Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
Höfum opnað í Smáralind
glæsilega verslun á 1. hæð
SMÁRALIND | ÁRMÚLI 38 | SÍMI 537 5101 | SNURAN.IS
Lögreglan í Kan-
ada undirbýr nú
að láta til skarar
skríða gegn mót-
mælendum sem
lokað hafa einni
mikilvægustu
samgönguæð
landsins, Am-
bassador-brúnni
milli Ontario og
Detroit í Banda-
ríkjunum, frá því á mánudaginn.
Flutningabílstjórar hafa lagt trukk-
um sínum Kanadamegin við brúna
og þannig komið í veg fyrir umferð
um hana. Á venjulegum degi fara
um og yfir 40 þúsund farartæki um
brúna og flytja fólk og varning á
milli landanna. Trudeau, forsætis-
ráðherra Kanada, sagði í þingræðu í
gær að mótmælendur ógnuðu efna-
hag landsins. „Það er ekki hægt að
stöðva farsóttir með vegatálmum,“
sagði hann og vísaði til þess að til-
efni aðgerðanna er andstaða við
sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda.
KANADA
„Stöðva ekki faraldur
með vegatálmum“
Justin
Trudeau
Breska lögreglan
hefur útvíkkað
rannsókn sína á
meintum brotum
forsætisráð-
herrans, Boris
Johnsons, og
samstarfsmanna
hans, á sótt-
varnareglum
vegna kórónu-
veirufaraldurs-
ins. Þetta er gert eftir að eitt Lund-
únablaðanna birti mynd úr setri
forsætisráðherrans í Downing-
stræti 10 frá jólunum 2020, en
myndin, sem sýnir ráðherrann og
tvo starfsmenn hans opna freyði-
vínsflösku, gæti bent til brots á
þeim reglum sem ríkisstjórnin
hafði þá sett og almenningi var
skylt að fylgja. Lögreglan vinnur
nú að því að afla upplýsinga frá um
50 manns vegna rannsóknarinnar
sem tekur til sóttvarnabrota ráð-
herrans í fyrra og hitteðfyrra.
BRETLAND
Útvíkka rannsókn á
meintum brotum
Boris
Johnson
Meðal skjala sem Donald Trump,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
hafði með sér í óleyfi þegar hann
yfirgaf Hvíta húsið við forsetaskiptin
í byrjun síðasta árs en hefur nú skil-
að voru opinber trúnaðarskjöl. Þetta
er mat Þjóðskjalasafns Bandaríkj-
anna, að því er New York Times
greindi frá fyrr í vikunni, en safninu
tókst að endurheimta 15 öskjur opin-
berra skjala frá Trump.
Kært til dómsmálaráðuneytis?
Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins
hafa greint embætti óháðs eftirlits-
manns með opinberri skjalavörslu
frá málinu. Ekki liggur fyrir hvort
hann hafi tilkynnt það til dómsmála-
ráðuneytisins, en brottnám skjala af
þessu tagi getur verið saknæmt.
Hlutverk eftirlitsmannsins er ekki
síst að gæta þess að skjöl sem varða
öryggi ríkisins og önnur trúnaðar-
skjöl stjórnvalda hverfi ekki úr opin-
berum skjalasöfnum. Er honum
skylt að gera dómsmálaráðuneytinu
viðvart ef slíkt gerist.
Fari málið til dómsmálaráðuneyt-
isins gæti það leitt til opinberrar
sakamálarannsóknar og gæti valdið
meiriháttar pólitískri ólgu vestan-
hafs vegna þess mikla stuðnings sem
Trump nýtur enn á meðal kjósenda
og innan flokks repúblikana. Talið er
ólíklegt að ráðuneytið vilji efna til
slíks ófriðar en núverandi dóms-
málaráðherra, Merrick B. Garland,
hefur kappkostað að skapa ráðu-
neytinu traust og trúnað eftir þann
pólitíska halla sem þykir hafa verið á
ýmsum gjörðum þess í tíð Trumps.
Meðal skjalanna sem Trump tók
án leyfis var bréf til embættisins frá
Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór-
eu. Þá voru í öskjunum sem skilað
var ýmis gögn og gjafir sem Trump
höfðu verið send á embættistíma
hans en óheimilt var að fara á brott
með án þess að Þjóðskjalasafnið
kannaði fyrst innihald þeirra. Í frétt
New York Times er rifjað upp að
sumir nánir samstarfsmenn Trumps
í Hvíta húsinu, þar á meðal skrif-
stofustjórinn John Kelly, hafi haft
áhyggjur af því hve mikill losara-
bragur var á umgengni forsetans við
skjöl sín. Hafi hann m.a. stundum
tekið skjöl sem vörðuðu öryggi ríkis-
ins af skrifstofunni og í íbúð sína í
Hvíta húsinu. Er sagt að Kelly hafi
óttast um afdrif skjalanna sem for-
setinn tók með sér.
Gat aflétt trúnaði af skjölum
Blaðið bendir á að á meðan Trump
var í embætti hafi hann haft vald til
að aflétta trúnaði af hvaða skjali sem
var. Það vald hafi hann ekki eftir að
hann hefur látið af embætti. Segir
blaðið að hann hafi stundum nýtt sér
þetta vald til að styrkja sig pólitískt
meðan hann var í Hvíta húsinu.
Frægt dæmi um það er þegar hann
birti á Twitter ljósmynd úr gervi-
hnetti bandarísku leyniþjónustunn-
ar af eldflaugastöð í Íran. Myndin
var skilgreind sem háleynileg
njósnaheimild þegar forsetanum var
sýnd hún en hann gerði sér lítið fyr-
ir, aflétti leyndinni og birti hana.
Með trúnaðarskjöl heima
- Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna lét Trump skila 15 öskjum opinberra skjala
- Tók skjölin heim með sér í óleyfi - Málið hugsanlega til dómsmálaráðuneytisins
AFP
Skjöl Donald Trump sýnir bréfið frá leiðtoga Norður-Kóreu í janúar 2019.
Utanríkisráðherra Breta, Liz Truss,
segir að Rússar verði að virða full-
veldi Úkraínu til þess að árangur
geti náðst í viðræðum um öryggis-
mál í þessum heimshluta. Truss var
í Moskvu í gær og átti þá fund með
rússneskum starfsbróður sínum,
Sergei Lavrov. Við upphaf fund-
arins varaði hún sterklega við alvar-
legum afleiðingum og viðbrögðum
ef Rússar réðust inn í Úkraníu eins
og margir óttast. Sagði ráðherrann
að stríð í Úkraínu myndi hafa skelfi-
leg áhrif á almenna borgara í lönd-
unum báðum. Lavrov svaraði um-
mælum Truss með þeim orðum að
samskipti Bretlands og Rússlands
hefðu aldrei verið jafn slæm og nú.
Ekkert þýddi að hafa í hótunum við
Rússa sem hefðu áhyggjur af öryggi
sínu vegna hernaðaruppbyggingar
NATO.
Breskir ráðamenn hafa verið
ómyrkir í máli vegna hins mikla
herafla sem Rússar hafa komið fyrir
við landamæri Úkraínu. Hóta þeir
Pútín og stjórn hans hörðustu refsi-
aðgerðum í manna minnum ef Rúss-
ar ráðist inn í Úkraínu. Varn-
armálaráðherra Bretlands, Ben
Wallace, hyggst fylgja boðskap
utanríkisráðherrans eftir með við-
ræðum við Sergei Shoigu, varn-
armálaráðherra Rússa, í dag. Þá
hefur Olaf Scholz, kanslari Þýska-
lands, boðað komu sína til Moskvu
eftir helgina og hyggst hann ræða
stöðu mála við Pútín. Aðeins nokkr-
ir dagar eru síðan Macron Frakk-
landsforseti var þar í sömu erindum
en ekki er sjáanlegt að þær við-
ræður hafi nokkru skilað.
Rússar virði fullveldi Úkraínu
AFP
Viðræður Liz Truss og Sergei Lav-
rov ræddu um Úkraínu í Moskvu.
- Utanríkisráðherra Breta varar við alvarlegum áhrifum ef til innrásar kemur
Breska konungsfjölskyldan til-
kynnti í gær, að Karl Bretaprins
hefði greinst með kórónuveirusmit
og væri kominn í einangrun.
Karl, sem er 73 ára að aldri,
greindist með kórónuveiruna í
mars árið 2020 og hefur síðan verið
bólusettur þrisvar.
Karl var í opinberri móttöku í
British Museum sl. miðvikudags-
kvöld og hitti þar meðal annars
breska ráðherra.
Danadrottning smituð
Í vikunni greindi danska kon-
ungsfjölskyldan frá því að Margrét
Danadrottning hefði greinst með
kórónuveirusmit. Fram kom í til-
kynningu, að drottningin hefði væg
sjúkdómseinkenni og dveldi í Amal-
íuborgarhöll í Kaupmannahöfn.
Margrét, sem er 81 árs gömul, hef-
ur verið bólusett þrisvar gegn kór-
ónuveirunni. Danir afléttu sótt-
varnatakmörkunum í síðustu viku.
KÓRÓNUVEIRUFARALDURINN
Kóngafólk greinist með kórónuveiruna
Margrét
Danadrottning
Karl
Bretaprins
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í gær að
þau hefðu hafið viðræður við
Bandaríkjastjórn um tvíhliða varn-
arsamstarf. Mette Fredriksen, for-
sætisráðherra Dana, sagði á blaða-
mannafundi að ekki hefði verið
skilgreint nákvæmlega hvað myndi
felast í slíku samstarfi, en að það
gæti falið í sér að bandarískir her-
menn myndu hafa aðsetur í Dan-
mörku.
Yrðu það tímamót, þar sem
dönsk stjórnvöld hafa haft þá
stefnu að hafa ekki erlendan her á
friðartímum í landi sínu.
Morten Bødskov varnarmálaráð-
herra tók hins vegar fram að ekki
væri til umræðu að reistar yrðu
nýjar herstöðvar. Bandarísku her-
mennirnir myndu þá frekar fá að-
stöðu í dönskum herstöðvum.
Þá tók Bødskov sérstaklega fram
að ef Bandaríkjamenn myndu óska
eftir því að geyma kjarnorkuvopn í
Danmörku yrði svarið ávallt nei.
Fredriksen sagði enn fremur að
tímabært væri að Evrópuríkin í Atl-
antshafsbandalaginu tækju á sig
meiri byrðar í varnarsamstarfinu
vegna ástandsins í öryggismálum.
DANMÖRK
Reiðubúin að hýsa bandaríska hermenn