Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 24

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú þarft að tala þínu máli og veist að enginn getur gert það fyrir þig. Batnandi fólki er best að lifa. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er mikil spenna í gangi milli þín og kunningja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. Gakktu úr skugga um að allir hafi lesið smáa letrið þegar skrifað er undir pappíra. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Láttu þig dreyma í dag. Sumir draumar rætast nefnilega. Veðrið setur strik í reikninginn hjá þér. Þú færð óvænta heimsókn. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Á degi sem þessum er gott að staldra við og líta fram á veginn. Hafðu í huga að það er erfitt að heyra sannleikann en betra er að hreinsa loftið. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þér finnst öll spjót standa á þér. Sú tilfinning hverfur þó fljótt. Komdu mak- anum á óvart á einhvern hátt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Forvitni þín um mannlegt eðli hefur alltaf fylgt þér. Þig langar að mennta þig meira. Skoðaðu alla möguleika. 23. sept. - 22. okt. k Vog Sýndu skilning á mistökum annarra. Þú ferð til útlanda fljótlega og óvænt. Það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum svo vel fari. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þér finnst mikið hvíla á þér og þú hefur áhyggjur af fjárhagnum. Einhver sviptir hulunni af gömlu leyndarmáli og kemur það mörgum í vandræði. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú átt skemmtilega tíma í vændum. Félagslífið er fjörugt en farðu samt varlega. Láttu þig fljóta með straumnum um tíma. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ákveddu að hætta því sem skaðar heilsu þína. Verkefnin klárast á ell- eftu stundu hjá þér. Þú lendir óvænt í sviðsljósinu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Taktu þig nú til og skoðaðu í hvaða ástandi þú ert andlega sem líkam- lega og ekki líta undan. Þú getur alveg snú- ið við á þeirri leið sem þú ert komin/n á. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Haltu þig í mátulegri fjarlægð frá neikvæðu fólki. Þú ert eitthvað utan við þig en það verður ekki lengi. Þér vefst ekki oft tunga um tönn, en það gæti gerst í dag. „Árið 1970 var ég með vikulega síðu fyrir ungt fólk í dagblaðinu Tímanum og um svipað leyti varð ég einn af stofnendum tímarits kennari í Breiðagerðisskóla, haust- ið 1965 og síðan hefur hann kennt myndmennt við ýmsa skóla og námsflokka. Þ orsteinn Eggertsson fæddist 25. febrúar 1942 á Túngötu 10 í Keflavík í heimahúsi afa hans og ömmu. Hann ólst upp í Garðinum frá tveggja ára aldri og fram yfir fermingu en flutti þá aftur til Keflavíkur. „Ég var í sveit í Laxárdal í Dalasýslu sumarið sem ég fermdist.“ Eftir grunnskóla í Garðinum og Keflavík lauk Þorsteinn landsprófi frá Héraðsskólanum að Laugar- vatni 1958. „Ég stundaði ekki mikið skólanám eftir það.“ Þorsteinn fór að vinna sem skiltamálari á Keflavíkurflugvelli 1960 og vann söngvarakeppni K.K.-sextettsins sama ár. Í kjöl- farið var hann ráðinn söngvari þeirrar hljómsveitar. „Ári seinna stofnaði ég ásamt nokkrum kunningjum hljómsveitina Beat- niks í Keflavík. Þar spiluðum við reglulega á veitingastaðnum Vík og við komum fram í ameríska sjónvarpinu á Vellinum. Sumarið 1963 fór Þorsteinn til Danmerkur og var þar í tvö ár. „Þar heyrði ég fyrst um The Beat- les og upplifði svokallað bítlaæði. Í Danmörku fór ég m.a. að skrifa greinar fyrir Alþýðublaðið og tók viðtöl við bæði The Beatles 1964 og The Rolling Stones 1965. Í Danmörku fór ég líka að syngja sem skemmtikraftur á vegum Skandinavisk Musik Buro. Ég söng í Kaupmannahöfn, Sjálandi og nágrenni, m.a. í Hróarskeldu.“ Þegar Þorsteinn kom heim til Íslands, sumarið 1965, fór hann að vinna sem teiknari á auglýsinga- stofu og varð blaðamaður á ung- lingatímaritunum Húrra sem Haukur Morthens ritstýrði og Póstinum sem Ólafur Gaukur rit- stýrði. Þá fór hann líka að semja söngtexta fyrir hljómsveitir. Síðan þá hafa um 700 textar eftir Þor- stein verið hljóðritaðir af hinum og þessum söngvurum og hljóm- sveitum. Árið 1968 var Þorsteinn kosinn textahöfundur ársins af Morgunblaðinu. Þorsteinn gerðist myndmennta- sem ég gaf nafnið Samúel. Ég hef einnig leikið, sett upp leikrit og næturklúbbasýningar, verið með útvarpsþætti á RÚV og Aðalstöð- inni og ég stjórnaði þáttaseríunni Bítlar og blómabörn fyrir Stöð 2 árið 1987.“ Árið 1991 kom út skáldsagan The Paper King’s Subjects eftir Þorstein í London. Árin 1995-1996 bjó Þorsteinn ásamt Jóhönnu Fjólu í Dublin. „Þar var hún við framhaldsnám en ég var fréttaritari fyrir útvarps- stöðina Bylgjuna. Árið 1999 var mér boðið að sýna skopmyndir á alþjóðlegri listahátíð skopteiknara í Ankara, Tyrklandi, og ári síðar sýndi ég aftur skopteikningar og þá einnig eftir níu aðra íslenska teiknara. Það ár opnuðum við Jóhanna Fjóla formlega alþjóðlega listahátíð skopteiknara þar í borg.“ Þorsteinn og Jóhanna Fjóla gáfu út hljómplötu með 12 lögum og textum eftir þau árið 2019. „Vil- Þorsteinn Eggertsson, rithöfundur og söngtextahöfundur – 80 ára Morgunblaðið/Frikki Afmælisbarnið Þorsteinn hefur stundað myndmenntakennslu frá því á sjöunda áratugnum. Tók viðtöl við Bítlana og Stones Hjónin Jóhanna Fjóla og Þorsteinn í Ankara í Tyrklandi árið 2000. Tónleikar Þorsteinn, Helena Eyjólfs og Jóhanna Fjóla í Salnum 2015. Snæbjörn Gíslason varð 104 ára 22. febrúar síðastlið- inn. Hann er elstur núlifandi karlmanna á Íslandi. Snæbjörn er fæddur á Litla-Lambhaga í Skilmanna- hreppi 22. febrúar 1918, sonur Gísla Gíslasonar, bónda og kennara, og Þóru Sigurðardóttur. Hann átti sjö systkini sem sum náðu háum aldri. Kristín systir hans náði 100 ára aldri, Elísa varð 96 ára og Þórður 97 ára. Snæbjörn giftist ekki og á ekki börn, en systk- inabörn hans fylgjast með honum. Snæbjörn starfaði við byggingarvinnu en var lengst af í fiskvinnslu hjá HB&Co. Síðastliðin átta ár hefur Snæbjörn búið á Hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa lifað jafnmarga stórviðburði á ævi sinni. Snæbjörn er fæddur frostaveturinn mikla, nokkrum mánuðum áður en Ísland fékk fullveldi. Hann hefur lifað tvær heimsstyrjaldir svo ekki sé talað um allar þær miklu breytingar á lifnaðarháttum Íslendinga á þessum 104 árum. Snæbjörn fagnaði deginum með afmælisköku og kaffi á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þar sem hann býr. Árnað heilla 104 ára Bræður Þórður (t.v.) og Snæbjörn Gíslasynir að undirbúa síldarsöltun árið 1965. 104 ára Snæbjörn á afmæl- isdeginum 22.2.2022. Ljósmynd/Haraldarhús lokadagur, 25 . febrúar! Hlustaðu til að vinn a! Ef þú heyr ir í K100 þotun ni þá hringir þú í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.