Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
Eyjólfur Gísla-
son gefur kost á
sér í 2. sæti í
prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjanesbæ
sem fer fram 26.
febrúar. Eyjólf-
ur er 35 ára,
fæddur og upp-
alinn í Reykja-
nesbæ og býr þar með syni sínum.
Hann er með háskólagráðu í miðl-
un og almannatengslum og stund-
ar meistaranám í forystu og
stjórnun. Eyjólfur hefur undan-
farin ár starfað á rekstrarsviði
Icelandair Group.
„Framboð mitt er til marks um
þá sannfæringu mína að fólk með
ólíkan bakgrunn og getu skili
samfélaginu okkar bestum ár-
angri,“ segir m.a. í yfirlýsingu
Eyjólfs um framboðið.
Eyjólfur stefnir á 2.
sæti í Reykjanesbæ
Eyjólfur
Gíslason
Andri Steinn
Hilmarsson, að-
stoðarmaður
þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins,
sækist eftir 2.-3.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í Kópa-
vogi sem fer
fram 12. mars.
Andri Steinn
hefur gegnt formennsku umhverf-
is- og samgöngunefndar Kópavogs-
bæjar frá árinu 2018 og verið vara-
bæjarfulltrúi síðan 2014.
Í framboðstilkynningu sinni segir
Andri Steinn að hann vilji leggja
áherslu á öfluga þjónustu við bæj-
arbúa á sama tíma og álögum verði
stillt í hóf.
Þá eigi að nýta það svigrúm sem
skapist vegna ábyrgs reksturs aftur
í þágu íbúa bæjarins, frekar en í
gæluverkefni.
Andri Steinn vill 2.-3.
sætið í Kópavogi
Andri Steinn
Hilmarsson
Robert Aron
Magnússon veit-
ingamaður gef-
ur kost á sér í 6.
sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í
borgarstjórnar-
kosningum í
vor.
Robert rekur
fyrirtækið Götu-
bitann – Reykja-
vik Street Food. Hann segir í til-
kynningu á Facebook að ferðalag
hans með matarvagna um út-
hverfi borgarinnar staðfesti í sín-
um huga þörfina fyrir bætta þjón-
ustu við hverfin í borginni og
stuðningur við einkaframtakið sé
besta leiðin til þess. Það þurfi að
einfalda kerfin, bæta viðmót
borgarinnar gagnvart atvinnu-
rekendum og ryðja hindrunum úr
vegi þeirra dugmiklu og fram-
takssömu.
Sækist eftir 6. sæti
á D-lista í Reykjavík
Robert Aron
Magnússon
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Árni Rúnar Þorvaldsson og Guð-
mundur Árni Stefánsson eru sam-
mála um að meginverkefni Samfylk-
ingarinnar í Hafnarfirði sé að fella
núverandi meirihluta í bænum sem
leiddur er af Rósu Guðbjartsdóttur,
bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæð-
isflokksins. Þeir etja kappi á morgun
um oddvitasæti flokks síns í forvali
þar sem 12 manns hafa boðið sig
fram. Samfylkingin hefur nú tvo
bæjarfulltrúa eftir að hafa hlotið
rúmlega 20% atkvæða í kosningn-
unum fyrir fjórum árum. Árni Rún-
ar og Guðmundur Árni eru gestir
Dagmála í dag, sem á komandi vik-
um verða að miklu leyti helguð sveit-
arstjórnarkosningum sem fram
munu fara um land allt um miðjan
maímánuð.
Guðmundur Árni segir markmiðið
að tvöfalda fjölda bæjarfulltrúa
flokksins, hann skynji stemningu
fyrir því en hann hefur nýlega snúið
heim á fornar slóðir eftir að hafa
sinnt margbrotnum verkefnum á
vettvangi utanríkisþjónustunnar síð-
astliðin 17 ár. Árni Rúnar er grunn-
skólakennari og varabæjarfulltrúi,
með mikla reynslu af sveitarstjórn-
armálum, þó ekki síst frá Hornafirði
þar sem hann gegndi trún-
aðarstörfum í rúm sjö ár. Er hann
hógværari í væntingum sínum en
gamli bæjarstjórinn og segir verð-
ugt að stefna á þrjá fulltrúa í kosn-
ingunum í maí. Þeir gagnrýna báðir
núverandi meirihluta fyrir hæga-
gang í uppbyggingu bæjarins.
Benda á að lítið hafi þokast síðustu
misseri við að fjölga íbúum og að of
langan tíma hafi tekið að ræsa fram-
kvæmdir í Skarðshlíð. Einnig séu
litlar líkur á að núverandi meirihluti
muni ýta úr vör umbreytingu á
Hraununum, sem er gamalt iðnaðar-
og verslunarsvæði á bæjarmörk-
unum við Garðabæ.
Báðir telja þeir að með fumlaus-
um vinnubrögðum sé hægt að hraða
uppbyggingu og fjölga íbúum. Nefn-
ir Guðmundur Árni mikilvægi þess
að horfa til strandlengjunnar og að
byggja megi upp byggð sunnan við
álverið í Straumsvík. Dustar hann
einnig rykið af hugmyndum um
sameiningu við Voga á Vatnsleysu-
strönd. Slík áform hafi verið sam-
þykkt af hálfu Hafnfirðinga á sínum
tíma en ekki í Vogum.
Árni Rúnar og Guðmundur Árni
gagnrýna báðir meint getuleysi nú-
verandi meirihluta í málefnum fatl-
aðs fólks. Inntir eftir aðgerðum telja
þeir báðir þörf á að ráðast í úttekt á
málaflokknum. Gagnrýnir Árni Rún-
ar að Hafnarfjarðarbær greiði lægri
taxta í tengslum við NPA-þjónustu
en önnur sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu.
Spurðir út í hvort þeir myndu
geta myndað meirihluta með Sjálf-
stæðisflokki að loknum kosningum
ef pólitískur veruleiki kalli á það, þar
sem Rósa Guðbjartsdóttir yrði
mögulega bæjarstjóri áfram, segir
Árni Rúnar það klárlega ekki fyrsta
val. Guðmundur Árni tekur dýpra í
árinni og fullyrðir að það muni „aldr-
ei“ verða, leiði hann Samfylkinguna í
Hafnarfirði í komandi kosningum
yrði það ekki til þess að framlengja
setu Rósu í bæjarstjórastólnum.
Gagnrýna hægagang í uppbyggingu
- Leiðtogaefni Samfylkingarinnar í Hafnarfirði leggja áherslu á að fella meirihlutann í bænum
- Vilja úttekt á málefnum fatlaðra - Opna á hugmyndir um byggð sunnan við álverið í Straumsvík
Morgunblaðið/Hallur
Kosningar 2022 Leiðtogaefni Samfylkingarinnar komu í myndverið til Andrésar og Stefáns Einars til skrafs.
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hluti af fjarvarmaveitu HS veitna í
Vestmannaeyjum er kyntur með olíu,
eftir að ákvörðun Landsvirkjunar um
að loka fyrir afhendingu á skerðan-
legri orku fyrir rafskautakatla fjar-
varmaveitna tók gildi í fyrrinótt. Um
helmingur orkunnar í Eyjum kemur í
gegnum varmadælu en samið var við
HS orku og Landsvirkjun um kaup á
forgangsorku flyrir þann lið í rekstr-
inum. HS orka selur áfram rafmagn
til hleðslu Herjólfs, þrátt fyrir
ákvæði um skerðingu.
Varmadæla fjarvarmaveitunnar í
Vestmannaeyjum þrefaldar rafork-
una sem fer á dæluna. Friðrik Frið-
riksson, framkvæmdastjóri orkusölu
hjá HS orku, segir að þegar varma-
dælan sé á fullum afköstum anni hún
um helmingi af varmaþörf fjar-
varmaveitunnar. Samið var um kaup
á forgangsorku fyrir þann hluta og
kemur hún að miklu leyti frá Lands-
virkjun en að hluta frá HS orku.
Hinn helmingur vatnsins er venju-
lega hitaður upp með rafskautakatli.
Rafmagnið er keypt af Landsvirkjun
með afslætti enda kveða samningar á
um að hægt sé að takmarka eða loka
fyrir orkusöluna ef aðstæður krefjast
þess. Það var gert nú. Þess vegna er
orkan nú framleidd með olíukötlum,
á meðan skerðingin varir.
Herjólfur áfram á rafmagni
Áætla má að veitan sé nú að
brenna um 15 tonnum af olíu sem
kostar um tvær milljónir króna. Ef
Landsvirkjun lokar fyrir rafmagnið í
þrjá mánuði fara 1.300-1.400 tonn af
olíu í brennsluna og heildarkostnað-
urinn gæti nálgast 200 milljónir
króna.
Fiskimjölsverksmiðjurnar í Eyj-
um eru knúnar með olíu á þessari
loðnuvertíð, eins og fram hefur kom-
ið.
HS orka fékk samning um sölu á
rafmagni á hleðslustöðvar Herjólfs í
Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn
eftir útboð ríkisins. Í samningum var
gert ráð fyrir að hægt yrði að skerða
afhendingu raforku ef þörf væri á
enda gæti skipið þá siglt fyrir olíu.
Friðrik segir að þetta ákvæði hafi
verið í útboðslýsingu og því frá ríkinu
komið. Það endurspeglast að ein-
hverju leyti í orkuverðinu.
HS orka hefur þrátt fyrir þetta
ákveðið að selja Herjólfi rafmagn
fyrir hleðsluna eitthvað áfram svo út-
gerð skipsins geti áfram verið lofts-
lagsvæn.
Sundlauginni lokað
Nánar spurður um þetta segir
Friðrik að vissulega væri það fjár-
hagslega hagkvæmt fyrir HS orku að
gera hlé á orkuafhendingu til Herj-
ólfs. Þetta sé hins vegar fyrsta og
eina alvöruskipið sem gangi fyrir raf-
orku og fyrirtækið hafi talið mikil-
vægt að láta það ganga áfram, eins
lengi og hægt væri.
Skerðing á afhendingu orku hefur
áhrif á rekstur einhverra sundlauga.
Hólmavík er dæmi um það. Ákveðið
hefur verið að loka sundlauginni
ásamt heitum potti og vaðlaug en ein-
um potti verður haldið opnum. Sveit-
arfélagið hefur ekki fjármuni til að
kynda sundlaugina með olíu eftir að
Landsvirkjun lokaði fyrir. Íþrótta-
húsi verður haldið opnu ásamt lík-
amsræktarstöð. Vegna viðhalds
verður þó eini heiti potturinn sem á
að reka áfram lokaður næstu daga og
ef til vill vikur.
Hrafnhildur Skúladóttir, íþrótta-
og tómstundafulltrúi Strandabyggð-
ar, segir að lokunin skerði verulega
lífsgæði fólks auk þess sem ekki sé
hægt að sinna kennsluskyldu í sundi.
Hún bendir á að sveitarfélagið greiði
heilmikið fyrir raforkuna sem nauð-
synleg sé til að sinna þörfum íbú-
anna, jafnvel meira en erlend stór-
iðjufyrirtæki greiða.
Varmadælan með forgangsorku
- Fjarvarmaveita HS veitna í Vestmannaeyjum er að hluta kynt með jarðefnaeldsneyti á meðan orku-
afhending er skert - Sundlauginni á Hólmavík lokað nema hvað einn heitur pottur verður opinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vestmannaeyjar Hitinn á vatninu
er þrefaldaður með varmadælu.
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir