Morgunblaðið - 15.02.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
Morgunblaðið ræddi í gær við
Bjarnheiði Hallsdóttur, for-
mann Samtaka ferðaþjónust-
unnar, sem segir það skipta sköp-
um fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu
að takmarkanir á
landamærum verði
felldar úr gildi.
- - -
Hún segir að
staða þessara
fyrirtækja sé slæm
og að ferðaþjón-
ustan gangi út frá
því að hömlurnar á landamær-
unum verði felldar niður þegar
núgildandi reglugerð falli úr
gildi.
- - -
Bjarnheiður segir enn fremur:
„Við erum svolítið svekkt að
það hafi ekki verið gert nú þegar.
Við erum eitt af fáum ríkjum í
Evrópu sem eru með einhverjar
hömlur á bólusett fólk.“
- - -
Hún bætir því við að Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin sé
búin að gefa út að þetta hafi enga
þýðingu lengur og að takmark-
anirnar séu jafnvel hættulegar,
en þá sé horft til þess að ferða-
þjónustan sé mikilvæg atvinnu-
grein.
- - -
Vandséð er að hömlur vegna
kórónuveirunnar eigi enn
rétt á sér, hvort sem er innan
lands eða á milli landa.
- - -
Smitin eru orðin mjög útbreidd
en það endurspeglast ekki í
auknu álagi á heilbrigðiskerfið.
- - -
Faraldurinn er allt annar en
hann var og ákvörðun um
aðgerðir hlýtur að taka mið af
því. Það hefur verið gert að hluta
til, en nú er tímabært að stíga
það skref til fulls.
Bjarnheiður
Hallsdóttir
Tímabært að
aflétta að fullu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Framkvæmdanefnd kirkjuþings hef-
ur gengið frá ráðningu Birgis Gunn-
arssonar til að gegna starfi fram-
kvæmdastjóra rekstrarstofu
þjóðkirkjunnar. Alls bárust 44 um-
sóknir um stöðuna. Frá þessu er
greint á vef þjóðkirkjunnar. Birgir
mun hefja störf í júní 2022.
Hann hefur verið bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar undanfarin ár, var þar
áður forstjóri Reykjalundar, endur-
hæfingarmiðstöðvar í Mosfellsbæ.
Hann er fædd-
ur 1963, menntað-
ur rekstrarfræð-
ingur frá
Háskólanum á
Bifröst og hefur
einnig lokið námi
í rekstri og
stjórnun frá Há-
skólanum í
Gautaborg.
Kirkjan segir
Birgi hafa umfangsmikla reynslu af
rekstri og stjórnun stórra stofnana.
Hann var forstjóri Reykjalundar í 13
ár og hafði þar áður verið forstjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðár-
króki í 16 ár.
Birgir hefur gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum, s.s. setið í stjórn Nor-
ræna heilbrigðisháskólans í Gauta-
borg, verið formaður Lands-
sambands heilbrigðisstofnana,
formaður Félags forstöðumanna
heilbrigðisstofnana og ýmislegt
fleira.
Sem fyrr segir sóttu 44 um stöð-
una, en nafnleynd var á umsækjend-
um. Um nýja stöðu er að ræða en
verkefni hafa að mörgu leyti verið á
herðum biskups til þessa, og öðrum
starfsmönnum Biskupsstofu. Ákveð-
ið var á síðasta kirkjuþingi að aug-
lýsa stöðuna. Í starfsauglýsingu var
kveðið á um trúnað við umsækjend-
ur og nafnleynd.
Birgir yfir rekstrarstofu kirkjunnar
- Hættir sem bæjarstjóri á Ísafirði í vor - Var meðal 44 umsækjenda um stöðuna
Birgir
Gunnarsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Bæjaryfirvöld telja mikinn feng að
því að eiga tiltækt myndefni um
þennan einstaka atburð í sögu bæj-
arfélagsins, ekki síst þegar fram
líða stundir,“ segir Fannar Jón-
asson, bæjarstjóri í Grindavík.
Á fundi bæjarráðs Grindavíkur á
dögunum var Fannari falið að út-
færa samstarf bæjarins og Jóns
Rúnars Hilmarssonar um gerð
heimildarmyndar um eldgosið í
Fagradalsfjalli. Morgunblaðið hefur
áður greint frá áformum um gerð
myndarinnar en Jón Rúnar fékk
800 þúsund króna styrk úr Upp-
byggingarsjóði Suðurnesja í lok síð-
asta árs til að koma verkefninu af
stað. Hann óskaði eftir samstarf við
Grindavíkurbæ og segir Fannar að
um mikilvægt verkefni sé að ræða
og mun bærinn styrkja það fjár-
hagslega.
„Markmiðið er að sýna í máli og
myndum hvað gerðist í Fagradals-
fjalli á þeim tíma sem gosið hófst og
þar til því lauk. Þarna væri haldið til
haga ýmsum fróðleik sem Grinda-
víkurbær hefði aðgang að og gæti
t.d. nýtt í menningarhúsinu Kvik-
unni á sérstakri sýningu tileinkaðri
gosinu. Enn fremur sem kennslu-
efni í skólum bæjarins og kynning-
arefni fyrir ferðaþjónustuna,“ segir
bæjarstjórinn en Jón Rúnar hyggst
taka viðtöl við ýmsa við gerð
myndarinnar, svo sem vísindamenn,
björgunarsveitarmenn,
ferðaþjónustuaðila, bæjarstjóra og
landeigendur á svæðinu. Fannar
segir að unnið sé að útfærslu sam-
starfs við kvikmyndagerðarmanninn
en gert sé ráð fyrir að Grindavík-
urbær fái ótakmarkaðan sýningar-
og notkunarrétt á efninu.
Grænt ljós á gos-
mynd í Grindavík
- Bæjarstjóri útfær-
ir samstarf - Nýtist
í menningarhúsinu
Morgunblaðið/Einar Falur
Eldgos Margir fóru að Fagradals-
fjalli þegar gosið var í hámarki.