Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjölmiðlar breytast með öðru. Blöð finna fyrir já- kvæðri samkeppni enda gefur ný tækni óteljandi tækifæri. Blöð hafa þó enn sinn sjarma og eiga trygga „banda- menn“ enda tengja þau dálítið öðruvísi en miðlar á miklum hraða gera, svo gagnlegir sem þeir eru. Á Íslandi er hefð fyrir því að landsmenn láti heyra í sér í gegnum blöð, en slíkur aðgang- ur er fjarri því að vera sjálf- sagður víðast annars staðar. Í gær voru margar aðsendar greinar og mjög áhugaverðar, hver um sitt ólíka viðfangs- efnið. Þær voru sendar og var fengur að þeim öllum. Athygl- isverðar greinar voru í miðju blaðsins, en hér skulu nefndar til dæmis þrjár sem lentu sam- an á síðu 16. Guðmundur G. Þórarinsson benti þar á fróðleg atriði tengd Úkraínu og ógn- inni sem varpar skugga víða. Jón Þ. Hilmarsson endurskoð- andi ræddi um „peningaþvætti“ sem er óskiljanlegt orð um það sem þyrfti að vera ljóst, annars staðar er það kallað, án til- gerðar, „peningaþvottur“. Nú er algengt að ákærum varðandi „peningaþvætti“ sé eins og hengt aftan í ákærur um hefð- bundið ámæli sem saksóknarar ætla að sé refsivert. Dæmin eru orðin mörg um að hefðbundnu og skiljanlegu áfelli er sópað út af borði réttarins, en dæmt fyr- ir „þvættið“, þótt hvorki sá sakfelldi né aðrir sem vilja kynna sér niður- stöðuna og hvað leiddi til hennar skilji fyllilega hvað snýr upp og hvað niður. Það er rétt hjá endurskoðandanum að fyrir löngu varð tímabært að finna leið út úr ógöngunum. Á sömu síðu skrifar Werner Ívan Rasmusson og furðar sig á hversu margir í þessu landi hafi hengt sig á „loftslags- málin“, og virðast fæstir þeirra hafa á því sjálfstæða skoðun, eða þá telja að manngerða veðrið sé „inn“ og borgi sig ekki að hafa afstöðu fyrir eigin afli. Werner segir meðal ann- ars: „Fyrir síðustu alþingis- kosningar tókst talsmönnum stjórnmálaflokkanna að telja okkur kjósendum trú um að loftslagsmálin væru aðal- kosningamálið, og virtust bæði stjórnarliðar og stjórnar- andstæðingar sammála um það. En það leiddi til þess að fjölda óleystra vandamála þjóðar- innar bar ekki á góma. Öllum má þó ljóst vera að Alþingi Ís- lendinga hefur engin völd eða áhrif hvað varðar loftslag jarð- ar. Nægir ekki að benda á að við erum aðeins 0,36 milljónir, en á jörðinni búa 7.999.999.999.640 milljónir manna eða sem næst átta þús- und milljónir. Aðgerðir okkar gagnast andrúmsloftinu ekkert og eru hrein sýndar- mennska …“ Werner Í. Rasmus- son: „Hvern er verið að blekkja og hvað hangir á spýtunni?“} Aðsendur raunveruleiki Hlutabréfa- markaðir tóku dýfu í gær af ótta við yfirvofandi stríðsátök í Úkra- ínu, sem sagt hefur verið að geti hafist hvenær sem er. Macron forseti Frakklands hitti rússneska starfsbróður sinn á löngum fundi við langt borð í Kreml í liðinni viku og taldi sig hafa náð nokkrum árangri í því samtali. Ekkert hefur þó bent til að svo hafi verið, Rússar halda áfram að byggja upp herafla sinn og halda uppi þrýstingi. Biden forseti Bandaríkjanna átti rúmlega klukkustundar langt símtal við Pútín forseta um helgina. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að Bi- den hafi verið ómyrkur í máli, sem er þá töluverð breyting frá fyrri umræðum hans um þessi mál og verður að telja óvíst að Pútín leggi sama mat á sam- talið. Símtalið gaf í öllu falli ekki tilefni til bjartsýni, að sögn talsmanns Pentagons. Í gær flaug Scholz kanslari Þýskalands til Kænugarðs til viðræðna við Sel- enski forseta. Í dag er svo ætlunin að hann haldi áfram til Moskvu að ræða við Pútín. Scholz segist ætla að vera mjög afgerandi um samstöðu Vesturlanda komi til þess að Rússar sendi her sinn inn í Úkraínu. Þó er hætt við að Pút- ín taki ekki mikið mark á orðum Scholz, sem hingað til hefur ekki viljað taka undir það að Nord Stream 2-verkefnið verði stöðvað komi til innrásar og hefur neitað að senda