samstarfsflokkar Samfylkingar, Pí- ratar, Viðreisn og VG, hafa ekkert við þessi vinnubrögð að athuga. Björn Bjarnason Launhelgar og leynimakk STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Það dró úr umferðinni um götur höf- uðborgarsvæðisins í seinasta mánuði ef mið er tekið af umferðinni í jan- úarmánuði á seinasta ári. Þetta kem- ur fram í umferðarmælingum Vega- gerðarinnar. Reyndist umferðin á höfuðborgarsvæðinu í janúar vera rúmum tveimur prósentum minni í ár en í sama mánuði í fyrra. „Um- ferðin dróst saman rétt eins og á hringveginum en þar dróst hún ein- mitt aðallega saman í mælipunktum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Mest minnkaði umferðin á mæli- sniði á Vesturlandsvegi ofan Ártúns- brekku eða um 4,5%. Aftur á móti jókst umferðin lítilsháttar á Reykja- nesbraut eða um 0,8%. „Janúar kom þannig út að umferð stóð í stað eða dróst saman í öllum vikudögum fyrir utan miðvikudaga en í þeim jókst umferðin um 6%. Umferð dróst aftur á móti mikið saman á föstudögum eða um 19%. Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.“ Fram hefur komið hér í blaðinu að umferðin á hringveginum dróst sam- an um nærri sex prósent í janúar frá sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn var mestur í nágrenni höfuðborgar- svæðisins en umferðin jókst hins vegar á Austurlandi. Umferðin minnkaði nokkuð í janúar - Umferð dróst saman um 4,5% á Vest- urlandsvegi ofan við Ártúnsbrekku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á ferðinni Umferðin var rúmum tveimur prósentum minni í janúar. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skráð atvinnuleysi á landinu jókst í seinasta mánuði úr 4,9% í des- ember í 5,2% í janúar. Fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá mánuðinum á undan. Aukning atvinnuleysis í fyrsta mánuði ársins er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar um þró- un atvinnuleysis í janúar. Spáir stofnunin því nú að atvinnuleysi muni ekki breytast mikið í febr- úar og verða áfram á bilinu 5,1% til 5,3%. Alls var 10.541 skráður atvinnu- laus um seinustu mánaðamót. At- vinnuleysið mælist mest á Suður- nesjum þar sem það var 9,5% í janúar og jókst úr 9,3% í desem- ber. Þá var atvinnuleysið á höfuð- borgarsvæðinu 5,3% í seinasta mánuði og jókst þar einnig eða úr 5% í desember. 3.579 án vinnu í meira en ár Þeim sem hafa verið án atvinnu í langan tíma hefur fækkað nokk- uð eða um 223 á milli mánaða en alls höfðu 3.579 einstaklingar ver- ið án atvinnu og í atvinnuleit í meira en tólf mánuði í lok janúar. „Alls voru 2.240 einstaklingar á ráðningarstyrk innan stofnana og fyrirtækja í janúar en þeim fækk- aði um 1.032 frá fyrri mánuði, hins vegar fjölgaði atvinnulausum í janúar um 380. Að jafnaði er um fjórðungur af þeim sem fara á ráðningarstyrk að koma aftur inn á atvinnuleysisskrá þegar ráðning- arstyrk lýkur,“ segir í skýrslu VMST um atvinnuástandið, sem birt var í gær. Atvinnuleysið jókst í 5,2% - Mikil fækkun fólks á ráðningarstyrk Morgunblaðið/Eggert Við störf Atvinnulausum í lok janúar fjölgaði í flestum atvinnugreinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.