Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 24

Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 ✝ Magnús Þór Geirsson fædd- ist í Steinum undir Eyjafjöllum 9. maí 1961. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 29. janúar 2022. Foreldrar hans voru Geir Tryggva- son frá Steinum, f. 1917, d. 2001, og Þóranna Finnboga- dóttir frá Neðri Presthúsum í Mýrdal, f. 1927, d. 2006. Þau hófu búskap í Steinum 1951 og eign- uðust alls 12 börn. Systkini Magnúsar Þórs: Eyjólfur Torfi, f. 6.1. 1949, d. 18.1. 1950; Eyjólfur Torfi, f. 22.12. 1949; Kristín Guð- rún, f. 1951; Tryggvi Einar, f. 1952; Kolbrún, f. 1954; Magnús, f. 4.12. 1955, d. 18.11. 1960; dreng- ur, f. 13.12. 1957, d. 13.12. 1957; Þórhildur Ragna, f. 1958; Jóhann Axel, f. 1962; Finnbogi, f. 1963; Guðlaug, f. 1965. Eiginkona Magnúsar Þórs er Margrét Erna Þorgeirsdóttir frá Borgarnesi, f. 1967. Foreldrar hennar eru Þorgeir Guðmunds- son, f. 1949, og Rebekka Benja- mínsdóttir, f. 1950. Börn Magn- byggðu þeir bræður upp eina stærstu blikksmiðju landsins. Magnús varð verkstjóri og lagði hart að sér í blikksmíðavinnu, málefnum starfsmanna og stjórnun fyrirtækisins. Magnús hafði forystu um að ráða til Stjörnublikks starfsmenn frá Portúgal og ræktaði þar traust vinabönd. Hann var áhugamað- ur um knattspyrnu, spilaði með liðum í sveitinni og síðar með Þrótti í Reykjavík. Tengsl hans við Portúgal gerðu hann að stuðningsmanni Porto og hann fór gjarnan á völlinn þar. Hann studdi líka Liverpool í Englandi. Hann lét sig miklu varða framtíð barna sinna og vildi hafa þau með sér. Ekki síst við bú- skap og ræktun á fjölskyldu- jörðinni Fornusöndum, þar sem hann var í fararbroddi í ræktun lands, sauðfjár og hrossa. Magnús verður jarðsunginn í Grafarvogskirkju í dag, 11. febr- úar 2022, klukkan 15. Hlekkir á streymi: https://streyma.is/streymi/ https://www.mbl.is/andlat Magnús verður jarðsettur í Eyvindarhólum undir Eyjafjöll- um. úsar og Margrétar eru: 1) Tinna Ósk, blikksmiður og vél- stjóri, f. 1989. Börn hennar og Victors Guerra eru Rebekka Sól, f. 2007, og Mar- grét Þórhildur, f. 2009. Eiginmaður Tinnu er Andri Már Jóhannsson, f. 1975. Börn hans eru Ólöf Birna, Andri Björn og Ívar Breki. 2) Vilborg Inga við- skiptafræðingur, f. 1993. Unnusti hennar er Marteinn Gauti Kára- son, f. 1994, barn þeirra er Bjart- ey Vaka, f. 21.5. 2021. 3) Margeir nemi, f. 1996. 4) Kolbrún Sóley nemi, f. 1998. 5) Þorgeir nemi, f. 2003. Magnús ólst upp í Steinum 4 og gekk í skóla í Skógum. Hann stundaði síðan ýmis störf, var m.a. háseti á Bylgjunni VE þrjár vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum. Hann lét ævinlega til sín taka í sveitastörfum á sumrin. Lífsstarf Magnúsar varð blikksmíði. Hann starfaði um árabil hjá Blikki og stáli, en gekk til liðs við Finnboga bróður sinn í Stjörnublikki árið 1991. Með dugnaði og áræði Fallinn er frá tengdafaðir minn og vinur Magnús Þór Geirs- son, Maggi Geirs eins og hann var oftast kallaður. Langri baráttu við illvígan óvin er lokið þrátt fyr- ir hetjulega baráttu allt til síðasta dags. Ég kynntist Magga fyrir rúm- um 20 árum þegar ég ákvað að fá mér þægilega sumarvinnu í Stjörnublikki. Þar tók á móti mér hvass og beinskeyttur maður með sterka nærveru. Hann talaði aldrei í kringum hlutina og kom hreint og beint fram, þetta feng- um við strákarnir sem unnum hjá honum oft á tíðum að reyna. En