Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Förum eftir Silkiveginum fræga,
skoðum moskur, glæsihallir,
glæsilegan arkitektúr. Förum
á markað, kynnumst siðum
og venjum hirðingja. Skoðum
marga staði á minjaskrá
Unesco, má m.a. nefna borgir-
nar Almarty, Shimkent, Samar-
kand, Tashkent og Bukhara.
Ferð þar sem allt er innifalið
og lætur engan ósnortinn.
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Framandi heimur mið Asíu, glæsilegar fornar borgir,
ævagömul menning og stórkostleg náttúra.
KAZAKSTAN og
UZBEKISTAN
15.-30. maí 2022
INNIFALIÐ Í FERÐAKOSTNAÐI:
• Flug með tösku
• Hótel með morgunmat
• Skoðunarferðir skv. ferðaplani
• Fullt fæði
• Rúta og lestarferðir
• Aðgangur skv. ferðaplani
• Ísl. fararstjóri og heimamaður
(local farastjóri)
Verð aðeins krónur 428.500 á
mann í 2ja manna herbergi
Ómar Garðarsson
Vestamannaeyjum
Skemmdir á golfvellinum í Vest-
mannaeyjum eftir ofviðrið og hafrót-
ið þann 8. febrúar eru að koma í ljós
eftir að snjó fór að taka upp. Allar
brautirnar meðfram Hamrinum hafa
orðið fyrir skemmdum, á sextándu
braut er mikið grjót, teigur á
sautjándu braut er nánast horfinn og
göngustígar þar í kring.
Stórgrýti og sandur hafa skolast
upp á völlinn og merkjanlegar breyt-
ingar hafa orðið á Hamrinum og fjör-
unni fyrir framan. Tjónið er mikið
fyrir Golfklúbbinn og verður róið að
því öllum árum að koma vellinum í
lag fyrir sumarið.
Aðfaranótt þessa dags var ofsa-
veður af suðvestri við Suður- og Suð-
vesturland. Mældist 20 metra alda
við Garðskaga, ölduhæð við Land-
eyjahöfn var hátt í tíu metrar og tæp-
lega fimmtán metrar við Surtsey.
Fiskur skolaðist á land í Klaufinni,
sunnarlega á Heimaey sem ekki hef-
ur gerst í þessum mæli síðan í fár-
viðri sunnudaginn þriðja febrúar
1991. Það voru því miklir kraftar á
ferðinni þennan dag og stóðu upp á
golfvöllinn í Vestmannaeyjum sem er
einn hinn fallegasti á landinu.
Elsa Valgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri GV, í meira en 20 ár
man ekki eftir öðru eins. „Við höfum
áður orðið fyrir tjóni vegna sjógangs
en aldrei nokkuð þessu líkt,“ sagði
Elsa. „Að teigur nánast fari í heilu
lagi hefur aldrei gerst áður. Eftir að
snjóinn tók upp eru meiri skemmdir
að koma í ljós. Stórgrýti, möl og
sandur hafa skolast upp á Hamarinn
og t.d. er göngustígurinn hjá Mor-
mónaminnismerkinu horfinn og
miklar breytingar á öllu svæðinu.“
Guðgeir Jónsson, vallarstjóri GV,
segir erfitt að meta tjónið í peningum
en ljóst sé að það er mikið. „Mesta
tjónið er á brautum sextán og sautján
en fjórtán og fimmtán skemmdust
líka. Við eigum eftir að kanna þetta
betur en ljóst er að mikil vinna er
fram undan. Allt kapp verður lagt á
að koma vellinum í lag fyrir sumarið.
Við höfum tímann fyrir okkur og það
ætti því að takast,“ sagði Guðgeir.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Eyjar Teigurinn við Kaplagjótu er nánast í rúst eftir óveðrið að undanförnu þar sem hafið bar á land stórgrýti, möl og sand. Golfvöllurinn í bakgrunni.
Fordæmalausar skemmdir í Eyjum
- Brautir á golfvellinum í Eyjum þaktar stórgrýti eftir óveðrið - Teigurinn á 17. braut nánast hvarf
Golf Atli Aðalsteinsson bókari tekur hér upphafshögg af 17. teig í mars
2012, í brælu sem þá var. Kaplagjóta er að baki teignum og stutt í öldurótið.
Skemmdir Göngustígurinn að teignum er einnig mikið skemmdur og ljóst
að fram undan er mikið vinna fyrir félaga í Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is
Landskjörstjórn
hefur skipað
Ástríði Jóhann-
esdóttur lög-
fræðing í emb-
ætti
framkvæmda-
stjóra landskjör-
stjórnar. Lands-
kjörstjórn var
sett á fót í byrjun
þessa árs sem
sjálfstæð stjórnsýslunefnd til að
hafa yfirumsjón með framkvæmd
kosninga og til að annast fram-
kvæmd kosningalaga. Landskjör-
stjórn heyrir undir ráðherra sem
fer með málefni kosninga.
Ástríður hefur frá 2021 unnið hjá
Vegagerðinni, var áður hjá Þjóð-
skrá frá 2011, síðast sem sviðsstjóri
stjórnsýslusviðs. Hún hefur í störf-
um sínum sinnt margvíslegum
verkefnum sem tengjast fram-
kvæmd kosninga. Þá hefur hún tek-
ið virkan þátt í félagsstörfum og
sinnt stundakennslu í lögfræði við
lagadeild Háskóla Íslands og há-
skólann á Bifröst.
Formaður landskjörstjórnar er
Kristín Edwald, lögmaður en aðrir
í stjórninni eru Ólafía Ingólfsdóttir
og Hulda Katrín Stefánsdóttir,
kosnar af Alþingi, og Magnús Karel
Hannesson og Ebba Schram, til-
nefnd af Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga.
Ástríður nýr fram-
kvæmdastjóri
landskjörstjórnar
Ástríður
Jóhannesdóttir