Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
✝
Sumarliði Aðal-
steinsson fædd-
ist í Borgarnesi 30.
apríl árið 1956.
Hann lést af slysför-
um 4. febrúar 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Aðal-
steinn Björnsson
bifreiðarstjóri, f. 26.
desember 1925, d.
31. júlí 1984, og
Margrét Kristín
Helgadóttur húsfreyja, f. 20.
mars 1929, d. 28. desember 1992.
Systkini Sumarliða eru Helgi
Kristinn, f. 8. maí 1948, Gunnar,
f. 2. janúar 1953, og Anna Mar-
grét, f. 14. október 1958.
Sumarliði kvæntist 29. desem-
ber árið 1979 Elínu Salínu Hjör-
leifsdóttur, f. 4. janúar 1952. For-
eldrar hennar voru Hjörleifur
mars 1982. Sonur þeirra er Ótt-
ar. Áður átti Maren dótturina
Ragnheiði Önnu Ragnarsdóttur.
Sumarliði ólst upp við Kjart-
ansgötu í Borgarnesi og gekk í
grunnskólann í Borgarnesi.
Hann var á sínum yngri árum lið-
tækur í frjálsum íþróttum og
spilaði körfuknattleik með
Skallagrími.
Sumarliði útskrifaðist með
sveinspróf í málaraiðn frá Iðn-
skólanum í Reykjavík og varð
síðar málarameistari. Hann rak
sitt eigið fyrirtæki, Áferð ehf., til
dauðadags. Áður hafði Sumarliði
starfað sem rútubílstjóri fyrir
Sæmund Sigmundsson og sem
steypubílstjóri hjá Loftorku
Borgarnesi, og tók m.a. þátt í
byggingu Hrauneyjafossvirkjun-
ar. Á seinni árum hóf hann aftur
að keyra, mestmegnis fyrir kvik-
myndaiðnaðinn, meðfram störf-
um sínum sem málari.
Útför hans fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 15. febrúar 2022,
klukkan 13.
Streymi: www.seljakirkja.is
https://www.mbl.is/andlat
Guðnason, f. 31.
ágúst 1924, d. 9.
apríl 2010, og Anna
Sigríður Ingólfs-
dóttur, f. 16. sept-
ember 1917, d. 25.
júní 2006.
Börn Sumarliða
og Elínar eru: 1)
Heiðar, f. 21. ágúst
1979. Eiginkona
hans er Þorbjörg
Daphne Hall, f. 19.
nóvember 1984. Börn Heiðars og
Þorbjargar eru Áslaug Elín og
Jökull Helgi. 2) Hjörleifur, f. 7.
september 1981. Eiginkona hans
er Maríanna Finnbogadóttir, f.
12. maí 1982. Börn Hjörleifs og
Maríönnu eru Ragnheiður Elín
og Finnbogi. 3) Aðalsteinn, f. 3.
nóvember 1987. Eiginkona hans
er Maren Kjartansdóttir, f. 31.
Elsku Summi. Mikið ofboðs-
lega er sárt að sakna. Ég hrein-
lega vissi ekki hversu stingandi
sársaukinn gæti orðið við að
missa þá sem standa manni næst.
En það er víst enginn undirbúinn
undir að fá svona fréttir. Það var
eins og tíminn stoppaði þegar
Hjölli hringdi í mig og sagði mér
að þú hefðir látist í bílslysi þá um
nóttina. Þetta gat bara einfald-
lega ekki verið satt. Við vorum
ekki tilbúin að missa þig. Ekki
núna. Ekki svona snöggt.
Frá því ég kom inn í fjölskyld-
una ykkar fyrir 23 árum hafið þið
Elín ávallt tekið mér opnum örm-
um. Þið hafið alltaf lagt ríka
áherslu á að styrkja fjölskyldu-
böndin og staðið ykkur stórkost-
lega við að rækta fjölskylduna,
búa til minningar sem við munum
búa að alla tíð. Í dag erum við
þakklát fyrir allar stundirnar sem
við höfum átt með ykkur á Spáni.
Í dag erum við þakklát fyrir öll
sunnudagsmatarboðin, alveg
sama hvort það var stórsteik á
borðinu eða hamborgarapartí. Í
dag áttum við okkur á því að það
er samveran í sunnudagsmatnum
sem skiptir máli.
Þegar presturinn spurði okkur
hvort þú hefðir átt fleiri áhuga-
mál en jeppasportið þurfti ég ekki
að hugsa lengi; afahlutverkið!
Það eru fáir sem ná að toppa þig í
afahlutverkinu. Frá fyrstu mín-
útu eftir að fyrsta barnabarnið
fæddist gafstu barnabörnunum
allan þann tíma og þolinmæði sem
þú áttir til. Afi var alltaf til í að
kubba. Afi var alltaf til í að fara í
ísbúðina. Afi var alltaf til í að lesa
bók. Afi var alltaf til í að mæta á
fótboltaleik eða sitja í nokkra
klukkutíma á fimleikamóti. Afi
var alltaf til í setjast á gólfið inni í
barnaherbergi og leika. Afi var
alltaf til staðar. Og aldrei skeytti
hann skapi, rólegheitin og yfir-
vegunin, þolinmæðin gagnvart
börnunum var endalaus.
En einhvern veginn verðum
við að reyna að halda lífinu áfram.
Ég mun gera mitt besta við að
hlúa að Hjölla þínum. Hann var
ekki einungis að missa föður sinn,
heldur einnig sinn læriföður í
ævistarfinu, samstarfsfélaga sem
hefur staðið honum við hlið alla
starfsævina og sinn besta vin.
Ég mun passa upp á að halda
minningu þinni á lofti gagnvart
barnabörnunum, Ragnheiði El-
ínu og Finnboga, sem sakna afa
svo ótrúlega mikið.
Við munum öll hjálpast að við
að halda utan um Ellu þína og um
leið treystum við á að þú vakir yf-
ir okkur.
Maríanna Finnbogadóttir.
Með þakklæti og sorg í hjarta
kveðjum við kæran mág/svila og
samstarfsmann til margra ára,
Sumarliða Aðalsteinsson.
Eftir sitja minningar um alls
kyns ferðalög, bæði innanlands
og utan sem og góðar stundir með
fjölskyldunni í leik og starfi.
Sumarliði var traustur og ró-
legur maður, hann hugsaði vel um
fjölskylduna sína og barnabörnin
syrgja góða afa sinn. Hann elsk-
aði að ferðast um landið okkar,
bæði sumar og vetur og var frá-
bær bílstjóri sem þótti lítið mál að
skreppa landshluta á milli og setti
ekki fyrir sig vont veður eða erf-
iða færð. Og það var einmitt í
slíkri ferð sem lífsgöngu hans
lauk í hörmulegu slysi allt of
snemma.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Elsku Elín, Heiðar, Hjörleifur
og Aðalsteinn. Megi Guð og góðar
vættir vaka yfir ykkur og halda
utan um ykkur og fjölskyldur
ykkar í sorginni og
eftirsjánni.
Margrét og Eiríkur.
Mikið er sárt að sjá á bak hon-
um Summa, í blóma lífsins. Allt
frá því ég kynntist mági mínum,
honum Sumarliða, þegar ég var á
unglingsaldri, hefur hann í mín-
um huga verið klettur í fjölskyld-
unni okkar. Alltaf tilbúinn að
koma til liðs við fólk og veita góð
ráð.
Það fór ekki mikið fyrir honum
Summa í stórum hópi fólks en
hann sat aldrei einn, það var líkt
og hann, með góðri og hlýrri nær-
veru sinni, væri sífellt að draga
fólk til sín. Hann var í raun skín-
andi dæmi um að það er hægt að
gefa af sér á svo marga vegu, án
þess að vera sífellt að tjá sig um
allt og alla. Ég fann fljótt eftir að
ég kynntist honum að það var jafn
gott að þegja með Summa og að
ræða við hann um ýmis málefni.
Slíkt er alltaf skýrt merki um að
þar fer góður maður. Hann bar
það sterkt með sér að vera ærleg-
ur, heiðarlegur maður sem sagði
skoðun sína skýrt og umbúða-
laust ef hann taldi ástæðu til þess.
Fyrr á árum spiluðum við
Summi um tíma saman í kalla-
körfuboltahópi. Fyrrverandi
keppnismenn með of mörg auka-
kíló. Ég man að í fyrstu tímunum
ákvað ég að spila svolítið fast á
hann, mig langaði að prófa hann,
kynnast honum á annan máta en
maður gerir í daglegu lífi. Ég
prófaði að tuddast aðeins á hon-
um; sjá hvernig hann myndi
bregðast við. Fyrrverandi
íþróttamenn til margra ára eru
margir hverjir alltaf í úrslita-
leiknum í hausnum og geta þá
verið viðkvæmir ef maður dansar
á línunni. En ekki Summi. Hann
spilaði fast og heiðarlega, tók vel
á móti og ekkert kom honum úr
jafnvægi. Hans spilamennska í
körfuboltanum lýsti hans per-
sónuleika vel.
Summi sagði mér einhvern
tíma að sér liði alltaf best heima
með henni Elínu sinni, en að
heima gæti verið víðar en inni á
þeirra heimili. Honum liði eins og
heima hjá sér þegar hann væri
með strákunum sínum og fjöl-
skyldum þeirra, hvort sem það
væri úti á Spáni eða í Garða-
bænum. Og Borgarfjörðurinn,
æskustöðvarnar, var honum kær,
þangað skrapp hann oft. Ég
minnist veiðiferðar í silungsá í
Borgarfirði eitt sumar fyrir löngu
með föður mínum og Aðalsteini,
yngsta syni Summa. Þegar við
vorum búnir að vera við veiði
góðan dagspart var Summi
skyndilega mættur, í skottúr úr
bænum. Tékka á veiðinni, sagði
hann glaðhlakkalega. Lítið mál
að skreppa í Borgarfjörðinn þeg-
ar fjölskyldan væri þar við veið-
ar.
Með Summa er horfinn í græn-
ar lendur einn af þessu ærlegu
mönnum sem gott og nauðsyn-
legt er að fá að umgangast. Við
eigum eftir að sakna hans mikið
alla daga, en hann verður alltaf í
hjarta okkar, hvert sem við för-
um. Hann hefur skapað sér orð-
spor sem alltaf mun lifa með okk-
ur.
Ingólfur Hjörleifsson.
Sumarið 1993 bauð Summi
mér að koma til sín í vinnu þar
sem hann hafði tekið að sér
spörslun og málningarvinnu við
nokkuð stóra nýbyggingu í Borg-
arnesi. En þetta reyndist vera
rétt byrjunin á löngum ferli mín-
um hjá Summa í Áferð ehf.
Summi hvatti mig til þess að læra
málarann og skráði mig á samn-
ing hjá sér. Summa hélst vel á
þeim kjarna starfsmanna sem
hann hafði enda afskaplega ljúfur
og sanngjarn yfirmaður. Alla
mína tíð hjá Summa var nóg að
gera og hafði maður aldrei
áhyggjur af að ekkert væri fram
undan í verkum, því stórir bygg-
ingaraðilar sem hann vann fyrir
héldu í hann Summa því alltaf
stóð hann sína plikt og skilaði
góðu handverki.
Margar góðar minningar á ég
af Summa og þá einnig fyrir utan
vinnu. Við spiluðum körfubolta
saman einu sinni í viku í nokkra
vetur, fórum nokkrum sinnum í
golf vinnufélagarnir, fótboltaleiki
á Englandi og frábæra ferð til
Baltimore þar sem eiginkonun-
um var einnig boðið með. Árið
2006 ákvað ég og mín fjölskylda
að flytjast aftur heim í Borgar-
nes. Bauð þá Summi mér að hann
skyldi útvega mér bíl, veglykil og
bensínkort og einu kröfurnar til
mín væru að ég þyrfti bara að
vakna fyrr og vera mættur í
vinnu klukkan 8.00. Þessi eðal-
mennska og traust sem hann
sýndi mér alla tíð mun lifa með
mér.
Þótt nokkuð sé liðið síðan ég
vann hjá Summa líður ekki sá
mánuður að ég horfi ekki til baka
með söknuði til frábærra ára hjá
Áferð ehf. og þeirra góðu vinnu-
félaga Eika, Hjölla, Gunna og
Barða. Ég lýk þessum orðum
mínum á setningu sem við Summi
notuðum stundum okkar á milli
þegar við vorum stoltir af sjálfum
okkur eða mikið lá við. „Hva …
það er ekki að spyrja að strákun-
um hjá Áferð!“
Elsku Elín, Heiðar, Hjörleif-
ur, Aðalsteinn og fjölskyldur. Ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Minningar lifa, minningar græða,
með virktum ég kveð þig um stund.
Sannur varst vinur, sæll við að ræða,
spjöllum svo seinna á vinanna fund.
(Jón Þór)
Jón Þór Sigmundsson.
Í dag kveðjum við bekkjar-
bróður okkar, Sumarliða Aðal-
steinsson, eða Summa eins og við
kölluðum hann ætíð. Æskan í litla
fallega þorpinu okkar einkennd-
ist af frjálsræði okkar krakk-
anna, náttúran bauð upp á fjöl-
breytt leiksvæði. Það voru holtin,
klettarnir og fjaran, og útivist
lauk oft ekki fyrr en sólin hafði
litað vesturhimininn roðagylltan
á fögrum sumarkvöldum. Þarna
liggja sporin og minningarnar. Í
fámennum bekk myndast óneit-
anlega sterk tengsl sem fylgja
okkur þótt samverustundum
fækki þegar skólagöngu lýkur og
hver og einn heldur út í lífið. Við
hittumst nokkur bekkjarsystkin
sl. sumar og var Summi með okk-
ur þennan dag. Yfirvegaður og
hógvær, með glettið blik í augum
eins og forðum daga. Þarna voru
rifjuð upp atvik og sögur, og það
var rétt eins og við værum horfin
aftur í tíma, orðin 15 ára á ný.
Strákarnir úr bekknum sem
spiluðu körfubolta með Summa
minnast þess nú hvað hann
reyndist þeim ávallt vel ef eitt-
hvað hallaði á þá í körfubolta-
ferðalögum þeirra. Hann var
traustur og hafði góða nærveru.
Við kveðjum okkar kæra Summa
með söknuði og geymum minn-
ingarnar. Fjölskyldu hans send-
um við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd árgangs 1956 við
Grunnskólann í Borgarnesi,
Signý Birna Rafnsdóttir.
Sumarliði
Aðalsteinsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku pabbi, takk fyrir
allt. Þín verður sárt saknað.
Þinn sonur,
Aðalsteinn Sumarliðason.
✝
Pálmi Lárusson
fæddist í
Reykjavík 27. febr-
úar 1937. Hann lést
4. febrúar 2022.
Foreldrar hans
voru Lárus Pálmi
Lárusson versl-
unarmaður, f. 15.
maí 1896, d. 22. júní
1954, og Guðrún
Elín Erlendsdóttir
húsfreyja, f. 27.
september 1897, d. 24. sept-
ember 1994.
Foreldrar Lárusar voru Lárus
Mikael Pálmi Finnsson, bóndi í
Álftagróf í Mýrdal, f. 24. júlí
1856, d. 3. janúar 1939, og Arn-
laug Einarsdóttir húsfreyja, f.
18. apríl 1867, d. 6. mars 1940.
Foreldrar Guð-
rúnar voru
Erlendur Jóns-
son, bóndi á Mó-
gilsá á Kjalarnesi,
f. 11. maí 1864, d.
5. október 1942,
og Guðfinna
Finnsdóttir hús-
freyja, f. 13. júní
1867, d. 7. júní
1953.
Bróðir Pálma
var Erlendur Lárusson, f. 1.
júlí 1934, d 3. október 2005.
Hálfsystur Pálma voru Guð-
finna Lárusdóttir, f. 24. októ-
ber 1920, d. 15. desember 2007,
Unnur Erlendsdóttir, f. 28.
nóvember 1922, d 11. apríl
2006, og Helga Andrea Lárus-
dóttir, f. 29. október 1925, d. 10.
febrúar 2014.
Hinn 19. nóvember 1960
kvæntist Pálmi Elsu G. Vilmund-
ardóttur jarðfræðingi, f. 27. nóv-
ember 1932, d. 23. apríl 2008.
Börn þeirra eru: 1) Vilmundur
rafmagnsverkfræðingur, f. 19.
nóvember 1965, barn hans er
Elsa Barðdal, f. 22. október
1990. Hann er kvæntur Lilju
Björk Pálsdóttur fornleifafræð-
ingi, f. 26. maí 1971. Börn þeirra
eru Ásrún Ösp, f. 16. júní 1994,
unnusti hennar er Eyþór Ingólfs-
son Melsteð, f. 16. febrúar 1994,
og Arnþór Víðir, f. 5. maí. 1997.
2) Guðrún Lára umhverfis- og
jarðfræðingur, f. 29. október
1967. Hennar maki er Trausti
Gunnarsson leiðsögumaður og
fiskeldisfræðingur, f. 14. janúar
1966.
Pálmi ólst upp í Reykjavík.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1956 og
lauk prófi í byggingarverkfræði
frá KTH í Stokkhólmi árið 1960.
Hann starfaði hjá gatnagerð
Stokkhólmsborgar árin 1960-
1963 og sem verkfræðingur hjá
Almenna byggingafélaginu hf.
1963-1971. Árið 1971 stofnaði
hann ásamt öðrum Almennu
verkfræðistofuna hf. og starfaði
þar allt til starfsloka árið 2003.
Heimili Pálma og Elsu var
lengst af í Hrauntungu 69 í
Kópavogi en árið 2003 fluttu þau
að Kaldrananesi í Mýrdal. Pálmi
bjó á Skúlagötu 20 í Reykjavík
síðustu árin og átti hjartkæra
vinkonu, Ragnhildi Ísaksdóttur,
f. 24. júlí 1935, sem hann naut
góðra samverustunda með.
Útför Pálma verður frá Dóm-
kirkjunni í dag, 15. febrúar 2022,
og hefst athöfnin kl. 15.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Pálmi var í hópi stúdenta sem
brautskráðust frá Menntaskólan-
um í Reykjavík vorið 1956. Mörg
okkar höfðu verið saman í skóla
allt frá sjö ára aldri. Þótt hver
hyrfi nú að sínu héldust góð
tengsl innan hópsins. „Fjallaref-
ir“ gengu um Elliðaárdalinn og
vítt um nágrenni Reykjavíkur,
jafnvel upp á Esju sem þótti und-
arlegt tiltæki. Síðasta skráða
ferðin var í ágúst 1959 í Eyja-
hrepp á Mýrum í leit að manna-
beinum fyrir læknanema úr
hópnum.
Pálmi var góður námsmaður.
Hann lauk prófi í byggingarverk-
fræði við Konunglega tæknihá-
skólann í Stokkhólmi 1960. Sama
ár kvæntist hann Elsu G. Vil-
mundardóttur sem var í Stokk-
hólmi við nám í jarðfræði. Pálmi
vann hjá gatnagerð Stokkhólms-
borgar fram til ársins 1963 með-
an Elsa var að ljúka sínu námi.
Þá fluttu þau heim og Pálmi hóf
störf hjá Almenna bygginga-
félaginu en Elsa hjá Raforku-
málastjóra. Elsa var fyrst kvenna
til að nema jarðfræði og hún skil-
aði mjög merku starfi á virkjun-
arsvæðum Þjórsár og Tungnár.
Þau hjónin bjuggu fyrst í
Reykjavík en fluttu í Hraun-
tungu í Kópavogi ásamt börnun-
um tveimur árið 1969. Rætur
Elsu lágu í sveitum Suðurlands
og foreldrar Pálma voru ættaðir
úr Mýrdal. Eftir að Elsa fór á eft-
irlaun fluttu þau árið 2004 að
Kaldrananesi í Mýrdal og gerðu
bæinn að glæsilegu sveitasetri.
Þegar stúdentahópurinn tók að
reskjast fór hann að hittast
reglulega í vorferðum innanlands
og haustferðum til annarra landa
og þá gjarnan til samstúdenta
þar. Við komum í slíka heimsókn
til Pálma og Elsu í Kaldrananes
og fengum þar höfðinglegan há-
degisverð og leiðsögn Elsu um
Mýrdalinn inn í Þakgil. Þau hjón-
in tóku alla tíð virkan þátt í fé-
lagsstarfi okkar og Pálmi hélt því
áfram eftir að Elsa lést árið 2008.
Hann var í gönguhópi Alviðru ár-
in 2010-2012 og á aðventukvöldi
2015 kynnti hann okkur sam-
býliskonu sína Ragnhildi Ísaks-
dóttur sem einnig varð góður fé-
lagi í hópnum. Þau bjuggu
seinustu árin við Skúlagötu í
Reykjavík.
Pálmi var ljúfur og hæverskur
félagi sem við minnumst með
þakklæti.
Sveinbjörn Björnsson.
Ljúfur, lítillátur, hjartahlýr og
traustur. Þannig var Pálmi.
Við þökkum samfylgdina og
elskulegheitin í okkar garð.
Blessuð sé minning Pálma
Lárussonar.
Ísak og Ingunn (Inga).
Pálmi Lárusson
Bragi var sonur
hjónanna Árna Kr.
Sigurðssonar og Ís-
leifar Jónsdóttur. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum í Bjarka-
landi, sem tilheyrði Vestur-Eyja-
fjallahreppi en nú Rangárþingi
eystra. Bragi bjó þar lengstum,
ásamt foreldrum sínum og
bræðrunum, Sigurði og Valdi-
mar.
Þeir bræður, Bragi, Sigurður
og Trausti, stofnuðu ungir
hljómsveitina Bjarkalandsbræð-
ur og léku á harmóniku, gítar og
trommur á böllum í nágrenninu.
Bragi var mjög músíkalskur og
lék á trommur í ótal danshljóm-
sveitum á Suðurlandi allan síðari
helming 20. aldar. Þar má helst
nefna, auk Bjarkalandsbræðra,
Kaprí-kvintett, Karol-kvintett,
Bragi
Árnason
✝
Bragi Árnason
frá Bjarkalandi
fæddist 14. júní
1938. Hann lést á
dvalarheimilinu
Hjallatúni í Vík 19.
janúar 2022 og
hefur útförin farið
fram.
Diskó (löngu fyrir
tíma diskótónlist-
ar!) Safír-sextett,
Elda, Tígultríó,
Skugga, Erni og
Glitbrá.
Bragi var léttur
og lipur trommari,
góður í svingi, léttri
popptónlist og
gömlu dönsunum.
Hann var glaðvær,
stundum óðamála
og stamaði þegar honum var
mikið niðri fyrir, en tranaði sér
ekki fram, hvorki í tónlistinni né
í samskiptum.
Bragi var ókvæntur og barn-
laus. Þegar hann var orðinn einn
í Bjarkalandi flutti hann á Sel-
foss og bjó þar uns hann flutti á
Dvalarheimilið Hjallatún í Vík í
Mýrdal þar sem hann bjó síðustu
árin.
Við söknum Braga, okkar
góða hljómsveitarfélaga, og
minnumst hans.
Þorvaldur Örn Árnason,
Guðmar Ragnarsson,
Árni Ólafsson,
Ester Markúsdóttir,
Ágúst Ingi Ólafsson.