Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Förum eftir Silkiveginum fræga, skoðum moskur, glæsihallir, glæsilegan arkitektúr. Förum á markað, kynnumst siðum og venjum hirðingja. Skoðum marga staði á minjaskrá Unesco, má m.a. nefna borgir- nar Almarty, Shimkent, Samar- kand, Tashkent og Bukhara. Ferð þar sem allt er innifalið og lætur engan ósnortinn. Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Framandi heimur mið Asíu, glæsilegar fornar borgir, ævagömul menning og stórkostleg náttúra. KAZAKSTAN og UZBEKISTAN 15.-30. maí 2022 INNIFALIÐ Í FERÐAKOSTNAÐI: • Flug með tösku • Hótel með morgunmat • Skoðunarferðir skv. ferðaplani • Fullt fæði • Rúta og lestarferðir • Aðgangur skv. ferðaplani • Ísl. fararstjóri og heimamaður (local farastjóri) Verð aðeins krónur 428.500 á mann í 2ja manna herbergi Ómar Garðarsson Vestamannaeyjum Skemmdir á golfvellinum í Vest- mannaeyjum eftir ofviðrið og hafrót- ið þann 8. febrúar eru að koma í ljós eftir að snjó fór að taka upp. Allar brautirnar meðfram Hamrinum hafa orðið fyrir skemmdum, á sextándu braut er mikið grjót, teigur á sautjándu braut er nánast horfinn og göngustígar þar í kring. Stórgrýti og sandur hafa skolast upp á völlinn og merkjanlegar breyt- ingar hafa orðið á Hamrinum og fjör- unni fyrir framan. Tjónið er mikið fyrir Golfklúbbinn og verður róið að því öllum árum að koma vellinum í lag fyrir sumarið. Aðfaranótt þessa dags var ofsa- veður af suðvestri við Suður- og Suð- vesturland. Mældist 20 metra alda við Garðskaga, ölduhæð við Land- eyjahöfn var hátt í tíu metrar og tæp- lega fimmtán metrar við Surtsey. Fiskur skolaðist á land í Klaufinni, sunnarlega á Heimaey sem ekki hef- ur gerst í þessum mæli síðan í fár- viðri sunnudaginn þriðja febrúar 1991. Það voru því miklir kraftar á ferðinni þennan dag og stóðu upp á golfvöllinn í Vestmannaeyjum sem er einn hinn fallegasti á landinu. Elsa Valgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri GV, í meira en 20 ár man ekki eftir öðru eins. „Við höfum áður orðið fyrir tjóni vegna sjógangs en aldrei nokkuð þessu líkt,“ sagði Elsa. „Að teigur nánast fari í heilu lagi hefur aldrei gerst áður. Eftir að snjóinn tók upp eru meiri skemmdir að koma í ljós. Stórgrýti, möl og sandur hafa skolast upp á Hamarinn og t.d. er göngustígurinn hjá Mor- mónaminnismerkinu horfinn og miklar breytingar á öllu svæðinu.“ Guðgeir Jónsson, vallarstjóri GV, segir erfitt að meta tjónið í peningum en ljóst sé að það er mikið. „Mesta tjónið er á brautum sextán og sautján en fjórtán og fimmtán skemmdust líka. Við eigum eftir að kanna þetta betur en ljóst er að mikil vinna er fram undan. Allt kapp verður lagt á að koma vellinum í lag fyrir sumarið. Við höfum tímann fyrir okkur og það ætti því að takast,“ sagði Guðgeir. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Eyjar Teigurinn við Kaplagjótu er nánast í rúst eftir óveðrið að undanförnu þar sem hafið bar á land stórgrýti, möl og sand. Golfvöllurinn í bakgrunni. Fordæmalausar skemmdir í Eyjum - Brautir á golfvellinum í Eyjum þaktar stórgrýti eftir óveðrið - Teigurinn á 17. braut nánast hvarf Golf Atli Aðalsteinsson bókari tekur hér upphafshögg af 17. teig í mars 2012, í brælu sem þá var. Kaplagjóta er að baki teignum og stutt í öldurótið. Skemmdir Göngustígurinn að teignum er einnig mikið skemmdur og ljóst að fram undan er mikið vinna fyrir félaga í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Landskjörstjórn hefur skipað Ástríði Jóhann- esdóttur lög- fræðing í emb- ætti framkvæmda- stjóra landskjör- stjórnar. Lands- kjörstjórn var sett á fót í byrjun þessa árs sem sjálfstæð stjórnsýslunefnd til að hafa yfirumsjón með framkvæmd kosninga og til að annast fram- kvæmd kosningalaga. Landskjör- stjórn heyrir undir ráðherra sem fer með málefni kosninga. Ástríður hefur frá 2021 unnið hjá Vegagerðinni, var áður hjá Þjóð- skrá frá 2011, síðast sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs. Hún hefur í störf- um sínum sinnt margvíslegum verkefnum sem tengjast fram- kvæmd kosninga. Þá hefur hún tek- ið virkan þátt í félagsstörfum og sinnt stundakennslu í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands og há- skólann á Bifröst. Formaður landskjörstjórnar er Kristín Edwald, lögmaður en aðrir í stjórninni eru Ólafía Ingólfsdóttir og Hulda Katrín Stefánsdóttir, kosnar af Alþingi, og Magnús Karel Hannesson og Ebba Schram, til- nefnd af Sambandi íslenskra sveit- arfélaga. Ástríður nýr fram- kvæmdastjóri landskjörstjórnar Ástríður Jóhannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.