Morgunblaðið - 11.02.2022, Page 33

Morgunblaðið - 11.02.2022, Page 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum „NOKKRIR OKKAR ÆTLA AÐ HITTAST VIÐ PISSUSTAURINN EFTIR VINNU EF ÞÚ VILT SLÁST Í HÓPINN.“ „HVERSU OFT HEF ÉG BEÐIÐ ÞIG UM AÐ NOTA EKKI STÍFELSI Á SKYRTURNAR MÍNAR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta sig dreyma um hann og aðeins hann. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HEIMURINN ELSKAR HUNDASLEF! NEI, ALLS EKKI SKYLDI MAMMA HAFA LOGIÐ AÐ MÉR? ALLT Í EINU HRÆÐIST ÉG ÞESSA GAURA HEILMINGI MINNA EN ÉG GERÐI! ÞAÐ ER GOTT! VEGNA ÞESS AÐ ÞESSIR GAURAR ERU TVISVAR SINNUM STÆRRI! ÞAÐ ER SLÆMT! „Ég var dugleg í því fyrir 10-15 árum þegar fáir aðrir voru að tala um end- urnýjanlegt eldsneyti og það var nauðsynlegt að vekja athygli fólks á því.“ Áhugamál Ágústu eru margvísleg. „Ég tók upp á því nýverið að fara að eignast börn. Það hefur orðið mitt helsta áhugamál í framhaldinu, enda er lítið hægt að einbeita sér að öðru en þeim þegar man er með tveggja ára orkubolta og annan tveggja mán- aða. Annars hef ég ægilega gaman af garðyrkju og planta reglulega ein- hverjum matjurtum í garðinn minn sem pöddurnar enda yfirleitt á að gæða sér á frekar en ég. Og þegar ég, einhvern tímann í framtíðinni, get verið með svoleiðis dót á glámbekk aftur tek ég kannski fram lóðboltann minn og fer að dunda mér í minni útgáfu af handavinnu.“ Fjölskylda Eiginmaður Ágústu er Björn Ragnarsson Wium, f. 24.3. 1976, skautskiptir. Þau eru búsett í Suð- urhlíðum Kópavogs. Foreldrar Björns eru Ragnar Bjarnason, f. 3.2. 1950, bóndi í Norðurhaga, A-Hún., og Sonja Wium, f. 2.11. 1953, hús- freyja á Blönduósi. Þau eru fráskilin. Synir Ágústu og Björns eru Ár- mann Kort, f. 9.4. 2019, og Víkingur Máni, f. 23.11. 2021. Hálfbróðir Ágústu samfeðra er Sigurður Loftsson, f. 15.12. 1969, tón- listarmaður og húsvörður í Noregi. Foreldrar Ágústu: Eygló Korts- dóttir, f. 29.5. 1940, sjúkraliði og fv. forstöðukona, búsett í Kópavogi, og Loftur Gunnar Steinbergsson, f. 23.4. 1944, d. 25.6. 2001, rennismiður. Þau voru gift en skildu. Ágústa Steinunn Loftsdóttir Jón Jónsson bóndi og sjómaður á Hóli á Upsaströnd og í Framnesi, síðar fiskmatsmaður á Dalvík Kristjana Hallgrímsdóttir húsfreyja í Framnesi á Upsaströnd og á Dalvík Steinberg Jónsson vélstjóri og sjómaður á Siglufirði og Dalvík, síðar sölumaður í Reykjavík Guðlaug Ágústa Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík Loftur Gunnar Steinbergsson rennismiður í Reykjavík Sigurður Jakobsson bóndi á Skammbeinsstöðum Guðríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Skammbeinsstöðum í Holtum Eyvindur Eyvindsson vinnumaður á Seljalandi, síðar verkamaður í Reykjavík Kristín Jensdóttir vinnukona á Seljalandi undir Eyjafjöllum, síðar húsfreyja í Reykjavík Kort Eyvindsson bóndi á Torfastöðum Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja á Torfastöðum í Fljótshlíð Jón Guðmundsson bóndi á Torfastöðum Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Torfastöðum Ætt Ágústu Steinunnar Loftsdóttur Eygló Kortsdóttir sjúkraliði í Kópavogi Eggert J. Levy sendi mér póst á mánudag, sagði að ef ég vildi eitthvað við vangaveltur sínar gera þá mætti ég það. Stökurnar kallar hann „Depurð og gleði“: Depurðin er kvíða kvöl kælir marga drengi geðbilun er gamalt böl getur varað lengi. Gleðin ríkir gjarnan þar sem glaða fólkið mætir góðir staðir veita var vinahjalið kætir. Æri-Tobbi orti: Veit ég vel hvar vaðið er, vil þó ekki segja þér – skammt frá eyraroddanum undan svarta bakkanum. Þessa vísu skýrði Grímur Thom- sen og kallaði „Vísan hans Æra- Tobba“: „Veit ég víst, hvar vaðið er“, vaðið yfir lífsins straum; á bakkanum sætum sofnast þér svefni fyrir utan draum. „Veit ég víst hvar vaðið er, vil þó ekki segja þér.“ Enginn þetta þekkir vað, þó munu allir ríða það. „Fram af eyraroddanum, undan svarta bakkanum“, feigðar út af oddanum, undan grafar bakkanum. Þannig er síðasta erindið í minn- ingarljóði Gríms um Jónas Hall- grímsson: Langt frá þinni feðra fold fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold listaskáldið góða. Faðir minn kenndi mér þetta kvæði og stöku þessa: Ekki er þetta eftir Grím eða hvernig spyrðu? Þetta er miklu mýkra rím en meistaraljóðin stirðu. Hér er önnur vísa eftir Æra- Tobba, – „Leiðsaga“: Smátt vill ganga smíðið á í smiðjunni þó ég glamri. – Þið skuluð stefna Eldborg á undan Þórishamri. Jóhanna Friðriksdóttir ljósmóðir kvað: Þegið gætni, heimska, hik, héðan þó ég víki. Ég ætla að skreppa augnablik inn í himnaríki. Hörður Björgvinsson tók „úr neðstu skúffunni. – „Draumsýn 1998““ Ef mér gæfist til þess tóm að tefja á lífsins vegi myndi ég láta ljóðablóm lifna á hverjum degi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísan hans Æra-Tobba

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.