Morgunblaðið - 15.02.2022, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
✝
Viktoría Skúla-
dóttir fæddist
3. júní 1927 á Dönu-
stöðum í Laxárdal.
Hún lést 4. febrúar
2022 á Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Skúli Jó-
hannesson, f. 5.3.
1900, d. 7.1. 1968,
og J. Lilja Krist-
jánsdóttir, f. 9.4.
1907, d. 29.5. 1993.
Systkini Viktoríu: Daði, f.
29.6. 1928, d. 3.8. 1953; Sigríður,
f. 27.6. 1930, d. 16.7. 1999; Sól-
rún, f. 28.5. 1932; Ingibjörg, f.
16.2. 1936, d. 23.8. 2020; Guð-
rún, f. 15.6. 1940, d. 29.3. 2016;
Iða Brá, f. 4.12. 1944.
Viktoría giftist hinn 24.6.
1953 Guðbirni Jenssyni skip-
stjóra og bónda, f. 18.4. 1927, d.
19.2. 1981. Sambýlismaður Vikt-
oríu frá árinu 1987 var Gunnar
Johansen múrarameistari og
bílstjóri, f. 27.8. 1934, d. 10.4.
2019.
Synir Viktoríu og Guðbjörns
eru: 1) Jens, aðalvarðstjóri í toll-
gæslunni á Keflavíkurflugvelli,
f. 10.1. 1953, kvæntur Valgerði
Júlíusdóttur aðstoðarskóla-
Thomas Halbritter. Lilja Vikt-
oría sálfræðinemi, f. 3.10. 1992, í
sambúð með Victori Guðjóns-
syni. Elísabet, f. 16.9. 1994, d.
8.8. 2019. 4) Gunnar, skólastjóri
og óperusöngvari, f. 5.7. 1965
kvæntur Ólöfu Breiðfjörð menn-
ingarfulltrúa, f. 11.12. 1970.
Synir þeirra eru: Ívar Glói
myndlistarmaður, f. 15.8. 1992,
kvæntur Álfrúnu Pálmadóttur
en þau eiga dótturina Míó. Jök-
ull Sindri læknanemi, f. 4.2.
1998, unnusta hans er Nanna
Óttarsdóttir. Ragnar Númi tón-
smíðanemi, f. 5.1. 2000.
Viktoría stundaði nám við
Garðyrkjuskólann á Reykjum á
árunum 1943-46 en í Hveragerði
vann hún ýmis störf. Hún nam í
Húsmæðraskóla Akureyrar
1948-49. Viktoría starfaði við
garðyrkju þar til hún giftist.
Hún var húsmóðir í Kópavogi og
í Helguvík á Álftanesi þar sem
hún rak hænsnabú með Guð-
birni manni sínum. Nokkru eftir
lát Guðbjörns flutti hún á
Frakkastíg og starfaði við
hreingerningar og önnur störf,
m.a. á Hvítabandinu og á Hótel
Óðinsvéum. Stuttu eftir að Vikt-
oría kynntist Gunnari Johansen
flutti hún til Noregs þar sem
þau hófu búskap og bjuggu um
árabil og síðar í Danmörku. Elli-
árunum vörðu þau á Frakkastíg
og á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Viktoríu fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag, 15. febr-
úar 2022, kl. 15.
stjóra, f. 28.4. 1960.
Börn þeirra eru:
Viktoría verkfræð-
ingur, f. 11.11.
1981, gift Stuart
Maxwell, þau eiga
synina Vilhjálm
Hinrik og Hendrik
Finlay. Guðbjörn
verkfræðingur, f.
26.9. 1988, í sam-
búð með Rebekku
Sigrúnu Lynch, þau
eiga dótturina Haföldu Elínu. 2)
Daði listmálari, f. 12.5. 1954,
kvæntur Soffíu Þorsteinsdóttur
leikskólakennara, f. 17.12. 1954.
Sonur Daða og Guðbjargar
Sigurjónsdóttur er Sigurjón
Bergþór, rithöfundur og tón-
listarkennari, f. 11.5. 1984. Fyr-
ir átti Soffía börnin: Þorstein
Gíslason, kvæntur Guðbjörgu S.
Tryggvadóttur, þau eiga dæt-
urnar Soffíu Líf, Öldu Rut og
Júlíu Röfn. Jóhönnu Björk
Gísladóttur, sem gift er Þórólfi
B. Einarssyni en þau eiga synina
Bjarka Val og Sævar Huga. 3)
Guðbjörn, yfirtollvörður hjá
Skattinum, f. 3.6. 1962. Dætur
Guðbjörns og Jóhönnu Segler
eru: Anna Lena, doktor í efna-
fræði, f. 26.12. 1990, trúlofuð
Okkar ástkæra mamma,
tengdamamma, amma og
langamma hefur kvatt þetta jarð-
líf og farin inn í sumarlandið. Eins
og segir í laginu Hótel jörð þá er
tilvera okkar undarlegt ferðalag
og til eru ýmsir sem setjast við
hótelgluggann og bíða. Það má
með sanni segja að þetta eigi vel
við móðurblómið okkar sem hefði
orðið 95 ára í vor og löngu tilbúið
til ferðalagsins. Þó verður að
segjast að hún var andlega skýr
og fylgdist með öllu því sem allir
voru að gera fram að endalokum.
Þótt hún hafi verið tilbúin til að
kveðja þá var hún með ótrúlegan
eldmóð og kom öllum á óvart með
lífsseiglu sinni að leiðarlokum.
Lífsseigla hennar þjappaði fjöl-
skyldunni saman við dánarbeðinn
þar sem við studdum hvert annað,
rifjuðum upp skemmtilegar
minningar og styrktum fjöl-
skylduböndin með kærleika og
hjartahlýju.
Á síðustu árum átti hún marg-
ar ánægjulegar stundir með okk-
ur fjölskyldunni. Gamlar minn-
ingar ylja okkur nú þegar hún er
farin og má þar nefna heimilið í
Helguvík á Álftanesi, Ljóma
hund, þorrablótin á Álftanesi,
hænsnabúið, eggjakeyrslu í búð-
ir, smákökubakstur fyrir jólin,
leik í vatnsrúminu á Frakkastígn-
um, kennslu í að búa til súrmat,
rúllupylsu og slátur, spá í spil og
ráða drauma. Ekki má gleyma
öllum veislunum og matarboðun-
um sem við deildum með henni en
henni fannst alltaf gaman að lyfta
sér upp, bjóða heim eða koma í
heimsókn. Gaman var að ræða við
hana en hún hafði sterkar skoð-
anir á flestu.
Hún fylgdist vel með fjölskyld-
unni og gladdist yfir velgengni
okkar. Hún var á undan sinni
samtíð á sumum sviðum og hvatti
Viktoríu og Bubba til að klára
nám áður en þau eignuðust fjöl-
skyldur en var þó ánægð með að
fá Stuart og Rebekku í fjölskyld-
una þegar að því kom.
Hún var þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast langömmu-
börnunum sínum þeim Vilhjálmi
Hinriki, Hendriki Finlay og Haf-
öldu Elínu. Hún passaði alltaf upp
á að eiga nóg af góðgæti handa
þeim til þess að fá þau oftar í
heimsókn. Jafnframt léku þau sér
með steinasafnið hennar en hún
hafði mikinn áhuga á steinum
sem hún hafði safnað í gegnum
tíðina.
Hún hafði einkum gaman af
heimsóknum og fannst aldrei nóg
af þeim. Hún skráði allt vandlega
niður í dagbók og lét vita ef henni
fannst hafa liðið of langur tími
milli heimsókna. Í gríni minntum
við hana á að skrá heimsóknir
okkar. Hún var mikill dýravinur
og hafði gaman af öllum hundun-
um okkar. Það var ánægjulegt að
dvalarheimilið á Hrafnistu skyldi
heimila heimsóknir með hunda.
Móðurblómið þekkti alla okkar
hunda með nafni og fengu þeir
mikla athygli og knús hjá henni.
Það er skrýtið að missa báða
öldungana í fjölskyldunni með
stuttu millibili. Mikið skarð er
höggvið í fjölskylduna og munum
við sakna þeirra mikið.
Við þökkum þér fyrir sam-
fylgdina og allar góðu samveru-
stundirnar. Við munum ætíð
geyma minningu þína í hjörtum
okkar.
Jens Guðbjörnsson,
Valgerður Júlíusdóttir, Vikt-
oría Jensdóttir, Stuart Max-
well, Vilhjálmur Hinrik Max-
well, Hendrik Finlay
Maxwell, Guðbjörn Jensson,
Rebekka Sigrún D. Lynch og
Hafalda Elín
Guðbjörnsdóttir.
Ástkærri tengdamóður minni
kynntist ég þegar leiðir okkar
Daða lágu saman fyrir rúmum
tveimur áratugum og nýtt tímabil
hófst í mínu lífi. Ég vissi að Daði
var mjög náinn móður sinni og
var það því mikið tilhlökkunar-
efni, í bland við smá kvíða, þegar
hún flutti heim frá Noregi. Þar
hafði Viktoría búið um nokkurt
skeið með seinni manni sínum,
Gunnari. Viktoría tók mér strax
opnum örmum og hefði ég því
engu þurft að kvíða. Viktoría tók
einnig börnunum mínum, Þor-
steini og Jóhönnu, opnum örmum
og barnabörnum þegar þau
komu. Við bjuggum í smá tíma í
sama húsi á Hörpugötunni.
Þótt Viktoría væri ákveðin og
lægi ekki á skoðunum sínum var
hún að sama skapi nærgætin.
Fann ég aldrei fyrir yfirgangi af
hennar hálfu. Hún eldaði mat,
þreif og jafnvel skipti á rúminu
okkar, sem kom skemmtilega á
óvart, en þessu var hún vön og
breytti því ekki. Hún var glöð að
vera komin heim til Íslands.
Þau voru ófá jólin sem við
eyddum með þeim Gunnari og
Viktoríu. Einnig fórum við í
nokkrar ferðir með þeim, bæði
innanlands og utan. Ferðir vest-
ur í Dali að ættaróðalinu Dönu-
stöðum í Laxárdal voru ófáar, en
þaðan var Viktoría ættuð. Vikt-
oría var dugnaðarforkur, sem
kom m.a. fram í því þegar hún og
þrjár aðrar systur hennar gerðu
gamla húsið á Dönustöðum upp,
með smá aðstoð frá öðrum fjöl-
skyldumeðlimum. Þær systur,
komnar af léttasta skeiðinu,
grófu til dæmis fyrir nýrri
rotþró, skriðu upp á þak á hús-
inu, smíðuðu og máluðu. Það hef-
ur verið mikil unun og hvíld í
gegnum tíðina að dvelja á Dönu-
stöðum, þar sem sagan býr, sag-
an hennar Viktoríu. Viktoría var
góður sögumaður og á ég eftir að
sakna frásagna hennar. Áhrifa-
mikil frásögn af því þegar gamli
torfbærinn brann og fjölskyldan
þurfti að hírast í fjárhúsunum á
meðan nýtt hús var í byggingu
situr eftir. Á Dönustöðum var
bókasafn fyrir sveitina og einnig
símstöð og stundum voru þar
dansleikir með hljómsveit í stóru
stofunni. Þegar útvarpsstöð kom
í Reykjavík vildi móðir Viktoríu
komast í samband við menn-
inguna. Hún seldi íslenska bún-
inginn sinn og keypti sér útvarp.
Það var rétt fyrir jól og man
Viktoría vel hve fagurt ómuðu
sálmarnir „Heims um ból“ og „Í
Betlehem“ og sterkir tónar org-
elsins hjá Páli Ísólfssyni. Sönn
hugljómun sem seint gleymdist.
Viktoría hefur alist upp við mikla
menningu á þeirra tíma mæli-
kvarða. Viktoría var bókhneigð
kona og reyndist það henni erfitt
í seinni tíð þegar sjónin sveik
hana og hún gat ekki lesið.
Síðustu jólin sem Viktoría lifði
kom hún til okkar. Hún naut sín
og hafði gaman af að hitta alla og
ekki síður barnabarnabörnin,
sem hún hafði ekki séð lengi.
Viktoría passaði alltaf vel upp á
það að gefa öllum jólagjafir og
hugsaði hún vel um mín börn og
barnabörn hvað það varðaði.
Viktoría fylgdist vel með öllum
og gleymdi yfirleitt ekki því sem
sagt var við hana. Hélst þessi
eiginleiki hennar allt fram í and-
látið.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Viktoríu, þessari sterku
og litríku konu, sem skilur eftir
sig verðmætar minningar sem
gott er að eiga.
Góða ferð elsku Viktoría.
Þín tengdadóttir,
Soffía.
Viktoría Skúladóttir var
merkileg manneskja. Viktoría
fór strax í æsku sínar leiðir, las
Laxness í felum í fjárhúsinu og
fór í nám í Garðyrkjuskólanum
ung að árum. Í Hveragerði
kynntist hún skáldum og mynd-
listarmönnum sem höfðu mikil
áhrif á hana og hennar sjálfs-
mynd. Alla tíð var hún næm fyrir
fegurðinni í orðum, náttúrunni,
listum og raunar öllu umhverfi
sínu enda las hún mikið, ræktaði
rósir jafnt sem kaktusa og
skreytti heimili sín hátt og lágt
með myndlist og minningum úr
öllum þeim ferðalögum sem hún
fór í um ævina. Viktoría ferðaðist
mikið með mönnunum tveimur í
lífi sínu, Guðbirni Jenssyni og
Gunnari Johansen. Hún fór í
skipstjórafrúarferðir til Hull og
San Sebastian með Bubba en auk
þess í margar skemmtiferðir til
heitra landa og skoðaði gjarnan
skrúðgarða í ferðunum. Með
Gunnari ferðaðist hún meðal
annars til Taílands en einnig fór
hún með honum í vinnuferðir til
Spánar og Portúgals og vílaði
ekki fyrir sér að gista á bílastæð-
um í sendiferðabíl Gunnars sem
hafði atvinnu af vöruflutningum
milli landa. Hún sá því heiminn
frá ótalmörgum hliðum, hliðum
sem ekki margar konur af henn-
ar kynslóð þekkja.
Hún heimsótti okkur Gunnar
son sinn á alla þá staði sem við
bjuggum á og munaði ekki um að
fara í sólarhrings rútuferð frá
Danmörku, þar sem hún bjó um
tíma, til Lyon í Frakklandi þar
sem við bjuggum. Þegar þriðji
sonur okkar var fæddur sagði
Viktoría mér að það þýddi ekkert
að reyna þetta í fjórða sinn því
það kæmi bara annar strákur hjá
mér líkt og henni. Þá benti ég
henni á að þetta kæmi úr hörð-
ustu átt þar sem hennar fjórði
sonur, eiginmaður minn, væri
langbest heppnaður af þeim öll-
um og það fannst elsku tengda-
mömmu fyndið. Þegar ég heim-
sótti Viktoríu passaði ég alltaf að
hafa mig vel til, í hælaskóm og
með varalit en hún hafði sérlega
gaman af fallegum fatnaði og
skóm. Innkaupaferðir okkar fyr-
ir jólin voru einstakar, þá dress-
aði móðurblómið sig upp og
keypti sér flottustu gerð af vara-
lit enda vildi hún ekki verða kell-
ingaleg þótt aldurinn færðist yf-
ir. Ég hugsa alltaf og tala um
elsku Viktoríu með hlýjum hug
og glettni og mun halda minn-
ingu hennar á lofti. Fallega lang-
ömmustelpan hennar, ömmu-
stelpan mín, hún Míó, verður alin
upp við að kveikja á kerti fyrir
langömmu Viktoríu í kirkjum
heimsins.
Ólöf Breiðfjörð.
Elsku amma mín, Viktoría
Skúladóttir, hefur kvatt okkur
og skilur eftir sig stórt tómarúm
í hjörtum okkar allra. Líf hennar
var langt og í mörgum köflum,
tímaskeið sem eru svo ólík að það
er erfitt að draga fullkomna
mynd af margbreytileikanum.
Hún óx upp í torfbæ þegar nú-
tímavæðingin gekk yfir, lærði við
Garðyrkjuskólann í Hveragerði
og var sérlega þakklát fyrir þau
ár, stofnaði síðan fjölskyldu,
eignaðist fjóra syni, en afi dó
ungur sem var mjög erfitt fyrir
hana. Eftir það kynntist hún öðr-
um manni, Gunnari Johansen, og
ekki fyrr en þá, þegar hún hafði
gengið í gegnum viðburðaríka
ævi, kynntist ég henni og á mínar
fyrstu minningar um hana.
Hún bjó á Frakkastíg með
Gunnari afa mínum sem kom í
staðinn fyrir hinn sem ég fékk
ekki tækifæri til að kynnast. Þótt
minnið sé slitrótt standa eftir
áhrifamiklar myndir. Ég braut
bolla í matarboði og fékk svo
mikið samviskubit að ég grét, en
hún huggaði mig. Hún settist á
rúmið hjá mér þegar ég gisti hjá
henni og söng fyrir mig vöggu-
vísur, eins og hún hafði gert fyrir
syni sína. Einu sinni strauk ég að
heiman og birtist í dyragættinni
hjá henni.
Þegar ég var orðinn fullorðinn
kynntist ég henni upp á nýtt. Við
náðum sérstaklega vel saman í
gegnum áhuga okkar á bók-
menntum. Hún hreifst af skáld-
sögum og ljóðum, hvort sem það
var eftir gömlu meistarana eða
nýju skáldin. Hún myndaði svo
sterka tengingu við skáldskapinn
að síðustu árin gat hún verið
ósátt við sjálfa sig ef hún mundi
ekki nákvæmlega söguþræði úr
bókum sem hún hafði lesið mörg-
um áratugum áður. Hún sagði að
hún hefði viljað skrifa sjálf þegar
hún var yngri, en aðstæður
hennar í lífinu buðu ekki upp á
það.
Hún hugsaði mikið um dauð-
ann og hvað manneskjan skilur
eftir sig þegar lífinu lýkur, var
snemma byrjuð að hugsa um
hver myndi erfa hvaða hlut, hélt
auk þess dagbók og skrifaði fal-
legt kveðjubréf með síðustu ósk-
um sínum. Ég finn hvað tilvist
hennar var orðin óhagganleg í
huga mínum og þess vegna er
þetta undarlega tómarúm þegar
hún er ekki til staðar lengur.
Hún var orðin að ættmóður fyrir
okkur sem ólumst upp í þeim
heimi sem hún hafði skapað í
kringum sig. Ég á eftir að sakna
hennar mikið.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Sigurjón Bergþór Daðason.
Viktoría
Skúladóttir
Ástkær faðir, sonur, bróðir og mágur,
ÆVAR FREYR ÆVARSSON,
lést á Spáni föstudaginn 11. janúar.
Daníel Logi Ævarsson
Kristjana Margrét Magnúsd. Ævar Auðbjörnsson
Grétar Ævarsson Pálína Hauksdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
LÁRUS BJÖRNSSON
fv. ljósameistari,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 11. febrúar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 21. febrúar klukkan 13.
Elsa Lillý Lárusdóttir Alexander Rafn Gíslason
Kristveig Lárusdóttir Róbert Kristmannsson
Lára Borg Lárusdóttir
barnabörn og systur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRÚ STEINUNN ÁSDÍS
RÖGNVALSDÓTTIR,
Hverfisgötu 34,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 11. febrúar.
Geirlaug Helgadóttir Ægir Hallbjörnsson
Guðný Helgadóttir Andrés Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar,
DÓRA ÓLAFSDÓTTIR
frá Kljáströnd,
lést að morgni 4. febrúar. Kveðjuathöfn
verður í Landakotskirkju, Reykjavík,
fimmtudaginn 17. febrúar klukkan 11 fyrir
hádegi. Henni verður sungin sálumessa
í Péturskirkju á Akureyri föstudaginn 18. febrúar klukkan 13.
Jarðsett verður í Grenivíkurkirkjugarði sama dag.
Ása Drexler
Áskell Þórisson
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞORBJÖRG KRISTÍN BERG
GUÐNADÓTTIR,
Bobba.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki Báruhrauns í Hafnarfirði
fyrir hlýja og góða umönnun.
Þeim sem hennar vilja minnast er bent á Alzheimersamtökin.
Þökkum hlýhug.
Agnar Steinn Gunnarsson Bryndís Eyjólfsdóttir
Guðrún María Berg
Sigríður Erla Berg Júlíusd.
Örn Gunnarsson Ingibjörg Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn