Morgunblaðið - 15.02.2022, Page 29

Morgunblaðið - 15.02.2022, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022 Nokkrar skærustu stjörnur banda- rísks rapps og hipphopps frá því um og fyrir aldamótin síðustu skemmtu í hálfleik leiksins um Ofurskálina, úrslitaleiks bandaríska fótboltans. Það þótti löngum mikill heiður að vera boðið að troða upp á þessum 12 mínútum í leikhléinu, enda um einn vinsælasta sjónvarpsviðburð ársins í Bandaríkjunum að ræða. Á síðustu árum hefur glansinn nokkuð farið af atriðinu, eftir að frægar hörunds- dökkar stjörnur neituðu að koma fram vegna afstöðu stjórnenda fót- boltadeildarinnar til kynþáttamála. En nú var aftur stjörnufans á svið- inu, í leikmynd sem sýndi miðborg Compton, borgar í Kaliforníu sem margir rapparar hafa komið frá. Upptökustjórinn áhrifamikli Dr. Dre dreif á svið með sér þau Em- inem, Mary J. Blige, Snoop Dogg og Kendrick Lamar. Fluttu þau búta úr þekktum lögum sínum auk þess að votta látnum félögum virðingu. AFP Stjörnufans Eminem, Dr. Dre, Kendrick Lamar, Curtis „50 cent“ Jackson, Mary J. Blige og Snoop Dogg á sviðinu. AFP Skak Curtis „50 cent“ Jackson fékk gríðarleg viðbrögð þegar hann flutti lagið vinsæla In Da Club, að hluta hangandi á hvolfi yfir sviðinu. Miðaldra stjörnur skemmtu Kvikmyndagerðarmaðurinn Ivan Reitman, sem þekktastur er fyrir kvikmyndirnar Ghostbusters, Animal House og Twins er látinn 75 ára að aldri. Í frétt The Guardian um málið kemur fram að hann hafi látist í svefni á heimili sínu í Kali- forníu. „Fjölskyldan syrgir óvænt fráfalls eiginmanns, föður og afa sem kenndi okkur að sjá alltaf töfrana í lífinu. Við huggum okkur við það að verk hans sem kvik- myndagerðarmanns færðu óteljandi fólki víðs vegar um heiminn gleði og hamingju,“ skrifa börnin hans, Jas- on, Catherine og Caroline Reitman, í sameiginlegri yfirlýsingu. Reitman fæddist í Tekkóslóvakíu 1946. Móðir hans lifði af vist í Auschwitz og faðir hans barðist með andspyrnuhreyfingunni. Reit- man var aðeins fjögurra ára þegar fjölskyldan flúði kúgun kommúnista með því að fela sig á vöruflutninga- pramma á leið til Vínar. Fjölskyldan endaði loks hjá ættingjum í Kanada þar sem Reitman nam tónlist og leiklist við McMaster-háskólann. Ár- ið 1975 framleiddi hann National Lampoon Show þar sem Bill Murray kom meðal annars fram og var þá óþekktur, en átti síðar eftir að leika í stórsmellum Reitmans, þeirra á meðal Ghostbusters. Ákveðin tímamót urðu á ferli Reitmans með kvikmyndinni Nat- ional Lampoon’s Animal House sem hann framleiddi og sló í gegn 1978. Mikilvægasta kvikmyndin á ferli hans var hins vegar Ghostbusters sem frumsýnd var 1984 og skartaði Murray, Dan Aykroyd, Rick Mor- anis og Sigourney Weaver í aðal- hlutverkum. Framhaldsmyndir fylgdu í kjölfarið, seinast Ghostbust- ers: Afterlife árið 2021 sem Jason, sonur Reitmans, leikstýrði og Ivan framleiddi. Meðal annarra mynda sem Ivan Reitman leikstýrði á ferl- inum má nefna Twins, Kinder- garten Cop, Dave og Junior. Á sein- asta ári upplýsti Deadline að Reitman hygðist á þessu ári leik- stýra framhaldi á Twins með Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito í aðalhlutverkum. Ivan Reitman látinn 75 ára að aldri AFP Feðgar Jason og Ivan Reitman á rauða dreglinum þegar Ghostbusters: Afterlife var frumsýnd í nóvember 2021. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifa- fræðingur flytur erindi í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12 um textílgerð og klæða- eign íslensku miðaldaklaustranna en einnig fyrirliggjandi rannsóknir á miðaldaklæðum sem enn eru varðveitt. Þeir sem ekki komast á staðinn geta hlustað í beinu streymi á YouTube-rás safnsins. „Vaðmálið var helsti gjaldmiðill Íslendinga allt þar til skreiðin tók við um og eftir 1300, líklega vegna föstunnar. Um það leyti jókst enn fremur framleiðsla verðmætra kirkjuklæða, samhliða blómlegum og örum vexti miðaldakirkjunnar. En þrátt fyrir að textílar séu, eins og heitið bendir til, í raun textar hefur þeim verið mun minni gaum- ur gefinn en textum á bókfelli. Klæðagerð, hvers kyns, hefur oft og tíðum verið flokkuð sem verð- laus handavinna eða tómstundir en verðgildi handrits var þó það sama og góðs hökuls, svo dæmi sé tekið,“ segir í kynningu á erindinu. Sýningin Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum stendur í Horni í Þjóðminjasafni Íslands. Hún byggir á rannsóknum Steinunnar Krist- jánsdóttur, prófessors í fornleifa- fræði við Háskóla Íslands. Klæðagerð og íslensku klaustrin Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirlesari Steinunn Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.