Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 16

Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kjartan Magnússon varaþing- maður sagði frá því á þingi í fyrradag að hann hygðist leggja fram frum- varp um heimild fyrir borgina til fækkunar borgarfulltrúum. Kjartan sagði að sér hefði þótt athygl- isvert að hlýða á „umræður í þessum sal nýlega þar sem þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu harðlega að ákveð- ið skyldi vera að fjölga ráð- herrum um einn, úr ellefu í tólf. Mér fannst sú gagnrýni kyndug í ljósi þess að sömu þingmenn beittu sér fyrir því árið 2011 að borgarfulltrúum í Reykjavík skyldi fjölgað með lagaboði um 53%, við sam- þykkt nýrra sveitarstjórnar- laga. Var það gert þótt engin nauðsyn væri til þess að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík og þótt sýnt hefði verið fram á að fjöldi umbjóðenda á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykja- vík var þá mjög svipaður og í höfuðborgum Norðurlandanna og öðrum borgum sem við ber- um okkur gjarnan sama við. Fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist.“ Boðað frumvarp er fagn- aðarefni þó að hætt sé við að þingheimur sjái ekki ástæðu til að afgreiða það og veita borg- inni þannig heimild til þess að fækka í yfirstjórn, spara skattfé og auka skilvirkni. Jón Gunnarsson, nú dómsmálaráð- herra, mælti fyrir sambærilegu frum- varpi fyrir fjórum árum og náði það ekki fram að ganga, en að því stóðu þá þingmenn úr Sjálf- stæðisflokki, Miðflokki, Fram- sóknarflokki og Flokki fólks- ins. Vinstriflokkarnir stóðu gegn hugmyndinni og hafa af einhverjum ástæðum ofurtrú á því að fleiri borgarfulltrúar skili meiri árangri en færri. Eins og fyrr segir er hætt við að sú afstaða sé óbreytt þó að reynslan sýni að vinnubrögð í borgarstjórn hafi síst batnað við fjölgun fulltrúanna. Annað sem batnar ekki við þessa fjölgun er kosningabar- áttan sjálf, því að með fleiri fulltrúum sjá fleiri sér leik á borði að bjóða fram og freista þess að ná kjöri, enda hefur þröskuldurinn verið lækkaður verulega. Þetta sást vel í síð- ustu kosningum til borg- arstjórnar, þegar fjölgunin kom til framkvæmda, en þá voru framboðin til borgar- stjórnar sextán talsins. Slíkur fjöldi gerir ekkert fyrir lýð- ræðið, þvert á móti verður hann til þess að almenningur á enn erfiðara en ella með að kynna sér þá kosti sem í boði eru. Það gagnast þeim sem hafa slæman málstað að verja og óska þess helst að umræðan fyrir kosningar sé ómarkviss, en eftir kosningar er hætta á að kjósendur sitji uppi með lakari borgarstjórn en ella. Frumvarp um fækkun borgarfull- trúa verðskuldar stuðning en fær hann líklega ekki} Ofvaxin borgarstjórn Eins og sagt var í gær þurfti ekki að undrast að ákvörðun SÍ um vexti ýtti við mörg- um. Háværar um- ræður eru erlendis um hvað seðla- bankar eigi að gera eða megi ekki gera og eins hvernig beri að tímasetja aðgerðir þeirra eða athafnaleysi. Kaflaskil eru í veirumálum. Ríkuleg sátt var um aðgerðir sem gripið var til en verulegar efasemdir nú um að nokkurt vit hafi verið í þorra þeirra. Nú er að renna upp fyrir fjöldanum að veiran var ekki samansúrr- aður sósíaldemókrat. Marga beit hún illa og þeir ná sér hægt og illa, en aðrir hrósa happi enda glönsuðu þeir á veirutímum. Erlendir spekingar, sem iðu- lega slá færri feilskot en aðrir sem þenja sig, óttast nú að virðulegustu seðlabankar séu að mislesa stöðuna. Þeir segja að eðli vandans sé annað en áður þeg- ar slást þurfi við verðbólgu sem hljóp úr böndum. Þeir telja að verð- bólguvandinn muni hjaðna þegar veir- an hjaðnar og ekki eigi að hengja sig aftan „í vísindin“ eins og gert var í kóvíð, með mjög misgóðum árangri. Slík- um mundi varla hugnast útspil