Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Ambrose Evans-Pritchard leiðir alþjóðleg viðskiptaskrif í The Daily Telegraph og hefur í gegnum tíðina reynst gleggri en margur um stöðu og horfur. Í nýjasta pistli sín- um er hann með hugann við Rúss- land og efnahagslega stöðu þess gagnvart umheim- inum. - - - Evans- Pritch- ard hefur pistil sinn á þessum orð- um: „Rússland hefur safnað upp er- lendum gjaldeyrisforða upp á 635 milljarða dala, sem er sá fimmti mesti í heimi og heldur áfram að vaxa. Skuldir Rússlands nema 18% af landsframleiðslu, sem eru þær sjöttu minnstu í heimi og fara minnkandi. Landið hefur hreinsað upp bankakerfi sitt og heldur vel á fljót- andi gjaldmiðli sínum sem gerir hagkerfið sveigjanlegt. Það er með afgang af rekstri rík- issjóðs og treystir ekki á erlenda fjárfesta til að fjármagna ríkisút- gjöld. Það hefur minnkað mjög hversu háð það er tekjum af olíu- sölu ríkisins.“ - - - Áfram heldur frásögnin af því hve mjög Rússland hefur styrkt stöðu sína efnahagslega og hve vel það gæti staðist efnahags- legar refsiaðgerðir. Þá kemur fram að Rússland gæti stöðvað sölu á gasi til Evrópu í tvö ár án þess að lenda í alvarlegum fjárhagslegum vanda. Evrópa, sem fær 41% af gasi sínu frá Rússlandi, þyldi hins vegar aðeins nokkrar vikur ef skrúfað væri fyrir rússneska gasið, segir Evans-Pritchard. - - - Þetta vekur upp spurningar um hvorir þola betur harðar efna- hagsþvinganir, ríki Vestur-Evrópu eða Rússland. Hvorir þola þvinganirnar? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) kom nýverið saman til fundar þar sem samþykkt var að skora á stjórn- völd að standa við þau fyrirheit að efla heilsugæsluna. Fjármögnun heilsugæsluþjónust- unnar á höfuðborgarsvæðinu árin 2019-2022 hafi engan veginn fylgt auknum verkefnum, auknum fjölda samskipta, auknum fjölda skjólstæð- inga og launaþróun. „Helsta aukn- ingin undanfarin ár hefur verið í fjármögnun sérverkefna, t.d. leg- hálsskimana og geðheilsuteyma, en fjármögnun grunnþjónustu í heilsu- gæslu hefur setið eftir. Samhliða þessu hafa komugjöld verið lækkuð og lítur út fyrir að sá kostnaður hafi verið látinn falla á þjónustuaðilana. Skortur er á heimilislæknum og Ís- land er eftirbátur nágrannaþjóða í uppbyggingu grunnheilsugæslu. LÍ er tilbúið að leggja fram tölulegar upplýsingar, máli félagsins til stuðn- ings. Stjórn LÍ skorar á stjórnvöld að standa við gefin loforð um eflingu þessarar þjónustu, þar sem slíkt er ekki sjáanlegt í þróun fjármögnunar. Að telja almenningi trú um að verið sé að efla ákveðna þjónustu þegar slíkt stenst ekki nánari skoðun er ekki ásættanlegt að mati félagsins,“ segir í ályktun Læknafélagsins. Standi við fyrirheit um heilsugæsluna - Læknafélag Íslands skorar á stjórn- völd - Fjármagn ekki fylgt verkefnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heilsugæslan Sýnataka og bólu- setningar eru viðbótarverkefni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóra mannauðssviðs Sam- kaupa, hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísis í flokki millistjórnenda. Gunnur er aðeins 34 ára og segir í umsögn dómnefndar að henni hafi tekist að „umbreyta menningu rótgróins fyrirtækis sem um mun- ar“. Afhendingin fór fram við hátíð- lega athöfn á Grand hóteli í fyrra- dag en þetta er þrettánda árið í röð sem Stjórnvísi verðlaunar þá stjórnendur fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Aðrir Handhafar Stjórn- unarverðlauna Stjórnvísi 2022 eru: Í flokki yfirstjórnenda Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar tryggingafélags. Í flokki milli- stjórnenda Jóhann B. Skúlason, yf- irmaður smitrakningarteymis al- mannavarna, og Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróun- arsviðs Hafnarfjarðarbæjar. Og í flokki framkvöðla Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, stofnandi og fram- kvæmdastjóri AVO. Stjórnvísiverðlaunin Handhafar verðlauna ásamt forseta Íslands. Umbreytti menningu rótgróins fyrirtækis Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.