Morgunblaðið - 11.02.2022, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
✝
Erla Jóna Sig-
urðardóttir
fæddist á Kópa-
skeri 7. janúar
1943. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 29. janúar
2022. Foreldrar
Erlu voru hjónin
Þórhalla Gunn-
arsdóttir frá Skóg-
um í Öxarfirði, f.
1923, d. 2007, og Sigurður Jó-
hannesson frá Hofsstöðum í
Skagafirði, f. 1925, d. 2016, sem
ættleiddi hana unga og gekk
henni í föðurstað.
Systkini Erlu eru Kristrún, f.
1948, og Hannes Gunnar, f. 1955.
Blóðfaðir Erlu var Sigurður
Sigurðsson frá Landamóti í
Köldukinn, f. 1922, d. 1986. Hálf-
systkini Erlu samfeðra eru Anna
Sigrún, f. 1946, d. 1952, Svandís,
Bjarki Hrafn, f. 15. júní 2009, og
Aron Örn, f. 4. desember 2014.
Eftir hefðbundna grunn-
skólagöngu lauk Erla gagn-
fræðaprófi frá Kvennaskólanum
í Reykjavík árið 1960. Hún vann
ýmis skrifstofustörf í Reykjavík
og starfaði veturinn ’63-’64 í
Kaupmannahöfn. Lengst af
starfaði hún hjá Lífeyrissjóði
verkfræðinga og lauk þar starfs-
ævi sinni árið 2010 þegar hún fór
á eftirlaun.
Barnabörnin voru Erlu afar
kær og var það brýnt forgangs-
mál hennar að vera sem mest
með þeim í lífi og leik. Erla var
mikill dýravinur og náttúruunn-
andi, stundaði útiveru og hugaði
vel að heilsunni. Hún var menn-
ingar- og listunnandi, lét sér
annt um íslenskt mál, hlustaði á
góða tónlist, prjónaði af listfengi
og las bókmenntir af kappi.
Sumarbústaður sem þau hjón
reistu í landi Valbjarnarvalla á
Mýrum í Borgarfirði átti hug
hennar og hjarta og var henni
mikill sælureitur.
Útför Erlu fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 11. febrúar
2022, og hefst athöfnin kl. 11.
f. 1947, d. 2021,
Klara Sigríður, f.
1952, Sigurður
Marteinn, f. 1954,
Þormóður, f. 1959,
og Baldvin Her-
mann, f. 1964.
Erla giftist 8.
október 1966 Sig-
urði Hafsteini
Benjamínssyni, f. 8.
febrúar 1942, d. 9.
júní 2009. Synir
þeirra eru: 1) Árni Þór mat-
reiðslumeistari, f. 13. ágúst 1970,
kvæntur Freygerði Önnu Ólafs-
dóttur viðskiptafræðingi, f. 25.
maí 1974. Börn þeirra eru Eva
Rún, f. 21. febrúar 1998, Sigþór
Óli, f. 12. desember 2000, og
Arnar Freyr, f. 23. maí 2003. 2)
Guðmundur organisti, f. 12. apríl
1972, kvæntur Pálínu Margréti
Hafsteinsdóttur hagfræðingi, f.
28. janúar 1976. Synir þeirra eru
Eva svaf í la-z-boy-stólnum
kuðluð upp með eina af peysunum
hennar ömmu yfir sér. Djúpur og
stöðugur andardráttur Árna þar
sem hann svaf á bedda, lág-
stemmd tónlist og tifið í klukk-
unni á veggnum var róandi. Það
var himnesk friðsæld sem sveif
yfir þessar síðustu stundir. Erla
hafði ekkert vaknað allan daginn,
það varð smám saman lengra á
milli andardrátta og þeir urðu
grynnri. Hjúkrunarfræðingar og
sjúkraliðar litu reglulega inn og
spurðu hvort eitthvað væri hægt
að færa okkur og huguðu að vel-
ferð hennar. Struku handleggi og
fætur til að meta ástandið, hug-
ulsemin og manngæskan allsráð-
andi. Ég velti fyrir mér hjarta-
gæskunni og hlýjunni sem þessir
starfsmenn búa yfir. Þetta var
skrýtinn tími, notaleg stund, við
vorum stödd í auga stormsins.
