Morgunblaðið - 15.02.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.02.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Byggmjólk Eina íslenska jurtamjólkin Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi Hvað vinnst með því að sparka flug- velli úr Vatnsmýri? Ólyginn telur að lík- lega sé lýðræði á Ís- landi skárra en hjá Pútín. Sé það rétt er vonandi enn skráð í bækurnar að 2001 var herflugvöllur Breta í Vatnsmýri kosinn burt eigi síðar en 2016 í lýðræðislegri kosningu. Öllum, sem sækjast eftir kjöri í Reykjavík, ber því að miða við það ella finna sér annað að sýsla. En svörum nú spurningunni. Reykvíkingar eignast öfluga miðborg Reykjavík fékk Vatnsmýri úr Seltjarnarneshreppi 1. janúar 1932 fyrir vaxandi borg. Landið fór undir herflugvöll 1941 og var svo afhent Flugfélagi Akureyrar 1946. – Borgarbúar geta loks eign- ast öfluga nýja miðborg, eina með öllu. Stjórnlaus útþensla stöðvast. Þegar Reykvíkingar endurheimta Vatnsmýrina stöðvast skaðleg og stjórnlaus útþensla byggðar (Ur- ban Sprawl) á höfuðborgarsvæð- inu (HBS). Byggðin á HBS er nú fjórfalt víðáttumeiri og tvöfalt óskilvirkari og dýrari í rekstri en ella hefði orðið án flugvallar. Pendlun minnkar. Akstur inn og út kvölds og morgna (pendlun) vegna umframstarfa í Vesturborg- inni minnkar. Íbúar í nýrri mið- borg í og við Vatnsmýri taka smám saman við þessum störfum. Þörf fyrir einkabílaakstur minnkar Þegar pendlun minnkar og fjöldi borgarbúa getur gengið, hjólað og tekið strætó fækkar bíl- um á hverja 1.000 íbúa og akstur dregst saman. Til verða tugþús- undir núllbíla, sem menga ekkert og kosta ekkert. Mengun minnkar. Svifryks- mengun af útblæstri og sliti ak- brauta dregst saman vegna minni aksturs en minnkar einnig með fjölgun rafbíla. Útblástur co2 minnkar. Kolefn- isfótspor minnkar vegna færri bíla og minni aksturs en einnig vegna fjölgunar rafbíla. Lífsgæði aukast. Fleiri borg- arbúar njóta betra borgar- umhverfis, meiri nándar við vinnu, þjónustu, menntun, menningu og afþreyingu og þeir fá aukinn tíma til að njóta samvista, lista og sköpunar. Lýðheilsa batnar. Minni meng- un, bættar neysluvenjur (skyndi- bitar og bensínstöðvar), meiri hreyfing og minni streita draga úr sjúkdómum og auka lífsgæði. Loftslagsmarkmiðin nást. Með nýrri miðborg í Vatnsmýri og minni akstri og losun CO2 aukast líkur á að borg og ríki efni alþjóð- legar loftslagsskuldbindingar í Parísarsáttmálanum fyrir árið 2030. Framboð byggingarlands vex. Reykjavík endurheimtir besta mannvistar- og byggingarland á HBS undir þétta og blandaða nýja miðborg fyrir 40-60.000 íbúa og störf. Skortáhrif húsnæðismarkaðar á hbs hverfa. Betri tök nást á hús- næðismarkaði og aukið gagnsæi fæst á byggingarkostnaði og fram- boði. Áhrif á gjaldmiðil og verð- bólgu minnka eða hverfa. Íbúðaframboð vex. Stöðugleiki næst á fasteignamarkaði og mögu- leikar skapast á að fullnægja land- þörf fyrir íbúa og störf á HBS í a.m.k. 20 ár. Tækifæri skapast til að þróa byggingariðnaðinn og lækka byggingarkostnað. Leiguverð lækkar. Aukið fram- boð og lægri fram- leiðslukostnaður hús- næðis leiðir til lægra leiguverðs. Rekstrarkostnaður heimila minnkar. Mestu munar að mörg heimili geta fækkað bílum sínum um einn ef ekki tvo. Rekstrarkostnaður atvinnulífs minnkar. Þegar byggðin hættir að þenjast út og tekur að þéttast batna skilyrði atvinnu- rekstrar, einkum vegna auðveldari samskipta, aðfanga og dreifingar vöru og þjónustu. Rekstrarkostnaður sveitar- félagsins minnkar. Í þéttri byggð eru innviðir hagkvæmari og skil- virkari en í strjálli byggð, m.a. vegna styttri gatna, stíga, veitna, þjónustuleiða o.s.frv. Lægri út- gjöld leiða til lækkunar útsvars. Skilyrði almannasamgangna batna. Í þéttri byggð vestan Kringlumýrarbrautar skapast góð skilyrði fyrir skilvirkar og sjálf- bærar almenningssamgöngur, sem verða kjarninn í góðum og ódýrari strætó á öllu HBS. Fleiri geta gengið og hjólað. Í þéttri byggð eru það grundvall- arlífsgæði og lýðheilsumál að geta gengið, hjólað og tekið strætó í stað þess að aka í einkabíl; tími sparast vegna styttri leiða og minni tímasóunar við að vinna fyr- ir og aka of mörgum óþörfum bíl- um. Lofthelgin yfir nesinu end- urheimt. Með endurheimt lofthelg- innar yfir nesinu vestan Elliðaáa gjörbreytast forsendur skipulags og þróunar byggðar á 22 ferkíló- metra (2.200 ha) svæði. Áhrif af þéttri nýrri miðborg munu ná frá Vatnsmýri til austurs yfir Kringlumýrarbraut og allt að Elliðaám. Bætt skilyrði fyrir nýsköpun Með því að fjarlægja flug- brautir, sem hafa heft samskipti Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Landspítala og ýmissa hátæknifyrirtækja, verður til frjó- samur akur sköpunar og sam- legðar í nýrri miðborg í Vatns- mýri. Fjórða iðnbyltingin kemst á flug. Einangrun rofin. Seltjarn- arnesbær og Vesturbær Reykja- víkur losna úr hálfgerðri ein- angrun áratugum saman við það að margar leiðir opnast í gatna- kerfinu í nýrri miðborg í Vatns- mýri. Kjörnir fulltrúar Reykvíkinga af landsmálalistum fjórflokksins í borgarstjórn og á Alþingi ganga kerfisbundið gegn almannahag. Það hafa þeir gert árum og ára- tugum saman með því að hunsa brýnustu hagsmuni kjósenda sinna, einkum varðandi herflugvöll í Vatnsmýri. Þannig brjóta þeir stöðugt og vísvitandi gegn grunn- gildum lýðræðisins og gegn siða- reglum um störf kjörinna fulltrúa. Rökrétt er að banna landsmála- framboð í Reykjavík á meðan mis- vægi atkvæða viðgengst. Að sparka flugvelli Eftir Örn Sigurðsson Örn Sigurðsson » Fulltrúar fjórflokks- ins í borgarstjórn og á Alþingi ganga gegn almannahag. Banna ætti landsmálaframboð í Reykjavík á meðan misvægi atkvæða viðgengst. Höfundur er arkitekt, í framkvæmdastjórn Samtaka um betri byggð (BB). arkorn@simnet.is Ég hef mikla trú á fólki. Mér er mikið í mun að fólk fái notið hæfni sinnar og þekk- ingar. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigð samfélög með virkri þátttöku allra verðum við að bera virðingu fyrir fjölbreytni. Allir hafa eitthvað fram að færa og innst inni vilja allir vera virkir þátttakendur í sam- félaginu með því að leggja sitt af mörkum. Við verðum því að passa upp á að útiloka ekki hæfa ein- staklinga frá þátttöku á vinnumark- aði eingöngu vegna þess að þeir hafa ekki farið „hefðbundna“ leið í lífinu. Fyrir ekki svo mörgum árum, þegar ég var að ljúka framhaldsskóla, var auðvelt að fá vel launuð og spennandi störf á almennum vinnumarkaði. Það freistaði margra, mín þar á meðal, að taka sér frí frá námi, öðlast starfs- reynslu og þar með lífsreynslu, þéna pening og jafnvel kaupa sér íbúð. Sum okkar sneru aftur á skólabekk að nokkrum árum liðnum, önnur menntuðust á vinnumarkaðnum. Öflugt þekkingarsamfélag Samfélag okkar hefur þróast í að verða öflugt þekkingarsamfélag og því fylgir að kröfur um háskóla- menntun á vinnumarkaði verða æ meiri. Það gerir einstaklingum, sem eru eingöngu með grunnmenntun eða jafnvel stúdentspróf, erfiðara fyrir að skipta um starfsvettvang. Með raun- færnimati, hvort sem er til inngöngu í háskóla eða til stytt- ingar háskólanáms, virðum við þá þekkingu og þá reynslu sem þeir hafa áunnið sér á vinnu- markaði og þannig ger- um við þeim kleift að þróast áfram svo lengi sem starfsorka þeirra varir. Það getur reynst erfitt fyrir sjálfsvirð- inguna að þurfa að end- urtaka nám sem ein- staklingar hafa þegar tileinkað sér á vinnu- markaði með óformlegum hætti. Það væri til mikils að vinna að geta boðið þessum hópi styttingu á námstím- anum, í grunnnámi á háskólastigi, þar sem sú þekking og hæfni sem þeir hafa aflað sér í gegnum störf sín og reynslu af vinnumarkaði væri metin að verðleikum; metin til raunfærni. Það yrði þeim mikil hvatning til frek- ara náms. Raunfærnimat við Háskólann á Akureyri Í lokaverkefni mínu í meistaranámi í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri gerði ég fyrstu tilraun hér á landi við að meta raunfærni ein- staklings með langa sögu á vinnu- markaði til ECTS-háskólaeininga og þar með til styttingar háskólanáms. Raunfærnimatið fór fram í fjölmiðla- fræði við Háskólann á Akureyri, en fjölmiðlafræðin er grunnnám til BA- prófs. Um fræðilegt nám er að ræða og því var það áskorun fyrir mats- aðila að meta starf af almenna vinnu- markaðnum til ECTS-eininga. Sú til- raun tókst vel og getur verið fyrirmynd frekari þróunar raun- færnimats til styttingar háskólanáms fyrir fjölda einstaklinga sem eiga eft- ir að fá hæfni sína metna á ýmsum sviðum. Að mínu mati ætti raun- færnimat til styttingar náms í há- skóla að vera jafn sjálfsagt framboð námstækifæra hér á landi eins og hver önnur grein í háskólanámi. Áskorun til háskóla Raunfærnimat ögrar vissulega hefðbundnu námi, hefðbundinni kennslu og hefðbundnu námsmati. Það snýst um að meta, fordómalaust, þá þekkingu, færni og hæfni, að hluta til eða að öllu leyti, sem einstaklingar hafa öðlast í óformlegu námi á vinnu- markaði. Grunnhugmyndin er að veita viðurkenningu á fyrra námi, hvar, hvenær og hvernig sem það nám hefur átt sér stað. Við spörum fjármuni þar sem sá tími sem varið er í skólagöngu er styttur út frá raun- færnimatinu. Með raunfærnimati til styttingar náms á háskólastigi og til ECTS-eininga er þó alls ekki verið að vega að háskólasamfélaginu á nokk- urn hátt, draga úr vægi þess eða gjaldfella það nám sem í boði er. Ég skora því á háskóla að fara alvarlega að huga að því að bjóða upp á raun- færnimat til styttingar náms, en sam- kvæmt tilmælum frá Ráðherraráði Evrópusambandsins frá árinu 2012 er mælt með því að öll lönd Evrópu- sambandsins og EFTA-landanna inn- leiði raunfærnimat á öllum skólastig- um, þar á meðal háskólastiginu, fyrir árið 2018. Nú er árið 2022. Stytting háskólanáms með raunfærnimati Eftir Soffíu Gísladóttur » Það getur reynst erfitt fyrir sjálfs- virðinguna að þurfa að endurtaka nám sem einstaklingar hafa tileinkað sér á vinnumarkaði með óformlegum hætti. Soffía Gísladóttir Höfundur er forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og Austurlandi og MA í menntavísindum. Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.