Morgunblaðið - 17.02.2022, Side 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Það er alltaf erfitt
að kveðja þann sem
maður elskar, en
pabbi átti langa og
merkilega ævi.
Hann var alltaf jákvæður, ljúfur
og kátur. Frábær pabbi.
Ein fyrsta minning mín úr
bernsku af pabba var þegar ég
fékk að fara með honum að sækja
bruna á vörubílnum. Hann hand-
mokaði brunann á vörubílspallinn
einn, þvílíkt þrekvirki, og fyllti
pallinn. Ég fékk að hjálpa til með
lítilli skóflu og fannst það mjög
merkilegt. Það kom fyrir að ég lá
undir vörubílnum með pabba að
lýsa með vasaljósi þar sem hann
var að gera bílinn kláran fyrir
morgundaginn. Pabbi var ekki
ráðalaus þegar við fjölskyldan
fórum í ferðalög. Hann setti bara
boddí á pallinn og það var spenn-
andi að ferðast á þann máta.
Hann var mikill dansmaður,
gat sungið og spilað á munnhörpu
og ekki síst á harmonikuna. Það
gerði hann alveg fram á það síð-
asta, okkur öllum til mikillar
gleði.
Ég heyrði hann aldrei rífast né
segja ljótt orð. Pabbi var mjög
trúaður og það áttu allir að vera
vinir. Það var alltaf opið hús og
kræsingar á borðum frá múttu,
eins og pabbi kallaði mömmu. Það
Meinert Jóhannes
Nilssen
✝
Meinert Jó-
hannes Nilssen
fæddist 23. ágúst
1922. Hann lést 6.
janúar 2022.
Útförin fór fram
14. janúar 2022.
fór enginn með tóm-
an maga frá þeim.
Eftir að heilsunni
hrakaði hjá mömmu
tók pabbi við í eld-
húsinu og það var
alltaf gaman að
koma í vöfflur og ný-
bakað brauð.
Pabbi var svo
minnugur að hann
gat endalaust sagt
okkur sögur úr
bernsku sinni, skólaskipinu og
stríðsárunum. Hann fékk hjálp
frá Sævari Halldórssyni og tók
upp á vídeó og sagði frá ævi sinni,
bæði á íslensku og færeysku. Það
er dýrmætt að eiga þetta.
Ferðalögin okkar til útlanda
eru eftirminnileg. Ég fór með
pabba, mömmu og Tullu frænku í
jarðarför ömmu nöfnu til Fær-
eyja árið 1973. Þetta var yndisleg
ferð á heimaslóðir pabba. Þar sá
ég hvað pabbi var frændrækinn
og allir elskuðu hann. Við Einar
og yngsti sonur okkar Björn fór-
um með mömmu og pabba til Or-
lando árið 1989. Það var frábær
og eftirminnileg ferð. Ég tala nú
ekki um ferðina sem við fórum
með þeim í tilefni af sjötugsaf-
mæli mömmu til Kanaríeyja.
Ógleymanleg ferð, mikið fjör og
mikið gaman. Pabbi talaði oft um
að endurtaka þessa ferð en vegna
heilsubrests mömmu varð því
miður ekki af því.
Pabbi var mjög duglegur að
hreyfa sig og fór daglega í göngu-
túr um Reykjanesbæ. Eftir að
pabbi hætti að vinna, 70 ára gam-
all, fór hann oft að róa með Arnari
bróður. Alltaf fengum við systk-
inin í soðið. Það var svo snyrtilega
gengið frá fiskinum að það var
hægt að setja hann tilbúinn á
pönnuna. Ég verð ævinlega þakk-
lát Arnari fyrir að stunda sjóinn
með pabba síðustu árin hans. Það
gerði mikið fyrir pabba og til-
hlökkunin var alltaf mikil.
Hann endurnýjaði ökuskírteini
sitt 99 ára gamall og var svo
spenntur því þá gat hann náð í
mömmu á Nesvelli og farið með
hana á rúntinn og í heimsóknir til
fjölskyldunnar. Það var alltaf
sönn ást á milli þeirra og kveðju-
stundin þeirra var falleg.
Hann var svo stoltur af fjöl-
skyldunni sinni og hann kvaddi
okkur alltaf með sterku faðmlagi
og sagði alltaf „komdu fljótt aft-
ur“.
Minningin lifir um þig elsku
besti pabbi minn, að eilífu.
Þín dóttir,
Anna María.
Mig langar til að minnast
tengdaföður og vinar míns til 56
ára, Meinerts J. Nilssen. Eins og
gefur að skilja væri hægt að
skrifa bók í mörgum bindum um
þennan tíma sem mér finnst hafa
liðið undrahratt en ég ætla aðeins
að rifja upp nokkur atriði.
Ég kynntist Meinert þegar ég
var aðeins 16 ára og að byrja að
slá mér upp með dóttur hans
henni Önnu Maríu og strax árið
eftir var fyrsta barnabarnið fætt.
Meinert var duglegur með af-
brigðum, hann byggði sér fallegt
hús á Borgarvegi 11 í Njarðvík,
keyrði vörubíl um tíma og það
kom fyrir að hann handmokaði
fullan bílinn af bruna. Ég sæi nú
ekki marga gera það í dag. Hann
var verkstjóri hjá fiskverkun
Jóns Sæmundssonar og hafnar-
vörður hjá Njarðvíkurhöfn. Það
var umtalað meðal sjómanna
hvað allt var snyrtilegt á höfninni
hjá Meinert og það má segja að
snyrtimennska hafi verið hans að-
alsmerki og allir hlutir höfðu sinn
stað. Vinnu var ekki lokið fyrr en
búið var að ganga frá og allt
hreint og fínt fyrir næsta dag.
Þetta átti við í öllu; heimilið, trill-
an, vinnan og bíllinn, allt varð að
vera í lagi og snyrtilegt.
Meinert átti alla tíð trillur sem
hann reri á í sínum frítíma og
passaði upp á að allir í fjölskyld-
unni hefðu nægan fisk í soðið.
Stundum tóku sjóferðirnar
skemmri tíma en frágangur og
þrif á bátnum í lok túrsins. Ég
fékk oft að fara með honum til
sjós og eru mér sérstaklega
minnisstæðar tvær ferðir. Þá vor-
um við á opinni trillu og vorum að
veiða ýsu undir Stapa. Eitthvað
var hann tregur þannig að við
ákváðum að fara norður í Garðsjó
og lögðum línu. Þegar kom að því
að draga var kominn veltingur og
mikill sjór, kallinn kominn með
krampa í magann og ekkert á
krókunum nema verðlaus háfur.
Þá sagði ég „skerðu bara á þetta
og drífum okkur í land“. Hann
hélt nú ekki og sagði „við skiljum
ekki eftir veiðarfæri í sjó“. Svo
var það þegar við fórum á trillu
sem hét Glýmir. Við fórum frá
Keflavík og ætluðum vestur fyrir
Hraun. Við vorum komnir á miðin
um morguninn og vorum við veið-
ar til klukkan fjögur. Veðrið var
farið að versna og við urðum að
hafa hraðar hendur til að koma
okkur í land. Styst var að fara til
Sandgerðis sem flestir gerðu sem
voru að róa þarna þennan dag.
En minn maður tók það ekki í mál
og við fórum til Keflavíkur. Þegar
við vorum komnir í land og búnir
að ganga frá öllu um kvöldið sagði
sá gamli „þetta var góður dagur“.
Meinert var 98 ára þegar hann
fór sína síðustu sjóferð með
Arnari syni sínum.
Við Anna buðum þeim hjónum
að koma með okkur utan, fyrst til
Orlando 1989 og vorum viku þar
og viku í St. Pete. Meinert fannst
náttúrlega allt stórt í Ameríku og
sérstaklega fannst honum merki-
legt að það voru sjónvörp í öllum
herbergjum, meira að segja á kló-
settinu. Ég sagði honum að þetta
væri svo hann myndi ekki missa
af neinu. Þegar Gyða konan hans
varð sjötug fórum við svo til Kan-
aríeyja. Hann var ofsalega hrifinn
af þeirri ferð og hann talaði oft
um Kanarí.
Elsku Meinert, þakka þér fyrir
samfylgdina í gegnum árin.
Einar Guðberg Björnsson.
Afi var einstakur maður með
stórt hjarta, jákvæður, heiðarleg-
ur, trúaður, hraustur, ávallt létt-
ur í lund og stutt í hláturinn enda
lífsglaður maður.
Hann bar aldurinn vel, gerði
æfingar og fór reglulega í heilsu-
bótargöngu. Átti trillu og fór á
sjóinn í síðasta sinn 98 ára.
Keypti nýja Toyotu Yaris 98 ára
sem hann kallaði Trukkinn og
endurnýjaði ökuskírteinið 99 ára.
Afi var mjög minnugur og það
var gaman að hlusta á hann segja
frá æviárum sínum. Besta sagan
er þegar hann kynntist ástinni í
lífi sínu. Það var árið 1946, hann
23 ára gamall og var á bát sem lá
við bryggju í Njarðvíkurhöfn.
Hann var að fylgjast með ung-
lingum hoppa í sjóinn. Þá tekur
hann eftir fallegri stúlku sem
stingur sér í sjóinn. Hann stakk
sér á eftir henni, greip í hana og
sagðist ætla að giftast henni.
Þetta var hún amma mín, 16 ára
gömul. Þau giftu sig tveimur ár-
um síðar, þegar hún hafði aldur
til.
Ég fór með ömmu og afa í
brúðkaup til Færeyja þegar ég
var 12 ára. Við vorum þar í viku
og gistum í litla húsinu í Lopra
sem afi ólst upp í. Það var engu
líkara en kóngurinn sjálfur væri
mættur. Þvílíkar móttökur sem
við fengum alls staðar. Þar sást
hversu mikið systkinum hans og
frændfólki þótti vænt um hann og
báru mikla virðingu fyrir honum.
Allir sem þekktu hann töluðu
um hversu yndislegur og flottur
kall hann hefði verið. Hann þakk-
aði alltaf fyrir heimsóknir og
hringingar og knúsaði mann inni-
lega þegar maður fór. Hann hafði
svo þétt og gott faðmlag.
Hann var kærleiksríkur og
umhyggjusamur og safnaði allri
fjölskyldunni saman. Þegar hann
átti afmæli fékk hann símhring-
ingar frá ættingjum í Færeyjum
og Noregi og þau sendu honum
blóm á stórafmælum. Það var
alltaf mikill gestagangur hjá
ömmu og afa og alltaf heimabak-
að bakkelsi á boðstólum. Það fór
enginn svangur þaðan.
Afi var mjög músíkalskur og
spilaði á hljómborð, munnhörpu
og harmoniku. Hann hafði líka
gaman af því að dansa. Fyrir 20
árum fór ég í dansskóla að læra
gömlu dansana og vantaði dans-
herra í nokkra tíma. Ég fékk afa
til að koma með mér en þá var
hann áttræður. Þegar hann var
næstum 95 ára fékk ég hann með
mér í dansatriði á afmæli mínu.
Hann sló í gegn þegar hann setti
á sig sólgleraugun og sýndi flotta
Grease-takta við mikinn fögnuð
viðstaddra. Eins og hann hefði
aldrei gert neitt annað.
Ég átti heima hjá ömmu og afa
í Njarðvík fyrstu tvö árin og byrj-
aði að segja „afi, rúgbrauð og ost“
þegar hann var að fá sér. Í mörg
ár á eftir spurði hann alltaf hvort
ég vildi rúgbrauð og ost þegar ég
kom í heimsókn. Eftir að ég flutti
til Keflavíkur var ég oft að stelast
til ömmu og afa. Ég vildi eiga
heima hjá þeim því þar var svo
gott að vera. Fékk oft að gista hjá
þeim og á margar góðar minning-
ar frá Borgarveginum.
Ég hef alltaf verið stolt af því
að eiga svona flottan afa frá Fær-
eyjum og eru það forréttindi að
hafa átt hann að í næstum 55 ár.
Hann verður alltaf mín helsta fyr-
irmynd. Mikið á ég eftir að sakna
hans en minningar um yndislegan
afa geymi ég í hjarta mínu.
Þín afastelpa,
Guðrún.
Elsku langafi minn, afi Nils-
sen, var svo sannarlega stjarna
fjölskyldunnar og lýsti upp hvert
rými með nærveru sinni. Á þrett-
ándanum, hinn 6. janúar, skein
fallega stjarnan okkar í síðasta
skipti en eftir situr stórt og mikið
fjölskyldutré.
Afi innrætti okkur fjölskyld-
unni góð gildi. Hann var alltaf já-
kvæður, góður og hvatti mann
áfram ef á móti blés. Einstaklega
minnugur og snyrtilegur herra-
maður sem hafði frá mörgu að
segja.
Ævi afa er efni í heilan bóka-
flokk, enda fékk ég hann oft til
þess að aðstoða mig á skólagöngu
minni. Hann gat rakið ætt okkar
aftur marga ættliði til Færeyja
og Noregs, var viðfangsefni mitt í
útvarpsþætti á vegum RÚV og að
sjálfsögu varð hann fyrir valinu
þegar ritgerðarefnið var áhuga-
verð manneskja í mínu lífi. Þann-
ig var hann afi Nilssen. Einstak-
ur.
Minningarnar um einstakan
mann ylja og hann skilur eftir sig
dýrmætar stundir. Það var alltaf
hægt að ræða við hann, manninn
sem lifði í nær heila öld. Hann
þakkaði alltaf innilega fyrir sig og
þótti vænt um heimsóknir og sím-
töl. Ég er þakklát fyrir tímann
sem ég átti á Borgarveginum með
ömmu og afa. Þegar ég var yngri
fékk ég að fara til þeirra og horfa
á Ronju eða Pippi, lita og lesa
áhugaverðu bækurnar hans afa.
Þegar ég varð eldri þá voru það
heimsóknir fyrir körfuboltaæf-
ingar í Ljónagryfjunni, enda stutt
að fara. En sama hvað, þá fór ég
alltaf frá þeim með fullan maga
og pening í nesti.
Á jóladag áttum við afi gott
spjall í síma og hann kvaddi mig
með orðunum „ég sendi þér
bæn“. Það er ótrúlegt að hugsa til
þess að afi hafi verið á sínu
hundraðasta aldursári. Hann var
svo skýr og alltaf hægt að leita til
hans. Þvílík forréttindi að hafa átt
þennan yndislega mann sem
langafa í öll þessi ár. Ég er svo
innilega þakklát fyrir hann og
stolt að hafa átt svona góðan afa
með mikla sögu. Söknuðurinn er
mikill en ég veit að hann bíður
þolinmóður með sinn hlýja faðm
og tekur á móti elsku ömmu þeg-
ar hennar tími kemur.
Sofðu rótt elsku afi minn, ég
sendi þér bæn, „Að lokum lygn-
ir“:
Komi dagar, komi ár,
komi gleði og reynslutár,
öllum taka á með ró.
öldugangi á lífsins sjó.
Hvert sem ævibátinn ber,
bein þá jafnan stefnan er
vöggu frá að grænni gröf,
– griðland er á bakvið höf.
Sízt skal mæla æðru orð,
óslétt þó að reynist storð,
hafið ólgi í hvössum þey,
hann mun lygna – er ég dey.
(Finnbogi J. Arndal)
Þín
Anna María Ævarsdóttir.
Minning um Meinert
Síðustu ferðina sigld’ann um lífsins haf
nú sefur brimaldan krappa við
strendur.
Mikil var veiðin sem vinurinn okkur
gaf,
nú vaka ekki lengur þínar þreyttu
hendur.
Norðvestanáttin færði okkur
sorgarfrétt
frændi okkar elskaði og besti var
fallinn.
Hugsanir óðar og uppvægar tóku á
sprett,
hugurinn allur snerist nú bara um
kallinn.
Fæddur hann var í færeysku
kofahreysi
fallega Lopra var minning sem hann átti
kæra
þar undi hann sér skammt frá Kirvi og
Siglufelli
komst þar til manns og byrjaði strax
að læra.
Njarðvíkin varð þitt heimili hér á fold
hingað dró þig jafnan unnustan góða.
Nú færð þú loks friðinn í frænda okkar
mold
og fagurt er um að litast frá leiðinu
hljóða.
Við drúpum nú höfði í þögn með
virðingu og sorg
og samúð með börnum og vinunum
okkar kæru.
Minning þín lifir að sönnu sem
kastalaborg
um aldur og ævi með skínandi sóma
og æru.
Kveðja, fjölskyldan í Lopra,
Sonja og fjölskylda,
Diddan og fjölskylda,
Árni og fjölskylda,
fjölskylda Liviu,
fjölskylda Terja Nilssen,
vinurinn Sævar.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR RAGNAR SUMARLIÐASON,
lést á heimili sínu sunnudaginn 13. febrúar.
Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn
21. febrúar klukkan 13.
Ásdís Marion Gísladóttir
Gísli Þór Einarsson Birna María Sigurðardóttir
Ragna Björg Einarsdóttir
Margrét Eva Einarsdóttir Sigurður Ragnar Haraldsson
Eyrún Harpa Einarsdóttir Helgi Jarl Ólafsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ERLA SMITH,
Miðleiti 5,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans 8. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 24. febrúar klukkan 13.
Alla Dóra Smith
Sólveig Smith Sigurður Kjartansson
Magnús Jón Smith Ólöf Inga Heiðarsdóttir
Þóra Björk Smith Ásdís Þórhallsdóttir
og fjölskyldur
Okkar ástkæri sonur, faðir og bróðir,
ARI Ó. HALLDÓRSSON
læknir,
lést á heimili sínu í Lubbock í Texas
föstudaginn 13. desember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
24. febrúar klukkan 13. Við þökkum fyrir auðsýnda samúð.
Streymt verður frá athöfninni á vegum Laef.is:
https://laef.is/ari-omar-halldorsson/
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Halldór Marteinsson
Helen Halldórsson Marteinn Halldórsson
Adam Eric Halldórsson Anna Katrín Halldórsdóttir
Jackie Halldórsson
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar