Morgunblaðið - 25.02.2022, Síða 12
Þegar Pútín Rússlandsforseti las
upp stríðsyfirlýsingu sína gagn-
vart Úkraínu hótaði hann alvar-
legum afleiðingum ef önnur ríki
reyndu að skipta sér af innrás-
inni. „Hver sem reynir að trufla
okkur, hvað þá ógna landi okkar
og þjóð, verður að vita að svar
Rússa verður án tafar og mun
leiða til afleiðinga sem þið hafið
aldrei séð áður í sögunni,“ sagði
Pútín.
„Allar ákvarðanir sem skipta
máli hafa verið teknar. Ég vona
að þið hafið heyrt í mér,“ sagði
hann jafnframt. Hótun Pútíns
leiddi þegar til vangaveltna um
að hann hefði átt við að Rússar
myndu beita kjarnorkuvopnum
gegn hverjum þeim sem reyndi
að blanda sér í átökin.
Jean Yves Le Drian, utanrík-
isráðherra Frakka, sagði að ef svo
væri raunin hlyti Pútín að átta
sig á að Atlantshafsbandalagið
væri einnig kjarnorkuvætt, en
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakk-
ar ráða allir yfir kjarnorkuvopn-
um. Sagði Le Drian jafnframt að
Frakkar væru nú að skoða hvern-
ig þeir gætu sem best aðstoðað
Úkraínu við landvarnir sínar.
Alvarlegar afleiðingar ef ein-
hver skiptir sér af innrásinni
STRÍÐSYFIRLÝSING PÚTÍNS
AFP
Hótanir Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótaði „afleiðingum sem ekki hefðu sést
áður í sögunni“ ef einhver reyndi að skipta sér af innrás Rússa í Úkraínu.
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
Komum
tannheilsu
í tísku!
Stríð í Evrópu
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu
hófst í fyrrinótt kl. 4 að staðartíma,
eða kl. 2 að íslenskum tíma. Innrás
hófst með víðtækum árásum á flest-
allar borgir Úkraínu með annað-
hvort eldflaugum eða fallbyssum, áð-
ur en landher Rússa sótti fram úr
norðri, austri og suðri.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
boðaði til neyðarfundar kl. 2:30 að ís-
lenskum tíma vegna aðgerða Rússa,
en einsýnt þótti um daginn að inn-
rásin, sem vestræn ríki höfðu varað
við, myndi hefjast þá um nóttina.
Um svipað leyti og öryggisráðið
hóf fund sinn flutti Vladimír Pútín
Rússlandsforseti „neyðarávarp“,
sem sjónvarpað var í rússnesku sjón-
varpi, en þá var klukkan um 5:45 að
morgni í Rússlandi. Ávarpið virtist
af fötum forsetans að dæma hafa
verið tekið upp á sama tíma og ræða
Pútíns á mánudaginn, þar sem hann
hélt því fram að Úkraína ætti ekki
tilkall til að vera sjálfstætt ríki.
Í ræðu sinni sagði Pútín að hann
hefði tekið ákvörðun um að hefja
„sérstaka hernaðaraðgerð“ til þess
að verja Donbass-héruðin fyrir árás-
um Úkraínumanna. Sagði hann að
markmið stríðsins væri að „afher-
væða“ og „afnasistavæða“ Úkraínu.
Sæti Rússa verði afturkallað
Framrás landherja Rússa hófst
um líkt leyti og Pútín lauk máli sínu,
en á meðan sat öryggisráðið á rök-
stólum um ályktun sem Albanía og
Bandaríkin lögðu fram, þar sem
skorað var á Rússa að draga úr
spennu og kalla herlið sitt heim frá
landamærunum. Var ljóst í miðjum
umræðum að ályktunin hefði ekkert
gildi lengur, en víst þótti að Rússar
hefðu beitt neitunarvaldi sínu.
Fordæmdu nær öll aðildarríki
þess framferði Rússa, en fulltrúi
Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum,
Sergiy Kyslytsya, kallaði eftir því að
sæti Rússa í öryggisráðinu yrði aft-
urkallað, þar sem Rússland hefði
ekki tekið við sæti Sovétríkjanna
innan Sameinuðu þjóðanna á lög-
mætan hátt árið 1991.
Sendi hann sendiherra Rússa hjá
Sameinuðu þjóðunum kaldar kveðj-
ur í lok fundarins. „Stríðsglæpa-
menn fara ekki í gegnum hreinsun-
areldinn, þeir fara beinustu leið til
helvítis.“
Árás úr öllum áttum
Snemma varð ljóst að innrás
Rússa væri allsherjarinnrás úr
norðri, austri og suðri. Fallhlífaher-
menn gerðu atlögu að flugvöllum í
nágrenni Kænugarðs, á meðan sveit-
ir Rússa í Svartahafi og Asovshafi
reyndu strandhögg á borgirnar
Odessa og Mariupol. Stóðu harðir
bardagar um borgirnar alla nóttina,
en Rússum tókst ekki að hertaka
þær þá.
Harðir bardagar voru um borgina
Kharkiv, sem er einungis um 40 kíló-
metra frá landamærunum að Rúss-
landi. Náðu Rússar henni alfarið á
sitt vald í gær.
Innrásin fordæmd víða
- Pútín lýsti yfir stríði meðan öryggisráðið fundaði - Innrás úr norðri, suðri og austri - Hvít-Rússar
neita að þeir taki þátt í aðgerðum - Vesturveldin setja víðtækar viðskiptaþvinganir á Rússa
Innrás Rússa í Úkraínu
Kænugarður
Sevastopol
R Ú S S L A N D
R Ú M E N Í A
M
O
L
D
Ó
V
A
Ú K R A Í N A
H V Í TA - R Ú S S L A N D
Svartahaf
Asovshaf
MARIUPOL Sprengingar
og strandhögg af Azov-hafi
ÓDESSA Sprengingar og
strandhögg af Svartahafi
Ódessa
CHERNIHIV-
HÉRAÐ
SUMY
KHARKIV
Donetsk
Dnipro
Zaporizhzhia
Mariupol
Lviv
KRAMATORSK Eldflauga-
og fallbyssuárásir
DNÍPRÓ Eldflaugaárásir.
Luhansk
HÉRUÐIN LUHANSK
OG DONETSK
Pútín hefur viðurkennt sjálfstæði hérað-
anna sem eru í austurhluta Úkraínu en
svæði næst Rússlandi eru undir stjórn
aðskilnaðarsinna hliðhollra Rússlandi
FRAMRÁS RÚSSA
Rússar sóttu nokkuð fram á fyrsta
degi átaka, einkum í Sumy, Kharkiv
og í nágrenni Krímskaga. Strandhögg
þeirra á Svartahafi og Asovshafi virðist
hins vegar ekki hafa skilað árangri.
KÆNUGARÐUR Eldflaugaárásir og
fregnir af því að fallhlífahermenn hafi
reynt að hertaka Boryspil-flugvöllinn,
um 25 kílómetra frá Kænugarði.
Kharkiv
KHARKIV Eldflauga- og fall-
byssuárásir. Skriðdrekabar-
dagi í nágrenni borgarinnar.