Úkraínu hergögn til að verjast yfirvof- andi innrás. Afstaða Þýskalands hefur ekki verið sannfærandi og skýrist meðal annars af því að landið hefur komið sér í þá stöðu að vera algerlega háð Rússlandi um orku. Á meðan afstaða Þjóðverja í orkumálum breytist ekki eru allar líkur á að þeir verði áfram tvístígandi gagnvart yfirgangi forseta Rússlands og að hann meti það rétt að hann hafi lítið að óttast úr þeirri átt. Vestræn ríki sýna ekki þá samstöðu eða festu sem æskilegt væri} Lítt sannfærandi skilaboð Ú tflutningstekjur hugverkaiðn- aðar námu tæpum 16 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar árið 2020. Fátt er því til fyrir- stöðu að hugverkaiðnaður geti fest sig enn frekar í sessi sem ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins. Það er þó mikilvægt að halda rétt á spilunum til að sú framtíðarsýn gangi eftir. Heimur hugverkaiðnaðar er kvikur og samkeppnin er hörð. Ísland verður ekki meðal fremstu hugvitsþjóða heims án þess að stjórnvöld séu á tánum og skapi hér umhverfi sem greiðir veg frjórra frumkvöðla, sem ís- lenska þjóðin er svo lánsöm að vera rík af. Hug- myndirnar vantar ekki. Mitt hlutverk er að passa að þær hljóti brautargengi. Árið 2022 mun vanta ríflega 800 sérfræðinga í hálaunastörf sem krefjast sérhæfðrar mennt- unar samkvæmt nýrri greiningu Íslandsstofu. Samkvæmt henni stefnir í 41 prósent fjölgun stöðugilda sem krefjast sérhæfðrar menntunar milli áranna 2021 og 2022. Sérfræðiþekking skiptir jafn miklu máli og gott stuðn- ingsumhverfi og fjármögnunarumhverfi til nýsköpunar, þar sem grettistaki hefur verið lyft undanfarin ár. Þegar eru komnar fram vísbendingar um stórauknar fjárfest- ingar í nýsköpun, hjá sprotum og fyrirtækjum sem eru lengra komin. Það er ekki síst að þakka þeirri nýsköp- unarstefnu og aðgerða á sviði nýsköpunar sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur staðið fyrir undanfarin ár. Þar má sér- staklega nefna hækkun á endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar. Við munum halda áfram að gera betur í umhverfi frumkvöðla hér á landi enda mun það ýta undir frekari hag- sæld til frambúðar. Það vantar þó eitt púsl í þessa mynd; mann- auðinn. Skortur er á sérfræðingum og mörg fyrirtæki þekkja þann veruleika að þurfa að leita eftir sérhæfðri þekkingu, menntun og reynslu út fyrir landsteinana þegar fullreynt er að fá Íslendinga í sérfræðistörf. Barist er um sérfræðinga í þessum greinum um allan heim. Staðsetning skiptir æ minna máli og fólk getur í auknum mæli starfað hvar í heiminum sem það vill. Fara þarf í markvissar aðgerðir til þess að laða erlenda sérfræðinga til landsins, til dæmis með skattaívilnunum og að skapa eftirsóknarvert vinnuumhverfi. Til lengri tíma þarf auk þess að hvetja ungt fólk til að sækja sér menntun í tæknigreinum. Það verður til að mynda gert með sérstöku hvatningarátaki inni í menntastofnunum landsins, allt niður á grunnskóla- stig. Markaðssókn Íslands í útlöndum á svo ekki einungis að sækja ferðamenn til okkar fallega lands. Ísland á líka að vera land nýsköpunar í augum heimsins. Þar sem er gott að sækja landið heim en líka að setjast hér að, vinna sér- hæfð störf í góðu starfsumhverfi og fjárfesta í einstökum tækifærum. Búa til verðmæti og festa rætur. Við erum í dauðafæri. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill 800 sérfræðingar óskast Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen í kynferðisbrota- og ofbeldismálum. Til samanburðar eru tölur fyrir tíma- bilið frá 2015. 17 börn voru á skrá sem sakborningar vegna kynferðis- brota og 114 vegna ofbeldisbrota. Ólögráða brotaþolar voru 118 í kyn- ferðisbrotamálum og 129 vegna of- beldisbrota. Borið saman við fyrri ár er yfirleitt um talsverða fjölgun að ræða, stundum verulega. Hjá Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins biðu 226 börn á yngri barna sviði eftir þverfaglegri grein- ingu og 100 á eldri barna sviði. Höfðu 220 í fyrrnefnda hópnum beðið í þrjá mánuði eða lengur og 100 í síðar- nefnda hópnum. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans biðu 77 börn eftir því að komast að hjá teymum á göngu- deildum A og B. Höfðu 59 þeirra beð- ið lengur en þrjá mánuði. Á biðlista eftir transteymi BUGL voru 39 börn og höfðu 27 þeirra beðið lengur en þrjá mánuði. Hjá átröskunarteymi biðu 17 börn og höfðu níu þeirra verið á lista lengur en í þrjá mánuði. Hjá Sýslumanninum á höfuð- borgarsvæðinu biðu 152 börn eftir úr- lausn samkvæmt 46. grein b í barna- lögum en hún varðar umgengni við aðra þegar annað foreldra barns er látið eða bæði. Höfðu 143 þeirra beðið lengur en þrjá mánuði. Þá biðu 8 börn eftir viðtali samkvæmt 74. gr. barnalaga en hún snýr að liðsinni sérfræðinga í mál- efnum barna. Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Fjöldi barna er á biðlistum eftir aðstoð „Á síðustu misserum hefur verið aukin áhersla á snemm- tæka íhlutun í málefnum barna en forsenda hennar er að börn þurfi ekki að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir aðgengi að marg- víslegri bráðnauðsynlegri þjón- ustu,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við Morgunblaðið. „Það má segja að tölurnar sem við erum að birta komi ekki á óvart en það er samt sláandi þegar upplýsingarnar eru birtar saman á einum stað að sjá hve staðan er víða slæm. Sjálfsagt eru skýring- arnar fleiri en ein, meðal ann- ars skortur á sérfræð- ingum og á fjármagni. Stjórnvöld þurfa að veita upplýsingar um hvernig þau ætla að tryggja að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa á að halda, þegar þau þurfa á henni að halda,“ sagði Salvör ennfremur. Staðan víða sögð slæm BÖRN Á BIÐLISTUM Salvör Nordal Dæmi um biðtíma barna eftir þjónustu opinberra aðila Heimild: Umboðs- maður barna Þjónusta Fjöldi á biðlista Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði Barna- og fjölskyldustofa Stuðlar, meðferðardeild 7 1 14% Fjölkerfameðferð (MST) 13 11 85% SÓK-meðferð 4 0 0% Barnahús Meðferð, flokkur 1 23 1 4% Meðferð, flokkur 2 13 4 31% Meðferð, flokkur 3 2 2 100% Þroska- og hegðunarstöð 6-18 ára sem bíða eftir greiningu 738 544 74% Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins Yngri barna-svið 226 220 97% Eldri barna-svið 100 100 100% Barna- og unglinga- geðdeild LSH Göngudeild A og B teymi 77 59 77% Transteymi BUGL 39 27 69% Átröskunarteymi BUGL 17 9 53% SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is F jöldi barna bíður eftir margvíslegri þjónustu opinberra aðila samkvæmt yfirliti sem embætti um- boðsmanns barna hefur birt á heima- síðu sinni. Slíkar upplýsingar hafa ekki áður verið aðgengilegar en til stendur að þær verði framvegis upp- færðar reglulega. Upplýsingarnar miðast við stöðu mála í desember síð- astliðnum. Einna mest sláandi er að hjá Þroska- og hegðunarstöð biðu 738 börn á aldrinum 12 til 14 ára eftir greiningu, þar af höfðu 544 beðið í þrjá mánuði eða lengur. Á meðferðardeild Stuðla voru sjö börn á biðlista eftir þjónustu og eitt barn beið eftir að komast að í langtímameðferð á Lækjarbakka. Sjö börn biðu eftir fósturforeldrum, 13 biðu eftir svonefndu MST-úrræði sem er fyrir þau sem eiga við erfiðan hegðunarvanda að stríða og 4 börn biðu eftir svonefndu SÓK-úrræði sem er sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óviðeigandi kynhegðunar. Öll þessi mál heyra undir Barna- og fjöl- skyldustofu. Þá biðu 38 eftir meðferð á vegum Barnahúss, þar af 23 í flokki sem metinn er í brýnustu þörf. Eitt barnanna hefur þurft að bíða lengur en þrjá mánuði eftir meðferð. Í yfirlitinu er einnig að finna töl- ur um fjölda ólögráða barna (þ.e. yngri en 18 ára) sem í desember voru með stöðu sakbornings eða brotaþola

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.