Morgunblaðið - 11.02.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
11. febrúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.36
Sterlingspund 168.77
Kanadadalur 97.97
Dönsk króna 19.103
Norsk króna 14.137
Sænsk króna 13.663
Svissn. franki 134.72
Japanskt jen 1.0769
SDR 174.63
Evra 142.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.943
« Félag atvinnu-
rekenda (FA) hefur
krafið samgöngu-
og sveitarstjórnar-
ráðuneytið svara
varðandi málefni
Íslandspósts.
Nánar tiltekið að
ráðuneytið svari
með „skýrum og
afdráttarlausum
hætti“ hvort það
telji að 3. mgr. 17. gr. póstlaga hafi ver-
ið óvirk eða ekki að fullu virk á tíma-
bilinu 1. janúar 2020 til 1. júlí 2021. En
sú málsgrein segir að gjaldskrár fyrir
alþjónustu skuli taka mið af raunkostn-
aði „að viðbættum hæfilegum hagn-
aði“.
Hefur ráðuneytið ekki svarað fyrir-
spurn Morgunblaðsins um þetta atriði.
Mótsögn eða ekki mótsögn?
Jafnframt krefur FA ráðuneytið svara
um hvort það telji „einhverja innri mót-
sögn í þeim ákvæðum sem var að finna
í 2. og 3. mgr. 17. gr. póstlaganna á
þessum tíma, þ.e. að gjaldskrá geti
ekki verið sú sama um allt land og jafn-
framt miðazt við raunkostnað að við-
bættum hæfilegum hagnaði?“
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri FA, minnir á þá óskráðu meg-
inreglu í íslenskum stjórnsýslurétti að
„hver sá sem ber upp skriflegt erindi
við stjórnvald eigi rétt á að fá skriflegt
svar nema erindið beri með sér að
svars sé ekki vænzt“.
Krefja ráðuneyti
svara um Íslandspóst
Ólafur
Stephensen
STUTT
Stefán E. Stefánsson
Skúli Halldórsson
Hugmynd sú, sem Lilja Alfreðsdótt-
ir viðskiptaráðherra, varpaði fram í
viðtali í Morgunblaðinu í gær þess
efnis að endurvekja þurfi banka-
skattinn, fallist viðskiptabankarnir
ekki á að skila hagnaði sínum í formi
stuðnings til fjölskyldna og fyrir-
tækja sem skulda þeim fjármagn,
hefur lagst misjafnlega í viðmælend-
ur blaðsins.
Benedikt Gíslason, forstjóri Arion
banka, segir vangaveltur ráðherrans
skiljanlegar en að taka verði tillit til
þess hvernig hagnaður bankanna sé
kominn til. Þar sé m.a. um að ræða
endurmat á lánasöfnum sem færð
voru niður í tengslum við óvissu á
tímum kórónuveirunnar. Þá bendir
hann einnig á að nú þegar sé lagður
bankaskattur á stofnanirnar hér
heima.
„Það er hæsti bankaskattur sem
fyrirfinnst í Evrópu. Þótt hann hafi
verið lækkaður þá er hann samt
tvisvar til þrisvar sinnum hærri en
víðast hvar. Auðvitað er þetta póli-
tísk ákvörðun en það þarf að setja
þetta í samhengi. Íslenska hagkerfið
er í samkeppni um fólk og fjármagn
við önnur hagkerfi, og íslensk fyrir-
tæki eru að keppa við erlend fyrir-
tæki. Og það má ekki búa þannig um
hnútana að samkeppnisstaða ís-
lensku fyrirtækjanna og heimilanna
sé verri en annars staðar, meðal ann-
ars með sértækum sköttum sem eru
miklu hærri en gengur og gerist.“
Líta verði á heildarmyndina
Lilja Björk Einarsdóttir, banka-
stjóri Landsbankans, bendir á það
sama og Benedikt varðandi hagnað
bankanna. Líta verði til stærðar
þeirra og þess mikla fjármagns sem
bundið er í eigin fé þeirra (sjá frétt á
bls. 2 í blaðinu í dag).
„Á árinu 2021 var arðsemi eigin
fjár 10,8%, sem er mjög ásættanlegt
og jafnframt betri arðsemi en nokk-
ur undanfarin ár. Það þarf að setja
arðsemina í samhengi við það hversu
mikið eigið fé er í bankanum og
hversu hátt eiginfjárhlutfall bankans
er,“ segir Lilja Björk. Bætir hún því
við að bankinn sé í eigu þjóðarinnar
og mikilvægt að sú eign rýrni ekki.
Ítrekar hún einnig að arður af starf-
semi Landsbankans renni í ríkissjóð.
Bendir Lilja Björk einnig á að
Landsbankinn hafi verið leiðandi á
fjármálamarkaði við að veita heim-
ilunum í landinu góð kjör og að þann-
ig styðji stofnunin við samfélagið.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að hugmynd sú sem ráðherrann
varpaði fram í gær hafi komið sam-
starfsflokkunum í opna skjöldu að
hún hafi hvorki verð rædd í ríkis-
stjórn né innan þingflokkanna sem
aðild eiga að stjórninni.
Engin vinna í gangi
Þá herma heimildir blaðsins að
engin vinna hafi farið fram innan
fjármála- og efnahagsráðuneytisins,
sem fer með skattamálefni, um út-
færslu á hækkun skattsins. Það sé í
beinni andstöðu fyrir fyrirætlanir
um lækkun hans á komandi árum.
Einn viðmælandi blaðsins, sem er
sérfræðingur á fjármálamarkaði
taldi raunar að bankastjórar við-
skiptabankanna tækju mjúklega í
hugmyndirnar í trausti þess að
ósennilegt væri að þær nytu stuðn-
ings innan meirihlutans til að ná
fram að ganga.
Hins vegar herma heimildir
Morgunblaðsins að framganga ráð-
herrans valdi heilabrotum meðal
þeirra sem nú vinna að undirbúningi
að sölu 65% hluta ríkissjóðs í Ís-
landsbanka en fyrir skemmstu gaf
Bankasýsla ríkisins út að heppilegt
væri að hlutur ríkisins yrði að fullu
seldur á næstu 24 mánuðum. Líklegt
er talið að fjárfestar vilji vita með
nokkurri vissu, áður en þeir kaupa
hlut í bankanum, eða auka við hlut
sinn í honum, hvort stuðningur sé við
það í ríkisstjórnarflokkunum að
skerða arðsemi bankanna með skatt-
heimtu, sem aftur verði nýtt til nið-
urgreiðslu vaxta almennings og fyr-
irtækja.
Ekki náðist í Birnu Einarsdóttur
bankastjóra Íslandsbanka né Jón
Gunnar Jónsson, forstjóra Banka-
sýslu ríkisins, við vinnslu fréttarinn-
ar.
Bankaskattur nú þegar hár
Bankasala 35% hlutur í Íslandsbanka var seldur í fyrra og bankinn skráður á markað. Eftirstæður hlutur ríkisins
er í dag metinn á ár 164 milljarða króna. Hefur virði bankans vaxið gríðarlega frá því hann var skráður á markað.
- Getur haft truflandi áhrif á söluferli Íslandsbanka - Engin vinna í gangi við út-
færslu skattsins - Ekki samstaða um hugmyndir um hærri bankaskatt í ríkisstjórn
Fasteignafélagið Reginn hagnaðist
um tæpa 6,2 milljarða króna á síð-
asta ári samanborið við 1,3 milljarða
árið á undan. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá fyrirtækinu.
Rekstrarhagnaður fyrir mats-
breytingu og afskriftir var 7,6 millj-
arðar og hækkar um 19% frá fyrra
ári samkvæmt tilkynningunni.
Bókfært virði fjárfestingareigna í
lok árs var 161 milljarður króna sam-
anborið við 147 milljarða í árslok
2020. Matsbreyting á árinu var rúm-
ir 6,9 milljarðar króna.
Heildareignir félagsins námu í lok
árs 166 milljörðum króna samanbor-
ið við 153 milljarða árið á undan.
Eigið fé félagsins er nú 53 millj-
arðar króna en í lok árs 2020 var það
47 milljarðar króna.
Eiginfjárhlutfall var í lok árs 32%.
Afkoma samkvæmt áætlun
Í tilkynningunni segir um upp-
gjörið að afkoma fyrirtækisins hafi
verið mjög góð á árinu 2021 og um-
fram áætlanir. „Eftirspurn eftir hús-
næði félagsins hefur verið mikil á
árinu. Það er mat stjórnar og stjórn-
enda félagsins að þrátt fyrir óvissu í
þróun efnahagsmála séu áhrifin
bundin við fáa leigutaka félagsins og
lítið hlutfall heildartekna. Rekstrar-
tekjur námu 11.015 m.kr. og þar af
námu leigutekjur 10.374 m.kr.
Leigutekjur hafa hækkað um 13%
samanborið við árið 2020, um er a
ræða sambærilegt eignasafn,“ segir í
tilkynningunni.
Stjórnendur félagsins telja að
horfur í rekstri séu góðar.
Morgunblaðið/Eggert
Húsnæði Heildareignir félagsins
námu í lok árs 166 milljörðum króna.
Reginn hagnaðist
um 6,2 milljarða
- Matsbreyting á
árinu var rúmir 6,9
milljarðar króna
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
FALLEGUM PEYSM
ST
netver .is