Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Óvelkomni maðurinn
Höf. Jónína Leósdóttir
Les. Elín Gunnarsdóttir
Palli Playstation
Höf. Gunnar Helgason
Les. Gunnar Helgason
Haustið 82
Höf. Ásdís Ingólfsdóttir
Les. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
Lengsta nóttin
Höf. Ann Cleeves
Les. Margrét Örnólfsdóttir
Sjálfstýring
Höf. Guðrún Brjánsdóttir
Les. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Þetta gæti breytt öllu
Höf. Jill Mansell
Les. Sólveig Guðmundsdóttir
Arnaldur Indriðason deyr
Höf. Bragi Páll Sigurðarson
Les. Björn Stefánsson
Klettaborgin
Höf. Sólveig Pálsdóttir
Les. Sólveig Pálsdóttir
vi
ka
6
Horfnar
Höf. Stefán Máni
Les. Rúnar Freyr Gíslason
Morðin í Háskólabíó
Höf. Stella Blómkvist
Les. Aníta Briem
TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýningar hefjast í Sambíóunum á
morgun, föstudag, á Harmi, nýrri
íslenskri kvikmynd, eftir tvo unga
og óþekkta kvikmyndagerðarmenn,
Anton Karl Kristensen og Ásgeir
Sigurðsson sem leikstýrðu mynd-
inni í sameiningu. Ásgeir skrifaði
einnig handritið og fer með aðal-
hlutverk myndarinnar, Anton sá um
kvikmyndatöku og báðir klipptu
þeir myndina og framleiddu með
Halldóri Ísak Ólafssyni.
Aðrir helstu leikarar í Harmi eru
Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og
Jónas Björn Guðmundsson og hefur
myndin þegar verið sýnd á þremur
hátíðum, hinni íslensku RIFF,
Oldenburg Film Festival og Rhode
Island International Film Festival
en á þeirri síðastnefndu hlaut hún
verðlaun fyrir leikstjórn sem heita
á ensku Directorial Discovery
Award.
Örlagarík nótt
„Þegar móðir hans byrjar aftur í
neyslu, neyðist Óliver til að leita að
yngri bróðir sínum í undirheimun-
um yfir eina örlagaríka nótt,“ segir
um myndina á vef Sambíóanna sem
er stutt og laggott og segir hand-
ritshöfundurinn, leikstjórinn og
aðalleikarinn Ásgeir þá sögu hafa
mallað nokkuð lengi í höfðinu á
honum.
Hann segir litla frænda sinn hafa
leikið í stuttmynd sem hann gerði í
Borgarholtsskóla og staðið sig svo
vel að hann hafi fengið hann til að
leika aftur fyrir sig, þ.e. í Harmi.
„Mér datt í hug þessi saga um tvo
bræður og fjölskyldu sem tvístrast
vegna eiturlyfja og svo ákvað ég að
setja svolítið spin á það því nóg er
til af neyslumyndum og norrænu
þunglyndi, eins og fólk hefur bent
okkur á,“ segir Ásgeir kíminn.
Hann hafi skrifað handrit mynd-
arinnar með það í huga.
Ásgeir segist hafa verið í kvik-
myndanámi í Borgarholtsskóla
meðfram stúdentsnámi og unnið
þar stuttmynd sem lokamynd sem
hafi verið frekar hræðileg, eins og
hann orðar það. Ásgeir hlær og seg-
ist þó hafa lært af stuttmyndar-
gerðinni.
Þegar þeir Ásgeir, Anton og
Halldór ákváðu að ráðast í gerð
Harms voru þeir að hoppa út í
djúpu laugina því fjármagn var af
skornum skammti og kvikmyndin
þeirra fyrsta í fullri lengd. Þurftu
þeir því að sníða sér stakk eftir
vexti og læra af reynslunni og um
leið mistökum.
Strategísk ákvörðun
Þar sem lýsingin á söguþræð-
inum í myndinni er með stysta móti
er Ásgeir beðinn um að segja ögn
betur frá.
„Myndin er um tvo bræður og
móður þeirra og fjölskyldu. Mamm-
an er að falla aftur í neyslu og hún
er orðin stórskuldug, ekki í vinnu
og eldri bróðirinn er því að sjá svo-
lítið um fjölskylduna,“ útskýrir Ás-
geir. Í neyð sinni býður móðirin
fram yngri son sinn, 13 ára, í eitur-
lyfjasmygl en sá eldri kemst að því
og hefur leit að bróðurnum.
Ásgeir er spurður að því hvort
myndin sé ekki dimm þar sem hún
gerist að næturlagi. „Hún er dimm
en við settum skemmtilegan blæ á
það, komum inn stöðum með neon-
ljósum og gátum leikið okkur með
lýsinguna,“ svarar hann. Þá hafi
líka verið strategísk ákvörðun hjá
þeim Antoni að taka myndina upp á
þessum tíma dags, eftir að dimma
tók. „Fólk gat klárað vinnuna og
farið að skjóta á kvöldin,“ segir Ás-
geir sposkur.
Hann segir söguna, persónurnar,
kvikmyndatökuna og tónlistina allt
öðruvísi en fólk eigi að venjast frá
norrænum kvikmyndum. En hvern-
ig þá? „Kvikmyndatakan er þannig
að við erum svolítið nærgætnir
gagnvart karakterunum okkar, vilj-
um mestmegnis fylgja þeim í gegn-
um myndina,“ svarar Ásgeir og
nefnir einnig að þeir Anton noti
ekki staðsetningarskot heldur stað-
setji persónur út frá samtölum og
hreyfingum. Þá sé tónlistin unnin
með hljóðgervlum og draumkennd.
Tóku viðtöl og köfuðu djúpt
Myndin fjallar um hryllilegan
heim eiturlyfjafíknar og undirheima
sem henni tengjast, sem fyrr segir,
og Ásgeir er spurður að því hvort
þeir Anton þekki eitthvað til slíkra
mála.
„Já, bara óbeint. Ég er úr
Grafarvogi og Anton úr Breiðholti
og það er kannski meira hjá Antoni
svona óbeint í gegnum grunnskóla.
Hann hefur alist upp við að sjá fólk
í kringum sig falla út í eitthvað
svona og þá er það oftar en ekki út
af fjölskylduaðstæðum. Okkur lang-
aði að skoða það aðeins betur, við
tókum viðtöl við fólk og fórum djúpt
inn í hvað það er sem veldur
þessu,“ svarar Ásgeir. Eiturlyf séu
djöfullinn sjálfur, eins og alkunna
er, og myndin um fjölskyldu sem
tvístrast en um leið sé hún spennu-
mynd og ákafinn mikill.
Og talandi um ákafa þá segir
Ásgeir hina ungu leikara myndar-
innar standa sig afbragðsvel, að
þeim eldri ólöstuðum. „Það sem við
höfum fengið einna mest lof fyrir er
frammistaða þessa fólks,“ segir Ás-
geir um unga fólkið og að mikil
áhersla hafi verið lögð á raunsæis-
lega nálgun.
Myndin var frumsýnd á RIFF í
fyrrahaust í flokknum Panorama og
segir Ásgeir að þá hafi hún ekki
verið komin með dreifingaraðila.
Fljótlega eftir hátíðina hafi þau mál
reddast. Sýning myndarinnar á
RIFF hjálpaði þar mikið til og seg-
ir Ásgeir frábært að Sambíóin hafi
tekið myndina til almennra sýninga.
Harmsaga Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Ásgeir Sigurðsson í hlutverkum mæðginanna Guðnýjar og Ólivers.
Einbeittir Ásgeir og Anton Karl við tökur á Harmi sem nú er komin í bíó.
Ber er hver að baki …
- Ungur maður leitar bróður síns í undirheimum Reykja-
víkur í kvikmyndinni Harmur - Fíkn og fjölskyldudrama
Sýning á nýjum verkum Hildigunn-
ar Birgisdóttur, Friður eða Peace,
verður opnuð í i8 galleríi í dag,
fimmtudag, klukkan 17. Þetta er
önnur einkasýning Hildigunnar í
galleríinu og á henni eru innsetn-
ingar, þrykk og skúlptúrar eftir
listakonuna. Samtímis kemur út ný
bók þar ljósi er brugðið á list-
sköpun Hildigunnar undanfarinn
áratug.
Í verkum sínum vinnur Hildi-
gunnur iðulega með hugmyndir um
fegurð, gagnsemi og samhengi og
veltir fyrir sér jafnvæginu milli
skynjunar og veruleika. Á þessari
nýju sýningu sýnir hún fimm verk,
sem ýmist eru stakir hlutir eða inn-
setningar. Í þeim kannar hún
hversdagsleg og einföld fyrirbæri
sem áhorfandinn upplifir á nýjan
hátt, þar sem áhersla er lögð á útlit
þeirra og notkun.
Verk Hildigunnar (f. 1980) hafa
verið áberandi á sýningum á síð-
ustu árum en á nýliðnu ári mátti
meðal annars sjá þau í Listasafni
Reykjavíkur, í hinni nýopnuðu
GES-2-menningarmiðstöð V-A-C
Foundation í Moskvu og á H2H-
listahátíðinni í Aþenu.
Sýning Hildigunnar opnuð í i8 og ný bók
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afkastamikil Í nýrri bók er litið á verk
Hildigunnar undanfarinn áratug.
Kvöldtónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands á fimmtudags-
kvöldum hefjast að nýju í Eld-
borgarsal Hörpu í kvöld eftir hlé
vegna veirufaraldursins. Einleikari
kvöldsins er úkraínska fiðlustjarn-
an Valeriy Sokolov en hann þykir
einn fremsti fiðluleikari sinnar kyn-
slóðar. Hann leikur hinn ljóðræna
fiðlukonsert Samuels Barber, sem
tónskáldið samdi um svipað leyti og
sitt allra vinsælasta verk, Adagio
fyrir strengi.
Sokolov hefur leikið með mörg-
um fremstu hljómsveitum heims og
unnið til margvíslegra verðlauna
fyrir leik sinn. Hann kemur nú
fram í fyrsta sinn á Íslandi.
Á tónleikunum hljómar einnig
Sinfónía nr. 9 eftir Dmítríj Sjos-
takovitsj sem í tilkynningu frá
hljómsveitinni segir að láti engan
ósnortinn. Tónleikarnir eru hluti af
Rauðu röðinni.
Hljómsveitarstjóri er Kornilios
Michailidis staðarhljómsveitar-
stjóri. Hraðprófs er ekki krafist en
grímuskylda er á tónleikunum.
SÍ leikur Sjostakovitsj og Barber
Einleikarinn Fiðluleikarinn Valeriy Soko-
lov hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn.