Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 16
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Króatía, Bosnía / Herzegovenia, Serbía,
Svartfjallaland
Glæsileg menning, mikil saga, stórkostleg , náttúrufegurð og
brosandi heimamenn. Við förum aftur í tíma og rúmi, sjáum gömul
þorp, kirkjur, klaustur, og söfn
svo eitthvað sé nefnt.
Við förum upp í Mokra Gora
fjöllinn, siglum um Drina gilið
og skoðum töfrandi umhverfið.
Þá verða á vegi okkar glæsilegar
menningarborgir eins Sarajevo
höfuðborg Bosniu og Herzegoviniu,
svo Potgorica höfuðborg Svart-
fjallalands sem rekja má til ársins
1326, svo og miðaldabærinn
Herceg Novi í Svartfjallalandi sem
staðsettur er á einstökum stað við
Adríahafið, sjón er sögu ríkari.
Þá munum við kynnast miðalda-
borginni Riga frá 12 öld, sem ekki
á sinn líka.
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Balkanskaginn og
miðaldaborgin Riga
1.-13. júni
INNIFALIÐ
• Flug með sköttum og tösku
• Hótel með morgunmat 4 og 5
stjörnu
• Fullt fæði á Balkanskaganum
• Isl farastjóri
• Innlendur enskumælandi
farastjóri (local)
• Allar skoðunarferðir skv.
ferðaplani
• Aðgangur þar sem við á
• Allur flutningur skv.
ferðaplani, rúta, bátur og lest
VERÐ 409.500 kr
per mann í 2ja manna herbergi
„Eins og gefur að skilja hefur
þetta verið nokkuð þungur róður
en nú sjáum við fram á mjög
bjarta tíma,“ segir Brynhildur Guð-
jónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleik-
hússins.
Hún kveðst fagna því að starf-
semi leikhússins sé aftur að fær-
ast í eðlilegt horf nú þegar farið er
að aflétta samkomutakmörkunum.
Forsenda þess hafi verið að regla
um að metri þyrfti að vera á milli
ótengdra aðila í sitjandi sal hafi
verið felld úr gildi fyrir skemmstu.
„Það hefur verið stórkostlegt að
geta tekið á móti fullum sal af
gestum eftir þetta og að veitingar
hafi verið leyfðar,“ segir Brynhild-
ur.
Hún segist vona að fyrirheit um
afléttingar muni nú standa. „Við
vonum að þetta sé nú eitthvað
sem má treysta á. Við erum auð-
vitað meðvituð um að það er enn
álag á mörgum stöðum og það er
líka álag hjá okkur. Það verða ef-
laust einhverjar hraðahindranir
næstu vikurnar en hópurinn okkar
er ótrúlega samstiga og jákvæð-
ur.“
Tvær frumsýningar eru fyrirhug-
aðar í næstu viku og svo þarf að
vinna upp fjölda frestaðra sýninga.
„Emil í Kattholti er til dæmis upp-
seldur fram í október. Við gerum
þetta þannig að sýningarnar eru
færðar í heilu lagi svo fólk haldi
sætum sínum. Ef dagsetningin
hentar ekki þá hefur fólk samband
og við leysum það. Við erum gest-
um mjög þakklát fyrir þolinmæði
og sveigjanleika. Álagið á starfs-
fólk í miðasölu hefur verið ómann-
eskjulegt en við reynum að brosa í
gegnum brotsjóinn.“ hdm@mbl.is
Uppselt á Emil í Kattholti fram í október
GLEÐI Í BORGARLEIKHÚSINU AÐ GETA SÝNT FYRIR FULLU HÚSI Á NÝ
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Vinsæll Emil í Kattholti er nú sýndur í
Borgarleikhúsinu og bið er eftir miðum.
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru allir að koma sér í gírinn.
Ég held að flestir leyfi sér að vera
bjartsýnir á að nú verði ákveðinn
vendipunktur, ekki endilega að vírus-
inn sé að fara að hverfa heldur að
inngripum og hömlum fari að ljúka,“
segir Ísleifur B. Þórhallsson, tón-
leikahaldari hjá Senu Live.
Stjórnvöld eru
byrjuð að aflétta
samkomutak-
mörkunum vegna
kórónuveirunnar
og boðað er að
síðar í mán-
uðinum verði
þeim aflétt að
fullu. Þá er viðbú-
ið að ýmsar
skemmtanir og
viðburðir sem
hefur þurft að fresta vegna takmark-
ana verði loks haldnar og fólk geti
farið að leyfa sér að njóta lífsins með
eðlilegum hætti á ný.
„Ég held að ef fólk getur loks farið
á tónleika án þess að gera sérstakar
ráðstafanir eins og að fara í hraðpróf
eða bera grímu og ef loksins verður
hætt að tala viðburði niður og fólk fer
að upplifa að það sé með öllu óhætt
að fara á viðburði þá verði alger
sprengja í eftirspurn. Og því verður
auðvitað mætt með góðu framboði,“
segir Ísleifur.
Tvennir stórtónleikar
haldnir sama kvöld
Viðburðahaldarar hafa ítrekað
þurft að fresta viðburðum síðustu tvö
ár vegna samkomutakmarkana. Tón-
leikum Andrea Bocelli hefur til dæm-
is verið frestað fjórum eða fimm
sinnum. Þá hefur popparinn Páll
Óskar Hjálmtýsson ekki getað haldið
stórtónleika í tilefni fimmtugs-
afmælis síns en ef að líkum lætur
verða þeir haldnir í næsta mánuði,
skömmu eftir að hann verður 52 ára.
Nóg verður að gera hjá Ísleifi og
hans fólki í Senu Live á næstunni. Í
mars eru áætlaðar tvær uppistands-
sýningar Jimmy Carr, tónleikar með
Damon Albarn og 75 ára afmælissýn-
ing Ladda. Í maí kemur Trevor Noah
hingað til lands og stórtónleikar með
Andrea Bocelli og Khalid verða
haldnir sama kvöldið, þeir fyrri í
Kórnum og þeir seinni í Laugardals-
höll. „Það er ekkert sérstaklega
heppilegt en við verðum bara að láta
það ganga,“ segir Ísleifur.
Í viðræðum við umboðsmenn
Tónleikahaldarinn segir að næstu
vikur og mánuðir fari í að koma frá
þeim viðburðum sem frestað var og
öðrum sem þegar hafa verið skipu-
lagðir. Hann neitar því þó ekki að
viðburðahaldarar séu farnir að horfa
fram á veginn. „Já, samtölin við um-
boðsmenn eru komin af stað en það
er ekkert enn að frétta. Það skulda
allir tónleika og sjálfsagt tekur það
út þetta ár að hreinsa það upp. Eitt-
hvað nýtt og stórt frá útlöndum mun
því líklega aldrei fara fram fyrr en á
næsta ári, en mögulega verður eitt-
hvað tilkynnt fyrir lok árs. Við erum
farin að vinna að skipulagningu Ice-
land Airwaves og stefnum á að gefa
út tilkynningu með hátíðina um miðj-
an mars. Í mars má einnig reikna
með að við tilkynnum eitthvað af ís-
lenskum stórtónleikum og minni er-
lenda tónleika sem mun fara fram
síðar á árinu.“
Engar sértækar aðgerðir
Viðburðahaldarar hafa kvartað yf-
ir skilningsleysi stjórnvalda á síðustu
misserum. Því hefur verið haldið
fram að fáir ef nokkrir geirar hafi
farið verr út úr faraldrinum enda taki
undirbúningur viðburða langan tíma
og ekki hafi verið á vísan að róa síð-
ustu tvö árin þegar skellt hefur verið
í lás með litlum fyrirvara.
„Í blábyrjun faraldursins brugðust
yfirvöld við af ansi miklum krafti með
almennum aðgerðum sem náðu
ágætlega yfir aðila í viðburðahaldi,
en eftir því sem lengra hefur liðið á
finnst manni eins og þessi læv-geiri
hafi gleymst eða að yfirvöld eigi erf-
itt með að skilja hann,“ segir Ísleifur.
„Það hefur verið ráðist í stórar og
flottar sértækar aðgerðir fyrir veit-
ingageirann, sviðlistir og tónlist-
arheiminn sem er auðvitað hið besta
mál. En það hefur ekki ein króna far-
ið í sértækar aðgerðir fyrir læv-
geirann, til tónleikahaldara, tækja-
fyrirtækja og tæknifólksins sem er
verktakar, í innviðina í þessum geira
sem hefur nær alfarið verið lokaður í
tvö ár og er í miklum sárum. Við er-
um að tala um staðfest 80% tekjufall
og 20% brotthvarf starfsfólks. Ég
held að stjórnvöld hafi ekki áttað sig
á hvernig þau eiga að styrkja þennan
geira en í löndunum í kringum okkur
hefur verið farið í nokkuð öflugar
sértækar aðgerðir. Það lítur því út
fyrir að Ísland verði eina landið af
þeim löndum sem við berum okkur
saman við, sem fari í gegnum allan
faraldurinn án þess að fara nokkurn
tíman í sértækar aðgerðir fyrir læv-
geirann. Það er nú að verða ár síðan
viðburðir fóru aftur í gang í Englandi
og Bandaríkjunum og þar á bæ hefur
aldrei komið til greina að loka þeim
aftur, þrátt fyrir nýjar bylgjur og
Ómíkron-afbrigðið. Það er frekar að
reynslan frá þessum löndum sýni að
hægt er að halda viðburði á öruggan
hátt, með öllum þeim tólum og tækj-
um, þekkingu og reynslu sem við nú
búum yfir. Og nú ætlum að verða
langt á eftir Norðurlöndunum með
að opna á ný fyrir viðburði,“ segir Ís-
leifur.
Menningin látin blæða mest
„Við búum enn við þá hugsun að
allir viðburðir séu alltaf hættulegir
og að því stærri, þeim mun hættu-
legri og þessu mótmælum við. Því er
ákveðið að halda hömlum á þeim í
tvær vikur til viðbótar, bara svona til
öryggis, á meðan allt annað er í raun
opið að fullu leyti. Menningin er allt-
af látin blæða mest. Á tveimur árum
höfum erum við sem sagt komin í
þann hugsunarhátt að aðgerðir og
hömlur sem áttu einungis að vera
beitt í algjörri neyð eru látnar hang-
ar áfram, bara til öryggis, þrátt fyrir
að enginn sé að halda því fram að það
sé nokkur neyð enn til staðar. Vanda-
málin eru fyrir löngu farin að snúast
meira um aðgerðirnar en vírusinn
sjálfan. Um daginn var til dæmis
ákveðið að opna barina en á sama
tíma máttum við ekki selja áfengi á
viðburðum. Eins og drykkja eða ölv-
un sé eitthvert vandamál í leik-
húsum, Hörpu eða á tónleikum al-
mennt. Við erum löngu búin að missa
tökin á öllu er varðar meðalhóf og
jafnræði hvað þetta varðar. Það er
ekki hægt að fara fram á samstöðu
þegar aðgerðir eru órökréttar,
ósanngjarnar og tilgangslausar í
augum margra. Og það er vond til-
finning þegar manni finnst að yf-
irvöld líti ekki á það lengur sem stór-
mál að hefta frelsi fólks, til að lifa
lífinu og stunda sína atvinnu og því
liggi ekkert á að aflétta aðgerðum, að
nokkrar vikur til eða frá séu ekkert
mál.“
Mikil uppsöfnuð skemmtanaþörf
- Viðburðahaldarar setja sig í gírinn nú þegar aflétta á samkomutakmörkunum - Búast við mikilli
eftirspurn - Stór erlend nöfn bíða næsta árs - Engar sértækar aðgerðir og skilningsleysi yfirvalda
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Langþráð Páll Óskar Hjálmtýsson getur loksins haldið tónleika í tilefni fimmtugsafmælis síns í næsta mánuði,
tveimur árum eftir að hann átti afmæli. Tónleikunum hefur margoft verið frestað vegna samkomutakmarkana.
Ísleifur
Þórhallsson
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Tónleikar Bríet treður upp í Kaupmannahöfn en blindi söngvarinn Andrea Bocelli mætir í Kórinn í Kópavogi.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson