Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 ✝ Davíð Bene- dikt Gíslason fæddist í Reykja- vík 30. desember 1969. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi 29. janúar 2022. Foreldrar hans eru Gísli Bene- diktsson, f. 1947, d. 2016, og Eva María Gunnars- dóttir, f. 1949. Systir hans er María, f. 1974. Eiginmaður hennar er Einar Kristinn Hjaltested, þau eiga fimm börn. Eiginkona Davíðs er Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, f. 23. mars 1970. Börn þeirra eru: 1) Eva Björk, f. 1994. 2) Þorgeir Bjarki, f. 1996, unnusta hans er Guðrún Ásgeirsdóttir og dóttir þeirra Brynhildur Ýr, f. 2021. 3) Anna Lára, f. 2000, unnusti hennar er Viðar Snær Viðarsson. 4) Benedikt Arnar, f. 2003. Foreldrar Brynhildar eru Þorgeir Pálsson, f. 1941, og Anna S. Haraldsdóttir, f. 1942. heimtufyrirtækisins Gjald- heimtunnar. Árið 2006 keypti Gjaldheimtan innheimtufyr- irtækið Momentum og var Dav- íð framkvæmdastjóri þeirra beggja til æviloka. Davíð var skipaður af Hér- aðsdómi Reykjavíkur í slita- stjórn Kaupþingsbanka í maí 2009 og starfaði í slitastjórn- inni til ársloka 2013. Davíð var 2018 kosinn af bæjarstjórn Sel- tjarnarnes formaður yfirkjör- stjórnar til fjögurra ára. Áður hafði hann komið inn sem vara- maður yfirkjörstjórnar 2014. Davíð var mikill handbolta- unnandi. Hann lék allan sinn feril með meistaraflokki Gróttu, utan tveggja ára þar sem hann lék með Fram. Þá lék hann með öllum yngri landsliðum íslands. Um tíma sat hann í stjórn handknatt- leiksdeildar Gróttu. Davíð gegndi trúnaðarstörfum fyrir Handknattleikssamband Ís- lands frá 2007, var formaður laganefndar HSÍ, sat í stjórn sambandsins og var varafor- maður þess frá 2013. Einnig sat hann í laganefnd ÍSÍ frá 2017 og var formaður þeirrar nefndar frá 2019. Útför Davíðs fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 11. febr- úar 2022, klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Systur Brynhildar eru Sigrún, f. 1964, eiginmaður hennar er Þór Heiðar Ásgeirsson, þau eiga tvær dæt- ur, og Elísabet, f. 1970, hún á tvö börn. Davíð bjó í Hlíð- unum og stundaði nám við Æfinga- deild Kennara- háskóla Íslands en hóf nám í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi þegar fjölskyldan flutti þang- að. Hann brautskráðist frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1989, lauk námi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1995 og hlaut lögmannsrétt- indin 1996. Meðan á námi stóð vann Davíð ýmis sumarstörf, m.a. í verksmiðju Péturs Snæ- lands, Hagvirki og sem fanga- vörður m.a. í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvenna- fangelsinu í Kópavogi. Eftir laganám hóf Davíð störf hjá Almennu málflutn- ingsstofunni en 2003 var hann einn af stofnendum löginn- Ég veit að auðveld ekki alltaf blessuð ástin er því svo ótrúlega flókin þessi mannkind er. Ég er peð í þessu tafli eins og þú. Stundum erfitt er að finna von og trú. Ljósið sem nú lýsir augum þínum úr ljómar eins og sólin eftir svarta skúr. Og þú sérð í gegnum sál mér eins og gler, þar sést vel hvað ég er ástfangin af þér. Elska þig elska þig, já, elska þig. Alveg sama hvernig lífið leikur mig ég trúi að skrifað sé í skýin hvernig fer, að ást mín hafi alltaf verið ætluð þér. Það er komið sumar blómin brosa á móti sól. Sjáðu hvernig lifnar yfir öllum byggð og ból. Og ég finn að ástin sem ég til þín ber lifnar ung og sterk í hjartanu á mér Ljósið sem nú lýsir augum þínum úr ljómar eins og sólin eftir svarta skúr Og þú sérð í gegnum sál mér eins og gler, þar sést vel hvað ég er ástfangin af þér. Brynhildur. Pabbi minn. Elsku besti pabbi minn var tekinn frá okkur alltof snemma. Ég trúi ekki að ég sé að setja saman þennan texta. Þetta er og verður líklega alltaf óskilj- anlegt og svo fáránlega ósann- gjarnt. Pabbi var svo duglegur í bar- áttunni við veikindin frá byrjun til enda. Hann hélt alltaf í sinn kar- akter, var jákvæður, góður og alltaf stutt í brandarana. Kannski ekki hlutlaust mat en pabbi minn var besti pabbi í heimi. Pabbi hefur alltaf verið mín helsta fyrirmynd. Hvernig hann hefur tekist á við verkefni lífsins, gengur beint til verks, alveg sama hvað öðrum finnst og af miklum krafti og alúð. Það var sama hvort það væri dósasöfnun, danspartí, handboltaleikur eða prófatörn, nefndu það, pabbi var mættur og sá líklegast um undirbúning, framkvæmd og frágang. Margir hefðu kannski ranghvolft augun- um yfir því að pabbi þeirra væri alltaf svona virkur þátttakandi en pabbi varð bara svo vinsæll hvar sem hann kom og mér hefur alltaf þótt vænt um að geta deilt svona mörgum viðburðum með honum. Það hætti heldur ekki eftir að ég flutti að heiman. Ég bjó erlend- is í fjögur ár sem var mikið æv- intýri og það leið varla dagur án þess að ég talaði við pabba. Þegar eitthvað var að gerast, gott, slæmt, fyndið eða jafnvel bara eitthvað alveg hversdagslegt, þá voru oftast fyrstu viðbrögð að langa að deila því með mömmu og pabba. Það er nokkuð sem ég og mín systkini erum vön. Við erum mjög samheldin fjölskylda og við getum þakkað pabba fyrir það. Hann var upptekinn maður með marga bolta á lofti hvort sem það var í vinnu, sjálfboðastarfi eða fé- lagslífi en setti fjölskylduna alltaf í forgang. Minningarnar sem við eigum öll saman eru ómetanlegar. Ferðalög, bíóferðir, leikhús, tón- leikar og svo líka bara kvöldmatur heima á Fornuströnd. Ég á þrjú yngri systkini og við erum í raun eins ólík og við erum mörg. Við eigum það samt sameiginlegt að við hlógum alltaf öll jafnmikið að bröndurunum og fíflaganginum í pabba. Við búum nefnilega að því að hafa átt toppeintök fyrir for- eldra og fjölskyldan mín er ein- hver langbesti félagsskapur sem fyrirfinnst. Mér fannst María frænka mín hitta naglann á höfuðið þegar hún sagði að við værum að upplifa heimsendi. Endinn á okkar heimi eins og við þekkjum hann. Nú þurfum við svo að byggja heiminn upp á nýtt án pabba, virðist al- gjörlega ómögulegt núna en ein- hvern veginn munum við finna leið að því saman. Við munum halda áfram að dansa, grínast, ferðast, grilla, hlaupa og njóta al- veg eins og þú pabbi og þú verður alltaf með okkur. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Eva Björk. Pabbi minn var ótrúlegur mað- ur og engin orð fá því lýst hversu ósanngjarnt það er að ég þurfi að skrifa þennan texta. Hann var ekki bara pabbi minn heldur var hann einnig besti vinur minn sem er ekki sjálfsagt. Pabbi var fyrirmyndin mín í svo mörgu og hann kenndi mér svo margt. Hann og mamma sáu til þess að maður varð ástfanginn af handbolta og það tók yfir líf manns. Hann fylgdi mér á öll mót og alla leiki, hvort sem það var uppi í stúku, sem þjálfari eða sem fararstjóri. Ég fékk oft þær spurningar hvort mér þætti það ekki vandræðalegt að hafa hann alltaf með í öllu. Hann var nefni- lega alltaf sá hressasti en á sama tíma lét hann alla fylgja reglun- um. Þó að mér hafi kannski fund- ist það vandræðalegt þá er ég nú svo stolt af því að hann kenndi mér að vera ég sjálf og gefa skít í það sem öðrum finnst sem er dýr- mæt lexía. Ég fékk þann mikla heiður að fá að vinna með pabba frá árunum 2015-2021. Það er ekki oft sem krökkum á þeim aldri finnst gam- an að fara í vinnuna en það þótti mér. Það að fá að fylgja pabba í vinnuna, læra af honum og sjá hvað hann gerði alla daga heillaði mig. Það heillaði mig svo mikið að árið 2019 fylgdi ég í spor hans og ákvað að læra lögfræði. Í gegnum námið hef ég óspart leitað ráða hans og skemmt mér konunglega við það að geta loksins rætt al- mennilega við hann um ýmiss konar lagaleg álitaefni. Þó að við höfum ekki alltaf verið sammála voru þetta alltaf samtöl sem ég elskaði að taka og mun sakna þess að geta ekki tekið lengra. Pabbi hefur alltaf viljað gera allt fyrir mig og mér hefur alltaf þótt gott að leita til hans. Hann hjálpaði alltaf til við skólann og handboltann en það sem þótti mest áberandi þegar ég var í Verzló var nestið mitt. Það er kannski ekki alveg normalt að pabbi manns sé að hjálpa manni við nesti á þessum aldri en það gerði pabbi minn og það án þess að vera spurður. Á hverjum morgni gerði hann nesti, ekki nóg með það heldur hafði hann und- irbúið það og sett í tösku og rétti mér það svo á leiðinni út og sendi mig svo út í daginn. Í hádeginu tók ég svo upp pokann og bekkj- arfélagar mínir spurðu hvað það væri sem ég væri með í nesti en ég vissi það ekki alltaf og svar mitt var því oftast: „Æi ég veit það ekki, pabbi bara græjaði það fyrir mig í morgun.“ Þótt síðasta árið hafi verið að mestu heltekið af mikilli baráttu við erfiðan sjúkdóm þá man ég líka eftir mikilli gleði og þær minningar held ég í fast. Í gegnum erfiða meðferð var pabbi alltaf að reyna að skemmta öllum, hann vildi alltaf að fólki liði vel og hon- um leið best þegar hann fékk ein- hvern til að hlæja. Pabbi var alltaf sá sem gat fengið mig til að hlæja, sama við hvaða aðstæður það var, og var þetta síðasta ár engin und- antekning. Hvort sem það var yfir skemmtilegum myndböndum á youtube eða einhverjir brandarar þá hlógum við saman endalaust og nánast fram á síðustu stundu, sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Elsku pabbi ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gera þig stoltan því ég var alltaf svo stolt af að vera dóttir þín. Anna Lára. Elsku pabbi. Það er mjög erfitt að koma fyrir í stuttum texta hversu mögnuð manneskja þú varst. Þú kvaddir þennan heim allt of snemma og maður getur ekki annað en öskrað yfir því hversu ósanngjarnt lífið er. Þú varst svo sterkur í gegnum þetta erfiða ferli og jákvæðnin skein alltaf frá þér alveg sama hversu erfitt þetta var. Því miður er sigur ekki tryggður, jafnvel þótt maður fari eftir öllum leikreglum. Ég mun líklegast aldrei venjast því að geta ekki knúsað þig og hlegið að bröndurunum þínum. Þú varst svo ótrúlega fyndinn, brosmildur og gast fengið alla til að hlæja. Frá því ég man eftir mér hefur fólki alltaf fundist ég líkjast þér. Í handboltanum var ég reglulega kallaður „sonur Davíðs“ þar sem ég er með svipaðan leikstíl, hlaup- astíl og skottækni og þú á þínum yngri árum. Greinilega sonur pabba síns. Einu sinni hringdi ég sjálfur í Kvennaskólann í Reykja- vík til að hringja mig inn veikan og ég sagðist vera þú. Ritarinn þorði ekki annað en að trúa mér þar sem ég hljómaði alveg eins í röddinni. Að vera líkur þér á einhvern hátt er besta hrós sem ég gæti mögu- lega óskað mér. Margir munu minnast þín úr handboltanum en mér finnst líka gaman að muna hvað þér fannst gaman að dansa. Þú uppgötvaðir zumba fyrir nokkrum árum og fórst með mömmu til London að læra að kenna það sjálfur. Þú elsk- aðir að fá fólk með þér að dansa og smita aðra með gleðinni. Það þurfti ekki annað en góða tónlist og þá byrjaðir þú oft bara að dansa. Þér var alveg sama hvað öðrum fannst og dansaðir af þér fæturna og elskaðir það. Þetta er viðhorf sem ég reyni að taka mér til fyrirmyndar í daglegu lífi. Ég hef og mun alltaf vera ótrú- lega stoltur af því að þú ert pabbi minn. Þú kenndir mér svo margt í lífinu og ég vildi að ég hefði getað lært meira. Ef ég gæti orðið hálfur sá maður sem þú varst þá get ég verið sáttur. Einnig er ég svo heppinn að elsku mamma er til staðar fyrir mig og er minn klett- ur. Hún er svo sterk og heldur vel utan um okkur krakkana á þess- um erfiðu tímum. Þú varðst afi í fyrst sinn þegar dóttir mín, Brynhildur Ýr, fæddist í nóvember síðastliðnum sem gladdi þig svo rosalega mikið. Ég veit svo innilega að þú hefðir orðið besti afi í heiminum og það stingur í hjartað að Brynhildur Ýr fái ekki að kynnast því hversu yndislegur þú varst. En þú fékkst að hitta hana og eyða góðum stundum með henni sem er mér ómetanlegt. Hún mun fá að vita hver yndislegi afi hennar var þegar hún verður eldri. Ég mun gera mitt allra besta til að heiðra minningu þína við dóttur mína, fjölskyldu, vini og við alla þá sem þú hafðir áhrif á. Ég mun minnast þín allt mitt líf með miklum söknuði og er ég svo þakklátur fyrir að hafa fjölskyld- una til að hjálpa mér í gegnum þetta. Við reynum okkar besta til að vera sterk fyrir þig því þú varst svo ótrúlega sterkur fyrir okkur. Það er mjög erfitt að sjá ljós þessa dagana en ég mun reyna mitt besta til að taka einn dag í einu, því ég veit að það er það sem þú hefðir viljað. Sakna þín svo mikið elsku pabbi, Þorgeir Bjarki Davíðsson. Við erum fyrir utan bæinn Skammadalshól í Mýrdalnum. Davíð er kominn út að leika. Við hlaupum upp brekkuna og rúllum okkur á fleygiferð, skellihlæjandi, niður. Davíð hvetur mig áfram. Rúllum og rúllum, aftur og aftur. Hraðinn og tal um yfirvofandi garnaflækju gerir stundina raf- magnaða. Við fíflumst og fíflumst, gerum grín að fólkinu sem situr inni í bæ og spjallar, hermum eftir þeim og hlæjum. Komum fliss- andi inn og fáum hláturskast bara af því það er óviðeigandi. Stuttu síðar keyri ég með mömmu og pabba í burtu frá bænum og Dav- íð vinkar á bæjarhlaðinu, hann á að vera eftir í sveitinni. Ég er óhuggandi í aftursætinu á Volvon- um. Að fara heim án hans er óbærilegt. Það var allt betra þeg- ar Davíð var með. Mannkostir hans komu snemma í ljós. Hann var hvers manns hugljúfi. Ljósið í lífi mömmu og pabba. Sólargeisli afa Benna, ömmu Stellu og ömmu Möggu. Geislandi glaður var hann alltaf tilbúinn að létta öðrum lífið. Ráðagóður og traustur. Leiftr- andi skarpur lét hann öllum líða vel í návist sinni, fékk alla með sér í lið. Með honum var hægt að hlæja að öllu. Besti bróðir sem ég hefði getað hugsað mér. Þegar ég kemst úr aftursæt- inu, þegar rofar til og myrkrið lætur undan ljósinu, þá eru þau þarna fjögur. Börnin hans, eins og hann, hvert á sinn hátt. Sólar- geislar í tilverunni. María. Það er tregara en tárum taki að kveðja yndislegan tengdason, Davíð Benedikt Gíslason, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Davíð kom inn í fjölskyldu okkar fyrir rúmum þremur ára- tugum þegar hann og Brynhildur felldu hugi saman. Okkur varð fljótt ljóst, að Davíð væri einstak- lega heilsteyptur ungur maður og sú skoðun átti aðeins eftir að styrkjast eftir því sem árin liðu. Ekki sakaði að hann var vel greindur, glaðvær, áhugasamur um málefni samfélagsins og ekki síst íþróttir. Áhugamál ungu hjónanna voru mjög áþekk, en þau stunduðu bæði handbolta hjá Gróttu um langt árabil og voru í meistaraflokki þess ágæta félags, sem átti eftir að verða uppeldis- stöð og vettvangur fjögurra barna þeirra. Uppeldi barnanna varð frá upphafi mikilvægasta viðfangs- efni fjölskyldunnar, þar sem ekk- ert var látið ógert til að efla þau og styrkja í leik, námi og starfi. Enda varð Davíð fljótt einstakur félagi og vinur sinna barna og gaf sér allan þann tíma, sem þurfti til að sinna þeim þrátt fyrir mikið annríki. Kom sér vel hvað hann var skipulagður, fljótvirkur og af- kastamikill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var í starfi eða að skipuleggja ferðalög eða fjölskylduuppákomur. Voru þau Brynhildur afar samhent í öllu, sem þau tóku sér fyrir hend- ur, til heilla fyrir fjölskylduna og sinn stóra vinahóp. Þetta kemur vel fram í ummælum, sem börnin gáfu foreldrum sínum og eru inn- römmuð uppi á vegg á Fornu- strönd 12, þar sem segir: „Þið er- uð sterk eins og hafið, sem stendur af sér hvaða stormviðri sem er. Betri foreldra er ekki hægt að óska sér.“ Hvaða foreldr- ar mundu ekki vilja hljóta slík um- mæli frá afkomendum sínum? Árið 2021 gekk í garð með væntingum um að nú væru bjartir tímar fram undan, bólusetning við faraldrinum hafin og batnandi hagur lands og þjóðar. Það var því mikið reiðarslag sem dundi yfir fjölskyldu okkar í annarri viku nýja ársins, þegar skyndilega og óvænt kom í ljós að Davíð, þessi hrausti og kraftmikli maður sem einskis meins hafði kennt sér, væri kominn með illkynja höfuð- mein og yrði að gangast undir erf- iða aðgerð án tafar. Að henni lok- inni hófst hefðbundin meðhöndl- un, sem ljóst var að yrði strembin. Ekki kom á óvart að Davíð og Brynhildur tóku þessum ógnvæn- legu tíðindum af festu og einbeitni til að berjast við vágestinn. Jafn- framt gerðu þau allt til að þess að líf fjölskyldunnar og þeirra sjálfra væri sem eðlilegast. En enginn má sköpum renna og því stöndum við nú og syrgjum góðan dreng, sem okkur finnst svo sannarlega að hefði átt að fá tækifæri til að lifa lengur, því allt er fimmtugum fært. Davíð upplifði þó að verða afi, þegar Brynhildur Ýr kom í heiminn eins og sólargeisli í skammdeginu. Hún hefur þegar fært fjölskyldunni ótaldar ánægjustundir á erfiðum tímum. Í lok gæfuríkrar vegferðar vilj- um við færa okkar kæra tengda- syni þakkir fyrir þá ríku arfleifð, sem hann skilar fjölskyldu sinni og samfélagi eftir virka en alltof stutta ævi. Minningin um góðan dreng mun ætíð lifa með fjöl- skyldunni. Anna og Þorgeir. Davíð Benedikt, mágur og svili, er fallinn frá allt of snemma eftir snörp og erfið veikindi. Einungis ár er síðan hann greindist með krabbamein í höfði og var ljóst að um alvarleg veikindi var að ræða. Að sjá hressan og sterkan ein- stakling verða krabbameini að bráð er erfitt, en Davíð barðist hetjulega til síðustu stundar og þrátt fyrir að útlitið hefði verið dökkt þá hélt maður alltaf í þá veiku von að maður eins og Davíð næði að sigrast á veikindunum. En grimmd krabbans er mis- kunnarlaus og þjáningin mikil. Nú er friður, þjáningunni lokið og eftir eru minningar um góðan og traustan fjölskylduföður með óendanlegan áhuga á íþróttum. Davíð hafði sterkan persónu- leika og tók á hlutum með festu og sagði gjarnan „þetta er ekki flók- ið“ þegar hann greindi stöðu mála. Hann sagði líka að lífið væri gott ef Brynhildur og krakkarnir væru glöð – ekki flækja hlutina. Þetta sýndi hann í verki og var vakinn og sofinn yfir velferð fjöl- skyldunnar. Fyrsta minning okkar af Davíð var á Barðaströndinni hjá tengda- foreldrum hans, en hann tók á móti okkur við útidyrnar, ber að ofan. Þetta var þá nýr vinur Bryn- hildar og var greinilegt að þarna var maður sem var djarfur og fór sínar eigin leiðir. Svo kynntumst við manni sem var mikill gleði- pinni, hafði dálæti á tónlist og dansaði zumba af lífi og sál. Það vafðist ekki fyrir honum að setja saman dansatriði í brúðkaupi dóttur okkar Ragnheiðar Önnu og var svo DJ það sem eftir var kvöldsins. Davíð vegnaði vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og ber hæst farsæl lögfræðistörf og þátt- töku hans í íþróttum bæði sem keppnismaður og síðan varafor- maður HSÍ. Hann hafði mikið keppnisskap og hann sinnti öllu af fullri alvöru, ekkert hálfkák. Hann var nýbyrjaður að spila golf rétt áður en hann veiktist og sinnti hann því af sömu ákefð og öllu því sem hann hafði áður tekið sér fyrir hendur. Gamla keppnis- skapið var þarna enn til staðar og ekki laust við að teighöggin hafi goldið fyrir það, langt átti boltinn að fara. Keppnisskapið og ákefðin nýttist vel í baráttunni við krabbameinið og var hann stað- ráðinn í að sigra það og sagði að þetta væri verkefni sem bæri að Davíð Benedikt Gíslason HINSTA KVEÐJA Elsku Davíð minn. Rokkarnir eru þagnaðir og rökkrið orðið hljótt. Signdu þig nú barnið mitt og sofnaðu fljótt. Signdu þig og láttu aftur litlu augun þín svo vetrarmyrkrið geti ekki villt þér sýn. Lullu lullu bía litla barnið mitt. Bráðum kemur dagurinn með blessað ljósið sitt. Bráðum kemur dagurinn með birtu og stundarfrið. Þá skal mamma syngja um sólskinið. (Davíð Stefánsson) Þín elskandi, mamma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.