Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Elsku mamma
mín, mikið á ég nú
eftir að sakna þín.
Ég veit ekki hversu
oft ég hef ætlað mér að hringja í
þig í vikunni til að segja þér eitt-
hvað eða spyrja þig ráða. Nú sit
ég hérna í eldhúsinu þínu og
horfi út á Norðfjörðinn sem var
þér svo kær og fjallahringinn
sem umvefur fallega bæinn okk-
ar.
Þú varst einstök kona með svo
fallegt hjartalag og fallegt bros,
þú varst glaðlynd og mikil fé-
lagsvera og alltaf til í eitthvað
skemmtilegt. Þú vildir alltaf líta
vel út, klæddir þig smart og þér
fannst skipta máli að hárið á þér
væri fínt og flott. Þú varst ein af
fyrirmyndum mínum í lífinu og
styrkur þinn og æðruleysi kom
svo berlega í ljós í veikindum
þínum og þá ekki síst seinustu
vikuna sem þú dvaldir á spítalan-
um. Þar áttir þú samtal við okkur
öll og lagðir línurnar fyrir útför-
ina þína. Við áttum yndislegan
tíma með þér því að við vissum
að hverju stefndi. Við vildum
taka inn sérhvert orð, bros, tár
og andardrátt. Ég verð ævinlega
þakklát fyrir þennan tíma og það
verður gott að ylja sér við þær
minningar þegar söknuðurinn og
sorgin lætur á sér kræla.
Lilja Hulda
Auðunsdóttir
✝
Lilja Hulda
Auðunsdóttir
fæddist 27. maí
1944. Hún lést 15.
janúar 2022.
Lilja Hulda var
jarðsungin 4. febr-
úar 2022.
Mamma mín, þú
varst orðin þreytt
og varst tilbúin að
fara enda búin að
skipuleggja flest
sem var í þínu valdi.
Þú huggaðir okkur
og hughreystir og
vildir hafa okkur
hjá þér helst allan
sólarhringinn en
það veitti þér styrk
og okkur líka. Þú
kvaddir á friðsælan hátt hinn 15.
janúar síðastliðinn með okkur
börnin þín og Elsu systur þér
við hlið, þú varst svo falleg eins
og alltaf. Kærar þakkir vil ég
send starfsfólki sjúkradeildar
Fjórðungssjúkrahússins í Nes-
kaupstað fyrir einstaka um-
hyggju og velvilja, þið eruð ein-
stök og reyndust okkur svo vel.
Elsku mamma, þó að þú sért
búin að yfirgefa þessa jarðvist
þá veit ég að þú ert alltaf með
okkur. Margs er að sakna en líka
að þakka. Strákarnir mínir Egill
og Kristinn eiga góðar minning-
ar um yndislega ömmu sem var
umhugað um velferð þeirra.
Elsku mamma, nú er komið að
leiðarlokum, við ráðum ekki okk-
ar tíma hér á jörð. Með djúpu
þakklæti og mikilli elsku vil ég
þakka þér fyrir að standa við
hlið mér og allt sem þú varst
mér elsku mamma. Guð blessi
þig og okkur öll sem syrgjum og
söknum. Takk fyrir allt og allt.
Þeir segja mig látna, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem að mun ykkur gleðja.
(Höf. ók.)
Þín dóttir,
Kristín.
Elsku hjartans mamma mín.
Besta mamma í heimi eins og
ég sagði þér svo oft. Nú ertu far-
in frá okkur.
Þú varst svo góð mamma og
amma.
Ég fékk alltaf að fara mínar
leiðir og þú reyndir ekki að
stjórnast neitt í mér en varst
alltaf til staðar, ég gat alltaf leit-
að til þín með alla hluti. Þú varst
svo dásamlega hreinskilin á svo
skemmtilegan hátt. Sem mér
fannst dásamlegur eiginleiki.
Þegar ég horfi til baka þá átti
ég yndislega æsku með þér.
Þú kvartaðir aldrei yfir
nokkrum hlut. Þú varst algjör
nagli, mjög dugleg og horfðir
glöð fram á veginn með fallega
brosið þitt. Þú varst mikil fé-
lagsvera og hafðir mjög gaman
af að vera innan um skemmtilegt
fólk.
Þú hafðir mjög gaman af því
að vera fín og áttum við nokkrar
búðarferðirnar saman. Þú hugs-
aðir alltaf vel um útlitið og hárið
á þér var alltaf svo fallegt. Þú
ætlaðir sko aldrei að verða grá-
hærð.
Við vorum mjög nánar og
heyrðumst nánast daglega og
stundum oft á dag. Við ræddum
svo margt skemmtilegt eins og
drauma, uppskriftir, mat, bakst-
ur, barnabörnin, fiskirí og ekki
má gleyma veðrinu. Með alla
hluti á hreinu.
Við bjuggum of langt hvor frá
annarri en gerðum okkar besta
til að hittast eins og færi gafst
en síminn reddaði öllu.
Það var alltaf svo gott að
koma heim. Þú tókst alltaf svo
vel á móti okkur með endalaus-
um veislum. Krakkarnir elskuðu
að fara á bryggjuna og veiða,
eiga þau svo yndislegar minn-
ingar um ömmu Huldu.
Síðasta skiptið sem þú komst
til okkar á Akranes var í októ-
ber. Það var yndislegt fyrir okk-
ur fjölskylduna að fá að hafa þig
hjá okkur. Við ræddum marga
skemmtilega hluti og þar á með-
al um nísku. Hún bað mig sér-
staklega um að koma því að
hérna að hún hefði ekki verið
nísk! Sem ég held að allir geti
tekið undir. Þetta var svo ekta
mamma. Því er hér með komið á
framfæri.
Það var mjög dýrmætur tími
sem við fengum með þér á
sjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Bæði mjög skemmtilegur og erf-
iður. Vil ég þakka yndislegu
starfsfólki fyrir mikla hlýju á
þessum tíma sem mamma dvald-
ist þar.
Þú saknaðir pabba alltaf mik-
ið sem fór allt of snemma frá
okkur. En ég veit að hann hefur
tekið fast utan um þig þegar þú
sveifst yfir í Sumarlandið. Nú
getið þið farið saman til Parísar
eins og þið ætluðuð alltaf að
gera.
Við söknum þín svo sárt og
erum þakklát fyrir þann tíma
sem við höfum fengið að njóta
með þér í gegnum þessi ár. Það
er alltaf erfitt að kveðja mann-
eskju sem maður elskar svona
mikið.
Það á eftir að taka tíma að
átta sig á að ekki er hægt að
hringja og spjalla. Það er skrítin
tilfinning að eiga ekki foreldra.
Við elskum þig endalaust
elsku drottningin okkar.
Rán, Fannar, Eir,
Snær og Ísey.
✝
Þorsteinn
Gíslason mat-
sveinn fæddist 19.
nóvember 1932 á
Þorfinnsstöðum í
Önundarfirði.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
6. febrúar 2022.
Foreldrar Þor-
steins voru Guð-
rún Jónsdóttir, f.
24. mars 1900, d.
3. júlí 1985, og Gísli Þor-
steinsson, f. 29. september
1895, d. 18. desember 1961.
Systkini Þorsteins eru: Ís-
leifur (látinn), Magnús (látinn),
Bjarni (látinn), Guðbjörg (lát-
Björnsdóttir, og d) Borgrún
Alda.
2) Ingimar, f. 8. maí 1957,
fyrrverandi maki Anna María
Ríkharðsdóttir, sonur þeirra:
a) Heimir, sambýliskona Sunna
Björk Skarphéðinsdóttir.
3) Kristín, f. 27 nóvember
1961.
4) Steinar, f. 7. október
1964.
Langafabörn Þorsteins eru:
Sigurður Arnar, Rúrik Freyr,
Sóley, Þorsteinn Úlfur og
Loki.
Sambýliskona Þorsteins var
Ólafía Guðrún Hagalínsdóttir,
f. 20.8. 1931, hófu þau sambúð
1982 á Flateyri og bjuggu þar
til 1995.
Eftir snjóflóðið á Flateyri
fluttu þau til Reykjavíkur.
Börn Ólafíu eru: 1) Hilmar
Guðmundsson, maki Sigríður
Brynja Sigurðardóttir. Börn
þeirra eru: a) Árný Hlín, maki
Þorvarður Jóhann Jónsson,
börn þeirra eru Hlín, Kolbrún
Harpa og Hilmar.
b) Arndís Anna, maki Már
Wardum, börn þeirra eru Vikt-
or, Arnar Már og Brynja Mar-
grét.
2) Eyrún Þóra Guðmunds-
dóttir, maki Matthías Berg
Stefánsson. Börn þeirra eru: a)
Guðmunda Björk, maki Garðar
Rafn Eyjólfsson, börn þeirra
eru Þóra Dís og Eyjólfur Rafn.
b) Sigríður Guðný, maki
Tryggvi Ölver Tryggvason,
börn þeirra eru Matthías Már
og Sara Björt.
Þorsteinn verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju í dag,
17. febrúar 2022, kl. 13.
in), Gunnar (lát-
inn), Sólveig og
Guðmundur Helgi.
Þorsteinn
kvæntist 5. júní
1954 Borgrúnu
Öldu Sigurð-
ardóttur frá Eski-
firði, f. 25. apríl
1935, d. 4. mars
2012, þau skildu.
Börn þeirra: 1)
Sigurður, f. 18.
janúar 1956, d. 26. október
1995, maki Sigrún Magn-
úsdóttir, f. 11. desember 1958.
Börn þeirra: a) Þorsteinn
(látinn), b) Berglind Ósk, c)
Atli Már, maki Margrét
Elsku afi
Við kynnumst þegar ég er 9
ára þegar þið amma takið
saman og byrjið að búa saman
á Flateyri. Ég var ekki lengi
að „ættleiða“ þig og vildi fá að
kalla þig afa nánast um leið.
Ljúfar minningar koma upp í
hugann af sumrum þegar ég
fékk að vera hjá ykkur og
ferðast með ykkur. Ég man
það svo sterkt þegar ég hljóp
niður í mötuneyti Hjálms um
hádegi til að sækja þig í vinn-
una og svo hjólaðir þú með
mig á stýrinu upp á Unnar-
stíginn heim til ömmu.
Alltaf gat maður verið viss
um að fá hlýtt faðmlag og bros
hjá þér. Þú varst svo ljúfur og
þolinmóður við stelpustýri sem
gat fundið upp á ýmsu.
Seinna meir þegar þið flutt-
uð í bæinn eftir snjóflóðið þá
var gott að hafa ykkur ná-
lægt. Maður kom aldrei að
tómum kofunum þegar maður
kom í heimsókn til ykkar
ömmu og alltaf var boðið upp
á hlaðborð. Þegar Þóra Dís
mín var um eins árs þá leigð-
um við Garðar í sömu blokk
og þið um 6 mánaða skeið og
það var ansi ljúft að trítla
niður á náttfötunum á
morgnana og eiga gæða-
stund.
Geymi í hjarta mínu minn-
ingarnar um þig. Núna ertu
kominn inn í sumarlandið og
ert laus við veikindi og van-
líðan. Hvíldu í friði elsku afi.
Þín afastelpa,
Guðmunda.
Þorsteinn Gíslason
Nýlega lézt á
Landspítalanum
góður vinur og fé-
lagi okkar í AKÓGES, Hjálmar
Hjálmar Th.
Ingimundarson
✝
Hjálmar Th.
Ingimundarson
fæddist 2. nóv-
ember 1928. Hann
lést 12. janúar
2022.
Útför Hjálmars
fór fram 9. febrúar
2022.
Th. Ingimundarson.
Kynni okkar
Hjálmars hófust
fyrir röskum tutt-
ugu árum, þegar ég
gekk í AKÓGES.
Ég tók strax eftir
því, hve glæsilegur
maður Hjálmar var.
Hann var vörpuleg-
ur og bar sig vel.
Hávaxinn og beinn
í baki og um svip-
frítt og góðlegt andlitið lék
ávallt vingjarnlegt bros, þegar
hann heilsaði af hjartans ein-
lægni með kveðjunni: „Sæll, vin-
ur minn.“ Hjálmar var kurteis
maður, gæddur einstökum
þokka. Við áttum oft gott tal
saman og hann sýndi mér strax
vinarþel, hlýhug og áhuga.
Spurði oft frétta af mínum hög-
um, af einlægni og áhuga, þótt
samskiptin væru nær eingöngu
bundin við okkar sameiginlega
félagsskap. Þessi ljúfa fram-
koma átti við um alla aðra í okk-
ar ágæta félagi. Hjálmar var
heiðursfélagi og ötull liðsmaður
AKÓGES. Hann gekk í félagið
7. febrúar 1966 og starfaði í fé-
laginu til dauðadags. Hann
gegndi formennsku í félaginu
árið 1972 með miklum sóma.
Framlag hans til húsnæðis- og
byggingarmála félagsins verður
seint ofþakkað.
Ég kveð Hjálmar með sökn-
uði. Ég minnist þessa góða
drengs með þakklæti fyrir góð
kynni. Það eru forréttindi að fá
að kynnast manni, sem var mér
sjálfum mannbætandi með sinni
framgöngu og nærveru. Takk
fyrir vináttuna og félagsskapinn,
Hjálmar.
Ég veit, að ég mæli fyrir
hönd allra félaga í AKÓGES,
þegar ég segi: „Far þú í friði,
Hjálmar, og takk fyrir sam-
fylgdina.“ Eftirlifandi eiginkonu,
Sigríði V. Árnadóttur, og öllum
aðstandendum og vinum sendi
ég hugheilar samúðarkveðjur.
Þorsteinn Gíslason.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞORBJÖRG KRISTÍN BERG
GUÐNADÓTTIR,
Bobba,
lést 26. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki Báruhrauns í Hafnarfirði
fyrir hlýja og góða umönnun.
Þeim sem hennar vilja minnast er bent á Alzheimersamtökin.
Þökkum hlýhug.
Agnar Steinn Gunnarsson Bryndís Eyjólfsdóttir
Guðrún María Berg
Sigríður Erla Berg Júlíusd.
Örn Gunnarsson Ingibjörg Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar og
vinur,
HLÍÐAR KJARTANSSON,
Spóahólum 12, Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
14. febrúar.
Útför Hlíðars fer fram í Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 23. febrúar klukkan 13.
Útförin verður í beinu streymi: https://www.fellaogholakirkja.is.
Sommart Khuadphuthra
Mui Suchawalee Panagiwtis Katsaros
Pitak Thipanete
Alexander Hlíðarsson Anna Jintana Hlíðarsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SÆDÍS GUÐRÚN GEIRMUNDSDÓTTIR,
Skipalóni 24, Hafnarfirði,
lést á Sólvangi sunnudaginn 6. febrúar.
Útför fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn
22. febrúar klukkan 15.
Athöfninni verður streymt á slóðinni
https://youtu.be/f8hxfAtW8Ig.
Snæþór Aðalsteinsson
Gudmund Bøndergaard
Árni Geir Snæþórsson Áslaug Kristjánsdóttir
Aðalsteinn Örn Snæþórsson Sigþrúður Stella Jóhannsd.
Sólrún Snæþórsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSGERÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR,
Aflagranda 40,
lést á Grund miðvikudaginn 9. febrúar.
Útför Ásu fer fram frá Neskirkju við
Hagatorg föstudaginn 18. febrúar kl. 13.
Útförin verður í beinu streymi á slóðinni
www.hljodx.is/index.php/streymi.
Sæmi Rokk
Arna Sigga Sæmundsdóttir Anna Sigrún Auðunsdóttir
Hildur Vera Sæmundsdóttir Bjarni Þór Þórarinsson
Theódóra S. Sæmundsdóttir Jóhann Örn Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn