Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
Allt byrjar þetta með litlu brúnu shea hnetunni...
Síðan bætast við sjálfbærar aðferðir, hreinar formúlur og sanngjarnir viðskiptahættir sem
að lokum umbreytast í okkar klassíska og sívinsæla Shea handáburð sem nærir, mýkir
og verndar hendurnar. Og nú kemur hann í 95% endurunnum og endurvinnanlegum
álumbúðum.
BYRJUNIN Á EINHVERJU
STÓRKOSTLEGU
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Umræðan um ofbeldi
sem fyrirfinnst víða í ís-
lensku samfélagi er
mjög áberandi um
þessar mundir. Hún er
á köflum hávær, jafnvel
óþægileg, en algjörlega
nauðsynleg. Tímarnir
breytast og mennirnir
með, segir einhvers
staðar, og það er deg-
inum ljósara. Það sem
áður var látið óátalið er ekki látið við-
gangast lengur. Me Too-byltingin
hefur skilað miklu og mun gera
áfram. Við fáum fullseint þakkað
þeim röddum sem hafa komið fram
og mikilvægt að nýta byltinguna til
breytinga. Viðhorfsbreyting hefur
þegar átt sér stað enda getum við öll
verið sammála um að ofbeldi, í hvað
mynd sem það er, á aldrei að líða.
Lögreglan er kölluð út nær alla
daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt
sér stað. Dapurlegt er að takast á við
þessi mál því oftar en ekki eiga marg-
ir um mjög sárt að binda. Ýmislegt
hefur verið gert til að bæta þjón-
ustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi
og því skal haldið áfram. Lögreglan
hefur gert gangskör að ýmsu í mála-
flokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er
nú tekið mun fastar á málum en áður
og var full ástæða til.
Mikil umræða um kynferðisbrot
hefur verið mikilvæg og gagnleg. Þar
hafa þolendur stigið
fram og sýnt mikið hug-
rekki. Frásagnir þeirra
hafa ýtt við þjóðinni og
þar með réttarvörslu-
kerfinu um að frekari
úrbóta sé þörf. Þótt við
höfum unnið í að bæta
réttarvörslukerfið síð-
ustu ár er það alltaf
þannig að við þurfum
stöðugt að vera að rýna
og gera betur. Mik-
ilvægast í meðferð kyn-
ferðisbrota er að huga
að kjarnanum sem er
málshraðinn, gæði rannsókna og upp-
lýsingar um gang máls. Þá verður
ekki litið fram hjá því að sönn-
unarbyrði þessara mála er oft erfið og
þó svo að ekki takist að sanna að eitt-
hvað hafi gerst þýðir það ekki að það
hafi ekki gerst. Við gerum okkur
grein fyrir því að ákvörðun um að til-
kynna brot er erfið og ef málið fær
ekki framgang er það brotaþolum oft
sem annað áfall ofan á hitt.
Mikill vilji er hjá lögreglu til þess
að stytta málsmeðferðartíma og auka
gæði rannsókna enn frekar. Und-
anfarin ár hefur verið unnið mark-
visst að úrbótum hjá Lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu þegar rann-
sóknir kynferðisbrota eru annars
vegar. Má þar sérstaklega nefna auk-
in gæði rannsókna með innleiðingu á
rannsóknaráætlun, opnun sérstakrar
þjónustugáttar þar sem brotaþolar
geta fylgst með máli sínu sem og opn-
un sérhæfðrar kærumóttöku auk
þess sem starfsfólk lögreglu hefur
hlotið aukna menntun og þjálfun á
þessu sviði. Þörf er á því að efla enn
frekar rannsóknir, rannsóknarstuðn-
ing og ákæruvald með tilliti til
mannafla, þekkingar og tækni. Einn-
ig gæti verið framfaraskref að auka
aðild brotaþola að sínu máli og er það
í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó
ljóst að forsenda þess að geta tekist á
við þessa meinsemd í íslensku sam-
félagi er að fá þessi mál upp á yf-
irborðið.
Ég vil því hvetja þá sem verða fyrir
ofbeldi að tilkynna það til lögreglu og
minni því á símanúmerið 112. Þar eru
neyðarverðir til staðar og aðstoða og
leiðbeina um fyrstu viðbrögð. Á 112-
deginum þetta árið, föstudaginn 11.
febrúar 2022, er sjónum einmitt beint
að mikilvægi þess að þolendur ofbeld-
is hafi strax samband við Neyðarlín-
una. Sjá nánar á 112.is og þar eru
einnig mikilvægar upplýsingar um of-
beldi.
Tilkynnum ofbeldi í 112
Eftir Höllu
Bergþóru
Björnsdóttur
» Í tilefni af 112-
deginum viljum
við minna á mikilvægi
neyðarnúmersins 112
og hvetja fólk til að
tilkynna ofbeldi til
lögreglu.
Halla Bergþóra
Björnsdóttir
Höfundur er lögreglustjóri á höfuð-
borgarsvæðinu.
Einu sinni, það var
skömmu fyrir kosn-
ingar, var uppsláttur
stjórnmálaflokks:
„Eiturlyfjalaust Ís-
land árið 2000“. Svo
var kosið og menn
gleymdu þessu. Fyrir
síðustu kosningar vildi
góðgjarn flokkur „út-
rýma biðlistum“ í heil-
brigðiskerfinu. Flokk-
urinn komst ekki í stjórn og sleppur
því vel frá þessu loforði.
Allt fyrir ekkert?
Lögbundið er að allir skuli fá
bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er
á, ókeypis, sem þýðir að einhver
annar á að borga. Ógegnsætt er hver
borgar. Það er hluti af lögmálinu um
framboð og eftirspurn, að ef verðinu
er haldið á núlli stefnir eftirspurnin í
það óendanlega. Þess vegna bregð-
ast menn við með því að skammta
framboð heilbrigðisþjónustu og
þannig verða til biðraðir. Innan EES
gilda samræmdar reglur: Ef bið-
röðin er lengri en þrír mánuðir þeg-
ar fólk er sett á biðlistann má það
fara strax út fyrir op-
inbera kerfið og er þá
sjúkratryggingum
skylt að borga aðgerð-
ina. Útbreiddur mis-
skilningur er að allir
þurfi að bíða og kveljast
fyrst í þrjá mánuði, svo
er ekki.
Sjúkratryggingar
Flest Evrópulönd
hafa tekist á við þetta
með því að koma á
frjálsum viðbótartryggingum.
Kostnaðurinn er um 50 evrur á mán-
uði á mann. Reyndin hefur orðið sú
að atvinnurekendur borga iðgjöld
margra, til að missa ekki lykilfólk úr
starfi. Einkareknar klíníkur og
sjúkrahús hafa sinnt þessu, sem
þýðir að hinn tryggði fer út úr biðröð
hins opinbera, ekki fram fyrir hana.
Biðröð hins opinbera styttist, sem er
jákvætt fyrir þá sem eru í henni.
M.a.s. Göran Persson, sænski eð-
alkratinn, kyngdi þessu og það var
fyrir aldarfjórðungi! Hér látum við
okkur nægja kosningaloforð og
gleymum þeim svo.
Mistökin voru í upphafi að leggja
sjúkrasamlög niður. Þar með hurfu
tekjur spítalanna og þær mikilvægu
upplýsingar sem verðmyndun á
markaði gefur. Um leið urðu spít-
alarnir að útgjaldalið á fjárlögum,
eingöngu, og við vitum hvernig beita
þarf niðurskurði á því sviði reglu-
lega. Opinbera kerfið varð að einka-
sölu, öll samkeppni hvarf. Verð-
mætaráðstöfun samfélagsins verður
ómarkviss á þennan hátt. Einkasöl-
ur „safna spiki“. Við þurfum upp-
skurð á kerfinu, ekki niðurskurð.
Nú er lag
Við eigum að ætlast til þess af
stjórnmálamönnum að þeir lofi
raunhæfum aðgerðum og standi við
þær. Nýr heilbrigðisráðherra hefur
tekið til starfa, óbundinn af kredd-
um og mistökum fyrri ráðherra.
Vonandi mun hann láta hendur
standa fram úr ermum og semja við
Klíníkina í Ármúla fljótlega um að
vinna á biðlistunum. Hann ætti svo
að huga í framhaldinu að því að sam-
ræma heilbrigðisþjónustuna því sem
tíðkast í Evrópu. Við höfum skuld-
bundið okkur til að fylgja regluverk-
inu þar. Sjúkratryggingar með
skyldutryggingu fyrir alla og frjáls-
um viðbótartryggingum eru aðferð-
in. Um leið þarf að afnema einka-
söluaðstöðu opinbera kerfisins og
láta sjúkratryggingarnar kaupa
þjónustuna af þeim sem best býður.
Uppskurður
er betri en
niðurskurður
Eftir Ragnar
Önundarson
Ragnar Önundarson
» Flest Evrópulönd
hafa tekist á við
þetta með því að koma
á frjálsum viðbótar-
tryggingum. Kostnað-
urinn er um 50 evrur á
mánuði á mann.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fasteignir