Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
✝
Margrét Eggrún
Arnórsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. mars 1948. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 7.
febrúar 2022.
Foreldrar Mar-
grétar voru hjónin
Arnór S. Gíslason
skipstjóri, f. 1911, d.
1992 og Petra Ás-
mundsdóttir hús-
móðir, f. 1912, d. 1996.
Systir Margrétar er Emma,
f. 1951, giftist Kjartani Aðal-
steinssyni, f. 1951, d. 1991, þau
eiga þrjú börn, Davíð Örn,
Petru Björgu og Bjarna Þór og
tvö barnabörn.
Margrét giftist Árna Gunn-
arssyni, þau skildu.
Sonur Margrétar er Arnór
S. Árnason verkfræðingur, f.
18. desember 1968, kvæntur
Mörtu Maríu Skúladóttur
tæknifræðingi, f. 12. maí 1968.
Börn þeirra eru Margrét Lauf-
ey, f. 2006 og Skúli Snær, f.
2011.
Tímaskráningarkerfi. Árið
1987 hannaði hún og stýrði
smíði á fyrsta íslenska
fjarkennsluforritinu, „Að nota
skjá og lyklaborð“. Árið 2003
færði hún sig um set yfir til
Ríkisendurskoðunar og lauk
starfsferli sínum sem sérfræð-
ingur á stjórnsýslusviði. Auk
þess starfaði hún sem stunda-
kennari við Háskóla Íslands og
í Verslunarskóla Íslands við
forritunarkennslu.
Margrét gekk til liðs við
Soroptimistaklúbb Mosfells-
sveitar árið 1985. Hún vann
mikið og óeigingjarnt starf,
eignaðist góðar systur og vin-
konur innan klúbbsins í Mos-
fellssveit, í Landssambandinu
og Evrópusambandinu. Hún
gegndi störfum ritara, gjald-
kera og varaformanns Lands-
sambandsins, sat fjölda þinga
hér heima og erlendis. Einnig
var hún formaður fjárhags-
nefndar Evrópusambands So-
roptimista til fjögurra ára.
Margrét var búsett bæði í Mos-
fellsbæ og Reykjavík eftir að
hún flutti aftur til Íslands.
Seinustu fimmtán árin var
Margrét búsett á Strikinu í
Garðabæ. .
Útför Margrétar Eggrúnar
fer fram frá Vídalínskirkju í
dag, 25. febrúar 2022, kl. 13.
Þær systur
Margrét og
Emma ólust upp í
vesturbæ Reykja-
víkur. Eftir hefð-
bundna grunn-
skólagöngu í
Melaskóla og
Hagaskóla lauk
Margrét stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum
í Reykjavík. Hún
fluttist til Stokkhólms og lauk
prófi í viðskiptafræði auk við-
bótarnáms í forritun og kerf-
isfræði frá Stokkholms Uni-
versitet 1976. Hún lauk einnig
diplóma í opinberri stjórnsýslu
frá Háskóla Íslands 2009.
Stærstan hluta starfsævinnar
starfaði hún hjá SKÝRR, sem
yfirkerfisfræðingur og sem að-
stoðarframkvæmdastjóri hug-
búnaðarsviðs SKÝRR sem þá
var meðal stærstu hugbún-
aðardeilda landsins. Hugbún-
aðarverkefni sem hún leiddi
voru m.a. Tollakerfi, Veftoll-
afgreiðsla, Ökutækjaskrá og
Elsku tengdamamma, þú tókst
mér fagnandi strax frá okkar
fyrstu kynnum. Ég var þó örlítið
áhyggjufull þar sem ég var farin
rugla saman reytum við einka-
barnið þitt. En móttökurnar sem
ég fékk voru yndislegar, ég upp-
lifði strax að hjá þér fengi ég allt-
af skjól, hvatningu og kærleika.
Stuttu eftir að frumburður
okkar Arnórs, nafna þín, fæddist
fluttir þú í Garðabæinn. Mikið
sem við fjölskyldan vorum þakk-
lát fyrir að hafa þig í næstu götu.
Varla var hægt að hugsa sér að
hafa það betra. Fyrstu ár barna-
barnanna þinna var ávallt einn
dagur í viku helgaður ömmu
Margréti þar sem þið áttuð ykkar
dýrmætu stundir. Ekki var svo
verra að geta labbað heim til þín í
næsta hús í ömmuknús, því þitt
heimili var fullkomið stopp á leið
heim úr skólanum. Að ég tali nú
ekki um hversu frábært var að
eiga þig að til að sækja og send-
ast með krakkana, alltaf var tími
fyrir augasteinana þína, Mar-
gréti Laufeyju og Skúla Snæ.
Margrét Laufey var varla far-
in að ganga þegar þú dreifst okk-
ur með í ævintýraskíðaferð norð-
ur á Akureyri og varð það að
föstum punkti í tilveru fjölskyld-
unnar að við færum öll fimm sam-
an árlega í vetrarfrí norður. Allt-
af varstu til í að koma með okkur
í ferðalög, allt frá stuttum dags-
ferðum yfir í stærri ævintýra-
ferðir eins og að eldgosum, í sum-
arbústaði hér og þar um landið og
í skemmtilega leiðangra til út-
landa. Krakkarnir elskuðu að fá
að hafa þig með í ferðalögin og
minningarnar eru okkur dýr-
mætar og hjálpa til með að halda
minningu þinni á lofti. Ferðalagið
frábæra til Tenerife þegar við
fimm fögnuðum árunum þínum
sjötíu á hæsta fjalli eyjunnar, þar
varstu svo sannarlega á toppi til-
verunnar með okkur þér við hlið.
Það var því mikið áfall í haust
þegar þú veiktist mikið og
skyndilega. Við héldum fast í
vonina um að þú mundir vakna
aftur, frábært starfsfólk gjör-
gæsludeildar og heila- og tauga-
deildar Landspítalans gerðu allt
sem þau gátu til að hjálpa þér, en
á milli óveðurslægða nú í byrjun
febrúar kom kallið.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Góða ferð í sumarlandið þar
sem þín bíða endalausir sólríkir
golfhringir.
Takk fyrir allt, guð geymi þig,
elsku tengdamamma.
Marta María.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Margrét, mikið erum við
þakklátar fyrir að hafa fengið að
kalla þig móðursystur, frænku og
ömmu Margréti. Þú varst einstök
manneskja og alltaf til staðar fyr-
ir okkur. Hugurinn er fullur af
minningum sem við sköpuðum
saman og þær munu lifa áfram
með okkur. Hvort sem það voru
skíðaferðir, gönguferðir, sund-
ferðir, bíltúrar, afmælisveislur,
laufabrauðsgerð, jólaboð eða
gamlárskvöld verður það aldrei
eins, það vantar þig, hlutverk þitt
var stórt í litlu fjölskyldunni okk-
ar.
Við mæðgur trúum því að nú
sértu komin í sumarlandið, þar
sem sólin skín og farnir ástvinir
taka á móti þér.
Þegar söknuðurinn ber að dyr-
um hjá okkur þá horfum við til
himins, finnum skærustu stjörn-
una og hugsum til þín.
Hvíl í friði, elsku Margrét
frænka.
Petra Björg
og Emma Ösp.
Í rúm 50 ár hafa fjölskyldur
okkar hjóna og Möggu átt margar
ógleymanlegar gleðistundir sam-
an sem við og börnin okkar þökk-
um fyrir á þessari stundu. Fyrst
ber að nefna skíðaferðirnar í
Skálafelli og gleðina sem þeim
fylgdi. Seinna voru það svo ferð-
irnar með börnunum okkar til
Kanaríeyja og Pensacola í Flo-
rida, ógleymanlegar gleðistundir
allra, þá var ekki verið að fara
langa helgi eða 10 daga ferðir nei
þetta voru þrjár og fjórar vikur.
Einnig fórum við, án þess að hafa
börnin með, í fertugsafmælisferð
til New York. Ekki er hægt að
skilja við upptalninguna án þess
að minnast á allar ferðirnar í
Kerlingafjöll og síðan skíðaferð-
irnar norður til Akureyrar í
fyrstu aðeins okkar fjölskyldur en
svo stækkaði vinahópurinn sem
auk þess að sækja ferðir norður á
skíði sameinaðist á Vínartónleik-
um árvisst og hittust síðan að
þeim loknum og áttum góða
kvöldstund saman. Vínarhópur-
inn fór í ógleymanlega ferð til
Ungverjalands.
Við hjónin og börnin okkar öll
kveðjum með söknuði og þökkum
góðum vini fyrir allar stundirnar
sem við áttum með henni stundir
sem í minningunni eiga eftir að
ylja okkur um ókomin ár. Hugur
okkar er nú sem og síðustu mán-
uði hjá Arnóri og fjölskyldu hans,
Emmu systur Möggu og biðjum
við góðan guð að veita þeim styrk
í missi sínum um leið og við kveðj-
um góðan vin.
Steingerður og
Bjarni Pétur.
Margrét var útivistarkona.
Hún stundaði skíði, golf, göngur
og sund. Við hittumst fyrst á leið í
útilegu í Kerlingarfjöllum fyrstu
helgina í júlí fyrir meira en fjöru-
tíu árum. Þessi ferð var síðan far-
in ár eftir ár. Það var fátt
skemmtilegra en að skíða í sól og
blíðu á miðju sumri. En það var
ekki alltaf blíðviðri í Kerlingar-
fjöllum og að lokum var það veðr-
ið sem batt enda á þessar ferðir.
Allar mínar minningar um
Margréti tengjast gleði, ferðalög-
um, innanlands sem utan, leik-
húsum, tónleikum og síðast en
ekki síst góðum mat. Hún á heið-
urinn af því að vera upphafsmað-
ur að klúbb sem nú hefur starfað í
40 ár og ekkert hefur borið
skugga á nema Covid.
Upphafið var að hún fékk þá
hugmynd að leigja stéttafélags-
íbúð á Akureyri í eina viku og fara
á skíði. Vinir og ættingjar bættust
síðan í hópinn og varð hann fljót-
lega átta hjón. Börn voru ætíð
með og var oft þröng á þingi í litlu
íbúðunum. Á daginn var skíðað og
á kvöldin var borðaður veislumat-
ur og farið í leiki eða spilað. Ef
veðrið kom í veg fyrir að hægt
væri að skíða þá var gert eitthvað
annað skemmtilegt.
Ég var á Akureyri nýlega
ásamt börnum og barnabörnum
og hlustaði á þau rifja upp minn-
ingar sínar frá þessum ferðum.
Þau mundu ekki allt það sama en
voru sammála um að allt var þetta
góðar og skemmtilegar minning-
ar sem þau hefðu ekki viljað
missa af. Hefði Margrét ekki
fengið þessa hugmynd og þessi
hópur ekki myndast þá hefðum
við misst af miklu.
Ég votta ættingjum Margrétar
innilega samúð.
Sigríður Bernhöft.
Í dag er kvödd hinstu kveðju
Margrét Arnórsdóttir, fyrrum
samstarfskona í Ríkisendurskoð-
un, en hún lést 7. febrúar síðast-
liðinn. Margrét starfaði hjá stofn-
uninni í rúm 14 ár og lengst af á
sviði stjórnsýsluendurskoðunar
og vann störf sín öll af fag-
mennsku og vandvirkni. Hún var
góður liðsmaður í ágætum hópi
og mjög vel liðin af starfsfélögum
sínum innan stofnunarinnar. Hún
tók virkan þátt í félagsstarfi inn-
an húss og utan og skilur eftir sig
margar góðar minningar frá
þeirri samveru. Þar eru utan-
landsferðir og árleg golfmót
kannski eftirminnilegust en Mar-
grét var vel liðtækur golfspilari.
Hún lauk sínum góðu störfum í
stofnuninni þegar aldurinn kvað á
um það.
Lífið er fljótt;
líkt er það elding sem glampar um nótt
ljósi, sem tindrar á tárum,
titrar á bárum.
(Matthías Jochumsson)
Samstarfsfólk hjá Ríkisendur-
skoðun vill þakka Margréti fyrir
samveruna og samstarfið þar öll
árin. Við minnumst hennar með
þakklæti, hlýhug og virðingu og
sendum fjölskyldu hennar og vin-
um innilegar samúðarkveðjur.
Sveinn Arason,
fv. ríkisendurskoðandi.
Með söknuði í hjarta kveðjum
við kæra systur Margréti Egg-
rúnu Arnórsdóttur. Margrét
gekk til liðs við Soroptimista-
klúbb Mosfellssveitar 1. janúar
1985. Frá upphafi hefur hún
gegnt mörgum embættisstörfum
fyrir Soroptimistahreyfinguna. Á
aðalfundi í október sl. lauk hún
síðasta embættinu, varafor-
mennsku í Soroptimistaklúbbi
Mosfellssveitar. Margrét var
sannur Soroptimisti sem starfaði
ötullega að málefnum hreyfingar-
innar nánast frá því að hún gerð-
ist Soroptimisti og til dauðadags.
Margrét var hlý og öflug systir
sem gott var að leita til varðandi
leiðsögn og ráð um ýmis málefni
sem snertu klúbbinn eða starfið
innan hreyfingarinnar. Það var
ljúft að ferðast með henni á
Landssambandsfundi á vorin og
haustin. Gleðin og kátínan sem
fylgdu Margréti í bland við störf-
in á fundum eru dýrmætar minn-
ingar sem við erum þakklátar fyr-
ir.
Margrét var traust vinkona og
félagi sem verður sárt saknað.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Um leið og við þökkum Mar-
gréti fyrir hennar óeigingjarna
starf í þágu Soroptimistahreyf-
ingarinnar vottum við fjölskyldu
hennar okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Margrétar
Eggrúnar Arnórsdóttur.
F.h. systra í Soroptimista-
klúbbi Mosfellssveitar,
Guðlaug Ragnarsdóttir
formaður.
Margrét Eggrún
Arnórsdóttir
✝
Haraldur var
fæddur í
Reykjavík 12. apríl
1972. Hann lést af
slysförum 10. febr-
úar 2022. For-
eldrar hans voru
Uni Guðmundur
Hjálmarsson, f.
1926, d. 2004,
bankamaður og
Selma Ágústs-
dóttir, f. 1928, hús-
móðir. Haraldur var yngstur af
sjö systkinum.
Haraldur var menntaður við-
skiptafræðingur frá Háskól-
anum í Reykjavík, flugmaður og
flugkennari. Hann var formaður
AOPA, hagsmunafélags flug-
manna og flugvélaeigenda á Ís-
landi, einnig rit-
stjóri Flugsins,
tímarits um flug-
mál. Haraldur var á
1. ári í lagadeild
Háskóla Íslands.
Börn Haraldar eru
Elísabet Rut Har-
aldsdóttir, f. 20.
september 1995,
Alex Uni Haralds-
son, f. 18. ágúst
2000, og Óliver Nói
Haraldsson, f. 16. febrúar 2007.
Sambýliskona Haraldar var
Gunnur Árnadóttir, f. 12.10.
1976, og bjuggu þau alla sína
sambúð í Reykjavík.
Haraldur verður jarðsunginn
frá Hallgrímskirkju í dag, 25.
febrúar 2022, klukkan 13.
Kæri vinur. Fyrstu kynni
okkar voru fyrir rúmum þrjá-
tíu árum þegar ég byrjaði að
deita hana Heiðu frænku þína,
þegar árin liðu og ég búinn að
taka flugprófið þá efldist sú
vinátta okkar sem var einlæg,
ekki skemmdi fyrir þegar
betri helmingar okkar voru
með í för. Ferðir okkar er-
lendis, Frakkland þar sem þú
skildir mig eftir og fékkst að
fljúga heim með TBM test-
flugmanni svo og Búkarest
voru yndislegar. Við fjögur
vorum búin að ákveða að fara
aftur út en ætluðum ekki að
láta þig skipuleggja flugið því
við vorum ekki til í sprett-
hlaup á milli flugvéla eins og
gerst hafði áður, þó sagði ég
að þetta hefði átt að vera erf-
iðara fyrir þig þar sem þú
þurftir að taka helmingi fleiri
skref en ég. Nú eru þetta fal-
legar minningar í minninga-
bankanum okkar minn kæri
sem við getum brosað að.
Þú tókst við af mér sem for-
maður AOPA á Íslandi og
stóðst vaktina vel, settir þig
vel inn í þau mál sem þurfti að
tækla. Varst virtur af þeim
IAOPA-félögum sem við höfð-
um kynnst erlendis, hafa
nokkrir þeirra verið í sam-
bandi við mig eftir þetta
hræðilega slys og boðað komu
sína til að fylgja þér síðasta
spölinn.
Þú varst með pínu athygl-
isbrest, einu sinni sem oftar
ætluðum við að hittast og
snæða í hádeginu og í þetta
skiptið var það í mínum
heimabæ, þú baðst mig að
velja stað og ég sagði Krúsin,
ég fer þangað og sest niður og
bíð, svo hringir þú og spyrð
hvort ég fari ekki að koma en
þá sast þú á öðrum stað hand-
an götunnar og búinn að panta
bjórinn, ég skaust þangað og
að sjálfsögðu hlógum við að
þessum smávægilega mis-
skilningi.