Undanfarnir dagar höfðu verið
eins og að standa úti í hríðarbyl,
nú var allt hljótt en fram undan
fárviðri. Það má segja að allt
kvöldið hafi verið fallegt í sjálfu
sér. Ég sat í stól við höfðalagið og
strauk henni um höfuðið, Eva hélt
um hendurnar á henni og Árni las
róandi röddu upp úr bók. Tíminn
stóð kyrr og þetta andartak var
enginn í heiminum nema við. Arn-
ar kom og kvaddi hana með ein-
staklega fallegum orðum, rifjaði
upp gamlar minningar, ástúðin
skein í gegnum röddina. Sigþór
Óli var með okkur í gegnum netið,
fastur í einangrun með Covid. Ég
setti símann í fangið á Erlu og
fannst eitthvað táknrænt og fal-
legt við það, eins og hún héldi á
barnabarninu í örmum sínum í
síðasta sinn.
Morguninn eftir fjarlægðist
Erla smám saman. Þegar and-
látsstundin nálgaðist söfnuðumst
við sem þarna vorum stödd enn
þéttar í kringum rúmið og héld-
um í hana hvar sem því varð við
komið. Ég hringdi í Sigþór og
Arnar og þeir fylgdust með þegar
lífið fjaraði út. Við urðum vör við
stóran hóp af smáfuglum sem
flaug um fyrir utan gluggann.
Einn þeirra settist á þakskyggnið
og þegar Erla andaði frá sér í síð-
asta skiptið flaug hann af stað upp
í himininn í átt til sólar. Við vorum
mörg með henni á andlátsstund-
inni, bæði í eiginlegri og óeigin-
legri merkingu, allir sem hugsuðu
til hennar og okkar þessa stund
voru með okkur. Við umvöfðum
hana og fylgdumst með þegar
andinn yfirgaf líkamann. Það var
bjart úti og yfir henni var mikil
friðsæld, stundaglasið var tæmt.
Erla skilur eftir sig djúp spor í
lífi margra. Hún var með dillandi
hlátur og blítt bros. Hún var
hvatningarkona, stappaði stálinu í
sitt fólk, trúði á að því gengi vel og
sú trú smitaði út frá sér. Setn-
ingar eins og „þú átt eftir að
standa þig“ og „þetta mun ganga
vel“ voru henni tamar. Henni var
vellíðan sinna nánustu alltaf efst í
huga og gerði allt sem hún gat til
að gleðja fólkið sitt. Hún festi sér í
minni ef einhverjum líkaði við
eitthvað og þegar tækifæri gafst
gladdi hún viðkomandi með því að
baka uppáhaldskökuna, prjóna
vettlinga, útbúa sultu og svo
mætti lengi telja. Hún var líklega
stoltust af hlutverki sínu sem
mamma, amma og tengdamamma
enda var hún það í húð og hár og
gaf afkomendum sínum gott
veganesti út í lífið.
Freygerður Anna Ólafsdóttir.
Elsku amma mús. Eins ljúfa og
góða konu er erfitt að finna, en
hún var virkilega einstök.
Þegar ég hugsa til hennar
vaknar einhver mikil og sterk til-
finning. Hún er eins og stórt
faðmlag, fullt af ást og hlýju. En
þannig var hún amma, eins og
faðmlag. Í hvert sinn sem við hitt-
umst gat ég ekki annað en brosað
út að eyrum, en hún geislaði eins
og sólin af gleði við það að sjá fjöl-
skylduna sína. Hugsunin ein kall-
ar fram bros hjá mér.
Amma hafði gaman af því að
heyra hvað við vorum að bardúsa,
hvort sem það var í vinnu, námi
eða daglegu lífi. Hún sýndi því
sem við gerðum áhuga – hún
sýndi hvað við skiptum hana
miklu máli. Ég hef og mun alltaf
líta upp til ömmu. Fyrir dugnað-
inn og drifkraftinn, ástina og kær-
leikann – hlýjuna. Hún var svo
hlý. Með hjartað á réttum stað.
Amma var mjög næm á fólkið í
kringum sig, alltaf einu skrefi á
undan. Hún vissi hvað maður
þurfti áður en maður vissi það
sjálfur. Hún gat dekrað endalaust
við okkur. Hún birtist oft skæl-
brosandi í anddyrinu heima með
nýbakaða köku, eða jafnvel
handáburð þegar kalt var í veðri.
