Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 9

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 Átaksverkefni Samtaka iðnaðarins sem ber yf- irskriftina Ár grænnar iðnbyltingar var hrundið formlega af stað í gær við athöfn í Hellisheið- arvirkjun. Fjórða iðnbyltingin og grænar lausnir verða áberandi í starfi SI á næstunni þar sem hvatt verður til aðgerða í loftslagsmálum í krafti þekkingar. „Okkar forskot byggir ekki síst á þeirri miklu reynslu og þekkingu sem Íslend- ingar hafa í því að búa til og nýta endurnýj- anlega orku, og nú þegar vinna fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki að lausnum sem stuðla að minni kol- efnislosun,“ sagði Árni Sigurjónsson formaður SI við athöfnina í gær. Á myndinni hér eru, frá vinstri talið, Sigurður Hannesson fram- kvæmdastjóri SI, Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, Árni Sigurjónsson og Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grænni byltingu ýtt úr vör í Hellisheiðarvirkjun Tugur skipa var í gær að loðnu- veiðum undan Breiðamerkursandi, norðan Hrollaugseyja, átta íslensk og tvö færeysk. Góður afli fékkst í nótina og útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagði spennandi daga fram undan. „Okkar skip mok- veiddu, fengu hvort um sig þúsund tonn af góðri loðnu í tveimur köst- um á nokkrum klukkutímum,“ sagði Ásgeir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri veiða hjá Skinney- Þinganesi. Fyrirtækið gerir út uppsjávar- skipin Ásgrím Halldórsson SF og Jónu Eðvalds SF og voru þau væntanleg til Hafnar síðdegis í gær, en aðeins er um tveggja klukkutíma sigling á miðin fyrir Hornfirðingana. Loðnan verður flokkuð og hængurinn frystur fyrir markaði í Austur-Evrópu, að sögn Ásgeirs. Hrognafylling var í gær um 13% og er reiknað með að hrognaloðna verði tilbúin til fryst- ingar efir tæpa viku. Fyrstu skipin voru komin á mið- in við Hrollaugseyjar á miðviku- dag. Þá var lítið að frétta og loðn- an dreifð enda enn mikil alda eftir óveðrið í byrjun vikunnar. Í gær- morgun voru aðstæður orðnar mun betri og loðnan hafði þétt sig í torf- ur. Undanfarið hafa flest íslensku skipin verið á trolli út af norðan- verðum Austfjörðum. Þaðan héldu síðustu skipin upp úr hádegi í gær og stefna þeirra allra er á miðin fyrir Suðausturlandi. Norsku skip- in voru hins vegar flest að veiðum úti af Berufirði. aij@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vertíð Eitt þeirra skipa sem voru á loðnuveiðum undan Jökulsárlóni. Góður loðnuafli fékkst í nót - Náðu skammtinum á nokkrum tímum Ríkisstjórnin fjallar á fundi sínum í dag um minnisblað Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis. Þar eru lagð- ar fram tillögur um nýjar aðgerðir. Fram kom í máli bæði Þórólfs og Willums Þórs Þórssonar heilbrigð- isráðherra að ekki stæði til að af- nema sóttkví og einangrun, eins og áður hafði staðið til samkvæmt svo- nefndu skrefi tvö í afléttingu að- gerða. Willum staðfesti þetta í óund- irbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Nú er meginspurningin á þess- um viðkvæma tímapunkti hvort við eigum, eins og boðað er í skrefi tvö, að hætta með einangrun og sóttkví. Ég segi það bara hér og nú, af því að við vorum að breyta einangruninni á mánudaginn, að við eigum að halda í hana, það er mitt mat,“ sagði Willum Þór m.a. í svari sínu við fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanns Flokks fólksins. Guðmundur lýsti áhyggjum sín- um af því ef fella ætti niður reglur um sóttkví og einangrun, á sama tíma og yfir 2.000 smit greindust daglega og um 250 starfsmenn Landspítalans væru smitaðir. Fram kom á covid.is í gær að 2.167 kór- ónuveirusmit hefðu greinst innan- lands sl. miðvikudag. Af þeim voru aðeins 19 prósent í sóttkví við grein- ingu. 14 smit voru greind við landa- mæraskimun. Tæplega tíu þúsund manns sæta nú einangrun vegna virks Covid-19-smits. Svipaður fjöldi er í sóttkví hér á landi. Landspítalinn tilkynnti í gær að kona á tíðræðisaldri hefði látist af völdum Covid sl. miðvikudag. Þar með hefur 51 látist hér á landi vegna sjúkdómsins. Í gær lágu 15 inni á spítalanum vegna veikinda af völdum Covid-19-sýkingar. Hafði þeim fækkað um fjóra frá því fyrir viku, þegar 19 manns lágu inni. Áfram sóttkví og einangrun - 51 andlát vegna Covid-19 - Ríkisstjórnin ræðir aðgerðir - 2.167 innanlandssmit Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýnataka Yfir 2.000 smit greinast nú daglega og örtröð er í sýnatöku. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gangainnskot á Reykjanesskaga geta mögulega ógnað mikilvægum innviðum höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, hvort sem þau leiða til eldgoss eða ekki. Slík gangainnskot gætu haft mikil áhrif á kerfi sem fæða vatnsveitur, hitaveitur og jarðvarmavirkj- anir. Einhver þeirra gætu mögulega spillst til frambúðar yrði gangainnskot á slæmum stað, að mati Páls Einars- sonar, jarðeðlis- fræðings og prófessors emeritus. Engin merki eru þó um að slíkur at- burður sé yfirvofandi. „Eldgosið í Geldingadölum var bara hluti af flókinni atburðarás á Reykjanesskaga,“ segir Páll. Þegar hafa orðið kvikuinnskot á 3-4 stöðum á skaganum þótt kvikan hafi til þessa aðeins náð til yfirborðs á einum stað. Umbrotin hófust í nóvember 2019 með jarðskjálftahrinu við Fagra- dalsfjall. Landris hófst svo við Þor- björn í janúar 2020 og á mánuðunum þar á eftir komu þrjú kvikuinnskot. Þeim fylgdi aukin jarðskjálftavirkni á flekaskilunum þar sem Norður- Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn mætast. Mögulega varð einnig inn- skot á Reykjanesi. Landris hófst vestan við Krýsuvík í ágúst 2020 og stóð fram á haust. Því fylgdu jarðskjálftar, sá sterkasti 5,7 stig vestan við Vigdísarvelli. Enn dró til tíðinda 24. febrúar 2021 þegar varð jarðskjálfti upp á 5,65 stig við Litla-Hrút. Þá var nýr gangur að ryðja sér til rúms í jarðskorpunni milli Keilis og Borgarfjalls. Því fylgdi jarðskjálftavirkni með upptök við báða enda gangsins. Þessi gangur náði til yfirborðs og leiddi til eldgoss í Geldingadölum að kvöldi 19. mars 2021. Um leið hætti gangurinn að þenjast út og dró mikið úr jarðskjálftum. Nýir eldgígar opn- uðust svo við Fagradalsfjall 5., 7., 10. og 13. apríl. Einn gaus eftir 13. apríl og þar til eldgosinu lauk 18. sept- ember eftir sex mánaða gos. Nýr gangur fór að myndast aust- an við Fagradalsfjall 21. desember 2021. Því fylgdi aukin jarðskjálfta- virkni við flekaskilin. Þenslan hélt áfram í sjö daga en stöðvaðist og kvikan náði ekki til yfirborðs. Ýmsar sviðsmyndir Páll segir að hægt sé að draga upp ýmar sviðsmyndir af því sem getur gerst á Reykjanesskaga í ljósi þess sem áður hefur gerst þar. Þar er fyrst að nefna að kvikuinn- skot hætti um sinn og hlé verði á at- burðarásinni. Einnig getur kviku- söfnun við neðri mörk jarðskorp- unnar tekið sig upp aftur og mögu- lega leitt til eldsumbrota á svipuðum slóðum og fyrr austan við Fagradals- fjall. Þá getur orðið kvikusöfnun og innskotsvirkni annars staðar í eld- stöðvakerfum Reykjanesskagans. Páll nefnir í því sambandi t.d. Krýsu- vík, Heiðmörk, Rauðavatn, Brenni- steinsfjöll, Bláfjöll, Sandskeið eða Reykjanes, Svartsengi og Þráins- skjöld. Nái kvikugangur að brjóta sér leið til yfirborðs verður eldgos. Páll segir að á Reykjanesskaga séu eldgos yfir- leitt lítil til meðalstór, þótt stór gos geti vissulega orðið. Flest gos eru hraungos. Eins geta orðið sprengi- gos í hafinu t.d. við strönd Reykja- ness með tilheyrandi öskufalli. Enn er talið að vænta megi jarð- skjálfta að stærð 6-6,5 stig með upp- tök á austanverðum skaganum t.d. í Brennisteinsfjöllum. Hvenær það verður er alls óvíst. Geta mögulega ógnað innviðum Páll Einarsson - Gangainnskot geta skemmt kerfi sem fæða vatnsveitur, hitaveitur og jarðvarmavirkjanir - Flókinni atburðarás á Reykjanesskaga ekki lokið - Enn búist við sterkum jarðskjálfta við höfuðborgarsvæðið Morgunblaðið/Eggert Geldingadalir Páll segir eldgosið í fyrra vera hluta af flókinni atburðarás.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.