Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 35
Fjármál hafa yfir sér þurran og leiðinlegan stimpil í pólitískri um- ræðu. Sumum stjórn- málamönnum hættir jafnvel til að láta fjár- málin sér í léttu rúmi liggja. Núverandi meirihluti í Reykjavík hefur því miður fallið í þá gryfju. Borg sem ætlar sér að veita fram- úrskarandi þjónustu þarf hins vegar ávallt að byggja á traustum fjárhag. Ósjálfbær neysla Staðreyndin er því miður sú að fjármál Reykjavíkurborgar hafa um langa hríð ver- ið í ólestri. Þrátt fyrir stöðugan tekjuvöxt og útsvar í lögleyfðu hámarki standa tekjur borgarinnar ekki undir kjarnarekstri. Borgarmeirihlutinn leitar ýmissa leiða svo stoppa megi í gatið. Annars vegar með arðgreiðslum úr Orkuveit- unni – í stað þess að lækka gjaldskrár – en hins vegar aukinni lántöku. Heildarskuldir borgarinnar hafa vax- ið úr 299 milljörðum í 400 milljarða á kjörtímabilinu. Það samsvarar um 12 milljóna skuldsetningu á hverja vísi- tölufjölskyldu í borginni. Þessi aukna skuldsetning er í takt við þróun und- angenginna ára. Borgarstjóri fjármagnar neyslu dagsins í dag með skuldaklafa á herð- um komandi kynslóða – og arð- greiðslum úr fyrirtækjum í almanna- eigu. Hvorugt er óþrjótandi auðlind. Efnahagsreikningur borgarinnar þol- ir ekki látlausa skuldsetningu, og þol- inmæði borgarbúa fyrir hækkandi orkureikningum þverr um síðir. Því kemur óhjákvæmilega að skuldadög- um. Það verður verkefni nýs borg- arstjóra að ná böndum á fjármál borgarinnar áð- ur en það verður um seinan. Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum Núverandi meirihluta virðist fyrirmunað að sjá stóru myndina í rekstri borgarinnar. Nú síðast hafa fulltrúar Viðreisnar slegið sig til riddara með yfirlýsingum um söluferli Malbik- unarstöðvarinnar Höfða. Sannarlega þarf borgin að draga sig úr samkeppnisrekstri. Malbikunarstöðin hefur hins vegar verið eyði- lögð sem söluvara með fordæmalausu klúðri í lóðamálum félagsins. Eina raunhæfa aðgerð- in er hugsanlega að hætta rekstri og selja tæki og tól á markaði. Stærðargráðan er þess utan ekki slík að þessi annars nauðsynlega sala hreyfi nálina í rekstri borgarinnar. Fremur mætti beina sjónum að sölu Ljósleiðarans, enda varla hlutverk borgarinnar að sjá íbúum fyrir net- tengingum sem markaðurinn er full- fær um að bjóða! Enn síður er það hlutverk borgarinnar að sjá íbúum annarra sveitarfélaga fyrir ljósleið- ara. Hvert er hlutverk Reykjavíkur? Borgarstjóra er tamt að skreyta sig með stórum hugmyndum. Auðvitað er nauðsynlegt að hafa framtíðarsýn, en einhvers staðar á vegferðinni virðist hafa gleymst að skilgreina grundvall- arhlutverk Reykjavíkur sem sveitar- félags. Störfum á vegum borgarinnar hef- ur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu, og vegur launakostnaður þyngst í framúrkeyrslu rekstraráætlunar. Hlutfall borgarstarfsmanna af vinn- andi fólki í borginni er það lang- samlega hæsta á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun opinberra skrifstofustarfa hefur borgarstjóri réttlætt sem efna- hagsaðgerð – borgin skapi störf í heimsfaraldri. Það er sérkennileg áhersla enda eðlilegra að styðja mynd- arlega við atvinnulíf svo verja megi störf og skapa ný – styðja við frum- kvæði og framtak með lægri álögum og sveigjanlegri stjórnsýslu. Það er ekki hlutverk sveitarfélags að skapa störf án tilgangs – sveitar- félög eiga fyrst og fremst að veita íbú- um sínum öfluga grunnþjónustu. Þessu virðist borgarstjóri hafa gleymt. Leikskólamál eru í ólestri, húsnæðisskorturinn áþreifanlegur og samgönguvandinn fer vaxandi. Í borg- ina skortir öfluga innviði svo tryggja megi öfluga þjónustu og frjálsa val- kosti. Skilgreinum vandann Höfuðborg verður ekki rekin á sjálf- stýringu og hún má ekki vaxa án að- halds. Við þurfum að sýna aga í þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur, fara vel með fjármuni og ein- blína á grunnhlutverk borgarinnar. Við eigum ekki að taka að okkur verk- efni sem hafa þann eina tilgang að út- vega stjórnmálamönnum skotsilfur. Borgarstjórn á að veita borg- urunum nauðsynlega þjónustu, á sem hagkvæmastan hátt, og með þeim hætti að velsæld komandi kynslóða sé ekki teflt í tvísýnu. Ég sækist eftir því að verða borg- arstjóri. Nái ég kjöri mun ég fyrir- skipa fjármála- og stjórnkerfisúttekt í borginni sem unnin verður af færustu sérfræðingum. Leitað verði leiða til að einfalda stjórnkerfið, hagræða og auka skilvirkni. Það verður forgangs- mál – enda traustur fjárhagur undir- staða framúrskarandi þjónustu. Við þurfum fjármál sem virka – og Reykjavík sem virkar. Borg á sjálfstýringu Eftir Hildi Björnsdóttur Hildur Björnsdóttir »Nái ég kjöri mun ég fyrir- skipa fjármála- og stjórnkerfis- úttekt í borginni sem unnin verð- ur af færustu sérfræðingum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Tiltekt Það er ekki seinna vænna að fara með jólatréð í Sorpu, 42 dögum eftir að hátíðinni lauk formlega. Eggert Hönnun bygginga og skipulags hefur mikil áhrif á lýðheilsu og lífsgæði fólks. Þess vegna er mikilvægt að vanda til verka á öllum stigum, ekki síst í eft- irliti með gæðum. Á nýlegu málþingi Verk- fræðingafélags Íslands og áhugafólks um áhrif hönnunar og skipulags á lýðheilsu og lífsgæði kom fram að ýmislegt má betur fara hér á landi. Standa verður vörð um metnaðarfull markmið, sem er að finna til dæmis í aðalskipulagi, og taka tillit til sjónarmiða sérfræðinga á sviði hljóðvistar og lýsingar við hönnun nýbygginga og endurgerð eldri bygg- inga. Umræða um þessi málefni er afar mikilvæg, ekki síst þegar við blasir hús- næðisekla og miklar breytingar eru að verða á skipulagi þétt- býlis. Byggingarrann- sóknir eiga undir högg að sækja eftir að Ný- sköpunarmiðstöð Ís- lands var lögð niður. Alvarlegir gallar eru of algengir í nýbyggingum hér á landi. Ástæður eru meðal annars þær að ekki er tekið tillit til séríslenskra að- stæðna. Alltof algengt er að notuð séu byggingarefni sem ekki henta veðurskilyrðum hér á landi eða þau notuð á rangan hátt. Notaðar eru lausnir sem verða gróðrarstía fyrir myglu, múrklæðningar endast ekki og notaðar eru afleitar bygging- araðferðir við timburhús. Oftast er orsaka að leita í áherslum verkkaupa á lægsta mögulega kostnað og sem stystan framkvæmdatíma. Allt þetta ógnar lýðheilsu og veldur sóun á verðmætum. Jafnvel í dýrustu bygg- ingum landsins eru dæmi um að kastað sé til höndum við frágang og uppsetningu húskerfa, til dæmis hita- og loftræsikerfa. Dæmi eru um að verkfræðilegri hönnun sé ekki fylgt til enda, fúskað sé við uppsetn- ingu kerfa og eftirlit aðeins til mála- mynda. Þannig eru dæmi um gríð- arlegt tjón fyrir íbúa og málaferli við byggingaraðila. Gallar í byggingum hér á landi hafa verið til umræðu um langt árabil og því miður hefur fúskið víða fengið að viðgangast. Þetta þarf að breytast og við getum ekki lengur leyft okkur aðgerðaleysi. Starfsheitin verkfræð- ingur og tæknifræðingur eru lög- vernduð starfsheiti, útgefin af ráð- herra eftir umsögn menntamálanefndar Verkfræðinga- félagsins. Starfsheitin eru gæða- stimpill á fagþekkingu. Mikilvægt er að þeir sem koma að hönnun skipu- lags og bygginga taki ákvarðanir út frá faglegri þekkingu sérfræðinga. Fagmennska þarf að ríkja og virkt eftirlit þarf að vera á öllum stigum. Gæðaeftirlit á byggingarstigi þarf að efla. Það má ekki vera málamyndaút- tekt, byggð á óljósu og huglægu mati um gæði. Vegna hnattstöðu og sér- stakra veðuraðstæðna verður einnig að styrkja á ný byggingarrannsóknir hér á landi. Því miður er það svo að of lítið framboð af íbúðarhúsnæði stuðlar að fúski og gerir kaupendur húsnæðis umburðarlyndari gagnvart ófull- nægjandi gæðum og jafnvel göllum. Í rauninni þarf hugarfarsbreytingu og það verður að efla vilja til að vanda til verka og hafa ávallt lýðheilsu og lífs- gæði í forgangi. Samhliða þarf að auka fræðslu til almennings og hvetja til málefnalegrar og opinnar umræðu. Í því erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna. Betur má ef duga skal! Eftir Svönu Helen Björnsdóttur » Alvarlegir gallar eru of algengir í nýbygg- ingum hér á landi. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Lýðheilsa og lífsgæði eiga að vera í forgangi Það er erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu fasteign. Það er líka erfitt fyrir ungar fjölskyldur að stækka við sig. Þá þarf framboð á minni sér- býlum fyrir eldra fólk einnig að vera meira. Árið 2021 hækkaði húsnæðisverð á höf- uðborgarsvæðinu um 18% og eru ýmsir þættir sem spila þar inn í. Eftirspurn er al- mennt mikil sem og fólksfjölgun, í fyrra fjölgaði landsmönnum um tæplega 7.500 manns sem er 30% umfram spár. Vaxta- lækkanir, aukinn kaupmáttur og ýmis sértæk úrræði hafa einnig haft áhrif. Lóðaskortur og ábyrgð sveitarfélaga Ýmsir þættir hafa haft áhrif á framboð húsnæðis en þar má til dæmis nefna framboð lóða og er ábyrgð sveitarfélaga þar mikil. Und- anfarin ár hefur framboð nýrra lóða verið töluvert í Garðabæ og má gera ráð fyrir að sú uppbygging haldi áfram. Það er jafnframt mikilvægt að huga að því hvernig lóðum er ráð- stafað með tilliti til tegunda íbúða og ekki síður atvinnuhúsnæðis. Sé horft til framtíðar stefnum við að því að byggja hátt í 3.000 íbúðir sem verða sambland af fjölbýlis-, rað- og par- húsum ásamt sérbýli og atvinnu- húsnæði og þar má til dæmis nefna Vífilsstaðaland, Hnoðraholt, Arn- arland, Urriðaholt og Álftanes. Skilvirkni í skipulagsmálum Uppbygging og skipulag er sam- félagsleg ábyrgð sveitarfélaga. Hag- aðilar eru á einu máli um að auka þurfi skilvirkni í skipulagsmálum. Ferli við útgáfu byggingarleyfa eru of þung í vöfum og gagnsæi skortir um stöðu mála á hverjum tíma. Lyfta þarf grettistaki í þróun staf- rænna lausna sem straumlínulaga og flýta fyrir afgreiðslu mála, ein- falda samskipti og tryggja faglega og fumlausa úrlausn mála. Einfald- ara og markvissara eftirlit mun einn- ig leiða til skemmri framkvæmda- tíma og lægri byggingarkostnaðar. Bæta þarf um betur með auknu gagnsæi í deiliskipulagsmálum með tímasettum langtímamarkmiðum við uppbyggingu hinna ólíku svæða. Aukin skilvirkni og betri yfirsýn er mikið hagsmunamál allra íbúa eins og sést best á því að framboðs- skortur á húsnæði er ein lykilbreytan í óhag- stæðri verðbólguþróun þessi misserin. Lækkum fast- eignaskatt Hækkandi markaðs- verð á fasteignamarkaði hefur bein áhrif á fast- eignamat sem hefur íþyngjandi áhrif á fast- eignaeigendur, til dæm- is í gegnum fast- eignaskatt. Í Garðabæ höfum við lækkað álagn- ingarprósentu fast- eignaskatts á kjör- tímabilinu en með hækkandi fasteignamati er brýnt að horfa til frekari lækkana á fast- eignaskattinum. Eflum félagslega innviði Uppbyggingu og vexti sveitarfélags fylgja miklar fjár- festingar í innviðum. Það er mik- ilvægt í allri umræðu um innviði sveitarfélaga að félagslegir innviðir gleymist ekki, þeir eru ekki síður mikilvægir. Við höfum þegar hafið undirbúning á viðbyggingu við Urr- iðaholtsskóla auk nýs leikskóla. Fjöl- nota íþróttahúsið Miðgarður er kom- ið í notkun og það var gaman að mæta og sjá fyrstu æfingu ungra knattspyrnuiðkenda Stjörnunnar. Á árinu verður jafnframt byggður nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk og þá verða endurbætur við skólalóðir, íþróttavelli og opin svæði. Við höld- um áfram með viðhald gatna og stíga, aukum hljóðvist og svo mætti áfram telja. Húsnæði fyrir unga og aldna Garðbæinga Við viljum að ungt fólk geti keypt sína fyrstu íbúð í Garðabæ og að ungar fjölskyldur geti stækkað við sig. Við viljum að Garðbæingar sem hafa flutt úr bænum geti komið heim og að eldri bæjarbúar geti fundið húsnæði við sitt hæfi. Með auknu framboði t.d. á minni einingum fyrir eldri bæjarbúa losnar um annað hús- næði sem hentar ungum fjöl- skyldum. Við þurfum áfram að tryggja framboð á lóðum og fjöl- breyttu húsnæði í Garðabæ. Eftir Áslaugu Huldu Jónsdóttur »Hækkandi markaðsverð á fasteigna- markaði hefur bein áhrif á fast- eignamat sem hefur íþyngjandi áhrif á fast- eignaeigendur. Áslaug Hulda Jónsdóttir Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. aslaug.hulda.jonsdottir@ gardabaer.is Fjölbreyttir íbúðakostir fyrir Garðbæinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.