Morgunblaðið - 17.02.2022, Side 8

Morgunblaðið - 17.02.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Ambrose Evans-Pritchard leiðir alþjóðleg viðskiptaskrif í The Daily Telegraph og hefur í gegnum tíðina reynst gleggri en margur um stöðu og horfur. Í nýjasta pistli sín- um er hann með hugann við Rúss- land og efnahagslega stöðu þess gagnvart umheim- inum. - - - Evans- Pritch- ard hefur pistil sinn á þessum orð- um: „Rússland hefur safnað upp er- lendum gjaldeyrisforða upp á 635 milljarða dala, sem er sá fimmti mesti í heimi og heldur áfram að vaxa. Skuldir Rússlands nema 18% af landsframleiðslu, sem eru þær sjöttu minnstu í heimi og fara minnkandi. Landið hefur hreinsað upp bankakerfi sitt og heldur vel á fljót- andi gjaldmiðli sínum sem gerir hagkerfið sveigjanlegt. Það er með afgang af rekstri rík- issjóðs og treystir ekki á erlenda fjárfesta til að fjármagna ríkisút- gjöld. Það hefur minnkað mjög hversu háð það er tekjum af olíu- sölu ríkisins.“ - - - Áfram heldur frásögnin af því hve mjög Rússland hefur styrkt stöðu sína efnahagslega og hve vel það gæti staðist efnahags- legar refsiaðgerðir. Þá kemur fram að Rússland gæti stöðvað sölu á gasi til Evrópu í tvö ár án þess að lenda í alvarlegum fjárhagslegum vanda. Evrópa, sem fær 41% af gasi sínu frá Rússlandi, þyldi hins vegar aðeins nokkrar vikur ef skrúfað væri fyrir rússneska gasið, segir Evans-Pritchard. - - - Þetta vekur upp spurningar um hvorir þola betur harðar efna- hagsþvinganir, ríki Vestur-Evrópu eða Rússland. Hvorir þola þvinganirnar? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) kom nýverið saman til fundar þar sem samþykkt var að skora á stjórn- völd að standa við þau fyrirheit að efla heilsugæsluna. Fjármögnun heilsugæsluþjónust- unnar á höfuðborgarsvæðinu árin 2019-2022 hafi engan veginn fylgt auknum verkefnum, auknum fjölda samskipta, auknum fjölda skjólstæð- inga og launaþróun. „Helsta aukn- ingin undanfarin ár hefur verið í fjármögnun sérverkefna, t.d. leg- hálsskimana og geðheilsuteyma, en fjármögnun grunnþjónustu í heilsu- gæslu hefur setið eftir. Samhliða þessu hafa komugjöld verið lækkuð og lítur út fyrir að sá kostnaður hafi verið látinn falla á þjónustuaðilana. Skortur er á heimilislæknum og Ís- land er eftirbátur nágrannaþjóða í uppbyggingu grunnheilsugæslu. LÍ er tilbúið að leggja fram tölulegar upplýsingar, máli félagsins til stuðn- ings. Stjórn LÍ skorar á stjórnvöld að standa við gefin loforð um eflingu þessarar þjónustu, þar sem slíkt er ekki sjáanlegt í þróun fjármögnunar. Að telja almenningi trú um að verið sé að efla ákveðna þjónustu þegar slíkt stenst ekki nánari skoðun er ekki ásættanlegt að mati félagsins,“ segir í ályktun Læknafélagsins. Standi við fyrirheit um heilsugæsluna - Læknafélag Íslands skorar á stjórn- völd - Fjármagn ekki fylgt verkefnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heilsugæslan Sýnataka og bólu- setningar eru viðbótarverkefni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóra mannauðssviðs Sam- kaupa, hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísis í flokki millistjórnenda. Gunnur er aðeins 34 ára og segir í umsögn dómnefndar að henni hafi tekist að „umbreyta menningu rótgróins fyrirtækis sem um mun- ar“. Afhendingin fór fram við hátíð- lega athöfn á Grand hóteli í fyrra- dag en þetta er þrettánda árið í röð sem Stjórnvísi verðlaunar þá stjórnendur fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Aðrir Handhafar Stjórn- unarverðlauna Stjórnvísi 2022 eru: Í flokki yfirstjórnenda Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar tryggingafélags. Í flokki milli- stjórnenda Jóhann B. Skúlason, yf- irmaður smitrakningarteymis al- mannavarna, og Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróun- arsviðs Hafnarfjarðarbæjar. Og í flokki framkvöðla Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, stofnandi og fram- kvæmdastjóri AVO. Stjórnvísiverðlaunin Handhafar verðlauna ásamt forseta Íslands. Umbreytti menningu rótgróins fyrirtækis Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.