Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 26

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 >;(//24)3;( She Believes Cup Bandaríkin – Ísland................................. 5:0 Catarina Macário 37., 45., Mallory Pugh 60., 75., Kristen Mewis 88. Tékkland – Nýja-Sjáland ........................ 0:0 Lokastaðan: Bandaríkin 3 2 1 0 10:0 7 Ísland 3 2 0 1 3:6 6 Tékkland 3 0 2 1 1:2 2 Nýja-Sjáland 3 0 1 2 0:6 1 Lengjubikar karla A-deild, riðill 1: Valur – Víkingur R................................... 1:3 Staðan: Víkingur R. 3 3 0 0 10:2 9 Valur 4 2 1 1 10:4 7 ÍBV 2 1 1 0 3:2 4 Grótta 2 0 1 1 2:5 1 Þróttur V. 3 0 1 2 2:11 1 HK 2 0 0 2 2:5 0 A-deild, riðill 3: Leiknir R. – Kórdrengir .......................... 4:2 Staðan: Leiknir R. 3 2 1 0 9:6 7 KR 2 2 0 0 11:1 6 Kórdrengir 3 1 1 1 5:5 4 Vestri 2 0 1 1 3:8 1 Afturelding 2 0 1 1 1:6 1 Keflavík 2 0 0 2 2:5 0 A-deild, riðill 4: Fylkir – Selfoss......................................... 4:0 Staðan: Fylkir 3 2 1 0 7:1 7 Fram 2 1 1 0 7:3 4 FH 2 1 1 0 3:1 4 KA 2 1 1 0 3:1 4 Grindavík 2 0 0 2 0:4 0 Selfoss 3 0 0 3 2:12 0 England Arsenal – Wolves...................................... 2:1 Staða efstu liða: Manch. City 26 20 3 3 63:17 63 Liverpool 26 18 6 2 70:20 60 Chelsea 25 14 8 3 49:18 50 Manch. Utd 26 13 7 6 44:34 46 Arsenal 24 14 3 7 38:27 45 West Ham 26 12 6 8 45:34 42 Wolves 25 12 4 9 24:20 40 Evrópudeild karla 24-liða úrslit, seinni leikir: Olympiacos – Atalanta ................... 0:3 (1:5) - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahóp Olympiacos. Dinamo Zagreb – Sevilla................. 1:0 (2:3) Lazio – Porto .................................... 2:2 (3:4) Real Sociedad – RB Leipzig ........... 1:3 (3:5) Napoli – Barcelona .......................... 2:4 (3:5) Rangers – Dortmund....................... 2:2 (6:4) Real Betis – Zenit Pétursborg........ 0:0 (3:2) Braga – Sheriff................................. 2:0 (2:2) _ Braga vann í vítakeppni, 3:2. Sambandsdeild karla 24-liða úrslit, seinni leikir: Bodö/Glimt – Celtic ........................ 2:0 (5:1) - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. PAOK – Midtjylland ....................... 2:1 (2:2) _ PAOK vann í vítakeppni, 5:3. - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. - Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjyll- and. Macc.Tel Aviv – PSV Eindhoven ... 1:1 (1:2) Partizan Belgrad – Sparta Prag..... 2:1 (3:1) Qarabag – Marseille ........................ 0:3 (1:6) Randers – Leicester ........................ 1:3 (2:7) Slavia Prag – Fenerbahce............... 3:2 (6:4) Vitesse – Rapid Vín ......................... 2:0 (3:2) Katar Al-Arabi – Al Khor .................................. 1:1 - Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Undankeppni HM karla H-riðill: Rússland – Holland .............................. 80:69 Ísland – Ítalía ........................ (2xfrl.)107:105 Staðan: Rússland 3 3 0 261:212 6 Ísland 3 2 1 251:271 4 Ítalía 3 1 2 258:272 2 Holland 3 0 3 219:234 0 _ Ítalía og Ísland mætast á sunnudag og einnig Holland og Rússland. >73G,&:=/D HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Haukar U................ 19.30 Dalhús: Fjölnir – Vængir Júpíters ..... 20.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir/Fylkir – Fram U........ 18.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Haukar ... 19.15 Álftanes: Álftanes – ÍA ........................ 19.15 Hveragerði: Hamar – Höttur.............. 19.15 Flúðir: Hrunamenn – Fjölnir .............. 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Kórinn: HK – Þróttur V............................ 19 Skessan: FH – Grindavík ......................... 19 Egilshöll: Fjölnir – Stjarnan .................... 20 Í KVÖLD! Á ÁSVÖLLUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland vann yfirgengilega sætan sigur á Ítölum í undankeppni HM karla í körfuknattleik í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær, 107:105. Ef mið er tekið af því að Ítalía hafnaði í 5. sæti á Ólympíu- leikunum í fyrra þá er augljóslega um einn stærsta sigur í sögu körfu- boltalandsliðsins að ræða. Þótt marga leikmenn vanti í ítalska liðið þá sýndu Ítalirnir í þriðja og fjórða leikhluta að í liðinu eru nokkrir frá- bærir leikmenn. Fyrsti A-landsleikur karla í Ólafs- sal reyndist þvílíkur maraþonleikur. Ekki tókst að knýja fram úrslit eftir venjulegan leiktíma og ekki heldur eftir framlengingu. Spennan hélt áfram í annarri framlengingu þótt Ísland næði þar sex stiga forskoti. Þar tókst Íslandi að kreista fram sérlega sætan sigur gegn sterkum andstæðingi eftir alls kyns tauga- spennu og mistök. Fyrir vikið er Ísland með tvo sigra eftir fyrstu þrjá leikina í riðl- inum. Nokkuð sem fáir áttu líklega von á þar sem allar þrjár þjóðirnar í riðlinum eru hærra skrifaðar en Ís- land miðað við árangurinn allra síð- ustu árin. Um leið eru úrslitin vís- bending um styrk íslenska landsliðsins þegar sterkustu at- vinnumenn okkar geta verið með. Skoraði 34 stig Frammistaða Tryggva Snæs Hlinasonar gegn þessu sterka ítalska liði hlýtur að vera með þeim betri sem íslenskur leikmaður hefur sýnt í körfuboltalandsleik. Alla vega í mikilvægum mótsleik. Tryggvi sýndi svo gott sem allar þær hliðar sem maður óskar sér að sjá hjá hon- um í landsleikjum og gott betur en það í þetta skiptið. Tróð ítrekað, varði sjö skot, skoraði 34 stig og tók 21 frákast. Tryggvi var drjúgur svo gott sem allan leikinn. Hann kveikti í áhorf- endum snemma leiks með troðslu þar sem hann tók um leið sókn- arfrákast. Hann kom oft til skjal- anna á mikilvægum augnablikum, til dæmis undir lok venjulegs leiktíma þegar hann fór út á völl og varði þriggja stiga tilraun frá Nico Mann- ion. Einnig voru nokkur atvik í fram- lengingunum þar sem Tryggvi skor- aði mikilvægar körfur eða tók mikilvæg fráköst. Annað sem er mjög athyglisvert er hversu rólegur Tryggvi er og yfirvegaður. Í gær var oft tekið hart á honum og hann var í barningi við menn sem einnig eru miklir að burðum. Sveitamaðurinn glotti bara. Hann veit sem er að ekki er ástæða til að stressa sig um of yfir þessu öllu saman. Heldur Elvar dansnámskeið? Margir fleiri áttu þátt í sigrinum eins og gefur að skilja. Elvar Már Friðriksson sýndi hversu hættu- legur sóknarmaður hann er orðinn á alþjóðamælikvarða. Ég reikna fast- lega með því að Elvar verði með dansnámskeið í Reykjanesbæ í sum- arfríinu þar sem hann útskýrir þessi tignarlegu dansspor sem hann tekur á körfuboltavellinum innan um menn sem eru nánast hálfum metra hærri. Jón Axel Guðmundsson var góður þegar spennan var mest. Það virðist vera einkennandi fyrir Jón að hann er sterkur á taugum og missir aldrei kjartinn. Vinnusemi Ægir Þórs Steinarssonar var á sínum stað og Pavel Ermolinskij reyndist mjög mikilvægur. Í vikunni leyfði ég mér að kalla hann gamlan ref og það sást berlega í gær en Pavel skilaði mjög eigingjörnu hlutverki. Martin Hermannsson var sterkur þegar Íslandi tókst að halda for- skotinu í síðari hálfleik. Hann skor- aði góðar körfur og gaf góðar stoð- sendingar á Tryggva. En Martin gerði einnig óvenjumörg mistök í leiknum enda með mjög góða varn- armenn á sér. Það undirstrikar að Ísland getur unnið erfiða leiki þótt Martin eigi ekki stjörnuleik. Stórbrotin frammistaða Tryggva - Kom sá og sigraði í mögnuðum sigri á Ítölum eftir maraþonleik á Ásvöllum Stjörnuleikur Leikmenn íslenska liðs- ins fagna Tryggva Snæ Hlinasyni eftir frækinn sigur gegn Ítalíu en Tryggvi átti sannkallaðan stórleik í Ólafssal í gær, skoraði 34 stig og tók 21 frákast. Sjálfsmark réð úrslitum þegar Ars- enal vann ótrúlegan 2:1-sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Hee-Chan Hwang kom Wolves yfir á 10. mínútu áður en Nicolas Pepé jafnaði metin fyrir Arsenal á 82. mínútu. Jose Sá, markvörður Wolves, varði svo bolt- ann í eigið net í uppbótartíma og Arsenal fagnaði sigri. Arsenal er með 43 stig í fimmta sætinu, þrem- ur stigum minna en Manchester United, en Arsenal á tvo leiki til góða á United. Sigurmark í uppbótartíma AFP Gleði Alexandre Lacazette og Nicol- as Pépé fagna sigurmarki Arsenal. Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í Bodö/Glimt eru komnir áfram í 16- liða úrslit Sambandsdeildar UEFA í knattspyrnu eftir 2:0-sigur gegn Celtic í síðari leik liðanna í Noregi í gær. Alfons lék allan leikinn með Noregsmeisturunum sem unnu ein- vígið sannfærandi, 5:1. Þá eru Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans í PAOK einnig komnir áfram eftir sigur í vítakeppni gegn Íslend- ingaliði Midtjylland í Grikklandi en Sverrir Ingi lék allan leikinn með PAOK, líkt og Elías Rafn Ólafsson gerði með Midtjylland. Tvö Íslendingalið komust áfram Ljósmynd/Bodö/Glimt Sigur Alfons Sampsted fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu hefur ekki tapað með meiri mun í tuttugu ár en í Frisco í Texas í fyrrinótt þegar það steinlá gegn heimsmeistaraliði Bandaríkjanna, 5:0, í úrslitaleik alþjóðlega mótsins She Believes Cup. Ísland tapaði 6:0 fyrir Svíþjóð árið 2002 en hefur þrívegis áður tapað með fimm marka mun eftir það, 7:2 gegn Noregi árið 2004, 6:1 gegn Sví- þjóð árið 2013 og 5:0 gegn Þýska- landi árið 2014. Um leið var sex leikja sigurganga íslenska liðsins stöðvuð auk þess sem liðið hafði fengið samtals fimm mörk á sig í síðustu níu leikjum, eða jafnmörg og á 90 mínútum í Frisco. _ Hallbera Guðný Gísladóttir lék sinn 125. landsleik og er nú ein í þriðja sæti yfir þær leikjahæstu frá upphafi. _ Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék sinn 60. landsleik og Sandra Sig- urðardóttir sinn 40. landsleik. _ Þetta var 14. sigur Bandaríkj- anna í 16 landsleikjum gegn Íslandi en tvisvar hafa þjóðirnar gert jafn- tefli. _ Dagný Brynjarsdóttir var í leikslok tilnefnd sem ein af fjórum bestu leikmönnum mótsins. Cat- arina Macário, Bandaríkjunum, var valin leikmaður mótsins. _ Næstu leikir Íslands eru í Hvíta-Rússlandi 7. apríl og í Tékk- landi 12. apríl, í undankeppni HM. Tuttugu ár liðin frá stærra tapi - Bandaríkin unnu úrslitaleikinn 5:0 AFP Frisco Sandra Sigurðardóttir ver skot frá Kristie Mewis og Guðrún Arn- ardóttir er einnig til varnar í viðureign þjóðanna í fyrrinótt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.