Amma kunni nú líka alveg að
dekra við sjálfa sig. Heitt bað og
góð íslensk bók voru hennar yndi,
með ilmandi krem og varasalva
innan handar. Andrúmsloftið í
kringum hana var alltaf huggu-
legt og rólegt. Ég fylltist af svo
notalegri tilfinningu í návist
hennar.
Amma elskaði náttúruna og
dýrin, en minningarnar sem ég á
úr sveitinni með henni og afa
Sigga eru ómetanlegar. Æska
mín er lituð af sumarbústaðar-
ferðum með þeim, kvöldgöngum,
kexi og bollasúpu. Fuglarnir og
mýsnar voru í miklu uppáhaldi
hjá henni, en samband ömmu við
gæludýrin okkar fjölskyldunnar
þykir mér sérstaklega vænt um.
Hún horfði á þau sem hluta af fjöl-
skyldunni sinni og var þeim svo
góð.
Að kveðja ömmu hefur verið
mér verulega erfitt, en þó und-
arlega ljúft á sama tíma. Ljúft því
að hin ólýsanlega sorg kemur
vegna þess hversu heitt ég elska
hana. Ég verð ævinlega þakklát
fyrir það góða og fallega samband
sem við áttum. Ekki hefur liðið
dagur í lífi mínu sem ég hef ekki
fundið fyrir væntumþykju henn-
ar.
Það hafa verið forréttindi að
eiga Erlu að sem ömmu. Hún og
afi hafa sannarlega haft mikil
áhrif og mótað mig sem mann-
eskju. Þótt söknuðurinn sé sár þá
er einhver huggun í því að nú séu
þau loksins saman aftur.
Takk fyrir allt amma mús, ég
elska þig.
Eva Rún Freygerðardóttir
Árnadóttir.
Þá hefur Erla okkar kvatt
þennan heim eftir stutta og erfiða
baráttu við krabbamein. Við Óli
eigum sömu barnabörn og hún,
því hittumst við oft. Samveran við
Erlu var alltaf góð og ekki leidd-
ust okkur ferðirnar í bústaðinn í
Borgarfirði. Þau Siggi byggðu
hann frá grunni og eftir andlát
hans tók Árni Þór við viðhaldinu,
byggði pall og setti skjólvegg úr
gleri. Erla var ávallt með í för til
að sjá til þess að allt væri nú rétt
gert og ekki mátti drengurinn
verða matarlaus.
Hún elskaði að fara í berjamó
og átti sína leyndu staði sem
Freyja ein þekkir í dag. Fyrir co-
vid-19 gáfu Árni og Freyja okkur
foreldrunum ferð til Prag. Það
voru dásemdardagar og Erla varð
svo glöð þegar við fundum sama
veitingastað og hún og Siggi
höfðu borðað á. Erla var dugleg
að stunda líkamsrækt, bæði í jóga
og göngutúrum. Það verður
skrýtið að sjá auða stólinn hinum
megin við borðið á aðfangadag og
við fleiri tækifæri.
Erla var mikill dýravinur og
elskaði bæði hundinn Mosa og
kettina þrjá þó að Lóra væri í
uppáhaldi. Hún var dugleg að
koma og passa kettina þegar fjöl-
skyldan í Gnitakór þurfti að
skreppa burt fáeina daga. Oftast
þegar við hittum Erlu var hún
með prjónadótið; peysa á Evu
Rún og Sigþór Óla, húfa á Arnar
Frey og sokkar og vettlingar
fylgdu ef til vill með. Erla var
glaðlynd kona og naut þess að
fara í leikhús og vera í góðra vina
hópi. Við þökkum Erlu fyrir sam-
fylgdina og biðjum Guð að blessa
fjölskyldu hennar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem)
Við sendum Árna Þór, Freyju,
Evu Rún, Arnari Frey, Guð-
mundi, Pálínu, Bjarka Hrafni og
Aroni Arnari okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Margrét og Ólafur Þór.
Erla Jóna
Sigurðardóttir
Hann var lærður blikksmiður
og stofnaði fyrirtækið Stjörnu-
blikk með Finnboga bróður sín-
um, er það öflugt fyrirtæki í þeim
geira. Þeir fengu oft stór verkefni
víða um land og þurfti Maggi oft
að fara á staðinn að mæla upp
verkið og semja. Vílaði hann ekki
fyrir sér að keyra hundruð kíló-
metra og strax til baka aftur.
Maggi var ósérhlífinn og dugnað-
arforkur.
Fyrir allmögrum árum keyptu
þeir bræður Fornusanda og
byggðu þar hvor sitt íbúðarhúsið
og héldu þar hross og sauðfé.
Maggi sá um búskapinn. Eldri
hús voru endurbætt og nýjum
húsum bætt við. Tún stækkuð og
endurræktuð og gróðursettur
trjágróður við húsin og heimreið-
ina. Í dag eru Fornusandar eitt af
best hýstu og snyrtilegustu býl-
um sveitarfélagsins.
Maggi var mikill hesta- og
ræktunarmaður og átti góð hross
sem hlutu háa dóma og gerðu
gott á mótum. Hann hafði metnað
til að hafa fallegt og vel gert fé og
keypti hrúta og gimbrar til kyn-
bóta, fórum við saman í nokkrar
þannig ferðir. Maggi var mikill
bóndi í sér og fór vel með sínar
skepnur.
Hann gat haft sterkar skoðan-
ir á mönnum og málefnum og
sagði þær umbúðalaust við hvern
sem í hlut átti. Hann var einn af
þeim sem staðið hafa fyrir upp-
græðslu á Almenningum. Á hann
stóran þátt í þeim góða árangri
sem þar hefur náðst. Nú blasir
vel við á Almenningum vel gróið
land með fjölbreyttum gróðri
sem áður voru moldarfoldir og
svartir sandar. Hans verður sárt
saknað þegar farið verður í
áburðardreifingu í vor og smala-
mennskur í haust.
Fjölskyldan á Fitjarmýri
kveður góðan nágranna og vin
sem fór alltof fljótt og þökkum
honum fyrir samfylgdina. Vottum
Möggu, börnum og systkinum
innilega samúð okkar.
Baldur Björnsson.
„Mér finnst ég varla heill né
hálfur maður“.
Þannig hefst þekkt kvæði Vil-
hjálms Vilhjálmssonar, Söknuð-
ur, sem margir þekkja.
Þannig er líðan mín er ég sest
niður til ritunar á minningarbrot-
um um Magnús Þór Geirsson vin
minn sem féll frá af völdum
krabbameins aðeins sextugur að
aldri þann 29. janúar síðastliðinn.
Við Maggi höfum þekkst frá
barnæsku, hann frá barnmörgu
heimili, Hvoltungu undir Eyja-
fjöllum, og ég frá Ásólfsskála í
sömu sveit.
Maggi var viðskipta- og versl-
unarmaður, lærði blikksmíði og
stofnaði með Finnboga bróður
sínum fyrirtækið Stjörnublikk
sem í dag er stærsta blikksmiðja
landsins. Þar var minn maður á
heimavelli, góður í að halda fólk,
sá tækifærin víða og lét verkin
tala. Er fyrirtæki þeirra bræðra
til fyrirmyndar og ber eljusemi
og atorku einkaframtaksins fag-
urt vitni.
Það var gott að eiga Magga að
við uppbyggingu okkar hjóna hér
að Skálakoti, hann var ráðagóður
og hef ég grun um að heldur hafi
hallað á hann á köflum í viðskipt-
um okkar á milli og er það þakkað
þótt seint sé.
Við Eyfellingar höfum einhent
okkur í að rækta upp og nota af-
réttinn Almenninga inn af Þórs-
mörk. Þar lá Magnús ekki á liði
sínu og verður að öðrum ólöstuð-
um kóngur okkar þar um ókomin
ár og verður aldrei fyllt það skarð
sem hann skildi eftir með fráfalli
sínu.
Maggi var bóndi í bestu merk-
ingu þess orðs, skepnumaður og
ræktandi. Má segja að við flutn-
ing frá Hvoltungu að Fornusönd-
um hafi hafist ævintýraleg upp-
bygging á allan hátt á
byggingum, ræktun og búsmala
sem eftir er tekið.
„En sumarið líður allt of
fljótt“.
Möggu og fjölskyldu vottum
við Jóhanna samúð okkar og
minnumst drengs sem lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna og
afrekaði meira á sinni vegferð en
margur sá sem eftir situr.
Guðmundur Jón Viðarsson.
Ég man fyrst eftir Magga vet-
urinn sem ég var í Skógum.
Seinna hittumst við á fótbolta-
vellinum. Þá var hann einn sá
efnilegasti í héraði og varð býsna
góður; lykilmaður og leikstjórn-
andi. Við kynntumst betur löngu
síðar, í hestamennsku. Síðan hef-
ur verið skemmtileg ferð.
Þegar við Ásta komum með
klárana okkar í Fornusandahúsið
á Heimsenda kynntumst við góð-
um vinum og mögnuðum hestum.
Okkur var boðið á bak heimilis-
hestum sem ég áttaði mig síðar á
að höfðu náð langt á stærstu mót-
um. Með Magga og Finnboga,
fjölskyldu og vinum tóku við
langþráð ævintýri, hestaferðir og
gleðistundir í sveitinni, heyskap-
ur og alls konar lærdómsríkt um-
stang. Til varð vinátta sem þróað-
ist í samhjálp og samstöðu,
kærleika og örlæti.
Maggi Geirs fór hratt yfir.
Verkefni voru næg og dagar
stundum langir. Hann var vakinn
og sofinn í fyrirtæki þeirra
bræðra, hélt sambandi við við-
skiptavini víða um land, stýrði
verkefnum og leit til með starfs-
mönnum. Hann var bóndinn á
Fornusöndum og lagði með
bræðrum sínum grunn að upp-
byggingu og ræktun. Hann var
líka heimilisfaðir og lærimeistari
barna sinna í hestamennsku og
bústörfum. Þessu hefði hann auð-
vitað ekki komið öllu í verk nema
studdur af sinni góðu konu,
Möggu. Hún hélt utan um hópinn
og gerði að lífsstarfi að sjá um
hreiðrið þeirra og börnin fimm
sem nú eru öll komin vel til
manns. Það var samstilltur hóp-
ur, sem studdi af alefli í barátt-
unni við krabbameinið. Fjöl-
skyldan syrgir nú góðan dreng.
Það gerir líka stórfjölskylda níu
systkina þar sem Maggi var lyk-
ilmaður og oftar en ekki leik-
stjórnandi.
Ég sakna góðs vinar. Við átt-
um sameiginlegan áhugann á
dýrahaldi, að geta helst ekki verið
hundlausir og dekra hundinn
fremur of en van. Ég mun sakna
þess að flytja með honum fjöll.
Sakna þess að heyra hann leysa
vandamál í hvelli. Sakna þess að
heyra hann segja álit sitt hrein-
skilnislega, þótt sá sannleikur
væri ekki endilega prenthæfur.
Ég mun ekki endilega sakna alls
sem hann sagði um suma ferða-
klárana mína, en brosi að minn-
ingunni um þegar hann hélt að
eitt minna væri sitt. Trúi í ein-
feldni minni að það hefði gerst
oftar, ætti ég fleiri brún. Ég mun
sakna þess að vera kallaður í hey-
skap og hrossamerkingar, núna!
Og þess að ræða yfir kaffibolla
um mál þessa heims sem eru ekki
lengur merkileg, af því við fund-
um lausnir á þeim öllum.
Elsku Magga, Tinna, Vilborg,
Margeir, Kolbrún, Þorgeir og
fjölskyldan öll, megi allar góðar
vættir styrkja ykkur í þungum
harmi. Takk fyrir allt og allt kæri
vinur. Megi aðalfararstjóri þessa
heims gera þér góða ferð í blóma-
brekkuna. Ég er viss um að þar
eru gæðingar á beit með öllum
reiðtygjum, tilbúnir í túrinn.
Samúel Örn Erlingsson.
Fallinn er frá heiðursmaður,
Magnús Geirsson, kenndur við
Fornusanda. Við kynntumst er
við unnum í gamla sláturhúsinu á
Hellu og héldust þau kynni óslitið
síðan. Magnús var greiðvikinn og
alltaf boðinn og búinn að gera það
sem hann var beðinn um. Mikill
bóndi var hann í sér og vildi að
öllum skepnum liði vel. Það var
gaman að koma í fjárhúsin til
hans og sjá hve allt var snyrtilegt
og féð vel alið. Magnús átti stóran
þátt í því að afréttur Vestur-Ey-
fellinga, Almenningar, var
græddur upp. Hann var talinn
hálfgerð eyðimörk en er nú upp-
græddur og einn best gróni af-
réttur á landinu.
Magnús glímdi við erfiðan
sjúkdóm undanfarin ár en tók
honum með miklu æðruleysi.
Blessuð sé minning hans.
Sigmar Sigurðsson.
Þær rifjast upp minningarnar
sem við Magnús eigum saman
þegar ég set nokkur kveðjuorð á
blað. Merkilegt hvað hann var
orðinn líkur föður sínum Geir í
Hvoltungu. Ég var að koma
gangandi upp Bæjarölduna á Al-
menningum innan Þórsmerkur.
Maggi hafði staðið þar efst uppi
að virða fyrir sér fegurðina allt
um kring. Tindfjöll og Einhyrn-
ingur vestan við Hattfell á
Emstrum er ægifögur sjón.
Hann gekk á móti mér og leit á
mig sem aðskotahlut á myndinni
sem hann sá niður Kápu með
Rjúpnafell á vinstri hönd, Þórs-
mörk handan Ljósár og Eyja-
fjallajökul sem fyllti út myndina í
hásuðri. Hann veifaði kumpán-
lega þegar hann gekk á móti mér.
Þarna sá ég eftirmynd föður
hans sem ég man svo vel þegar
Geir kom gangandi frá Hvolt-
ungu niður á hlaðið í Steinum.
Þarna upplifði ég sömu holl-
inguna á þeim feðgum. Nettir á
velli, berhöfðaðir og gengu hæg-
um skrefum undan brekkunni og
horfðu stutt fram fyrir sig með
höfuðið hallandi fram. Almenn-
ingar voru fóstraðir af Magga og
Mumma í Skálakoti. Þeim hafði
Magnús gefið allt það besta sem
hann gat gefið landinu sínu sem
hafði fóstrað hann sjálfan handan
jökulsins undir háu hamrabelti.
Þar sem norðanáttin hvín í Ingi-
mundi og hlífir engu. Þannig var
Maggi líka, hann umvafði sitt
með hlýju og dugnaði. En það
hvein í honum þegar óréttlæti og
ósannindi hjuggu að honum eða
landinu sem hann unni. Hann
horfði á Ingimund öll sín upp-
vaxtarár og þeir voru báðir jafn
harðir af sér. Mig grunar að vin-
ur minn hafi aldrei bognað, ekki
frekar en Ingimundur, þegar
hann lýsti skoðunum sínum.
Hann gaf aldrei eftir og stóð allt-
af með sjálfum sér eins og vinur
hans sem reis upp úr hamrabelt-
inu yfir æskuheimili hans undir
Eyjafjöllum. Oft töluðum við
saman í síma og Maggi notaði
tímann vel til að koma þingmann-
inum í skilning um skoðanir sín-
ar. Við vorum báðir þrjóskir.
Skoðanir hans voru ekki faldar í
gagnslausum umbúðum. Skoðan-
ir Magga í Hvoltungu voru um-
búðalausar og lausar við óþarfa
orðagjálfur. Ég mun sakna þess
að hann stappar ekki lengur í mig
stálinu. Ég mun líka sakna þess
þegar við smölum Almenninga í
haust að þá verði Maggi ekki
lengur með puttana í hangikét-
inu. Hann vaggar sér heldur ekki
lengur með Möggu í faðminum
yfir dúndrandi gítarspili á föstu-
dagskvöldi í Húsadal. Svo ekki sé
talað um hlátrasköllin yfir sög-
unum af sveitungum okkar.
Hann mun ekki keyra upp á Bæj-
arölduna og horfa yfir upp-
græðsluna sem hann var svo
stoltur af. Sem hann og bændur
undir Vesturfjöllunum græddu
upp af kærleika við landið og
gáfu þeim langt nef sem sögðu
uppgræðsluna ekki mögulega.
Þeir sýndu landinu virðingu og
breyttu orfoka öldum í grænt
beitarland sem gefur af sér falleg
lömb á hverju hausti. Nú hverfur
Maggi af vettvangi en Almenn-
ingar standa af sér alla sorg og
norðanbál. Síðasta samvera okk-
ar gleymist mér aldrei frekar en
vináttan. Ingimundur stendur
enn keikur upp úr hamrabeltinu
yfir æskuheimilinu. En minn
maður bognaði fyrir illvígu
krabbameininu sem lagði sterk-
an mann að velli. Ég votta
Möggu, börnum þeirra og fjöl-
skyldu hjartans samúð.
Ásmundur Friðriksson.