Ég var mikið ánægður þeg-
ar þú náðir í viðhaldið þitt
ABBý, eða TF-ABB, ég hafði
prófað hana tvívegis, tók
fyrsta kennsluflugtímann á
hana og prófið þegar ég út-
skrifaðist þannig að ég gat
vottað að þú hefðir náð þér í
gott viðhald.
Þessi kveðjustund átti ekki
að koma strax, þú ekki orðinn
fimmtugur en ég lofa því að
skála við þig þann 12. apríl
svo lengi sem ég lifi og tala
ekki bara um þig heldur við
þig minn elskulegi vinur. Þar
sem þú hefur tekið síðasta
flugtakið minn kæri þá langar
mig að þakka þér fyrir allar
þær ánægjulegu stundir sem
við áttum saman hvort sem
það var bara hittingur eða
símtölin sem ég er strax far-
inn að sakna, þó ekki nema
„hver er skýjahæðin á Sel-
fossi?“
Elsku Gunnsa, Elísabet,
Alex og Oliver, missir ykkar
er mikill, við Heiða sendum
ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Valur Stefansson.
Haddi Diego vinur minn er
floginn yfir móðuna miklu,
langt fyrir aldur fram. Leiðir
okkar Hadda hafa legið saman
í gegnum grasrót flugs og fé-
lagsstörf í þágu hagsmuna-
gæslu fyrir almannaflug.
Þeir sem kynntust Hadda
lærðu strax að þar fór stór
karakter sem læddist ekki
með veggjum og lá ekki á
skoðun sinni. Hann var lipur
penni og sá árum saman um
ritstjórn tímaritsins Flugið,
en efnistök þar voru gjarnan
sótt í grasrót flugs á Íslandi
og aðkomu Íslendinga að flug-
málum erlendis. Ekkert flug-
tengt var Hadda óviðkomandi,
en utan fjölskyldunnar og fer-
fætlingsins Skugga var eink-
um tvennt sem heillaði hann;
flug og ljósmyndun.
Þessi tvö áhugamál samein-
aði Haddi síðan í ægifögrum
ljósmyndum af sérkennum ís-
lenskrar náttúru, teknum vita-
skuld úr lofti, sem hlutu lof
um allan heim. Oftar en ekki
fengu fjölskylda, vinir eða
kunningjar, og náttúrulega
flughundurinn Skuggi, að
fljóta með í flugtúr. Hver man
ekki eftir öllum Instagram-
kveðjunum úr háloftunum?
„Well hello, hello and welcome
aboard…“ og svo voru ferða-
félagarnir hverju sinni kynnt-
ir til leiks.
Það er fyrst eftir fráfall
Hadda sem ég geri mér grein
fyrir því hversu víða þessar
kveðjur hafa ratað, en fyrir
mér var hann einfaldlega vin-
ur og félagi í fluginu, sem
maður hitti í Fluggörðum og
heyrði oftar en ekki í um tal-
stöðina þegar farið var í flug-
túr á fallegum degi.
Það er skarð fyrir skildi hjá
grasrót flugs á Íslandi nú þeg-
ar fyrir liggur að Haddi verð-
ur ekki framar með á flughá-
tíðum okkar. Sviplegt fráfall
hans og þeirra sem fóru með í
hinn örlagaríka flugtúr 3.
febrúar 2022 leiðir hugann að
því hversu dýrmætur tíminn
raunverulega er og rifjar upp
heilræði Hóratíusar – „carpe
diem“ – grípið daginn. Lifum
lífinu til fulls, alla daga, allt til
enda. Bólu-Hjálmar kemur
orðum að þessu í ljóðinu
Mannslát:
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld,
ég kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
Elsku Gunnur, fjölskylda og
flughundurinn Skuggi, þið eig-
ið alla mína samúð.
Sigurður Ingi Jónsson.
Haraldur
Unason Diego
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KAY WIGGS,
Keflavíkurgötu 7, Hellissandi,
lést á heimili sínu aðfaranótt 21. febrúar.
Ómar Lúðvíksson
Lísa Anne Ómarsdóttir Ted Chessor
Ari Bent Ómarsson Ása Gunnur Sigurðardóttir
og barnabörn