þessi hreinskiptni hafði þau áhrif að þú vildir ekki bregðast honum og það ber vott um hve miklum leiðtogahæfileikum hann bjó yfir. Maggi var hjartað og sálin í Stjörnublikki og átti hann í góð- um persónulegum samskiptum við viðskiptavini um allt land. Ósjaldan var Maggi með kúnna á spjalli í kaffistofunni að kryfja þjóðfélagsmál, en þau voru hon- um hugleikin eins og svo mörg önnur mál sem hann hafði sterk- ar skoðanir á. Skemmtilegast var þó þegar stjórnmálafólk á röng- um væng í pólitíkinni lét sjá sig rétt fyrir kosningar. Þegar Maggi var búinn að þruma yfir það án þess það fengi rönd við reist þá mundi það gjarnan skyndilega að það þyrfti að vera á einhverjum öðrum stað og lét sig hverfa. Svona var hann Maggi, sagði sínar skoðanir og oft með hástöfum. Stjörnublikk var hans annað heimili, en þar var hann öllum stundum og ekki óalgengt að sjá hann standa við rilluvélina. Ég hélt reyndar lengi vel að Maggi væri sá eini í heiminum sem kynni eitthvað á þessa vél því ef einhver vogaði sér svo mikið sem að hugsa um að fara í hana þá gat sá hinn sami átt von á því að fá nokkur vel valin orð í eyra. Maggi átti í góðu sambandi við starfsfólk sitt og þótti gott að vinna hjá honum. Portúgalar eru ríflega helmingur þess og gekk Magga vel að eiga samskipti við þá á einhvers konar íslensk- ensku. Ef það dugði ekki til þá bandaði hann höndum í allar áttir og lét nokkur vel valin blótsyrði fylgja með og þá skildu hann allir. Ég hef stundum sagt að Maggi hafi ekki verið fyrir viðkvæma. Hann var harður og sagði skoð- anir sínar umbúðalaust við hvern sem er og bar ekki tilfinningar sínar utan á sér. En Maggi var hlýr, tilfinningaríkur og ávallt reiðubúinn að rétta öllum hjálp- arhönd. Fjölskyldan var honum allt og sérstaklega var honum umhugað um að börnum hans liði vel og þau vanhagaði ekki um neitt. Ég mun sakna reglulegu símtalanna frá Magga þar sem hann spurði út í Tinnu og börnin og lagði lífsreglurnar ásamt góðu spjalli. Fyrst og fremst mun ég sakna góðs vinar sem reyndist mér vel. Ég er þakklátur fyrir góðar minningar sem munu lifa að eilífu og ylja mér um hjarta- rætur. Ég var lánsamur að eiga Magga að. Hvíl í friði góði vinur. Andri Jóhannsson. Elsku bróðir, mágur og frændi. Það er sárt að komið sé að kveðjustund, kveðjustundinni sem maður hefur vitað af lengi en alltaf vonað að kæmi aldrei. Þú sem varst sannarlega vinur vina þinna, hjartahlýr og greiðvikinn. það var okkar gæfa okkar að eiga þig að. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við þökkum Magga fyrir sam- fylgdina í lífinu og hugsum hlýtt til þeirra stunda sem við fengum að njóta saman. Möggu, börnum og öðrum ást- vinum Magga sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Guðlaug og fjölskylda, Þórunn Sif og fjölskylda. Það er óraunverulegt að elsku bróðir sé farinn, aðeins sextugur. Glíman við krabbamein hefur verið löng og ströng. Bróðir ætl- aði að sigra veikindin með æðru- leysi og lífslöngun. Hann átti svo margt eftir ógert og að njóta, þegar styttist í starfslok. Maggi var einn níu systkina sem komust til fullorðinsára, við misstum þrjá bræður á barnsaldri. Bróðir okk- ar Magnús lést úr hvítblæði að- eins fjögurra ára og Magnús Þór var skírður í höfuðið á honum. Foreldrar okkar byggðu um sama leyti nýtt íbúðarhús á Stein- um undir Eyjafjöllum og þar ól- umst við upp við gott atlæti. Bróðir varð strax ákveðinn og sjálfstæður og var alla tíð. Hann gat jú verið dómharður um menn og málefni, oftast ef hann taldi menn ekki leggja sig fram. En undir niðri var hann mannvinur og mikill vinur vina sinna. Þegar bræður mínir Magnús og Finn- bogi stofnuðu blikksmiðjuna Stjörnublikk jukust samgangur og samfylgd. Í framhaldi keypt- um við jörðina Fornusanda undir Eyjafjöllum. Finnbogi var höfuð fyrirtækisins, Magnús var hjarta þess og frábært starfsfólk í gegn- um tíðina auðvitað sál þess. Þeg- ar við hófum hobbíbúskap á Fornusöndum varð bróðir allt í öllu. Hann stjórnaði og réði, en oft fékk hann vingjarnlegt sam- þykki eftir á. Hrossarækt tengdi okkur sérstaklega og við skröf- uðum margt um það áhugamál. Hann náði góðum árangri í rækt- uninni. Ekki má gleyma þætti Magga bróður í stórátaki Eyfell- inga í uppræktun á Almenning- um í Þórsmörk. Hjálpsemi hans var einstök. Kraftur og dugnaður Magga smitaði okkur sem dvöld- um í sveitinni. Hans góða fjöl- skylda stóð með honum í þessu eins og öllu öðru. Maggi dvaldi í sveitinni frá Co- vidbyrjun fram á síðasta haust. Það var honum mikil lífsfylling að dvelja þar með Möggu og börn- unum. Ég fór austur í sauðburð sl. vor. Þá var elsku bróðir orðinn veikari, en áhuginn á sauðfénu leyndi sér ekki. Þá varð Maggi einmitt sextugur. Í morgunsárið 9. maí fórum við ásamt fjölskyldu hans upp á Eyjafjallajökul í björtu og stilltu veðri. Útsýnið er ógleymanlegt í allar áttir af toppi jökulsins. Ég varð svo ánægður að Maggi skyldi ná þessu þrátt fyrir mikil veikindi. Þegar við komum til baka urðu fagnaðar- fundir og fjölskyldur okkar fögn- uðu honum með veislu. Hér verð- ur líka að nefna hjálpsemi og vináttu vinanna mörgu í sveitinni í veikindum hans. Maggi var mikill gæfumaður í einkalífi. Margrét kona hans stóð með honum eins og klettur, sem og börnin þeirra. Bróðir var ætíð mikill fjölskyldumaður og mið- punktur sinna nánustu og stór- fjölskyldunnar. Fráfall hans er okkur öllum mikill harmur og systkini mín hafa beðið mig að færa þakkir fyrir allt og allt. Elsku bróðir, lífið heldur áfram, en verður aldrei eins án þín. Þú varst ekki bara bróðir, þú varst einstakur vinur. Elsku Magga, Tinna, Vilborg, Margeir, Kolbrún, Þorgeir og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi, minningin um einstakan mann mun lifa. Samúðarkveðjur til ykk- ar allra frá okkur Dagnýju, Davíð Þór, Ingu Huld og fjölskyldu. Meira á www.mbl.is/andlat Tryggvi bróðir. Maggi Geirs, eins og hann var ætíð nefndur, varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi eftir tólf ára hetjulega baráttu. Lengi vel var haldið í vonina að hann kæmist yfir þessi erfiðu veikindi, því Maggi lét sem veik- indin væru bara hluti af vinnunni og á þeim skyldi tekið. Hann var ekki maður kvartana og gerði líka þær kröfur til annarra. Maggi var mikill búmaður, í frístundum sínum ásamt fjöl- skyldunni á Fornusöndum, bú- garði þeirra bræðra, lagði hann grunn að góðri ræktun á bústofni og sérstaklega á sauðfénu, sem var hans ær og kýr. Vinnudagurinn var æði oft langur, oftar en ekki var farið beint úr blikkinu og í sveitina og unnið langt fram á kvöld ef ekki fram á nótt. Mér er minnisstætt þegar ég lenti eitt sinn í heyskap með Magga og bindivélin hnýtti ekki sem skyldi, varahlutir voru ekki til, en Maggi var ekki lengi að leysa það mál, ég ætti bara að keyra á eftir honum og flauta þegar vélin sleppti úr hnýting- unni. Í stuttu máli gekk þetta bara vel og allir baggar vel hnýtt- ir og pakkaðir að kvöldi dags. Maggi lét verkin tala og honum varð ekki haggað þegar hann var búinn að ákveða eitthvað. Þótt Maggi væri dálítið hrjúfur á yfirborðinu var hann samt mjög bóngóður og ætíð tilbúinn að hjálpa ef til hans var leitað. Þakklæti er efst í huga okkar Kristínar þegar við kveðjum Magga, hann mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo að margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kæri mágur og bróðir, hvíl í friði. Innilegar samúðarkveðjur elsku Magga og fjölskylda. Ólafur og Kristín. Það er erfitt að koma hugsun- um sínum í orð á kveðjustundum sem þessari og ég vildi óska þess að kveðjustundin hefði komið seinna. Maggi var besti frændi sem ég hefði getað eignast og það er skrýtið að hugsa til framtíð- arinnar án hans. Við Maggi áttum óteljandi góð- ar stundir saman í gegnum árin en hann byrjaði snemma að taka mig með í sveitina. Það skipti engu máli hvort hann hefði boðið mér eða ég hringt til að spyrja hvort ég mætti koma með, hann sagði aldrei nei og var alltaf til í að taka mig með. Ég beið alltaf spennt eftir því að hann kæmi að sækja mig, biðin gat stundum orðið ansi löng því „ég er á leið- inni“ gat verið mjög sveigjanlegt hugtak hjá Magga en það skipti engu máli. Þegar í sveitina var komið nutum við svo lífsins, alveg sama hvort við værum í ævin- týralegum skreppiferðum, á kjaftatörn í traktornum eða sitj- andi í sófanum með snakk og ídýfu fyrir framan sjónvarpið að slappa af eftir langan dag. Maggi var ákveðinn maður og hafði fastmótaðar skoðanir sem hann hikaði ekki við að deila með öðrum. Við vorum ekki alltaf á sömu skoðun en gátum verið sammála um að vera ósammála. Ég var svo heppin að fá að kynn- ast mörgum af bestu hliðum Magga í gæðastundunum okkar í sveitinni og fyrir það er ég þakk- lát. Þegar ég var yngri grínaðist fjölskyldan oft með að Maggi væri átrúnaðargoðið mitt en ég átti það til að taka því sem hann sagði sem heilögum sannleik og svaraði þá foreldrum mínum með „en Maggi frændi segir …“ ef ég var ekki sammála þeim eða þeirra skoðunum. Ef ég var mjög reið út í foreldrana eða systur mínar sagðist ég alltaf ætla að flytja til Magga frænda og að minnsta kosti einu sinni var ég stoppuð í bræðiskasti neðst í götunni heima, þriggja ára á nærfötunum og í stígvélum með bakpoka á bakinu með dúkkufötum og dúkk- una sem fötin tilheyrðu í fanginu, á hraðferð til Magga frænda. Magga fannst þetta víst mjög fyndið og flissaði í hvert skipti sem sagan var sögð eftir það. Allir sem kynntust Magga geta verið sammála um að hann var góð manneskja sem sýndi væntumþykju sína í gjörðum frekar en orðum. Hann var sterk- ur persónuleiki, traustur og þol- inmóður með mikinn húmor. Fjölskyldan var honum mikilvæg og hann var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir fjölskyldu og vini. Hann var alltaf til staðar fyrir mig þeg- ar ég þurfti á því að halda, engu skipti hvort hann þyrfti bara að hlusta á mig eða vera með mér en Maggi var örlátur á tíma sinn og kenndi mér svo ótalmargt og ég er svo þakklát fyrir það. Elsku Maggi takk fyrir allt. Ég votta Möggu og fjölskyldu inni- lega samúð mína. Arna Rán Þ. Guðlaugardóttir. Maggi föðurbróður minn er dáinn eftir margra ára baráttu við krabbamein. Þó að ljóst hafi verið í hvað stefndi síðustu mán- uði þá er þetta samt svo óraun- verulegt og erfitt að trúa að hann sé farinn. Hann var okkur svo kær, hans nánustu fjölskyldu sem stóð þétt við bakið á honum sem og systkinum hans, vinum og kunningjum því hann snerti líf svo margra á jákvæðan hátt. Ég kynntist Magga vel í gegn- um tíðina, þær voru ófáar ferð- irnar með honum í sveitina, að Steinum, sem voru farnar um helgar og á sumrin í minni barn- æsku. Síðar vann ég í Stjörnu- blikki nokkur sumur á mennta- og háskólaárunum. Maggi var sérlega ósérhlífinn og bjóst við því sama af öðrum – bæði í sveit- inni og í vinnunni en hann hafði einstaklega gott lag á fólki, hann hafði alltaf hlý orð eða hönd yfir öxlina þegar hlutirnir voru erfið- ir, maður vann meira fyrir hann en nokkuð annað. Hann átti auð- velt með að ná til fólks á öllum aldri, nokkuð sem ekki öllum er gefið. Hann hafði svo góða og þægilega nærveru. Það var alltaf hægt að ræða alla mögulega hluti við hann, bæði persónulega og al- mennt, því þótt hann hefði vissu- lega sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum þá bar hann virðingu fyrir skoðunum annarra. Sambandið minnkaði þau ár sem við fjölskyldan bjuggum er- lendis. Eftir að við fluttum heim nutum við þess að heimsækja þau Möggu að Fornu-Söndum, þar var okkur alltaf vel tekið og auð- séð hvað fjölskyldan undi sér vel í sveitinni. Samtöl okkar voru ófá, þá sérstaklega þegar meinið kom svona endurtekið, en það var ekki bara rætt um það, ósjaldan rædd- um við um börnin okkar og maður fann hvað hann var stoltur af þeim öllum. Hann hélt líka í von- ina til hins síðasta að það væri alltaf hægt að gera eitthvað, lífs- viljinn var mikill hjá honum. En nú verða samtölin ekki fleiri, söknuður okkar allra er mikill, hann var tekinn alltof snemma. Þetta verður þó erfiðast fyrir hans nánu fjölskyldu en minningin um góðan vin og frænda lifir. Ég votta Möggu og börnunum mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Samúðarkveðjur frá okkur Önnu, Kolbrúnu, Ásu og Tryggva. Geir Tryggvason. Ég kveð í dag kæran vin sem fallinn er frá alltof fljótt. Magnús Geirsson var blikk- smiður, bóndi og ræktunarmaður sem undi sér best í sveitinni sinni á Fornusöndum. Sumir menn geta sagt hluti sem aðrir geta ekki, Maggi var einn þessara manna. Hann sagði hlutina umbúðalaust á hreinni ís- lensku. Fyrir nokkrum árum sagði hann við mig: „Það er skelfilegt að sjá hvað þú ert alltaf illa ríðandi Sævar, það er best að ég láni þér meri til þess að halda.“ Ég hélt merinni og fékk undan henni einn af mínum traustustu hestum. Þetta dæmi lýsir Magga mjög vel. Hann var traustur vin- ur sem alltaf var hægt að leita til. Ég vil að leiðarlokum þakka honum samfylgdina í gegnum ár- in. Möggu og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Sævar Kristjánsson. Í dag kveðjum við Magnús Þór Geirsson eða á Magga á Söndum eins og hann var kallaður hér fyr- ir austan. Hann féll úr þeim sjúk- dómi er leggur alltof marga snemma að velli. Hann tókst á við hann af bjartsýni og þrautseigju. Magnús Þór Geirsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT EGGRÚN ARNÓRSDÓTTIR viðskiptafræðingur, lést mánudaginn 7. febrúar á líknardeild Landspítalans. Útförin verður auglýst síðar. Arnór S. Árnason Marta María Skúladóttir Margrét Laufey Arnórsdóttir Skúli Snær Arnórsson Emma Arnórsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.