íslenska seðlabankans. Enda er 0,75% vaxtahækkun meiri en hefðbundin og varfærin breyting sem fólk og fyrirtæki þekkja. En vaxtastefna er ekki meiri nákvæmnisvísindi en faralds- fræðin reyndust. Það er snúið að reikna sig í óskeikula tölu sem heldur. Þeir eru til sem trúa því. Aðrir trúa á álfa. En kannski vildi SÍ gera tvennt í senn. Tilkynna að dvergavextir séu úr sögunni og vekja um leið sofendur af værum blundi. Það tókst. Víða um heim er nú tekist á um vaxta- stefnu. Það er eðli- legt og hollt að slíkt sé einnig gert hér} Besti leikur stöðunnar U ndanfarna mánuði hefur sýningin MUGGUR – Guðmundur Thor- steinsson staðið yfir í Listasafni Íslands. Guðmundur (1891-1924), eða Muggur, er einn merkasti og afkastamesti myndlistamaður þjóðarinnar – og í raun okkar fyrsti fjöllistamaður. Ungur að ár- um fluttist hann til Kaupmannahafnar árið 1903 ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann nam mynd- list við Konunglega listaháskólann á árunum 1911-1915. Þrátt fyrir stutta ævi skildi Muggur eftir sig nokkuð fjölbreytt safn verka sem bera þess glöggt merki að hæfileikum hans voru fá takmörk sett eins og rakið er í veglegri bók sem Listasafn Íslands gaf út honum til heiðurs árið 2021. Muggur, ásamt fleiri merkum myndlist- armönnum þjóðarinnar, hefur undirbyggt sterkan grunn fyrir menningarlíf samtímans. Á Íslandi ríkir kraftmikil og lifandi myndlistarmenning og myndlist- arstarfsemi. Myndlist leikur stórt hlutverk í samfélaginu. Hún er órjúfanlegur hluti af menntun, þroska og daglegu lífi fólks um allt land. Myndlistarfólk er metið að verð- leikum og áhersla er á kennslu og nám í myndlist og lista- sögu á öllum skólastigum. Myndlist á vaxandi samfélags- legu hlutverki að gegna og stuðlar að gagnrýnni og skapandi hugsun og umræðu. Fram undan er tilefni til að beina sjónum að frekari tækifærum til vaxtar. Sköpun íslenska lista- manna fangar athygli fólks hér á landi sem og erlendis. Árangurinn birtist í fleiri tækifærum íslenskra listamanna til þátttöku í kraftmikilli safnastarfsemi og vönduðum sýningum um allt land. Einnig endurspeglast árangurinn í þátt- töku á virtum alþjóðlegum viðburðum og sýn- ingum. Eftirspurn eftir kaupum á íslenskum listaverkum er umtalsverð. Myndlist verður eitt af áherslumálum mín- um í nýstofnuðu menningar- og viðskiptaráðu- neyti og hef ég boðað að ný myndlistarstefna verði kynnt á fyrstu 100 starfsdögum ráðuneyt- isins og að innleiðing hennar verði í forgrunni á næstu árum. Stefnan mun kalla á fjölbreyttan stuðning við listsköpun, menntun, mynd- og miðlalæsi sem styðji við kraftmikla myndlistarmenningu og vitundarvakningu á meðal almennings. Allar forsendur eru til þess að efla myndlist sem enn sýnilegri og öflugri atvinnugrein sem að varpar jákvæðu ljósi á landið okkar. Ég hvet alla áhugasama til að heimsækja Listasafn Ís- lands um helgina, sem verður síðasta sýningahelgi „MUGGUR – Guðmundur Thorsteinsson“, og virða fyrir sér fjölbreytt framlag hans til íslensks menningararfs. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Muggur, myndlistin og menningararfurinn Höfundur er menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is R afrænt flokksval Samfylk- ingarinnar í Reykjavík verður haldið nú um helgina. Sextán manns eru í framboði, en hins vegar er ekki hægt að segja að fyrir dyrum standi hörð barátta, þar sem sex núverandi borg- arfulltrúar gefa kost á sér og þykja hafa nokkurt forskot. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri sækist einn eftir 1. sæti, en Heiða Björg Hilmisdóttir, varafor- maður flokksins, er einnig ein um að sækjast eftir 2. sæti. Um þriðja sætið bítast borgarfulltrúarnir Hjálmar Sveinsson og Skúli Helgason en aðrir ekki. Hinir frambjóðendurnir keppa svo um 4.-6. sæti. Viðmælendur blaðsins telja Skúla mun sigurstranglegri í 3. sætið, en að Hjálmar falli varla langt. Eins að Aron Leví Beck, Ellen Calmon og Sabine Leskopf séu sennileg í næstu sæti, þótt Pétur M. Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, kunni að setja strik í þann reikning. Enginn gerir hins vegar ráð fyrir neinni byltingu, listinn verði áþekkur því sem hann er nú. Einn viðmælandi Morgunblaðsins gekk svo langt að segja að litlu skipti í hvaða röð menn yrðu, svo framarlega sem Dagur væri í 1. sæti. Framhaldið skiptir meiru Framboðsmál Samfylkingar- innar í Reykjavík ber þó að skoða í stærra samhengi. Dagur tók sér góð- an tíma til þess að ákveða hvort hann færi fram, svo það var greinilega ekki sjálfgefið. Framhaldið veltur vita- skuld mjög á kosningaúrslitum í vor, en ekki síður hvernig gengur að mynda meirihluta. Minna má á Samfylkingin fékk skell í kosningunum 2018, missti fimmtung fylgis frá fyrri kosningum; fór úr 31,9% í 25,9% atkvæða. Ekki liggja margar eða nýlegar skoðana- kannanir fyrir um fylgi í borginni, en þær benda a.m.k. ekki til þess að fylgi Samfylkingarinnar hafi aukist. Þrátt fyrir að hún teldi sig vera á siglingu fyrir þingkosningarnar, fékk hún að- eins tæp 13% í Reykjavíkurkjördæm- unum, höfuðvígi flokksins. Jafnvel þó svo Dagur næði tvö- földu því fylgi og næði einnig að berja saman meirahluta annara flokka um sig, þá gera fáir Samfylkingarmenn ráð fyrir að hann sitji næsta kjör- tímabil á enda, hvort sem hann hyggst kveðja stjórnmálin eða færa sig yfir í landsmálin. Hver er næstur? Prófkjörið um helgina gæti því haft áhrif á það hver verður næsti borgarstjóri (verði Samfylkingin í þeirri stöðu þá), en heimildarmenn innan flokksins segja alls ekki gefið að það verði 2. maður á lista. Inn í það kunna svo einnig að blandast forystumál Samfylking- arinnar á landsvísu. Logi Einarsson er sá formaður flokksins, sem lengst hefur setið, en eftir dræm kosn- ingaúrslit liðið haust blandast fáum hugur um að flokkurinn þurfi nýja forystu. Margir hafa nefnt Dag, en vandinn er sá að formaðurinn þarf eiginlega að vera á þingi. Kristrún Frostadóttir hefur far- ið mikinn síðustu vikur en formað- urinn ekki og í gær hóf hún funda- herferð sína um landið og hvar annars staðar en í Borganesi?! Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formað- ur, lýsti hrifningu sinni á Facebook og spyr hvað „Samfylkingin [ætli] að bíða lengi með að gera hana að for- manni?“ Þegar slíkar kanónur hafa afskrifað formanninn opinberlega getur þess vart verið langt að bíða og spurningin hvort Dagur sé búinn að missa af þeim strætó. Flokksval Samfylk- ingar eftir bókinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kosningar Dagur B. Eggertsson stappar stálinu í sitt fólk á kosningavöku Samfylkingarinnar 2018 og náði að mynda meirihluta þrátt fyrir fylgistap. Kosið er í 1.-6. sæti, einu færra en flokkurinn hefur yfir að ráða í borgarstjórn nú. Kosið er með rafrænum hætti á xs.is frá kl. 8 á laugardagsmorgun til kl. 15 á sunnudag. Allir Reykvíkingar, 16 ára og eldri, sem eru flokks- félagar eða skráðir stuðnings- menn flokksins, geta kosið en kjörskrá verður lokað í kvöld. 1. Dagur B. Eggertsson 2. Heiða Björg Hilmisdóttir 3. Hjálmar Sveinsson 3. Skúli Helgason 3.-4. Sabine Leskopf 3.-5. Guðmundur Ingi Þóroddsson 4. Ellen Calmon 4.-6. Aron Leví Beck 4.-6. Guðný Maja Riba 4.-6. Ólöf Helga Jakobsdóttir 4.-6. Sara Björg Sigurðardóttir 5. Birkir Ingibjartsson 5. Þorkell Heiðarsson 5. Þorleifur Örn Gunnarsson 5.-6. Pétur M.Urbancic 5.-6. Stein Olav Romslo Sextán fram í flokksvali SAMFYLKINGIN Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.