Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 15

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 Úkraína Þegar Rússar hófu innrás sína fyrir alvöru flykktust Úkraínumenn í verslanir í gær að hamstra nauðsynjar, og langar biðraðir mynduðust við hraðbanka. Daniel Leal/AFP Jöfnunarsjóður sveit- arfélaga er e.t.v. ekki efst í huga fólks svona almennt séð. Engu að síður skiptir sjóðurinn miklu máli í daglegu lífi, án þess að mikið beri á. Jöfnunarsjóðurinn hef- ur það hlutverk að jafna mismunandi út- gjaldaþörf og skatt- tekjur sveitarfélaga, samkvæmt lögum frá 1995 um tekju- stofna þeirra. Markmiðið er að öll sveitarfélög geti sinnt lögbundinni þjónustu og mætt útgjöldum vegna hennar. Reykjavík hefur allt frá stofnun jöfnunarsjóðs verið tekin út fyrir sviga að ákveðnu leyti vegna stærð- ar sinnar. Þannig nýtur borgin hvorki framlags til jöfnunar kostn- aðar á rekstri grunnskóla né fram- lags vegna nemenda með íslensku sem ann- að tungumál. Árið 2019 var lögum breytt um tekjustofna sveitarfélaga á þann veg að framlög til jöfn- unar vegna kostnaðar við rekstur grunn- skóla skyldi ekki greiða til sveitarfélaga með fleiri en 70.000 íbúa. Þar með á Reykjavík eitt sveit- arfélaga þess ekki kost að hljóta umrædd framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Stærðin vandamálið Það eru vissulega sérkennileg rök að Reykjavík fái ekki framlag til jöfnunar kostnaðar á rekstri grunn- skóla vegna fjölda íbúa yfir 70.000. Þrjú af nágrannasveitarfélögunum mynda samfellda byggð með heild- arfjölda vel yfir 70.000 manns en fá engu að síður hátt í 2 milljarða króna í jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla ár hvert. Stærðar- hagkvæmni hefur vissulega áhrif á mismunandi rekstrarkostnað milli minni og meðalstórra sveitarfélaga, en þau sveitarfélög sem að framan greinir reka öll fleiri en einn grunn- skóla og því ekki mikill munur á stærðarhagkvæmni þeirra. Þau lúta sömu viðmiðum um fjölda nemenda í hverjum bekk og laun starfsmanna eru kjarasamningsbundin. Það skýtur einnig skökku við að Reykjavík geti ekki fengið framlag vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál í ljósi þess að hvergi eru fleiri nemendur sem þannig háttar til um. Við hljótum að þurfa að taka til- liti til þeirra breytinga sem hafa orðið á íslensku samfélagi síðustu 20 árin með gríðarlegum tilflutningi erlends fólks til landsins. Þessi stóri hópur sem að stórum hluta er í Reykjavík. Flokkur fólksins vill tryggja öllum börnum góða menntun. Þess vegna teljum við nauðsynlegt að skoða hvort jöfnunarkerfi sveitarfélaga hafi þróast í samræmi við lýðfræðilegar breyt- ingar og með tilliti til þróunar í kennslufræðum og menntamálum. Úthlutun eftir þörfum Ljóst er að til þess að tryggja jafn- ræði milli sveitarfélaga þarf að endur- skoða löggjöf og regluverk á þann veg að öll sveitarfélög geti átt rétt til út- hlutunar framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þessa viku sit ég í fyrsta sinn á þingi sem varaþingmaður Flokks fólksins. Ég mun leggja fram þings- ályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að end- urskoða löggjöf og regluverk með það að markmiði að öll börn njóti sanngirni og réttlætis hvar svo sem þau búa. Það er ekki hægt að una við að eitt sveitarfélag sé fyrirframúti- lokað frá úthlutunum jöfnunar- framlaga vegna rekstrar grunn- skóla, einungis vegna stærðar. Jöfnunarframlög á að greiða eftir þörfum, samkvæmt hlutlægum reiknireglum sem byggjast á mál- efnalegum sjónarmiðum. Þá er löngu kominn tími til að endurskoða fjármögnun grunnskólakerfisins, enda hefur rekstur grunnskóla tekið miklum breytingum frá því að rekst- urinn færðist yfir til sveitarfélag- anna árið 1996. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Það er ekki hægt að una við að eitt sveitarfélag sé fyr- irframútilokað frá úthlutunum jöfnunar- framlaga vegna rekst- urs grunnskóla aðeins vegna stærðar. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Réttlæti og sanngirni fyrir öll börn, ekki aðeins sum Þegar að þrengir í mannlífi vegna sótta og aflabrests, þá sækir vangetan einnig á gegn snilldarandanum. Reyndar var það einnig svo þegar hvorki var sótt né aflabrestur, það var þegar „snilld- arandi“ bankamanna var langt kominn með að taka landið með sér í gjaldþrot eftir glæpavæðingu „snilling- anna“ á bankakerfinu. „Hlutfallsleg“ aðhaldskrafa Þá fundu ráðamenn það helst til bjargar að vera með „hlutfallslega að- haldskröfu“, til allra stofnana. Reynd- ar hefði verið nær að slá af þær stofn- anir, sem taldar voru óþarfar. Þegar mest kvað að „hlutfallslegri“ aðhaldskröfu var ákveðið að láta Hús íslenskunnar sitja á hakanum. Senni- lega er betra að slá af en að beita svo- kallaðri „hlutfallslegri“ aðhaldskröfu. Það er nú reyndar ekki húsið sjálft sem rannsakar og birtir rannsóknir heldur starfsfólkið. Húsið er aðstaða til rannsókna og hýsir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kennd við umkomulausan dreng. Þessi umkomuleysi drengur, prests- sonurinn frá Kvennabrekku var Árni Magnússon, prófessor. Um föður Árna er sagt; „Hann var skarpgáfaður og talinn einhver lögvitrasti maður á sinni tíð, en nokkuð kvenhollur, sem þeir frændur, og heldur drykkfeldur.“ Af þessum ástæðum var handritasafn- arinn alinn upp hjá móðurforeldrum og síðar móður-bróður sínum. Þannig má segja að handritasafnarinn hafi átt erfiða æsku. Rústabjörgun í Köpenhafn Þegar eldur var í Köpenhafn, þá var þar við nám Finnur Jónsson frá Hítar- dal, síðar biskup. Finn- ur og Jón sveitungi minn úr Grunnavík, rit- ari handritasafnarans, voru meðal þeirra sem björguðu íslenskum handritum úr brun- anum. Það björg- unargóss verður í Húsi íslenskunnar. Jón Gunnvíkingur er látinn segja; „Ég má ekki drekka það mikið ég taki býtti á víninu og þeim sanna huggara sem er andi mentagyðjunnar“. Þetta er mikil helgun. Um Finn biskup er sagt; „Hann var einn hinn hirðusamasti maður i embættisrekstri, gætti vel meðalhófs í byskupsstjórn, tók vægt á smámun- um og jafnaði oft í kyrrþey, en um hin stærri brot tók hann fast í taum- ana, en þó aldrei hranalega.“ Þannig má segja að sókn í menn- ingarmálum hafi staðið í yfir 300 ár ef starf Árna heitins Magnússonar og Jóns heitins skrifara hans er talið með. Með niðurlægingu og fórnum inn í milli. Að ógleymdum þjóðsagnaarfinum Það verður aldrei um of rætt um verk Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssonar við söfnun íslenskra þjóðsagna. Einn merkasti þjóðsagnafræð- ingur Evrópu á síðustu öld, írski fræðimaðurinn Séamus Ó Duilearga, hefur látið þau ummæli falla að þjóð- sögur Jóns Árnasonar væri þjóð- sagnasafn sem ætti engan sinn líka í víðri veröld. Það er sárt að vita að handritið að útgáfunni frá 1862-64 skuli enn vera vistað í safni í Munchen, innan gagna sem það á ekki að vera. Þar er arfur sem þarf að endurheimta. Á merkum tímamótum Það er svo, að á merkum tímamót- um í sögu þjóðarinnar hafa ráða- menn ákveðið að byggja hús. Alþing- ishúsið er byggt til að minnast 1000 ára byggðar. Alþingishúsið hýsti söfn í byrjun. Safnahúsið við Hverfisgötu er byggt í minningu heimastjórnar. Hús Þjóðminjasafnsins er byggt í minningu stofnunar lýðveldis. Hús Landsbókasafns – Háskólabókasafns er byggt í minningu 1100 ára byggð- ar í landinu. 100 ára fullveldis var minnst með því að kaupa hafrann- sóknaskip og veghefil. Hvað skal gera milli tímamóta? Er þá rétt að flytja Hæstarétt úr sínu sérhannaða húsi, í Safnahúsið? Slíkt er hranalegra en biskupsverk Finns í Skálholti. Í sókn með miðlun og rannsókn á menningararfi. Þegar ekki eru tímamót eru störf í menningarmálum unnin í kyrrþey, eins og biskupsverk Finns í Skál- holti. Störf að menningarmálum er mikil helgun. Helgun má aldrei smána og vanvirða. Blekbóndinn, sem hér höndlar stafi, hefur oft horft til Parísar og François Mitterrand, Frakklands- forseta. Forsetinn taldi að Frakk- land yrði að vinna sigra í menningar- málum. Forsetinn hóf „mikla verkefnið“ (Grand Travaux). Meðal annars með Bastille Ópera og „Mu- sée d’Orsay“, sem fær 28.000 gesti á dag í miðjum heimsfaraldri. Safnið er musteri nútímalistar í Frakklandi. Og Íslendingar geta hæglega mannað Bastillu óperuna með tón- listarfólki, söngvurum og hljóðfæra- leikurum. Þegar losnar um Landsbankann í Austurstræti er ekkert hús betur fallið til að hýsa frumherja íslenskrar myndlistar. Húsið er jafn gamalt verkum frumherjanna og hefur orðið eldi að bráð á ævi sinni, eins og söfn- un Árna heitins í Köpinhafn. Hvað á að gera þegar Listasafni Íslands berast 1.600 málverk eftir frumherja og sporgöngumenn þeirra? Sporgöngumennirnir stand- ast vel samanburð við samtíðamenn sína í Evrópu og Bandaríkjunum. Það á að sýna verkin. Það á auðvitað að hefja sókn og láta þjóðina og gestina vita hvers við höfum verið megnug. Áður var það sagt um bændur að þær sæju enga fegurð í fjöllum. Fjöllin væru farartálmi en nú er ekki lengur talið fánýtt í sveitum að njóta þess sem fallegt er og skemmtilegt. Sjálfsmynd þjóðar Í París er stöðug sókn í menning- armálum. Menningarmál eru ekki átaksverkefni. Menning snýst um sjálfsmynd þjóðar. Arfurinn segir hvaðan við komum og á hverju við byggjum. Svo hönnum við og sköpum fyrir landann í dag. Með því bætist við sjálfsmyndina. Sennilega hefur tónlistar- og ráð- stefnuhúsið Harpa haldið lífi og von í þjóðinni þegar undið var ofan af glæpavæðingu bankakerfisins fyrir áratug. Ferðaþjónustan hefur ekki alveg kveikt á því að Ísland er menning- arþjóð. Ekki aðeins náttúruþjóð. Sennilega er Háskóli Íslands merkur skóli vegna rannsókna á menningararfinum. Og vegna rann- sókna í líf- og læknavísindum. Rann- sókn á menningararfi er rannsókn á sjálfsmynd. Víða vel að verki staðið Víða um land er vel að verki staðið í menningarmálum. Margar menn- ingarstofnanir eiga sér bakhjarla, sem gera þeim kleift að sinna hlut- verki sínu. Bakhjarlinn er oftar en ekki sveitarfélögin, sem þó hafa ekki menningu sem lögbundið verkefni. Það er lélegt sveitarfélag, sem getur ekki státað af safni og sundlaug. Jafnvel sundlaug er menning. Flest sveitarfélög á Íslandi taka París fram í sundlaugarmenningu. Safnaheimurinn Safnaheimurinn á Íslandi er á margan hátt miðstöð menningararfs á Íslandi. Innan íslenskra safna eru miklir hæfileikar og þekking til að gera vel, þótt búið sé við þröngan kost. Því miður er það svo að einka- geirinn gerir ekki mikið fyrir safna- heiminn eða menningararfinn. Ís- lenskt atvinnulíf verður stórum snauðara ef þar er ekki hugað að menningarmálum. Safnamál og menningarmál eiga ekki að vera átaksverkefni. Þau verðskulda það að vera stöðugt við- fangsefni í viðhaldi sjálfsmyndar þjóðar. Menningin er frelsari þjóð- ar. Það frelsi verður ekki skert með hlutfallslegum niðurskurði. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Þegar ekki eru tíma- mót eru störf í menningarmálum unnin í kyrrþey, eins og bisk- upsverk Finns í Skál- holti. Störf að menning- armálum er mikil helgun. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Sókn í menningu Þrjár menningarhallir Harpa, Landsbankinn, Safnahúsið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.