Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 32
FULLKOMIN
ÞÆGINDI
FALLEG
HÖNNUN OG
ÞÆGINDI
PANDORA
HÆGINDASTÓLAR
HLEÐSLUSTÓLLMEÐ 3 MÓTORUM
STILLANLEG HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
– EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI
ZERO
GRAVITY
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Þorsteinn Eggertsson,
einn ástsælasti og af-
kastamesti textasmiður
íslenskrar dæg-
urtónlistar, fagnar
áttræðisafmæli í dag og
verður því fagnað með
tónleikum í Salnum í
Kópavogi. Á þeim verða
vinsælustu lög við texta
hans flutt og mun Þor-
steinn sjálfur segja sög-
urnar á bak við texta sína
og rifja upp gamla tíma.
Af lögum sem flutt verða
má nefna „Ljúfa líf“,
„Glugginn“, „Ég elska alla“, „Heim í Búðardal“ og
„Fjólublátt ljós við barinn“. Söngvararnir Matti Matt og
Heiða Ólafs flytja lögin með hljómsveit sem skipuð er
Helga Reyni Jónssyni, Vigni Þór Stefánssyni, Birgi
Kárasyni og Ingólfi Sigurðssyni.
Áttræðisafmæli Þorsteins fagnað
með tónleikum í Salnum
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Ísland vann yfirgengilega sætan sigur á Ítölum í und-
ankeppni HM karla í körfuknattleik í Ólafssal á Ásvöllum
í Hafnarfirði í gær, 107:105, eftir tvíframlengdan leik. Ís-
land er nú í öðru sæti H-riðils með 4 stig eftir fyrstu þrjá
leiki sína, tveimur stigum minna en Rússland. »26-27
Lygilegur sigur Íslands gegn Ítalíu
ÍÞRÓTTIR MENNING
mælikvarða sem búa hérna svo það
hefur reynst lítið mál að rigga upp
svona hátíð með stuttum fyrirvara á
síðustu árum.
Haldið verður sérstakt pubquiz
með hörmungarþema. „Síðan verður
viðburður þar sem fólk fær tækifæri
til þess að lesa vandræðalegar
færslur úr dagbókum frá unglings-
árunum. Svo erum við með pöbba-
rölt, þar geta menn drekkt sorgum
sínum.“ Þrátt fyrir að Hólmavík sé
ekki stór bær er þar að finna fjóra
bari á litlu svæði. „Pöbbaröltið er
ákveðinn hápunktur í þessari dag-
skrá,“ segir Jón.
„Svo er ljósmyndaleikur í gangi
þar sem allir reyna að vera áhrifa-
valdar eina helgi og það er svona
hálfhörmulegt líka.“ Þá verður einn-
ig uppistand á dagskrá. „Svavar
Knútur kemur og Andri Ívars, uppi-
standari og gítarleikari. En annars
eru þetta heimagerð skemmtiatriði
að mestu leyti.“
Allt í lagi þótt allt mistakist
Þátttakan hefur verið góð undan-
farin ár en núna eru komin upp
mörg Covid-smit á Hólmavík og ekki
enn vitað hvaða áhrif það muni hafa
á mætinguna.
Allsherjarafléttingar eru boðaðar
um helgina og segir Jón það nokkuð
viðeigandi. „Fyrsta Covid-smitið á
Íslandi varð einmitt þegar Hörm-
ungardagar voru haldnir fyrir
tveimur árum svo við römmum þetta
svona inn.“
Jón hefur ekki miklar áhyggjur af
því að eitthvað fari úrskeiðis vegna
manneklu eða annars. „Þetta er eina
hátíðin þar sem það skiptir engu
máli þótt allt mistakist, þó að það
falli niður viðburðir og svoleiðis, það
er bara í anda hátíðarinnar.“
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Strandamenn kunna að gera sér
dagamun og fagna þeir meira að
segja öllu því hörmulega sem getur
bjátað á. Hátíðin Hörmungardagar á
Hólmavík, sem hefst í dag og stend-
ur fram á sunnudag, er nefnilega há-
tíð „alls þess ömurlega, ómögulega,
neikvæða og niðurdrepandi í heim-
inum á versta tíma ársins, í dimmum
og köldum febrúar“. Þetta verður í
fimmta sinn sem hátíðin er haldin á
Hólmavík og í nágrenni.
Stjórn lista- og menningarfélags-
ins Arnkötlu, sem nær yfir Strandir
allar og Reykhólahrepp, er for-
sprakki hátíðarinnar. Félagið hefur
staðið á bak við ýmsa viðburði og
útilistaverk sem sett hafa verið upp
á svæðinu á síðustu árum.
„Þetta er alveg úthugsað sko. Við
erum með Hamingjudaga á sumrin,
það er bæjarhátíðin á Hólmavík, og
þetta er hugsað sem smá mótvægi
við það,“ segir Jón Jónsson, einn
stjórnarmeðlimanna.
Takast á við erfiðu málefnin
„Það er svo margt bæði í menn-
ingunni og listalífinu sem snýr að
erfiðum málefnum sem þarf að ræða
um. Við erum búin að vera með alls
konar skemmtilega viðburði í gegn-
um árin, eins og sjálfsvorkunnar-
námskeið og fyrirlestra um þung-
lyndi og kulnun. Alls konar fróðlegt í
bland við skemmtiatriði.“
Dagskráin verður fjölbreytt að
vanda. „Við verðum með alls konar
smáviðburði sem við röðum saman í
dagskrá.“ Hin ýmsu fyrirtæki, stofn-
anir og fólk af svæðinu hafa tekið
höndum saman og hvert um sig
nálgast þetta efni, hörmungarnar og
erfiðu málin, á ólíka vegu og skipu-
lagt hina ýmsu viðburði.
„Galdrasýningin og Sauðfjár-
safnið eru með okkur í liði sem og
menningarfélög og stofnanir á
staðnum. Þau gera þetta eiginlega
mögulegt með því að skipuleggja
hvert sinn viðburð. Það eru mjög
margir viðburðastjórar á lands-
Fagna öllu því nei-
kvæða og ömurlega
- Hörmungardagar haldnir hátíðlegir í fimmta sinn
Dapurlegt Hjónin Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson, sem eru félagar í
Leikfélagi Hólmavíkur, á sviði á einni af Hörmungarhátíðum fyrri ára.