Morgunblaðið - 15.02.2022, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.02.2022, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 38. tölublað . 110. árgangur . SNERPA, YFIR- VEGUN OG NÁKVÆMNI SLÁANDI HVE SLÆM STAÐ- AN ER VÍÐA KÓRESK OG JAP- ÖNSK ÆVINTÝRI Á ÍSLENSKU BÖRN Á BIÐLISTA 14 SÚ FYRSTA 28BÍLAR OG VINNUVÉLAR Guðni Einarsson Karítas Ríkharðsdóttir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að skiptar skoðanir séu inn- an lögreglunnar á almennum skot- vopnaburði. Hann telur þó að fáir lögreglumenn vilji vera vopnaðir í vinnunni. Stjórn sambandsins mun ræða vopnaburð og öryggismál lögregluþjóna á fundi í dag. Nokk- ur skotárásarmál sem orðið hafa nýlega á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað á umræður um hvort tíma- bært sé að endurskoða vopnaburð lögreglu hér á landi. Fjölnir bend- ir á að skotvopnum hafi verið beitt gegn lögreglu á Egilsstöðum í fyrra og nokkru áður hafi byssu verið beint að lögreglu án þess að hleypt hafi verið af. Jón Gunn- arsson dómsmálaráðherra segir að það sé ekki sín sannfæring að komið sé að því að lögregluþjónar þurfi að bera skotvopn að stað- aldri. Hann segir þó stöðuna alvarlega og verkefnum sérsveitarinnar þar sem vopn hafa komið við sögu hafa fjölgað. Til alvarlegrar skoðunar sé að lögregla beri þó rafbyssur. Jón segir reynslu annarra Norð- urlandaþjóða og Breta af raf- byssuburði góða og nýlega skýrslu frá Noregi um verklagið jákvæða. Ljóst sé að hér á landi sé skipu- lögð glæpastarfsemi að skjóta rót- um og brýnt að löggjafinn takist á við viðfangsefnið. Skiptar skoðanir á vopnaburði - Dómsmálaráðherra vill skoða upptöku á notkun rafbyssa - Alvarleg þróun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vopn Sérsveitin er kölluð til í málum þar sem vopn eru notuð. MVopnaburður »4 Snjóþungi í Reykjavík var töluverður í gær en klukkan átta að morgni mældist snjódýptin tuttugu og fimm sentimetrar. Öll snjómoksturstæki borgarinnar voru í fullri notkun en vegna nánast stöðugrar snjókomu og vinda reyndist verkið þungt í vöfum. Vegum var lokað um allt land. Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mos- fellsheiði eru á óvissustigi til klukkan átta í dag. Það reyndi talsvert á samhug borgarbúa sem skiptust á um að ýta föst- um bílum náungans og moka snjónum frá. Þá sinntu björgunarsveitir yfir tvö hundruð útköllum og tóku alls 120 manns þátt í aðgerðunum. Flestum útköllum var sinnt í efri byggðum. Það hlýnaði með deginum en kólnaði svo aftur í nótt. Bjarki Kaldalóns, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, telur að það muni ekki bæta mikið í snjóinn í dag þótt það gæti orðið stöku éljagangur. »2 Snjó kyngdi niður og kyrrsetti bíla Morgunblaðið/Eggert Snjóblástur Gripið var til ýmissa úrræða til að létta á snjóþunganum en í Sæmundarskóla nýtti starfsmaður snjóblásturstæki og virtist una vel við verkið. Fastur Það var algeng sjón að sjá fólk samnýta krafta sína til bjargar bílum. Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér í liðinni viku en frá því hefur þó ekki verið greint opinberlega. Hún segir að trúnaður milli sín og há- skólarektors hafi brostið þar sem hann hafi lýst skoðun sinni á mála- vöxtum í máli Bergsveins Birgis- sonar rithöfundar og Ásgeir Jóns- sonar seðlabankastjóra. Rektor vísar þessu algerlega á bug í samtali við Morgunblaðið. Hann hafi hins vegar svarað fyrir- spurn um ráðningarsamband Ás- geirs við Háskólann. Það sé ekki virkt, þar sem hann sé í launalausu leyfi vegna starfa á öðrum vettvangi. Háskólinn hafi því ekkert yfir hon- um að segja. Siðanefndin hafði litið öðru vísi á það; að Ásgeir væri á einhvern hátt enn akademískur starfsmaður HÍ og nefndinni því stætt á að fjalla efnis- lega um málið þótt það hefði komið upp utan háskólamúra. Skipa þarf nýja nefndarmenn, þar sem málið bíður enn óafgreitt á borði siðanefndar. »2 Siðanefnd HÍ segir af sér - Háskólarektor vís- ar afskiptum á bug _ Grágæsargass- inn Stefnir fékk nóg af íslenska vetrinum sl. fimmtudag og fór til Skotlands, að því er dr. Arn- ór Þórir Sigfús- son, dýravist- fræðingur hjá Verkís, greindi frá. Það er óvenjulegur tími fyrir farflug frá Íslandi. Undanfarna vetur hefur Stefnir dvalið í Landeyjum og Þykkvabæ en nú tók hann sig upp og flaug suður á bóginn. »10 Fékk nóg af vetr- inum og flaug burt Stefnir Ber stað- setningartæki. _ Joe Biden Bandaríkjaforseti og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammæltust í gærkvöldi um að enn væri tími til að finna lausnir á Úkraínudeilunni og fyrir Rússa að draga herlið sitt til baka frá landamærunum. Leiðtogarnir ræddust við sím- leiðis um kvöldmatarleytið í gær um ástandið, en Johnson varaði fyrr um daginn við því að það væri komið fram á „bjargbrún“. Voru Johnson og Biden einnig sammála um að áframhaldandi við- ræður við Rússa væru forgangsmál, og að gripið yrði til þungra refsi- aðgerða ef til innrásar í Úkraínu kæmi. »13 og 14 Segja enn tíma til að leysa deiluna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.